Dagblaðið - 11.05.1976, Page 7
7
DAliBI.Atm). I'KIt).J l' 1)A(íl'l\ 11. MAl 1976.
V-Þýzkaland:
Miklar óeirðir vegna
dauða Ulríke Meinhof:
VAR HÚN MYKT?
F.jölmennt varalið lögreglu-
manna og öryggisvaröa hefur
nú fengið skip'un um að vera
við öllu búið þar sem það gætir
opinberra byggfnga og annarra
hugsanlegra staða sem
stuðningsmenn Baader-
Meinhof samtakanna gætu
valið sem skotmörk í hefndar-
sk.vni vegna dauða annars leið-
toga samtakanna, Ulrike Mein-
hof.
Eins og kunnugt er fannst
hún látin í fangaklefa sinum í
Stammheim fangelsinu, þar
sem hún hafði verið i haldi frá
því að hún var handtekin fyrir
fjórum árum.
Systir Ulriku hefur nú fengið
lík hennar afhent og mun láta
sérfræðinga skoða það. Er hún
sannfærð um að eitthvað
gruggugt sé á seyði varðandi
dauða systur hennar, vegna
þess að Ulriku myndi ekki hafa
komið tíl hugar að fremja
s.jálfsmorð.
Dómsmálaráðherra Baden-
Wiirtembergfylkis hefur harð-
lega neitað ásökunum lögfræð-
ings Baader-Meinhof samtak-
anna þess efnis, að stjórnvöld
hafi skipulagt dauða hennar.
Viðbrögð stuðningsmanna
samtakanna hafa verið mjög
hörð. í miklum mótmælum í
aðalverzlunarhverfi Frankfurt-
borgar kom til átaka milli
lögreglu og stuðníngsmann-
anna, sem voru rúmlega 1000
að tölu. Er lögreglan reyndi að
dreifa mannfjöldánum, hentu
nokkrir úr hópnum benzín-
sprengjum að þeim. Tveir
lögreglumanna brenndust
hættulega og var þá gripið til
vatnsbyssunnar, sem lögreglan
í Þýzkalandi notar gjarna til
þess að dreifa mannfjölda.
Þá var sprengju varpað að
þýzkri menntastofnun í Róm í
gær. Engan sakaði, en tölu-
verðar skemmdir urðu á
húsinu. I-iafa samtök, sem
kenna sig við Holger Meins,
lýst sig ábyrg fyrir skemmdar-
verkinu. Það eru sömu samtök
og sprengdu upp sendiráð
Þýzkalands í Stokkhólmi i
f.vrra.
Lögreglan um gervallt V-Þýzkaland hefur uppi mikinn viðbúnað, vegna þess að menn óttast, að nú
kunni að draga til tiðinda á sviði hermdarverka. Stuðningsmenn Baader-Meinhof-samtakanna hafa
þegar látió til sin heyra svo um munar og hér má sjá lögregluþjóna á verði í Hamborg.
SIVALO
LUCKY-SETT FRA KR. 180 ÞUS.
Ítalía:
FJÓRUM MILUÖRÐUM
VARIÐ TIL UPPBYGG-
INGARSTARFSINS
— Tala látinna nú orðin 842
Ríkisstjórn Italíu hefur ákveðið
að verja allt að fjórum
milljörðum króna til
uppbyggingar og hjálparstarfs á
jarðskjálftasvæðinu í norðurhluta
landsins.
Akvörðun um þetta var tekin á
fundi ráðherra, þar sem Aldo
Moro var í forsæti.
Kommúnistar hafa undanfarna
daga gagnrýnt stjórnina harðlega
fyrir slæleg vinnubrögð við skipu-
lagningu hjálparstarfsins og
krafizt hærri bóta til handa þeim,
er. verst höfðu orðið úti og til
kaupa á lyfjum og hjálpar-
gögnum.
Mario Toros atvinnumála-
ráðherra sagði eftir fundinn að
þessi greiðsla væri aðeins sú
fyrsta, miklum fjárhæðum yrði
varið til uppbyggingarstarfsins í
framtíðinni.
Tala látinna á Ítalíu er nú
orðin 842.
Sameinuðu þj óðirnar:
Mótmœla Bandaríkin
aðild Angóla?
Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna mun koma saman á
sérstakan fund í dag til að ræða
inntökubeiðni Angóla í
samtökin.
Angóla fór fram á að mega
gerast aðili að samtökunum í
bréfi til Kurt Waldheims 28.
apríl og talið er fullvíst að
landinu verði veitt sú aðild,
enda þótt ýmsar bollaleggingar
hafi verið uppi um að Banda-
ríkin, sem ekki hafa viðurkennt
stjórn Angóla, kunni að bera
fram einhver mótmæli.
Sjóstangaveiðimót —
Keflavík
Veiðifélagið Sjóstöng Keflavík gengst
fyrir sjóstangaveiðimóti frá Keflavík
laugardaginn 22. maí nk. Þátttöku
þarf að tilkynna í síðasta lagi 15. maí
nk., þátttökugjald er 8000 kr. Nánari
upplýsingar gefa: Margeir Margeirs-
son, Keflavík, símar 1589 og 2814,
Einar Jónsson, Reykjavík, símar
82893 og 15852, Þorbjörn Pálsson,
Vestmannaeyjum sími 1532 og Karl
Jórmundsson Akureyri sími 22933.
SVEFNBEKKUR KR. 34 ÞÚS.
EINSMANNS RÚM FRÁ KR. 49 ÞÚS.
OG HJÓNARÚM FRÁ KR. 62 ÞÚS.
MAHONIHJÓNARÚM
MEÐ DÝNU KR. 98 ÞÚS.
r
Springdýnur
HELLUHRAUNI20
HAFNARFIRÐI
SÍMI53044
0PIÐKL. 9-7
LAUGARDAGA 10-7