Dagblaðið - 11.05.1976, Síða 14
14
IMCBI.AUIÐ. l>HIt).JlII)A(;UI{ 11. MAl 1976.
Svona á madur art taka oina lúku af' fræi og strá yfir moldina. sem or
bærti mild oa slótt o« ekki of riik.
Síðan «>r sléttart yfir t.d. með sparta.
.lá, þart er hetra art fylj’.jasl vel mert.
Ha, má eiga
börn framhjá?
Já, en það eru sérstök börn
Það eru sennileíía fæstir
jafnilla að sér oj> undirritaður
blaðamaður þejtar kemur lil
tr.járæktar í einhverri m.vnd.
Þekkir vart birki frá víði, en er
þó viss um hvernÍK jólatré lítur
út. Hún kom því næstum eins
o'g af himnum send auj'lýsinf'in
frá SkósræktarfélaKi Hafnar-
f.jarðar um sýnikennslu á sán-
ingu trjáfræs og meðferð trjá-
plantna, þar sem öllum var
heimil þátttaka. Þarna gæfist
kostur á að fræðast ofurlítið
um einföldustu atriði í skóg-
rækt og um leið að miðla dálitlu
af vizkunni til lesenda Dag-
blaðsins.
Við Bjarnleifur ljósmyndari
brugóum undir okkur betri fæt-
inum og komumst af stað eftir
mikinn eltingaleik við að fá bíl,
því að hvorugur fararskjóta
okkar á fjórum hjólum re.vndist
í lagi þann 1. maí, en þá fór
kennslan fram.
Menn muna að það var
óvenjugott veður þennan dag
þrátt fyrir smávætu, sem nægði
þó til að rugla lagningunni í
hárinu á kvenfólkinu. sem
þarna var mætt með sínum
ektamökum.
Ölafur Vilhjálmsson for-
maður Skógræktarfélagsins
setti samkunduna og hafði orð
á því að skipa þyrfti nemendum
í bekki, því svona mörgum
hefði hann ekki þorað að vonast
eftir. Kennslan fór fram við
græðireit félagsins við Hval-
eyrarvatri og þar sem svona
margir voru mættir voru í
fyrstu vandræði með ræðupúlt,
sem loks leystist þegar einn vit-
ur kom auga á stóran trékassa.
Ólafur byrjaði á að segja
okkur frá hversu mikla ánægju
maður hefði af því að sjá litlu
angana rísa úr mold. þetta
væri næstum eins og að alá upp
sín ,,eigin börn”. Þetta væru
líka einu börnin sem menn
gætu leyft sér að eignast utan
hjónabands.
Til að fá þróttmikla
afkomendur eiga
könglarnir að vera
brúnleitir og harðir
Nú tók Jón Magnússon frá
- Skuld einn af elztu stofnendum
Skógræktarfélagsins völdin af
Ólafi á kassanum og lýsti fyrir
okkur hvenær tína ætti birki-
köngla. Það er á haustin, i sept-
ember eða byrjun október. Til
þess að fá þróttmikla og fallega
afkomendur eiga frækönglarn-
ir að vera brúnleitir og harðir
viðkomu, þá eru þeir bezt
þroskaðir. Síðan eru könglarnir
þurrkaðir í nokkrar vikur og
fræin sem nú myljast auðveld-
lega úr könglunum geymd í lér-
eftspokum á þurrum stað.
Sumir geyma þau í ísskáp.
Fræin mega frjósa. en geta
rnvglað í raka.
Jón fór að einum græðireitn-
um og sýndi nemendum
hvernig ætti að taka lúku af
fræjum og sá þunnu lagi ofan á
moldina, sem verður að vera
mild og slétt og ekki of rök.
Þegar búið er að sá er sléttað
með öfugri garðhrífu spaða eða
einhverju öðru sléttu. Það
mætti síðan bera sand yfir, sem
næmi þá aðeins svo sem broti
úr millimetra. Vökva verður
vel strax á eftir og alla tíð.
Kassarnir sem
allra þéttastir
Bezt er að sá í apríl eða
byrjun maí og setja þegar plast
yfir. Kassarnir eða reitirnir
eiga að vera sem allra þéttaátir.
Á ellefta eða tólfta degi ætti að
fara að sjást að fræin eru að
lifna.
Það má lika gera tilraun með
að sá fræjum í kassa i stofu-
glugga og planta þeim síðan út.
Sjálfsagt er að lofta í græði-
reitunum öðru hverju og auka
það eftir því sem á líður til þess
að herða plönturnar, en í
byrjun júlí eða um miðjan júli
er plastið alveg tekið af.
Jón frá Skuld sagði að algeng
spíruhæfni fræjanna væri 40%
jafnvel meiri, ef fræin eru góð
allt upp í 80%. Hann hafði samt
litla von um að þau fræ sem
hann væri að sá í reitinn nú
næðu meiri en 4%, þar sem
sumarið í fyrra hefði verið sér-
staklega slæmt.
Bezti óburðurinn
hrossatað
Bezti áburðurinn er hrossatað
og sagðist Jón setja einar
hjólbörur af hrossaskít í græði-
reit af stærðinni 3—4 fermetr-
ar og vitanlega þarf að blanda
honum vel saman við moldina.
Á góðu sumri geta plönturn-
ar orðið 30—40 sm háar og
dæmi eru til þess að þær hafi
orðið 60 sm á hæð á einu sumri.
Ýmist eru plönturnar látnar
vera í kassanum fram á næsta
sumar eða að þeim er plantað í
beð og eru þá látnar hálf liggja
á hliðinni.
Ölafur V'ilhjálmsson formartur
Skógræktarfélags Hafnar-
fjarðar býöur nemendur vel-
komna.
Jón Magnússon frá Skuld, einn
af elztu stofnendum Skóg-
ræktarfélags Hafnarf jaröar,
sagði aö til merkis um hvað
birkifræ gæti verið harogert
hefði hann dreift því um
grjóturð. holt og mela, þar sem
hvorki skófla né haki kom að
gagni viö að losa um jarðveg-
inn. Hann gaf því lífrænan
áburð og merkilega mörg festu
rætur.
Jonas Jónsson formaður Skóg-
ræktarfélags tslands hvatti alla
landsmenn til þess að ganga i
skógræktarfélögin og klæða
þar með landið.
Grærtireitirnir eiga art vera sem allra þéttastir. Látið lofta um
plönturnar örtru hverju, en plastirt tekirt af í júlí.