Alþýðublaðið - 30.04.1969, Side 11

Alþýðublaðið - 30.04.1969, Side 11
Alþýðuíblaðið 30. apríl 1969 23 Einkaiíf hans í útlegð f RÉTTTRÚAÐIR marxistar eiga ' kannski surriir hverjir dálrtið erfitt með að gera sér grein fyrir þrí, að meistari þeirra, Karl Marx, hafi átt ' sér cinkalíf, og er honum að þessu lcyti líkt farið og Marteini Lúther. Margir lútherstrúarmenn hafa átt erfitt með að kyngja því, að siða- 1 skiptafrömuðurinn þýzki bar gott 1 skynbragð á þessa heims gæði og var ekkert feiminn við að taka upp í sig, þegar svo bar undir. Sagan 1 segir að hann hafi meira að segja kastað blekbyttu í sjálfan djöful- inn. I En hvað með Karl Marx? Um einkalíf hans hefur aldrei verið mikið vitað, því að þegar á hann er minnzt kemur mönnum ævin- lega fyrst í hug sú hugmyndafræði, sú heimspeki og lífsskoðun, ' sem tengd er við nafn hans. Ymis- legt liefur þó verið skrifað unt ' manninn sjálfan og einkalíf hans, J en oft er ógerlegt að greina á milli 1 í þeim bókum, hvað styðzt við ‘ raunveruleikann, og hvað er tíl- búningur. " Ytri æviferill Marx liggur þó auð- 1 vitað nokkuð ljós fyrir. Karl Hein- rich Marx, eins og hann hct fullu naftii, fæddist árið 1818 f Trier f Rínarlöndum, skammt frá landa- mærum Þýzkalands og Luxem- borgar. Faðir hans var Iögmaður og í talsverðum metum í heima* bæ sínum. Bæði hann og kona hans voru af Gyðingaættum, en höfðu varpað trú sinni og tekið mót- mælendakristni. Heimilið ein- kenndist af siðfágun og góðurn efnahag, stjórnmálaáhugi var þar enginn og þaðan af síður lá bylt- ingareldmóður þar í lofti. Karl var elztur fjögurra systkina, eini bróð- irinn í hópnum. Giftist barónessu Karl Marx Jauk menntaskólanámt í Trier og hóf síðan háskólanám í Bonn og síðar í Berlín. Hann lagði stund á lögfræði og auk þess á sögu og heimspeki, en I náms- árum sfnum var hann Iaus á kost- unum og olli föður sínum livað eftir annað bæði stórum fjárútlát- um og hugarangri. Þetta ístöðuleys'f hans varð til þess að hann tók ó- eðlilega langan tlma að ná doktors- prófi, og ekki bætti það heldur úr skák, að allan þann tíma varð æsku unnusta hans, Jenny von Westphal- en baróncssa að bíða eftir því að' þau giftust. Þau trúlofuðust opin- berlega 1836, en gengu ekki í hjóna- band fyrr en 1843. Jcnny var fjórum árum eldrí en Karl Marx og kominn af mjög aft- urhaldssamri aðalsfjölskyldu. Einít bræðra hennar gegndi embætti inn- anríkisráðherra í afar íhaldssamri stjórn ! Prússlandi. Það hlýtur að hafa verið mjög erfitt fyrir þessa ungu aðalskonu, sem hafði vanizt öryggi og allsnægtum, að yfirgefa fyrra líf sitt til þess að lifa við misjöfn kjör á eilífu flakki við hlið^ byltingarmanns. Flakk og skortur Því að Karl Marx var orðinn byltingarmaður þegar á námsárum sínum, og hann var ófeiminn við að koma skoðunum sínum á fram- færi í ræðu og riti. En það varð til þess að yfirvöldin fylgdust ná- kvæmlega með öllum athöfnum hans og allt var gert til þess að reyna að ÍVndra að hann gæti hatd- ið þessari starfsemi áfram. En ura það verður ekki ritað að þessu sinni. Fyrstu árin eftir að Marx kvænt- ist Jenny voru þau sffellt á ferða- lögum. Þau áttu hcima í Köln og París og Briissel og síðan aftur í Köln; hvað eftir annað voru þau faðernið á sig og sjá um uppeldi drengsins. Jenny barónessa vissi al- drei hvernig í málinu lá og henni mislíkaði það raunar við Engels að hann skyldi hafa misnotað gisti- vináttu þeirra hjóna á þennan hátL Ráðskona Engels, sem hann bjó með, vissi hins vegar alveg hvern- ig í málinu lá, og hún féllst á að- gerðir F.ngels. En ástæða þess, að hann steig þetta óvenjulega skref var að sjálfsögðu sú, — a3 hann vildi tiyggja, að hvorki kæml snurða á hjónabandið né ritvcrk vinar síns. Nú þegar hann er allur... rekin á braut frá heimiliim sínum, en að lokum fundu' þau griðland í London. Þar áttu þau heima til æviloka, en bjuggu lengst af við heldur ömurleg kjör. Á Parísarárum Marx • hófst sam- Starf hans og Friedrichs Engels og í bréfum, sem fóru milli þeirra, ketríur greinilega fram, að fjöl- skylda Marx bjó oft við skort, með- an hann vann að samningu aðal- verks síns, Das Kapital. Þau hjón- in eignuðust sex börn, en af þeim dóu þrjú í æsku úr sjúkdómum, sem trúlega stöfuðu af slæmum aðbúnaði og skorti. Rangfeðrað barn Eriedrich Engels var meðeigandi að vcrksmiðju í Manchester og til- tölulega efnaður maður. Hann styrkti Marx og fjölskyldu hans fjárhagslega í mörg ár með föstum mánaðarlegum greiðslum. Og stuðn- ingi hans lauk ekki með því. Marx varð fyrir því að gera vinnukonu sinni barn, en Engels bjargaði hon- um úr klípunni með því að taka Marx cntist ekki aldur til þess að Ijúka við. Das Kapital. Heilsu hans þraut áður en því marki væri náð. Marx tók það einnig mjög nærri sér, að hann missti konuna á efri árum og síðan elztu dóttur sína. Sjálfur andaðist hann vorið 1883. Friedrich Engels flutti líkræð- una yfir honum í Highgate-kirkju- garðinum í London, Ræðu hans lauk með þessum orðum: — Og nú þegar hann er allur, virða hann, elska og syrgja milljónir byltingar- sinnaðra verkamanna allt frá fjöll- um Síberíu um Evrópu og Ame- ríku allt til Kaliforníu. Ég þori að segja, að þótt hann hafi eignazt marga mótstöðumenn hafi hantr ekki átt einn einasta persónulegan fjandmann. Nafn hans mun lifa um aldir og hið sama munu verk hans gera.” 4 Mafsveinafélag S. S. I. séndir félagsmönnum árnaðaróskii’ í tilefni 1. maí.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.