Dagblaðið - 17.05.1976, Side 4

Dagblaðið - 17.05.1976, Side 4
4 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 17. MAÍ 1976. tískuverslun fyrir börn F Tískufatnaöur fyrir stelpur og stráka (áöur Kastalinn) BANKASTRÆTI, SÍMI 283 50 BREYTTUR AFGREIÐSLUTÍMI Skrifstofa okkar og vöruafgreiðsla verður opin sem hér segir frá og með mánudeginum 17. maí til föstudagsins 27. ágúst. Mánudaga til föstudaga: kl. 8.00—12.30 og 13.00—16.00. ROLF J0HANS0N & C0 Laugavegi 178. Þróunarstofnun Reykjavíkurborgor ARKITEKT TÆKNITEIKNARI Próunarstofnun Reykjavíkurborgar óskar að ráða nú þegar arkitekt með þekkingu á skipulagsmálum og tækni- teiknara. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Þróunarstofnunar Reykjavíkurborgar Þverholti 15. /— ' ' , ............................. 300 íbúðir sem láglaunaf ólk bíður eftir: „FRAMKVÆMDUM HALDIÐ ÁFRAM" — segir Sigurður Jónsson, forstjóri hjá Breiðholti h.f. „Við reynum að sjálfsögðu að halda áfram með verkið,” sagði Sigurður Jónsson, forstjóri Breiðholts hf., þegar Dagbl. innti hann eftir gangi mála í byggingu verkamannabú- staðanna í Breiðholti. Fyrir- tækið er verktaki fyrir Verka- mannabústaði Reykjavíkur, en nú er risin deila vegna 28 millj- ón króna reiknings frá Breið- holti, og fæst hann ekki greiddur. Sigurður kvað það erfitt að hætta vinnu við bústaðina, sem svo mjög er beðið eftir að fá á markaðinn. Þarna rísa íbúðir af ýmsum gerðum fyrir 300 fjöl- skyldur láglaunafólks, sumar eru tilbúnar, aðrar uppsteyptar og verkinu í heild á að ljúka einhverntíma í október. Við verkið hafa 150 byggingamenn atvinnu. Sigurður kvaðst undrandi yfir greinargerð Karls Ömars Jónssonar hjá Fjarhitun um reikninginn umdeilda. „Eg fær ekki séö hvernig hann getur fengið þessa niðurstöðu, jafn- vel þótt hann sé pantaður til þess. Til þess að fá rétta niður- stöðu hefur maðurinn ekkert yfirlit yfir málin. Eg er veru- lega undrandi á því að nokkur skuli láta hafa sig út í nokkuð þessu líkt,” .sagði Sigurður Jónsson að lokum. — JBP — Engin úrlausn Sparimerkjaeigendur hafa enn ekki fengið neina úrlausn. Myndin sýnir dæmi um einn þeirra. Hann eignaðist alls fimm sparimerkjabækur, og eru færslur í þær allt frá ár- inu 1961. Haustið 1970 tók hann út 194 þúsund krónur, en fékk aðeins rúmar sex þúsund krónur í vexti og rúmar 25 þús- und í vísitölubætur. Haustið 1974 fékk hann síðan um 14 þúsund I vísitölubætur og 6.700 í vexti. En þetta er býsna lítið upp í verðbólgu umræddra ára. Svipað er ástatt fyrir þúsund- um manna, og er talið að þeir ættu að fá samtals um einn milljarð í bætur, ef dæmið yrði gert upp. NAMSMENN KREFJAST ÞESS, AÐ AFGREIÐSLU VERÐI FRESTAÐ Eyjólfur K. Sigurjónsson í stjórn Verkamanna - bústaðanna: Stjórnar- formaður, bók- haldari, endur- skoðandi, prókúru- hafi og gjaldkeri I stjórn Verkamannabústaða Reykjavíkur eru sjö menn og eftir öruggum heimildum blaðsins er starfinu mjög mis- skipt milli stjórnaraðila. T.d. er Eyjólfur K. Sigurjónsson úr Kópavogi formaður stjórnar- innar. Hann er einnig bókhald- ari hennar, endurskoðandi og jafnframt prókúruhafi og þá um leið gjaldkeri og skrifar út allar ávísanir stjórnarinnar, sem veltir hundruðum millj- óna árlega. Ekki er óalgengt aó í litlum fyrirtækjum hlaðist mörg störf á eigandann en það mun hins vegar fátítt ef ekki einsdæmi í opinberri stofnun, að einn aðili sinni svo mörgum störfum sem í þessu tilviki. — G.S. Á mánudag mun frumvarp rikisstjórnarinnar um nýskipan námslána verða afgreitt sem lög frá Alþingi. t frumvarpi ríkis- stjórnarinnar hefur lítið tillit verið tekið til tillagna náms- manna og kjarabaráttunefndar þeirra, sem þó unnu hvað mest að tillögum um endurbætur og féllust á það, að lánin yrðu verð- tryggð, gegn því, að þau a.m.k. brúuðu bilið milli tekna og um- framfjárþarfar og að endur- greiðsluskilmálum yrði verulega breytt, en tillögur þessar hafa oft- sinnis verið kynntar hér í blaðinu. í frumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að „stefnt skuli að”, að umframfjárþörfin verði brúuð, en ljóst er, að með því að gert er ráð fyrir, að meginhluti útlánaðs fjár sé endurgreitt í fullu raungildi með lágmarks- greiðslunum einum og að aukaaf- borganir eigi síðan að sjá um að skila Lánasjóðnum þvi fjármagni sem eftir er, er greinilegt, að hér er um að ræða einhver óhagstæð- ustu lán, sem til eru á markaðn- um og má nærri geta, að t.d. út- gerðarmönnum myndi hrjósa hugur við slíkum lánum. Skýringu á því, að ekki var tekið tillit til tillagna námsmanna hefur menntamálaráðherra gefið hér í blaðinu fyrir nokkru. Hann segir, að með því, að endurgreiðsl- urnar séu gerðar svona stífar, þá sæki færri I lánin og því verði hægt, að brúa bil umframfjár- þarfar með því fjármagni, sem Lánasjóðurinn hefur milli hand- anna. Þeir sem skilja þessi rök, hafa bent á, að hér sé alla vega ekki verið að ræða um „jafn- rétti til náms”. Hafa námsmannasamtök öll I landinu nú krafizt þess, að af- greiðslu frumvarpsins verði frestað, þar til nægar umræður hafi farið fram um það, og efni þess kynnt opinberlega, en það hefur menntamálaráðherra ekki gert, enn sem komið er. — HP. Óhrjóleg brffreið vakti athygli lögreglu Heiaur óhrjáleg bifreið vakti athygii lögreglunnar á Akra- nesi aðfaranótt sunnudags. Við nánari aðgavlu re.vndust ökumaður og farþegar allir undir sextán ára aldri. Piltarnir höfðu fengið lykla að bifreiðinni h.já ölvuðum manni og brugðu sðr svo i öku- ferð. Þeir óku út undir Akra- f.jall, en þar veltu þeir ökutæk- inu. Einhvern veginn tókst þeim að gangsetja bifreiðina aftur og héldu ökuferðinni áfram. þar til lögreglan stöðv- aði þá. Ökutækið má teljast ónýtt. svo engin furða er að það skuli hafa vakið ath.vgli lög- reglu. Ungu mennirnir munu hafa sloppið við alvarleg meiðsli. sem betur fer. — KP

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.