Dagblaðið - 26.10.1976, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER 1976.
Robert Redford:
Cr andvígur kjarnorku
— og stóríðnaði
Kvikmyndaleikarinn Robert
Redford hefur gefió þær 20 millj-
ónir sem hann þénaði á myndinni
,,A11 the Presidents men“ sem
gerð var um Watergate-málið, 1
sjóð sem nota á í baráttu gegn
kjarnorku- og stóriðnaði og til
verndar náttúruauðlindum.
Eiginkona hans, sem kölluð er
Lola, eyðir miklu af-tlma sínum í
þágu neytendasamtaka. Þau
hjónin hafa byggt sér hús í Utah-
ríki í Bandaríkjunum, sem ein-
göngu er hitað upp með sólar-
’orku. Fristundir sínar notar
leikarinn frægi þar til að ala upp
hesta og njóta samvista fjölskyldu
sinnar.
Um þessar mundir er Redford í
Hollandi við upptökur á kvik-
myndinni ,,A Bridge Too Far“.
Þar leikur hann bandaríska
höfuðsmanninn Julian Cook og
vonast til að með þessu hlutverki
takist honum að breyta þeirri
glaumgosa ímynd sem fólk virðist
álíta hann vera. Auk þess þénar
hann þar mikla peninga sem allir
Robert Redford vonast til að hlut-
verkið í nýjustu mynd hans „A
Bridge Too Far“ svipti hann
glaumgosaímyndinni í augum
fólks.
verða settir i baráttuna fyrir betri
nýtingu orkuauðlindanna svo sem
sólar, vatns og vinds.
SIDGOS í COLOMBÍU
Sl. föstudag hófst eldgos í
Lorenzo-eldfjallinu í norðvestur-
hluta Suður-Ameríkuríkisins
Colombíu. Bárust fréttir um
gosið frá radioamatörum, en
ennþá er ekki vitað hvort
einhverjir hafi látið lífið.
Töluverur fjöldi fólks hefur
verið fluttur af hættusvæðinu og
sagði í fréttum að a.m.k. 100 naut-
gripir hefðu drepizt í hraun-
straumi úr fjallinu.
Okkur er stjórnað af
fársjúkum mönnum
— segir svissneskur lœknir í
bók um sjúkdómssögu 28
þjóðhöfðingja
„Fólkið, sem ákveður örlög
þjóða og heimsins alls, er oftast
dauðsjúkt, án þess að vilja viður-
kenna það og án þess að gefa
umheiminum minnsta tækifæri
til að komast að því. Þegar maður
hugsar um nokkra þjóðarleiðtoga
aftur í tímann, getur maður auð-
veldlega fengið gæsahúð.“
Þetta eru orð svissneska
læknisins dr. Pierre Rentchnick,
sem sendi frá sér i gær bók um
sjúkrasögðu tuttugu og átta
látinna þjóðarleiðtoga.
Bókina, sem hann skrifaði
ásamt franska rithöfundinum
Pierrre Accoce, nefnir Rent-
chnick „Sjúku mennirnir, sem
stjórna okkur.“
Margir af þekktustu þjóð-
höfðingjum okkar tíma hafa á
erfiðum stundum þjáðst af svo-
kölluðum „Alvarez-sjúkdómi,"
einkum þeir eldri. Sjúkdómurinn
lýsir sér í örsmáum heilablæð-
ingum, sem geta orðið í hvaða
hluta heilans sem er og truflað
eða skemmt starfsemi þess
tiltekna hluta. Það er yfirleitt
ekki fyrr en of seint, að upp
kemst.
Roosevelt, fyrrum Bandaríkja-
forseti, leið bersýnilega fyrir
þessa veiki, segir í bók svissneska
læknisins, á Jalta-ráðstefnunni 1
lok síðari heimsstyrjaldarinnar,
þegarbandamennskiptuheiminum
á milli sín. Tveimur mánuðum
síðar var Roosevelt látinn.
Kennedy Bandaríkjaforsti
þjáðist af Addisons-veiki á háu
stigi og gekk fyrirsterkumlyfjum.
Chou En-iai var með krabbamein
1 barka. Lenin og Stalín voru með
Alvarez, Hitler var með Parkin-
son-veiki og Mussolini með syfilis,
sem var á svo háu stigi að tauga-
kerfið var að fara úr sambandi,
þegar hann var dauður hengdur
upp á fótunum á torgi í landi sínu.
Roosevelt. — litíar
heilablnðingar.
Kennedy,
Addisonveikin.
Chou En-Lai,
krabbamein I barica.
Stalin,
Alvarezveikin.
Mussolini, — syfilis.
Hitíer,
Parkinsonsveiki.
100 ára eldhress skáti
PERON VILL NÚ
GANGA íKLAUSTUR
Walter Wood, sem tvímæla-
laust er talinn vera elzti starfandi
skátaforinginn i heiminum, hélt
upp á aldarafmæli sitt sl. sunnu-
dag.
Forráðamenn bæjarins Kent-
ville i Nova Scotia 1 Kanada þar
sem kappinn býr, heiðruðu hann
á afmælisdaginn með því að
afhenda honum borgarlyklana.
Þessi eldhressi öldungur er
ennþá foringi fyrir skátahóp í
heimabæ sínum og heldur með
þeim vikulega fundi. Afmælis-
daginn hélt hann upp á með þvl
að fægja epli sem nota átti á ár-
lega eplasölu til fjáröflunar fyrir
skátahreyfinguna.
. Hin 45 ára gamla Maria Estela
Peron, fyrrverandi forseti
Arentínu, vill nú taka sig upp og
fara til Spánar til að ganga þar í
kaþólskt klaustur.
Fréttin birtist 1 Larzon, dag-
blaði, sem gefið er út í
Buenos Aires og vitnað er í
áreiðanlegar heimildir. Frú
Peron hefur verið í stofufangelsi
frá því að herinn tók völdin í
landinu I marz sl. og er ákærð fyr
ir að hafa misnotað 1 millj dollara
Fólk á að geta haft mun
heilbrigðari fætur og lifað
hamingjusamara lífi ef það tekur
af sér skóna og gengur um ber-
fætt a.m.k. smátíma á hverjum
degi, segir bandarískur fótalæknir.
Og setjist fólk flötum beinum á
gólfið af og til, er enn minni
hætta á að það kalki í mjaðmar-
liðunum.
Þessi góðu rað gaf læknirinn
Pal W. Brand fólki á læknaþingi í
Chicago nýlega.
Á blaðamannafundi sagði
Brand að hann tæki sjálfur af sér
skóna og gengi um berfættur er
hann kæmi heim til sín úr vinnu
af almannafé. Peningarnir sem
notast áttu í þágu þeirra sem illa
urðu úti í flóðum, að því er núver-
andi yfirvöld segja, voru lagðir
inn á einkareikning hennar í
banka. Opinberir verjendur
hennar voru skipaðir í sl. viku.
Áðurnefnt blað kveður frú
Peron hafa lýst þessari ósk sinni
yfir í samtali við Adolfo Tortolo
erkibiskup, sem jafnframt er
næstæðsti maður í argentíska
hernum.
og „það hefur alveg óviðjafna-
leg áhrif á mig“.
„Stór hluti mannkyns gengur
um berfættur allt sitt líf,“ sagði
læknirinn ennfremur. „Af
fenginni reynslu 1 Afríku og í
Indlandi, held ég, að við i hinum
. „siðmenntaða" heimi ættum að
ganga mun oftar berfættir."
Flest fótamein, sem komið er
með til meðhöndlunar á sjúkra-
húsum eru líkþorn, verkur i
liðum, afmyndaðar tær,
flatfætur, ferlegur fnykur, van-
skapaðar neglur — og allt er þetta
til orðið af því fólk gengur i
skóm,“ sagði læknirinn ennfrem-
ur.
12 ára mannsbani:
Óttast mest
að lenda
í rafmagns-
stólnum
Þrátt fyrir mikla mótmælaöldu
í Bandaríkjunum verður hinn 12
ára gamli Wally Mosley, sem
ákærður er fyrir morð af fyrstu
gráðu, leiddur fyrir rétt.
Hann hefur viðurkennt að hafa
orðið 9 ára gömlum leikfélaga
sinum að bana með búrhníf, eftir
að fórnarlambið hafði reitt hann
til reiði. Wally varð afskaplega
taugaóstyrkur og óttasleginn eftir
atvikið, en aðallega beindist
hræðsla hans að því að verða
settur í rafmagnsstólinn.
Þessi 12 ára ólánspiltur fæddist
í febrúar 1964 á fátækradeild
sjúkrahúss eins í Flórida. Móðir
hans, sem var ógift, var þar að
auki ólæknandi áfengissjúklingur
og ólst drengurinn því upp á
götunni, oftast nær vannærður og
matarlaus. Hann olli oft vand-
ræðum i skóla og fékk enga þá
sálfræðilega hjálp sem talin var
þörf á.
Síðan fréttir um málið voru
irtar 1 bandarfskum blöðum
efur ekki linnt bréfasendingum
til yfirvalda þar sem þess er
krafizt aðWally verði ekkidreginn
fyrir rétt.
BIAÐIÐ
Okkur vantar umboðsmenn
ó:
AKUREYRI,
NESKAUPSTAÐ,
BORGARNESI
Vinsamlegast hafið samband við
umboðsmenn ó staðnum eða
Dagblaðiðfsími 27022
Farðu úr skónum, — þá
líður þér miklu betur!
IÞROTTABLAÐIÐ
íþróttir og útilíf
íþróttablaðið fjallar um allar greinar íþrótta og útilífs. t
íþróttablaðinu er sagt frá badminton, biaKi, borðlennis, fimleikum,
frjalsum iþróttum, glímu, golfi, handknattleik, júdó, knattspyrnu,
körfubolta, lyftingum, siglingum, skíðaíþróttinni og sundi.
I áskríftarsími 823001
Til íþróttablaðsins Laugavegi 178, pósthólf 1193,
Rvík. Öska eftir áskrift.
Nafn
Ifeimilisfang
Simi
IÞROTTABLAÐIÐ