Alþýðublaðið - 30.04.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.04.1969, Blaðsíða 2
14 Alþýðublaðið 30. apríl 1969 — ÞaS er nú svo margt, sem Þemur upp. Svo hlær Jóhanna dátt og fer aó segja mér frá garnaslagn- um. — Það voru nú meiri lætin. Sambandið borgaði konunum nefnilega tíu aurum Jægri taxta, en búið var að semja um. Það var fikki í Vinnuveitendasambandinu. Og við förum þrjár úr stjórninni upp eftir til að sjá um að ekki yrði unnið. Svo var lögreglan send ínneftir til að vernda vinnustaðinn, ' en við Héðinn Valdimarsson för- 1 um í bíl niður að höfn og smölum ' verkamönnum til að aðstoða okk- ur, ef eitthvað kæmi fyrir. Héðinn var alltaf með okkur. Og okkur tókst að koma f veg fyrir, að það væri unnið. Eg stóð í dyrunum all- an tímann. Já, það má segja, að hnefarétturinn hafi gilt En svo unnum við glæsilegan sigur í þessu máli og fengum þá til að borga vátta taxtann. „Kom fyrir, ag það fauk í þá<{ — Varð ekki oft personuleg óvild miIK ykkar, sem stóðuð í eldlínupni og vinnuveitendanna? — Þeir hafa verið ósköp hlýlegir og ágætir við mig, minnsta kosti þessi síðari ár. En það korn fyrir, að það fauk f þá. Ég var náttúr- íega stíf með að láta ekki utidan; en hávaðasöm vinnubrögð vildi ég ekki hafa. Ég mundi segja, að það hefði verið unnið heppilega að bættum kjörum verkakvenna. Við fengurn oft mikið bætt kjör án verkfalla; með löngum samningaviðræðum. Það skaðast allir á verkföHum. Þau eru seinasta úrræði verkalýðsins og ekki gripið til þeirra, nenia samn- ingar fáist ekki á annan hátt. — Ertu ánægð með það, sem hef- íir áunnizt? —' Mér finnst náttúrfega, að það hafi verið svo mtkil breyting, að eg geti .verið nokkurn veginn á- nægð. Það er auðvitað alltaf hægt að óská rneira. Kjörin hjá verkakonunum fóru smátt. og smátt batnandi. Það, sem við börðumst mest fyrir, voru sömu laun fyrir sömu vinnu. Þegar ég bj'rjaði, voru ýmsaír verkakonur rneð Iielmingi lægra kaup en karl- „ nienn, sem unnu sömu vínnu. Og pegar Iaunajafnréttið var samþykkt á Alþingi, vorum við búnar að fá santa taxia og karlmenn fyrir alla erfiðisvinnu. Baráttan við fólkið — En var ekki oft erfitt að fá vankakonurnar sjálfar til að berj- ast með fyrir eigin kjörum? ' — Jú, það vár rnikil barátta. Þær litu á sig bara eins og ævarandi þræla. Þær Iiéldu kannski undir fiskbörtir á rnóti karlmanni og fengu helmingi minna kaup en liann. Eg spurði þær sem svo: — Finnst ykk- ur þetta eigi að vera svona? Viljið þið hafa þetta svona? Þær sögðu: Neí, en svona hefur þetta alltaf ver- ið. jSvona verður það alltaf. Margar þorðu ekki að ganga f félaþið. Þær Iiéldu, að þær misstu atvrnnuna fyrir. Svo það var ekki síður barátta við fólkið en við at- vinnurekendur. Jóhanna Egilsdóttir. Myndin var tekin á átt-ugasta afmælisdegi hennar. tlyndin er tekin, þegar Jóhanna átti sæti á bingi. Hinar konurnar, sem myndin er af, sátu t>ar einnig um sama leyti. Þær eru: Adda Bára Sigfúsdóttir (til vinstri) og Ragnhildur Helga* dóttir. — Var ekki aðstaðan ðmurleg fyrir margar verkakonur á þínutn fyrstu baráttuárum? — Alveg hræðileg. Séi'staklega hjá þeim, sem unnu I fiski. Þær þurftu kannski að fara í vaskið klukkan scx á morgnana út í ís- kalt vatnið, oft í lélegum hlífðarföt- urá. Mig alveg hrylltí við þessn. Og stundum leið yfir þær. Já, af kuldanum. — Og vinnutíminn var ótakmarkaður. — Hvernig stóð á því, að þti fórst út í verkalýðsbaráttuna? — Eg gekk nú fyrst í Kvenrétt- indafélag íslands 1907, því cg liafði áhuga á, að konur fengju kosninga- rétt og fleiri baráttumálum kven- réttindahreyfingarinnar. Arið 1914 var Verkakvennafclag- ið Framsókn stofnað, en ég gekk nú ekki f það fyrr en 1917 og ætl- aði þá bara að vera einhver með- limur. En samt fór það nú svo, að ég var kosin í stjórn 1923, og fór að taka þátt í baráttunni. — Varstu að vinna úti, þegar þú gekkst í félagið? — Nei, ég var þá með smáböm og gat það ekki. En seinna vann ég alltaf úti af og til. — Þú starfaðir mikið við Barna- heimilið Vorboðann, var það ekki? — Tú, ég var formaður Vor- boðanefndar I nokkur ár. Svo var ég líka með heimiKð sem húsmóð- ir. Það voru um áttatíu börn þar þá. Eg átti margar ánægjustundir með blessuðum börnunum. — Hver hefur verið helzta sam- starfskona þín f baráttumálunum? — Þær eru margar og góðar, sem ég hef starfað ,með og hafa sýnt mikla fórnfýsi. F.n fremsta af Bllum vildi cg telja Jónu Guðjónsdóttur, sem vat„ varaformaður í 27 ár, meðan ég var fonnaður, og hún tók við for- mennsku af mcr. Kjaradeilan aiuna — Hvað finnst þér mest áríð- andi f kjaramálum vérkafólks núna? — Aðallinn núna er bara að missa ekki af þvf, sem búið er að fá. Og þá reyna að þoka eitthvað fram á við kjörununt. En það er ekki nóg gagn, ef allt hækkar um leið og kjarabætur hafa fengizt. Og vísitalan fór alltaf í taugarn- ar á mér — það var mest hækk- unin á hæsta kaupinu, en kom flla út fyrir láglaunafólkið, ef vísital- an var látin ráða. En hún var þægi- leg upp á vinnufriðinn. — Hvað viltu segja um kjara- deilurnar og verkföllin núna? — Mér finnst deilan núna vera orðin nokkuð hátt uppi. En ég óska, að hún geti leystst sómasam- lega fyrir verkafólkið, þótt ég viti, að það verður að taka þátt í örðug- leikum þjóðarinnar. Það veit cg vel. — Steinunn. i Sendurn öllum launlþegum beztu ámaðaróskir í tilefni i, maí. VerzlunarmannaféL Reykjavíkur Félag ísl. kjöiiðnaðarmanna flytur öllum félag'smönnum sínum beztu árnaðaróskir í tilefni 1. maí.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.