Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.05.1976, Qupperneq 9

Dagblaðið - 11.05.1976, Qupperneq 9
I'Khj.U'dacuk i 1. Söluhœsti Tropicana- kaupmaðurinn: Fœr viku- dvöl í Florida í verðlaun — fyrir beztu sölu áárinu 1975 Tropicanaumboðið Sól hf. ákvað á síðasta ári að efna til samkeppni meðal kaupmanna og verzlana- eigenda um það hver þeirra yki hlutfallslega mest sölu á Tropicana frá áramótum 1974 til áramóta 1975. í gær voru úrslitin kynnt. Hlutskarpastur varð Eðvarð Friðjónsson verzlunarstjóri Sláturfélags Suðurlands á Akranesi. Hann fær í verðlaun vikuferð til Florida og hyggst nota sér boðið ásamt konu sinni næstkomandi haust. „Ég kiknaði hálfpartinn hnjáliðunum, þegar Davíð Scheving Thorsteinsson framkvæmdastjóri Sólar hf. tilkynnti mér um úrslitin,” sagði Eðvarð Friðjónsson á blaðamannafundi í gær. „Maður er búinn að spila í happdrætti í mörg ár an þess að vinna nokkurn tíma og svo berst manni þetta boð í hendurnar svona fyrirvara- laust.” Eðvarð jók sölu sína á árinu 1975 um hvorki meira né minna en 174.44%. í árslok '74 hafði hann selt 2.160 lítra af Tropicana og á árinu 1975 jók hann söluna upp i 5.928 lítra. Þær verzlanir, sem næst komu á eftir Sláturfélagi Suðurlands, i söluaukningu, voru Kaupfélag Árnesinga á Selfossi og Verzlunin Brekka á Akureyri. Af þeim fjöldamörgu verzlunum úti um allt land, sem selja Tropicana, kom söluaukning fram í nærri þvi öllum. Vegna þessarar góðu re.vnslu hyggst Sól hf. efna til annarrar samkeppni um mestu aukningu á árinu 1976. -at- MAl 1976. Atkvœðatölur hjá Framsóknarflokknum: Æðstu menn voru endur- kosnir með yfirburðum Æðstu menn Framsóknar- flokksins voru endurkosnir með yfirburðum á aðalfundi miðstjórnar um helgina. Við formannskjör fékk Olafur Jóhannesson 88 atkvæði, Helgi Bergs fekk 2, Stein- grímur Hermannsson 1, Þórarinn Þórarinsson 1 og einn seðill var auður. Steingrímur Hermannsson var endurkjörinn ritari nteð 88 atkvæðum, Guðmundur G. Þðrarinsson hlaut 3 atkvæði. Jón Kjartansson 1 og einn var auður. Gjaldkeri var endurkjörinn Tómas Arnason með heldur færri atkvæðum en Olafur og Steingrimur hlutu, eða 80. Guð- mundur G. Þórarinsson fékk 5, Halldör Asgrímsson 4, Helgi Bergs 3, Kristinn Finnboga- son 3 og einn var auður. Einar Ágústsson var endur- kosinn varaformaður með 83 atkvæðum. Helgi Bergs hlaut 5, Þórarinn Þórarinsson 2, Vilhjálmur Hjálmarsson 1, Halldór E. Sigurðsson 1, Ingvar Gíslason 1 og einn var auður. Ragnheiður Sveinbjörns- dóttir var endurkjörin vara- ritari með 64 atkvæðum. Guð- mundur G. Þórarinsson var kjörinn varagjaldkeri í stað Halldórs E. Sigurðssonar, sem baðst undan endurkosningu. Næsti maður fékk 11 atkvæði. I framkvæmdastjórn varð sú ein breyting að Hákon Sigur- grímsson kom í stað Jóns Skaftasonar sem baðst undan endurkosningu. Aðrir voru endurkjörnir, þeir Eysteinn Jónsson. Helgi Bergs, Þórarinn Þórarinsson, Erlendur Einars- son, Guðmundur G. Þórarins- sonb, Jónas Jónsson, Ragn- heiður Sveinbjörnsdóttir og Eggert Jóhannesson. 1 fram- kvæmdastjórn sitia auk þeirra formaður, ritari, gjaldkeri, varaformaður og formaður Sambands ungra framsóknar- manna. Við kosningu níu manna blaðstjórnar Tímans varð sú ein breyting, að Magnús Bjarn- freðsson kom í stað Óðins Rögn- valdssonar sem baðst undan endurkjöri. -HH. Firmakeppni r I billiard: H L JÓM PLÖTU ÚTGÁF AN GEIMSTEINN SIGRAÐI — Dagblaðið lenti íþriðja sœti Og þá er að hitta. Kjartan Friðþjófsson, sem keppti fyrir Dagblaðið, miðar vandlega. Hann hafnaði í þriðja sæti. DB-mynd Ragnar Th. Ágústi Ágústssyni billiardleik- ara tókst um helgina að sigra ís- landsmeistarann, Sverri Þórisson, i' úrslitaleiknum í fyrstu firma- keppni í billiard sem haldin hefur verið hér á landi. Ágúst keppti fyrir Hljómplötuútgáfuna Geimstein en Sverrir, sem lenti í öðru sæti, keppti fyrir Tizkuverzl- unina Faraó. Dagblaðskeppand- inn Kjartan Friðþjófsson lenti í þriðja sæti. „Þetta var svo sannarlega ströng helgi hjá okkur,” sagði Kjartan Friðþjófsson er DB ræddi við hann að keppninni lok- inni. „Við spiluðum stanzlaust í átta klukkutíma á laugardaginn og sex tima á sunnudag. Fyrri daginn voru keppendurn- ir 16 í tveimur riðlum. Þrír efstu mennirnir úr hvorum riðli kepptu síðan til úrslita síðari daginn." t úrslitakeppninni léku kepp- endurnir sex allir við alla einu sinni, — alls fimm umferðir. Að þeim loknum voru Ágúst Agústs- son og Sverrir Þórisson jafnir með fjóra vinninga hvor. Kjartan var með þrjá vinninga, Rafn Val- garðsson með tvo og Haraldur og Guðmundur Ringsted með einn hvor. Ágúst og Sverrir léku síðan til úrslita og sigraði Ágúst naum- lega. Fyrstu verðlaunin eru bikar, sem Rolf Johansen gaf, auk 30 þúsund króna. Önnur verðlaun voru 20.000 krónur og þau þriðju 10.000 krónur. Keppnin fór fram í Billiardstofunni Júnó i Skipholti. — AT — Námslánin: NÁMSMENN REYNA AÐ HINDRA ALLT OF SKJÓTA AFGREIÐSLU Námsmenn hafa undanfarið haldið uppi miklum áróðri gegn breytingartillögum ríkis- stjórnarinnar við frumvarp um endurskipulagningu námslána, sem nú liggur fyrir Alþingi. Er það að vonum vegna þess að ríkisstjórnin hefur gert verulegar breytingar á upphaf- lega frumvarpinu. Kjarabaráttunefnd náms- mannasamtaka hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lögð er sérstök áherzla á það að greinilegt sé að ríkisstjórnin ætli sér ekki að reyna að brúa bil tekna og fullrar umfram- fjárþarfar námsmanna eins og þeir höfðu lagt til. Segir í frum- varpi ríkisstjórnarinnar að stefnt skuli að því en slíku vilja námsmenn ekki una. Eins eru gerðar verulegar bre.vtingar við tillögur náms- manna um endurgreiðslur á lánunum sem þeir féllust á að yrðu verðtr.vggð gegn þvi að endurgreiðslur miðuðust við vissa prósentutölu umfram- tekna vissra árlegra lágmarks- tekna. Ráðherra hefur ákveðið i til- lögum sinum að ofan á þær föstu greiðslur korni a.m.k. 40 þúsunda greiðslur og hann vill sjálfur fá að ákveöa hver prósentutalan umfram lág- markslaun verður. Hyggja námsmenn nú á miklar aðgerðir til þess að reyna að koma i veg fyrir að frumvarpi þessu verði „skellt í gegn". eins og kornast ma að orði. -HP. Ný hlið á ef nahagsráðstöfunum: NÚ FÁ KANARNIR EKKI STEREÓGRÆJURNAR — nema með mikilli skríffinnsku Ráðstafanir til að vernda efnahag islenzku þjöðarinnar koma víða við. Nú hafa meira að segja verið settar hiimlur á sölu hljómtækja frá radíó- verzluninni á Keflavikurflug- vclli til að erfiðara verði en áður að smygla þeim út af Vallarsvæðinu. Tæki þessi eru tollfrjáls og því allnokkru lægri i verði en þau hljómtæki sem fást i íslenzkum verzlunum. Nú gera aðeins hermenn og nienn sem vinna hjá hernum fengið útvörp og plötuspilara keypta ef þeir frantvisa gildu nafnskirtcini hermanna og auk þess skömmtunarkorti. Ef kaupa á fleiri en eitt tæki þarl levfi frá iögfræðifulltrúa hersins. Eiginkonur vallar- starfsmanna þurfa einnig leyfi þaðan. Er tækin hafa verið keypt fa menn stimpil um það í skömmt- unarskirteimð sitt til að gela ekki misnolað aðsiöðuna. - \T Á morgun, 12. maí, kemur út bókin „Refskákir og réttvísi" eftir Ingveldi Gísladóttur. Bóksalar og aðrir, sem vilja fá bókina, gjöri svo vel að panta hana hjá höfundi í síma 17919 INGVELDUR GÍSLADÓTTIR

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.