Dagblaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 13
I)A(iBI,At)li). ÞHIÐJUDAGUK 11. MAÍ 1976.
13
— þegar hann varð Norðurlandameistari í kraftlyftingum.
Hann og Brynjar Gunnarsson, formaður lyf tingasambandsins,
misstu allan farangur sinn í hótelbruna
Norðurlandametin
fjögur hjá Skúla!
Það var ekki nóg meó, að Skúli
H. Öskarsson, Austfirðingurinn
keppnisglaði, yrði Norðurlanda-
meistari í millivigt í kraftl.vfting-
um í Þrándheimi um helgina —
heldur setti hann einnig fjögur
ný Norðurlandamet í vigtinni.
Tvíbætti eitt þeirra — og sýndi
mikla keppnishörku, sem áhorf-
endur hrifust af.
Skúli átti í harðri baráttu við
Svíann Lars Backlund — og fór
þar með glæsilegan sigur af
hólmi. Keppnin í millivigtinni
hófst með hnébeygjulyftu — og
Skúli reyndi fyrst við 235 kg. Það
tókst vel — og þá var komið að
Norðurlandameti hjá honum
242.5 kg. Það tókst ekki í fyrstu
tilrauninni — en Skúli reyndi
aftur og fór þá vel upp með
þyngdina. Þar með var fyrsta
Norðurlandametió staðreynd.
Næst var bekkpressa — og þar
bjóst Skúli ekki við að ná góöum
árangri vegna meiðsla í öxl. Skúli
reyndi fyrst við 115 kg en mis-
tókst — en lyfti þeirri þyngd í
annarri tilraun. Síðan náði hann
einnig að lyfta 120 kg. En eftir
þessa grein hafði Svíinn milli 30
og 40 kg forustu á Skúla, svo
útlitið var allt annað en gott í
sambandi við Norðurlandameist-
aratitilinn.
En þá kom keppnisharka Skúla
vel í ljós — annaó hvort sigur eða
ekkert! Hann bað því um 275 kg í
síðustu keppnisgreininni, rétt-
stöðulyftu, og ritarinn varð svo
hissa, að hann marghváði. Svíinn
Lars Backlund byrjaði á 250 kg
sem hann tók — en missti síðan
tvívegis 260 kg. Þá var komið að
Skúla með sín 275 kg og hann fór
létt með þau! — En það var ekki
nóg tij að hljóta meistaratitilinn
— og Skúli lét þyngja í 287.5 kg
— aftur nýtt Norðurlandamet. Og
upp fóru þau og svo mikil var
keppnisharkan. hjá Skúla, að
hann lét það ekki á sig fá, að
blóðið spýttist úr nösum hans. En
Norðurlandameistaratitillinn var
hans — og nýtt Norðurlandamet í
réttstöðulyftunni — og éinnig
samanlagt eða 650 kg í millivigt-
inni. Glæsilegur árangur.
Samhliða Norðurlandamótinu,
þar sem keppendur voru um 30,
var landskeppni milli allra
Norðurlandanna sameinaðra
gegn Bretlandi. Urslit urðu þau,
að Norðurlönd sigruðu með
tveggja stiga mun. Þá má geta
þess, að eftir að keppninni í milli-
vigtinni lauk fékk Skúli aukatil-
raun í hnébeygjulyftu, en hann
hafði beðið um það strax í keppn-
inni. Það voru 250 kg. og Skúli
lyfti því — fjórða Norðurlanda-
métið.
Þegar Skúli og Brynjar
Gunnarsson, formaður lyftinga-
sambandsins, komu til Þránd-
heims fengu þeir inni á Hótel
Bristol. Á föstudag voru þeir rétt
farnir af hótelinu, þegar það bein-
línis sprakk í loft upp — og á
örfáum mínútum var það brunnið
Brynjar og Skúli hyggja að farangri sínum eftir brunann á Hótel
Bristol.
til grunna. Það var hrein tilvilj-
un, að þeir félagar voru ekki í
herbergjum sínum. Skúli hafði
ætlað að hvíla sig — en svo
ákváðu þeir allt í einu að fara út.
Mannskaði varð ekki í brunanum,
en þeir Skúli og Brynjar urðu
fyrir miklu tjóni — misstu allan
farangur sinn, og voru þeir með
ýmsa verðmæta muni með sér.
Charleroi
bjargað I
— La Louviere dœmt til að falla niður
vegna mútumálsins og þjálfari liðsins
dœmdur f rá knattspyrnu œvilangt
Charleroi—liði Guðgeirs
Leifssonar í Beigiu var í gær-
kvöld bjargað frá falli í 2. deild
þegar La Louviere var dæmt úr
1. deild vegna mútumáls er
kom upp í vetúr. La Louviere
iék þá gegn Berchem, sem
þegar var fallið i 2. deild en
ekki voru forráðamenn lá
Louviere vissari en svo um að
vinna Berchem að þeir buðu
miklar fjárhæðir svo leikurinn
mætti vinnast. Það gerðist —
La Louviere sigraði en upp
komst um svikamyliuna.
Dómurinn í þessu mútumáli
féll í gær, La Louviere var
dæmt til að leika í 3. deild og
þjálfari liðsins var dæmdur frá
þjálfun í knattspyrnu ævilangt.
La Louviere, Beringen og
Charleroi hafa háð hatramma
baráttu í vetur um að forðast
fall en í Belgíu falla þrjú lið í
2. deild. Þegar eru fallin í 2.
deild Berchem og Malines.
Staða Charleroi var erfiðust
hjá liðunum þremur — liðið
var stigi á eftir Beringen og
þremur stigum á eftir La
Louviere. En sem sagt —
Guðgeir þarf ekki lengur að
óttast fali í 2. deild.
Standard Liege heldur áfram
að byggja. upp lið sitt eftir
magurt ár í belgískri knatt-
spyrnu. Liðið keypti í gær þýzk-
an leikmann frá La Louviere að
nafni Gras. Gras þessi er mark-
hæsti leikmaður La Louviere
og leikur vinstri útherja. Eins
og Ásgeir sagði — Gras er topp-
leikmaður og við hyggjum á
stóra hlúti næsta keppnistíma-
bil.
h.halls.
álfari, Stefán Halldórsson. Adolf Guðmundsson, Magnús Bárðarson, Gunnlaug-
aaber, Bergþór Jónasson, Sigurður Gunnarsson og Asgrímur Guðmundsson
agnús Þorvaldsson, Diðrik Olafsson, Eiríkur Þorsteinsson fyrirliði, Jóhannes
bezta knatt-
Reykjavíkur!
iik Reykjavíkurmótsins í gœrkvöld
hreint ótrúlegir. Valsmenn áttu alltaf í
vök að verjast og hinir ungu sóknar-
menn Vals sáust varla i leiknum og til
hreinna undantekninga heyrði ef
Valur komst yfir miðju i síðari hálf-
leik þegar liðið lék gegn kaldanum,
slíkir voru yfirburðir Víkings.
Valur fékk óskabyrjun — Ingi Björn
Albertsson skoraði þegar á 2. mínútu.
Hann fékk knöttinn eftir innkast Atla
Eðvaldssonar og skoraði auðveldlega
framhjá Diðriki Ólafssyni í marki
Víkings. Mikill misskilningur varð i
vörn Víkings og virtist hver halda að
annar hafí átt að gæta Inga Björns.
Hina góðu byrjun náðu Valsmenn
ekki að nýta sér, Víkingar náðu smám
saman tökum á leiknum — réðu lögum
og lofum á miðjunni þar sem Gunn-
laugur Kristfinnsson, Eiríkur Þor-
steinsson og Adolf Guðmundsson áttu
alla bolta og á 34. mínútu uppskáru
Víkingar laun erfiðis síns. Öskar
Tómasson lék á Vilhjálm Kjartansson í
vitateig Vals en Vilhjálmur brá Óskari
og víti var dæmt. Nokkuð harður
dómur en sjálfsagt réttmætur. Eiríkur
Þorsteinsson skoraði örugglega fram-
hjá Sigurði Dagssyni í marki Vals.
Skömmu áður en Víkingur fékk vítið
hafði Diðrik varið göðan skalíabolta frá
Guðmundi Þorbjörnssyni og var það
raunar eina tækifæri Vals sem hægt
var að tala um.
í siðari hálfleik urðu yfirburðir
Víkings enn ljósari en illa tókst þeim
að opna þétta vörn Valsmanna. Það var
á 65. mínútu sem það tókst þó — Stefán
Halldórsson lék á varnarmann Vals —
gaf góðan bolta á Gunnlaug, er aftur
gaf á Stefán í gegnum opna vörn Vals
og Stefáni urðu ekki á nein mistök.með
góðu skoti, sérdeilis fallegt mark.
' Þegar Stefán skoraði mark sitt meiddi
hann sig og varð að fara út af, í hans
stað kom Kári Kaaber. Það sem eftir
var leiksins sóttu Víkingar látlaust án
iþoss þó að skapa sér veruleg marktæki-
Ifibrt. Ástandið var svo slærtit hjá Val að
i hverl sinn sem Valur náði boltanum
hafnaði knötturinn utan vallar —
áreiðanlega lakasti leikur Vals það sem
af er, þó greinilegt sé að margt býr í
hinu unga Valsliði.
Að loknum leik afhenti Ólafur
Þórðarson kampakátum Víkingum
bikarinn en þetta er í annað sinn á
þremur árum að Víkingur vinnur titil-
inn „bezta knattspyrnulið Reykja
víkur.”
Lokastaðan í Reykjavíkurmótinu
varð:
Víkingur
Valur
Fram
KR
Þróttur
Ármann
12—3
11—5
10—4
7—7
3—13
2—13
h.halls.
Landslið-Pressan
Landsliðið leikur í kvöld við
pressuliðið og fer leikurinn fram
á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði
og hefst kl. 19.30. Eins og
kunnugt er neitaði KRR skipt-
ingu fjár af leiknum og því
verður ekki af leiknum á nýja
Laugardalsvellinum eins og þó
hafði verið vonazt eftir.