Dagblaðið - 26.10.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 26.10.1976, Blaðsíða 24
“2“ „Viðrœður við EBE byogjast á gagnkvœmum frjálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 26. OKT. 1976 Jótar innbrotið í Héðin Ásgeir Ingólfsson, sem í ágúst játaði að hafa orðið Lovísu Kristjánsdóttur að bana á Miklubraut 26, hefur nú viðurkennt að hafa verið valdur að innbroti og þjófn- aði í vélsmiðjunni Héðni 27. nóvember í fyrra. A þriðjudaginn í fyrri viku óskaði Asgeir, sem situr í gæzluvarðhaldi vegna morðsins, eftir að fá að ræða við Gísla Guðmundsson, rannsóknarlögreglumann, sem annazt hefur rannsókn innbrotsins í Héðin. Viður- kenndi Ásgeir þar að vera valdur að innbrotinu og þjófnaðinum. Staðfesti hann síðan þann framburð sinn fyrir dómi i gær. Ásgeir var handtekinn skömmu eftir innbrotið í Héðin grunaður um það, og sat hann í gæzluvarðhaldi í viku vegna þess. Hann neitaði stöðugt allri vitn- eskju um málið, en lögregl- an taldi sig hafa sannað inn- brotið á hann og hafði þegar sent málið til ríkissaksókn- ara með þeirri umsögn. Sak- sóknari hafði ekki tekið afstöðu til málsins þegar játning Ásgeirs kom. Peningana, sem forráða- menn Héðins töldu vera um 712 þúsund krónur, kvaðst Ásgeir hafa notað í eigin þágu, en peningakassann með víxlum, ávisunum og ýmsum skjölum, hafði hann losað sig við í uppfyllinguna við Klett á Skúlagötu. Hann telur aftur á móti að upp- hæðin hafi verið eitthvað lægri, en sér kunni að hafa yfirsézt eitthvað i ógáti.- ÖV. veiðiréttindum ## — sagði forscetisráðherra — mikil minnkun á afla brefa frá i fyrra „Allar viðræður fulltrúa okkar og Efnahagsbandalagsins hljóta að byggjast á gagn- kvæmum fiskiveiðiréttindum, og í slíkum viðræðum verðum við að meta, hvers virði við tel j um okkiu fisk'. ei ðiréttindi utan 200mílnafiskveiðilögsöguokkar, sem í boði kunna að vera, sagði Geir Hallgrfmsson forsætis- ráðherra í stefnuræðu -sinni í gærkvöldi p Matthias Bjarnason sjávar- útvegsráðherra sagði í útvarps- umræðunum, að afli Breta á Islandsmiðum yrði nú 30.6CO tonnum minni en í fyrra, ** mánuðina júní til nóvember. Þetta sýndi, hvílíkan sigur við hefðum unnið með samningunum við Breta. Tómas Árnason (F) sagði einnig, að Oslóarsamningurinn væri stærsti stjórnmálasigur Islendínga, þegar undan væri skilið er við fengum frelsi undan Dönum. „Nýtt hugarfar“ Gylfi Þ. Gislason (A) hvatti til umbyltingar í kerfinu. hann sagði, að nýtt hugar- far væri nauðsynlegt, og fleiri ræðumenn komu inn á það, Gylfi gerði harða árás á störf Kröflunefndar, og hann bertti á fjármálaspillingu, galla skattakerfis, skuldasöfnun, verðbólgu ' og fleira til stuðnings máli sínu. Karvel Pálmason (samtökunum) hafði meiri áhyggjur af þverrandi þingræði. Hann taldi, að Alþingi væri að verðn afgreiðslustofnun ríkisstjórnar og embættismanna. Ingvar Gísason (F) lýsti áhyggjum vegna minnkandi valda Alþingis og viðgangi þrýstihópanna. Ragnar Arnalds (AB) sagði, að launakjör hér væru orðin helmingi lægri en í nálægum löndum.sem hefðu svipaðar þjóðartekjur á íbúa. Fleiri ræðumenn komu inn á þetta. Ragnar taldi, að fá mætti til ríkisins um sex milljarða, ef þau fjölmörgu fyrirtæki, sem nú eru skattlaus, yrðu skatt- lögð. . Benedikt Gröndal (A), taldi fyrirhugaðar skattbreytingar rikisstjórnarinnar kunna að verða „sólargeisla“. Magnús Torfi Olafsson taldi sundrungu ríkja innan ríkis- stjórnarinnar. Það sýndi meðal annars, að ár hefði liðið frá því að forsætisráðherra boð- aði nefndarskipun' um verðbólguvandann og þar til nefndin var skipuð. Gils Guðmundsson (AB) las ræðu flokksbróður síns, Helga F. Seljan, sem var veðurtepptur á Austfjörðum. I ræðunni var meðal annars sagt, að bændur hefðu ekki iengið til sín nema lítinn hluta af verðhækkunum á búvörum, eða þriðjung. Tveir þriðju hefðu farið til annarra, milliliða. -HH. Sjá fréttir af ræðu forsætis- ráðherra á bls. 8, Strengurinn var f jóra metra hvelli. DB-myndir Bjarnleifur — þegar bilun varð i jarðstreng við Hringbrautina gáfust stúdentarnir á Gamla garði ekki upp við uppáhaldsiþrótt sina Stúdentar á Gamla garði fengu óvænt frí í gær, frí, sem þeir höfðu ekki reiknað með. Þeir höfðu ekkert rafmagn og það kom ekki á fyrr en klukkan langt gengin tvö í nótt. Þeir gátu ekki litið í bók, nema við kertaljós. Sumir hafa vafalaust gert heiðarlega tilraun til þess, en aðrir slepptu því alveg og léku borðtennis í staðinn. Hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur fengum við þær upplýsingar að orðið hafi vart við bilum um klukkan níu í gærmorgun. Þá hafi menn verið sendir á staðinn. Komu þá i ljós tvær bilanir i strengnum. Önnur við Þjóðminjasafnið og hin við Félagstofnunina. Strengurinn lá mjög djúpt í jörðu við Félagsstofnunina, og mennirnir þurftu að grafa 4 metra í jörð til að geta komið birtu aftur inn til stúdentann á Garði. -KP. Stúdentar tóku ljósleysið ekkert nærri sér og léku borðtennis í staðinn fyrir að líta í bókaskruddur. BORÐTENNIS VIÐ KERTALJÓS „Maðurinn minn -“f., w i brefi til er vopnaður fiugstjómns 32 lönd taka þótt í Ubýuskákmótinu Flugstjóri á flugvél, sem kom vestan frá Bandaríkjunum til Keflavíkurflugvallar í morgun, fékk nokkuð óvenjulegt bréf frá einum farþega sinna i nótt. Bréfið var frá konu einni sem sat aftur i farþegarýminu. Hún benti flugstjóranum á að fylgj- ast vel með bónda sínum, sem mundi vera vopnaður og til alls vís. Öryggisvörðum á Keflavíkur- flugvelli var gert aðvart um þetta áður en lent var, og þustu þeir um borð og handtóku manninn og gerðu rækilega leit á honum. Ekkert fannst. Konan taldi að hér væri um misskiln- ing að ræða. Bæði voru þau nokkuð trekkt á taugum að sögn sjónarvotta, enda í skiln- aðarhugleiðingum. Fóru þau til Reykjavíkur að loknu þessu ævintýri og munu dvelja hér næstu daga, og vonandi hafa þau gott af íslenzku haustlofti og jafna sinn ágreining áöur en áfram verður haldið ferðinni. Hjónin eru íslenzk og banda- risk. —JBP— Skákmenn 32 þjóða eru mættir til keppni á hinu óopinbera Olympíumóti í skák sem haldið er i Líbýu, í mótmælaskyni við 22. Olympíuskákmótið sem háð er í Haifa i ísrael. Líbanska fréttastofan, ARNA, skýrði svo frá að mótið hafi verið sett í gærkvöldi með viðhöfn, Ol.vmpíueldur var tendraður. fánar dregnir að húni, lúðrar þeyttir og dansað. P’ormaður skáksambands Araba setti mótið og dró ekki af þvi að mótið væri haldið í mót- mælaskyni við þá ákvörðun að halda Olympíuskákmótið í Israel. Sem fyrr segir taka 32 sveitir þátt í mótinu í Tripoli í Libýu en um 50 þjóðir senda sveitir til mótsins i Haifa. — A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.