Dagblaðið - 06.11.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 06.11.1976, Blaðsíða 22
DA(iBLAÐIf). LAUCAKDACUR 6. NOVEMBER 1976. ( Bíéauglýsingar eru á bls. 20 } (j| Utvarp Sjónvarp r Útvarp kl. 20.35 í kvöld: „Oft er mönnum í heimi hætt” Neyzla amfetamíns: EYKUR ÁRÁSARHÆTTU — getur leitt til geðveiki á háu stigi Þáttur um neyzlu ávana- og fíkniefna Undanfarið hafa verið miklar uniræður um neyzlu ávana- og fíkniefna manna á meðal. Menn eru ekki á eitt sáttir um hvernig vinna eigi bug á þessu geigvænlega vandamáli. Gísli Helgason og Andrea Þórðardóttir hafa tekið saman þátt um þetta efni og nefna hann Oft er mönnum I heimi hætt. Er fyrri hluti hans á dag- skrá útvarpsins í kvöld kl. 20.35. „í september fórum við Andrea austur að Litla Hrauni og ræddum við nokkra fíkni- efnaneytendur. Varð það til þess að við fórum að leita or- saka þess af hverju menn byrja á því að neyta fíkniefna," sagði Gísli Helgason. „Þá lögðum við leið okkar á upptökuheimili ríkisins I Kópa- vogi og athuguðum hvers vegna piltar 13 og 14 ára gamlir eru vistaðir þar. En talið er að piltar sem lenda áslíkum stofn- unum haldi áfram á afbrota- brautinni. Forstöðumaður Litla-Hrauns, sem var forstöðu- maður á Jaðri þegar þar var rekið upptökuheimili, sagðist hafa mætt mörgum piltum sem hefðu verið á Jaðri síðár þegar hann var kominn að Litla Hrauni. Við ræðum einnig við fangelsisprestinn. Kristján Pétursson tollgæzlu- maður kemur fram í þættinum en hann hefur einmitt rannsak- að mörg fíkniefnamál. Hann segir frá því hvenær þessi af- skipti hans hófust. Kristján heldur þvl fram að læknar eigi mikinn þátt i að skapa eiturlyfjaneytendur. Tekið skal fram að það er tiltölulega fámenriur hópur lækna sem gefur út lyfseðla á fíknilyf. Gísli Þorsteinsson geðlæknir flytur mjög athyglisvert erindi um eiturlyf og verkanir þeirra og einnig kemur landlæknir fram I þættinum og ræðir þá gagnrýni sem læknar hljóta fyrir útgáfu á eiturlyfjaseðlum. Sækja verður um sérstakt leyfi hjá landlækni til þess að fá svokallaða „eiturlyfjapassa". Nú þegar hefur landlæknir gefið út á annað hundrað slík leyfi en þeir sem fá sllkan passa „ganga fyrir“ amfetamlni. Samkvæmt staðhæfingu geð- lækna Kleppsspítalans getur amfetamín haft áhrif í þá átt að auka árásarhvöt fólks og leiðir oft á tíðum til geðveiki á háu stigi. Maður veltir því fyrir sér,“ sagði Glsli, „hvort land- læknir hafi yfirleitt haft nokk- urt samband við lækna Klepps- spítalans um þessi mál, en þeir eru einum rómi á móti „eitur- lyfjapössunum", samanber það sem Tómas Helgason prófessor og yfirlæknir segir í þættinum að öll slík efni eins og amfeta- Það ætti að taka amfetamín af markaðinum segir Tómas Helgason prófessor og yfirlæknir Kleppsspítalans mín eigi að taka út af lyfja- skrá.“ Gísli sagði ennfremur að megnið af þeim föngum sem sitja inni á Litla Hrauni vegna fíkniefnaneyzlu, séu þar á lyfj- um og hafi vistmenn sama lyfjaskammtinn árið úm kring. „Þetta virkar óneitanlega skringilega á mann," sagði Gísli. „Manni finnst að reyna ætti að minnka lyfjaskammtinn og venja þessa ógæfusömu neytendur af lyfjunum. Læknir vinnuhælisins, Brynleifur Steingrímsson, svarar fyrir þetta í þættinum," sagði Gísli Helgason. — A.Bj. sjálfum Sjónvarp í kvöld kl. 21.35: Vildi vistast hjá kölska Þetta unga fólk leikur í kvikmyndinni sem er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld, en hvorki er okkur kunnugt um nöfn þess né heldur hlutverk í myndinni. Útvarp í dag kl. 17.30: Framhaldsleikritið: ANDRI VERDUR FRÆGUR í DAG „Andri verður frægur“ heitir þriðji þáttur framhalds- leikritsins Skeiðvöllurinn eftir Patriciu Wrightson sem er á dagskrá útvarpsins í dag kl. 17.30. Þýðandi er Hulda Valtýs- dóttir og leikstjóri Þórhallur Sigurðsson. Annar þátturinn nefndist „Leyndarmálið mikla.“ Þar gerðist það helzt að gamall flöskusafnari bauðst til að selja Andra Beecham skeiðvöllinn fyrir 3 dali. Andri á ekki nema 2 dali I sparibauknum sínum en með ýmsum ráðum hefur hon- um tekizt að ná I þennan eina dal sem á vantar. Hann ræður sér ekki fyrir fögnuði þegar flöskusalinn segir honum að nú eigi hann skeiðvöllinn. Félagar Andra sjá að hann býr yfir leyndarmáli en hann er ófús á að ljóstra því upp. Loks fer hann með þeim eitt kvöldið og sýnir þeim skeiðvöllinn og segir þeim að hann hafi keypt hann fyrir 3 dali. Félagar Andra segja honum að enginn geti keypt slíkt mannvirki fyrir svo litla upphæð. En Andri er sannfærður um að hann eigi skeiðvöllinn með hlaupa- brautunum, áhorfendapöllun- um, hestunum og allri ljósa- dýrðinni. Félagar hans sjá ekki annað ráð en að bíða og vona að sann- leikurinn renni upp fyrir honum fyrr eða síðar. Með aðalhlutverkin í fram- haldsleikritinu fara Árni Benediktsson, sem leikur Andra, Einar Benediktsson leikur Mikka, Stefán Jónsson leikur Jóa, Þórður Þórðarson leikur Matta, Erlingur Gíslason leikur Bent Hammond, Valdimar Helgason leikur mann, Guðrún Alfreðsdóttir leikur konu og sögumaður er Margrét Guðmundsdóttir. Flutningstími leikritsins er hálf klukkustund. -A.Bj. Laugardagur 6. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veðurfrejínir kl. 7.00, S.15 <>g 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 (>n 9.05. Fréttir kl. 7.30, S. 15 (<>*» forustu«r. da«hl). 9.00 «j» 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund bamanna kl. S.00: Kristln Sveinbjörns- dhttir les s<>«una. ..Áröru <>« pabba" <‘ftir Anne-Cath. Vestly (fi). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Barnatími kl. 10.25: Kaupstaðir á ls- landi. Ágústa Björnsdóttir stjórnar tímanum sem fjallar um Neskaupstað. Meðal annars er frásögn Loga Kristjánssonar bæjarstjora. Líf og lög kl. 11.15. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. 13.30 Á soyöi. Einar örn Stefánsson stjórnar þættinum. 15.00 I tónsmiðjunni. Atli Heimir Sveins- son sér um þáttinn (3). lfi.OO Fréttir. IB.15 Veðurfregnii*. íslenzkt mál. .Jón Henry Van Cleve, sem er látinn, kemur til kölska og vill gerast vistmaður hans. Kölski vill ekki vista hann nema fá fyrst að heyra hvað hann hefur afrekað á lífsleiðinni. Þetta er efni bíómyndarinnar, sem er á dagskrá sjónvarpsins kl. 21.35 og heitir í íslenzkri þýðingu „Hæg er leið...“, Heaven can wait. Myndin er bandarísk, gerð árið 1943. Leikstjóri er Ernst Lubitsch en með aðalhlutverkin fara Charles Coburn, Don Ameche og Gene Tierney. Myndin fær þrjár stjörnur í kvikmyndahandbókinni okkar og þar segir að hún gefi góðar vonir I upphafi en botninn detti hálfgert úr henni. Þetta sé gamanmynd góð á köflum, en skili sér þvi miður ekki vel. Sýningartíminn er ein klukkustund og fjörutíu og fimm mínútur. Þýðandi er Ellert Sigur- björnsson. -A.Bj. Aðalsteinn Jónsson cand.mag. talar. 16.35 Lótt lög 17.00 Endurtekið efni: Frá Istanbul. Alda Snæhólm Einarsson segir frá (Áður útv. í febrúar 1975). 17.30 Framhaldeleikrt barna og unglinga: „Skeiðvöllurínn" eftir Patriciu Wríght- aon. Edith Ranum færði I leikbúning. 3ji þáttur .Ai.dr vcrðui fr.egur 1»\>i.n1111 llulda Valtýsdóttir. Leik- stjóri: hórhallur Sigurðsson. Per- sónur og leikendur: Andri-Árni Benediktsson, Mikki-Einar Benedikts- son. Jói-Stefán Jónsson, Matti-Þórður Þórðarson, Bent Hammond-Erlingur ('iislason, Maður-Valdimar Helgason. í kvSld kl. 21.10: JAZZLEIKARAR í SJÓNVARPSSAL Jazztónlist nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir og á skömmum tíma hafa verið haldin ekki færri en þrjú jazzkvöld hjá ýmsum félögum. — í kvöld gefst tækifæri til að sjá og heyra fjóra gamalkunna jazzara leika saman í sjónvarpssal. Þeir eru Guðmund- ur Steingrímsson, Gunnar Ormslev, Karl Möller og Árni Scheving. Saman kalla þeir sig hljómsveit Guðmundar Steingrímssonar. Kynnir í þessum skemmtiþætt.i er Bergþóra Árnadóttir söngkona og húsmóðir frá Stokkseyri. Hún syngur auk þess tvö lög. Þá kemur Svala Nielsen og syngur einnig tvö lög. Tage Ammendrup stjórnaði upptöku þáttarins. -ÁT- Kona-Guðrún Alfreðsdóttir, Sögu- maður-Margrét Guðmundsdóttir. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Úr atvinnulífinu. Þáttur um útgáfu- starfsemi í umsjá rekstrahagfræðing- anna Bergþórs Konráðssonar og Brynjólfs Bjarnasonar, sem ræða við Jóhann Briem framkvæmdastjóra og Markús örn Antonsson ritstjóra. 20.00 Þaattir úr óporettunni „Sumar i Týrór* oftir Bonatzky. Flytjendur: Andy Cole, Mary Thomas, Rita Williams, Charles Young ásamt kór og hljómsveit Tonys Osbome. 20.35 „Oft or mönnum i hoimi haatt" Þátt- ur um neyzlu ávana- og fikniefna. Andrea Þórðardóttir og Gísli Helga- son taka saman — fyrri hluti. 21.35 Slavnoskir danaar" oftir Antonín Dvorák. Sinfóníuhljómsveitin í Lundúnum leikur; Willi Boskovsky stj. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danalög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 7. nóvember 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Páls- son vígslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Út- dráttur úr forustugr. dagblaðanna. 8.30 Lótt morgunlög. 9.00 Fréttir. Hvor er i símanum? Arni Gunnarsson og Einar Karl Haraldsson stjórna spjall- og spurningaþætti í beinu sambandi við hlustendur á Eski- firði. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morguntónleikar. 11.00 Messa i Innra-Holmskirkju (hljóðr. 24. f.m ). Prestur: Séra Jón Einarsson í Saurbæ. Organleikari: Baldur Sigur- jónsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.15 HvaA or fiskihagfrœði? Gylfi Þ. Gíslason prófessor flytur þriðja há- degiserindi sitt: Sjávarútvegur 1 Evrópu. 14.00 Miðdegistónleikar: Frá hátíóartón- leikum i Salzburg í ár, — fyrrí hl. 15.00 Þau stóðu í sviðsljósinu. Þriðji þáttur: Brynjólfur Jóhannesson. Vig- dís F'innbogadóttir leikhússtjóri tekur saman og kynnir. 16.00 íslenzk einsöngslog. Einar Kristjánsson svngur; Fritz Weiss- happel leikur á píanó. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Á bókamarkaðinum. Lestur úr nýj- um bókum. Umsjónarmaður : Andrés Björnsson útvarpsstjóri. Kynnir: Dóra , Ingvadóttir. Tónleikar. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „óli frá Skuld" oftir Stefán Jonsson. Gísli Hall- dórsson leikari les (7). 17.50 Stundarkom með kanadiska sembal- loikaranum Kenneth Gilbert. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Tilkvnningar. 19.35 Orðabelgur. Hannes Gissurarson sér um þáttinn. 20.00 Frá hátiðartónleikum i Salzburg í ár, — siðari hluti: Filhar- monlusveitin i Vín leikur ..Myndir á sýningu" éftir Mússorgski. Hljóm- sveitarstjóri: Riccardo Muti. 20.35 Dagskrárstjórí i klukkustund. Hertha Jónsdóttir hjúkrunarkennari ræður dagskránni. 21.40 „Requiem" eftir Pál P. Pálsson. Pólýfónkórinn syngur. Söngstjóri: Ingólfur Guðbrandsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Sigvaldi Þorgilsson danskennari velur lögin og k.vnnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.