Dagblaðið - 26.10.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 26.10.1976, Blaðsíða 2
 UAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUH 26. OKT0BER 1976. Furðulegt verðlag [30% hœrra verð á aðgöngu- miðum fyrir eldri en 11 óra Karl Axelsson skrifar: Síðastliðinn vetur birtist í lesendadálkieins dagbiaðanna í Reykjavík grein eftir undir- ritaðan. Lýsti ég þar furðu minni á verðlagningu aðgöngu- miða á leiki í handknattleik. Börn eldri en ellefu ára greiða hvorki meira né minna en 400 kr. inn á hvern leik, en börn ellefu ára og yngri aðeins 100 kr. Eg hef kynnt mér þetta betur og komizt að því að eins er staðið að í flestum ef ekki öllum öðrum keppnum í íþrótt- um. I fyrrnefndri grein bað ég íþróttaforystuna um að svara hverju þetta sætti, en það svar hefur ekki enn birzt. Það sér hver heilvita maður að ekkert vit er í því að láta krakka í gagnfræðaskóla greiða sama verð inn og fullorðið fólk. Eg undirritaður sem er gagnfræða- skólanemi hef mikinn áhuga á iþróttum, en ég sé mér ekki fært að sjá nærri því alla leiki sem ég hef áhuga á vegna þessa háa verðs. Nær væri þá að hafa eitthvað miðlungsverð fram að t.d. sextán ára aldri. Eg vil að lokum eindregið biðja íþróttaforystuna að gefa mér og almenningi svar við því hvernig á þessu standi. Það er oft erfitt að finna hámark og lágmark þegar aldur er annars vegar, en anzi er það hart að unglingum í efri bekkjum grunnskóla skuli ætlað að greiða 300% hærra verð inn á íþrottakappleiki heldur en þeim yngri. ! KVENNAHANDKNATTLEIKUR F/ER EKKI NÓGU MIKIÐ PLÁSS Ein áhugasöm um íþróttir skrifar: „Nú ætla ég að bera fram tvær spurningar og þætti mér vænt um að fá svar við þeim. 1. Af hverju er ekki skrifað um kvennahandknattleikinn eins og handknattleik karla? 2. Hvers vegna skrifið þið ekki H „Blaðið mun reyna að gera 1. deildarkeppninni hjá konum í vetur eins góð skil og unnt er. líka dálítið um leikina hjá yngri flokkunum? Þar ríkir mikill áhugi eins og hjá þeim eldri. Ég vænti þess svo að fá að sjá reglulega góðar íþróttafréttir fyrir fólk á öllum aldri.“ SVAR: Kvennahandknattleikur nýtur ekki alveg sömu vinsælda og handknattleikur karla — áhorfendur oftast sárafáir — en blaðið mun reyna að gera 1. deildarkeppninni hjá konum í vetur eins góð skil og unnt er. Umsagnir um leiki i yngri flokkunum hefur alltaf verið vandamál. Þeir skipta mörgum hundruðum — og við höfum ekki aðstöðu til að fylgjast með þeim. Höfum ekki mannafla til þess frekar en aðrir fjölmiðlar. Venjan hefur verið að birta úrslit í riðlum i hinum einstöku flokkum í lokin —og svo sigurvegara í flokkun- um. Þvl miður verður það einnig að nægja í vetur. -hsím. Sjónvarpið á laugardögum: ÞÁ ÆTTI EINUNGIS AÐ VERA SKEMMTIEFNI Tveir imbakassagláparar skrifa: Okkur langar endilega að minnast hérna aðeins á sjón- varpsmál. Hvernig er það, er ekki hægt að hafa einungis við- skipti við Bandaríkjamenn hvað snertir sjónvarpsefni? T.d. má nefna allar bíómynd- irnar. Þær eru yfirleitt lang- beztar þaðan. Bandaríkjamenn eru, eins og allir vita, lang- fremstir í þeim efnum. Okkur finnst sjónvarpinu hafa farið aftur í þessum efnum. T.d. voru 2 skemmtiþættir í viku fyrir nokkrum árum, en nú er í mesta lagi einn. Ef við förum nú aðeins út í aðra sálma, þá er einokun sjón- varpsins gífurleg, því það má aðeins vera 1 sjónvarpsstöð á landinu. Hver er ástæðan fyrir því að lokað var fyrir Keflavíkursjónvarpið??? Ekki tapar ' Ríkisútvarpið á þvi að hafa það, því við borgum ekki af útsendingum heldur af tækjum. Sjónvarpið tapar ekki krónu, þó önnur stöð sé til staðar. Svo við víkjum aftur til hins fyrra. Er ekki hægt að hafa efnið á laugardögum þannig að það verði fleiri skemmtiþættir? Gott væri að fá einn sakamálaþátt og góðar bíó- myndir, því að þetta er frídagur flests vinnandi fólks. Sumir vilja fara út og skemmta sér, en aðrir vilja hafa það notalegt fyrir framan sjónvarpstækið og slappa af. A laugardögum væri hægt að hafa eingöngu skemmtiefni en fræðsluþætti og framhaldsþætti á virkum dögum. Bandarískt sjónvarpsefni er mjög vinsnlt meöal Islondinga og ganga sumir jafnvel svo langt aö vilja þafi eingöngu. Sórstaklega viröast sakamálaþættir á borð viA McCloud njóta mikillar hylli meðal landsmanna. Bréf Páls páfa III. fundust í fyrstu atrennu í Róm — vill rannsaka betur bréfaskipti Vatikansins og íslendinga Magnús Már Lárusson, jur. h. dr. & dr. theol h.c., skrifar: Vegna erindis Þórarins Þórarinssonar, fyrrum skóla- stjóra, um skjalasafn Vatíkansins hinn 19. þessa mánaðar óska ég eftir að taka fram að síra Frank J. Bullivant, O.M.I., kom til min í skrifstofu Háskóla tslands kl. 10.30 hinn 6. júní 1972. Hann hafði þá verið aukakennari í ensku við heimspekideild um veturinn Erindi hans var að spyrja mig, hvort hann gæti endurlaunað mér greiða frá því á árunum 1953-4. Hann væri á förum til Rómar. Ég sagðist vera honum þakklátur ef hann fyndi texta bréfs Páls páfa III. til Jóns biskups Arasonar, 9. marz 1549 í bréfabókum páfa og stóð ekki á því eftir minni tilsögn, þar sem allar kópíubækurnar eru til. Það fannst í fyrstu atrennu þrátt fyrir það, sem segir í bók Guðbrands Jónsson: Jón Ara- son, Rvík 1950. bls. 215 o. áfr., en þar segir, að leit hafi verið gerð að því þrívegis án árangurs. Að sjálfsögðu þótti mér vænt um þessa komu síra Franks, þar sem ekki var víst, að ég héldi sjón, en vildi vita, hvort ég í framtíðini gæti orðið að liði i fræðunum. Nú er ég eineygður og þó truflaður á sjón. Með hjálp og meðmælum menntamálaráðherra og sterkum meðmælum dr. Frehens biskups í Reykjavík tókst mér að komast til Rómar í nóvember 1974 til að huga nánar að skilyrðum og horfum í skjalaleit. Varð það til þess, að munnlegt samkomulag varð á milli Anonio kardinála Samoré og min a þá lund, að ég hefði fuiian og óskoraðanaðgang að Archiviu Segreto Vaticano, leyndarskjalasafn: páfa og myndi njóta þar allrar aðstoðar og fyrirgreióslu án takmarkana, m.a. ljósmynd- unar, hvenær, sem ég kæmi þangað aftur, eða beiddist þess skriflega. Var það staðfest með bréæfi 1975. Auk þess varð hin allt of stutta ferð til þess, að ég gat gengið frá útgáfutexta bréfs páfa, sem birtist í Árbók Landsbókasafns 1973, en kardinálanum var starsýnt á, hversu mjög var lagt upp úr textaútgáfu þessari í Árbók- inni. Það er von mín, að ríkis- stjórnin verði við ósk minni um að setjast að í Rómaborg um tíma vegna handrita og bréfa Vatikansins o. fl„ svo sem farið hefur verið fram á. Raddir lesenda HUGVEKJA UM FRIÐELSKANDI ÞJÓÐIR OG ÁRÁSARÞJÓÐIR K. Þórðarson sendi meðfylgjandi grein sem hann hefur þýtl eftir J. Krishnamurti. Hugtakið þjóð er aðskilið, aðgreinandi. Það eru engar friðelskandi þjóðir til. Allar eru þær ágjarnar, yfirdrottnandi. kúgunarhneigðar. Svo lengi sem þjóð heldur áfram að vera aðskilin eining, aðskilin frá öðrum, með sinn þátt í hroka aðskilnaðarins, þjóðrækni, þjóðflokkum, þá leiðir það af ólýsanlegar þjaningar bæðt fyrir hana sjálfa og fyrir aðrar þjóðir. Þjóð getur ekki fengið frið og verið þó aðgreind. Þjóð getur ekki haft efnahagsleg, félagsleg og þjóðflokksleg landamæri án þess að bjóða heim fjandskap og öfund, ótta og tortr.vggni. Þú getur ei haft allsnægtir meðan annar sveltur án þess að bjóða heim grimmd. Við erum ekki aðskilin. Við erum mannlegar verur í gagn kvæmum samskiptum hvort við annað. Þín \sorg er sorg annars. Með því aðtortímaöðrum ertu að tortíma sjálfutn þér. Með því aö hata annan. þ.iáist þú sjáll'ur vegna þc»» að þú ert hmnannar. Góður vilji og bræðraþel næst ekki gegnum þjóðir sem eru aðskildar og aðgreindar eða gegnum landamæri. Þetta verður að setja til hliðar til þess að færa manninum frið og von. Og einnig: Hvers vegna samkennirðu sjálfan þig nokkurri þjóð eða nokkrum flokki eða hugmyndafræði? Er það ekki til þess þá að verja þitt litla sjálf, til að ala þínar dauða- kenndu og ómerkilegu hégóma- girndir og viðhalda þannig „heiðri" þínum? Hvaða heiður er þannig i þvi að viðhalda sjálfinu sem orsakar e.vmd og stríð, baráttu og uppíausn? Þjóð er þannig upphafning á sjálfinu og þess vegna afleiðing strits og vonbrigða.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.