Dagblaðið - 22.01.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1977.
ODYR OG ALDURHNIGIN
hænsnabændur vegast á og berjast hart með
undirboðum — á rosknum eggjum
Einhvern tíma var hér á Háa-
loftinu fjallað um það sem ég
kallaði smápútukalla og viður-
eign við pútustórveldi, sem
ætla sér að grípa guð í fótinn og
verða ríkir á augabragði. Þá
óraði mig ekki fyrir því hve
stutt var í næstu lægð, sem nú
er skollin yfir.
Það hefur lengst af verið svo,
að ákveðinn hópur manna
hefur haft framfæri sitt að öllu
eða hluta með því að framleiða
egg jafnt og þétt og hafa talið
, það skvldu sína að sjá við-
skiptavinum sínum fyrir sem
jafnastri framleiðslu, á hverju
sem gengi. En þegar lítið er um
egg, koma alltaf toppar á
verðið, þannig að eggjafram-
leiðsla verður arðvænleg. Þá
koma pútustórveldin fram á
sjónarsviðið, braskarar sem
alltaf eru tilbúnir að grípa þar
niður sem ágóða er að fá, en
jafnfljótir að venda sínum
hatti þegar rýrnar — sent alltaf
verður tiltölulega fljótlega,
þegar framboðið eykst. Því egg
eru ein af þeim fáu land-
búnaðarvörum. þar sem fram-
boðið ræður verðinu, en ekki
niðurgreiðslur og annað fiff.
Fyrir svo sem ári vai* eggja-
verð til frantleiðenda alveg
bærilegt. þótt líklega hafi það
ekki verið neitt sérlega höfð-
inglegt. En það hefur verið
nógu gott til þess, að skynsam-
legt hefur þótt að koma sér upp
hænsnabúi, kannski sæmilega
stóru, og hagnýta þar alla nýj-
ustu tækni, sem gerir kleift að
hafa mun fleiri pútur í húsi en
áður var þegar hænugreyin
fengu að vafra um að vild sinni
og róta og krafsa, sem þær fá
ekki í búrunum, þar sem þær,
geta varla rétt úr fótunum. Ár-
angurinn þekkja allir nú til
dags, hinn almenni neytandi
fær eggin á verði sem dugar
rétt fyrir fóðrinu, ekki fyrir
húsum eða tækjakosti eða
mannahaldi eða endurnýjun.
Nú skyldi maður ætla, að
nevtandinn gæti verið fjarska
ánægður að éta sín ódýru egg.
En eru þau bara svo ýkja ódýr?
Eg þekki eina húsmóður, sem á
dögununt keypti eitt kíló, átján
egg, á þrjúhundruðogfimmtíu
krónur. Dómur hennar og
hennar fjölskyldu var sá, áð tvö
V
hefðu verið alveg fúl, en hin öll
með gamalbragði og þvi lítið
skemmtileg til neyslu. Kíló-
verðið varð sem sagt í raun 394
krónur, og þau egg, sem feng-
ust við því verði voru ekki góð.
Það er því ekki einu sinni góð
vara, sem á boðstólum er.
Sem ekki er von. Því fram-
leiðandi vöru, sem þolir ekki
nema takmarkaða geymslu,
lætur ævinlega það elsta fyrst
frá sér. Sama gerir smásöluaðil-
inn. Jón á Reykjum. sem er
einn grónasti alvöruhænsna-
bóndi á landinu, sagði í frétta
auka útvarpsins á miðvikudag-
inn, að almennt væru ekki
nema viku til tiu daga gömul
egg hjá framleiðendum. Ekki
skulum við væna Jón um ósann-
sögli, þótt raunar gæti hann
ekki sagt að eggin væru eldri.
Göngum því út frá því, að eggin
séu ekki nema tíu daga gömul,
þegar þau fara frá framleiðand-
anum. Hve lengi bíða þau í
versluninni — sem vitaskuld
stillir fyrst fram sinum elstu
eggjúm? Aðra tíu daga? Þá eru
komnar þrjár vikur. Hve lengi
er svo verið að nota það í
heimahúsum sem keypt er í
einu? Viku? Þá eru síðustu egg-
in orðin fjögurra vikna, þegar
þau eru notuð. Er hægt að kalla
það ný egg? Og er óhugsandi,
að í sumum tilvikum sé neyt-
andinn að kaupa egg, sem eru
orðin eldri en þriggja vikna?
Okkur er enginn akkur í því að
kaupa ódýra vöru, sem er ekki
nema hálfæt og kannski óæt.
Þegar við getum ekki torgað
því kjöti, sem við framleiðum
hér innanlands, meðal annars
af því að við höfum ekki efni á
að eta það, þótt niðurgreitt sé,
borgum við öðrurn þjóðum stór-
fé af takmörkuðum fjárráðum
hins háa ríkissjóðs fyrir að taka
þennan bikar frá okkur. Þannig
er öllum þeim haldið á floti,
sem vilja frámleiða kjöt, hvort
Háaloftið
sem eftirspurnargrundvöllur
er fyrir því eða ekki, og án
tillits til þess hvort eftir-
spurnargrundvöllur gæti verið
f.vrir því hér innanlands eða
ekki, ef 1)30 væri niðurgreitt til
okkar 'ekstra á sama hátt og til
útlanda. En þeir, sem framleiða
egg, mega bara deyja drottni
sinunt, ef pútustórveldi rís og
getur dumpað verðinu um tíma
niður fyrir framleiðslukostnað.
Svona alhliða og viðtæk er nú
matvælaframleiðslupólitík okk-
ar.
Ekki veit ég til þess að fram-
leiðendur hafi nokkurn tíma
prófað að færa kjötverðið niður
úr öllu valdi til að koma um-
frambirgðum út. Enda veit ég
ekki, hvort þeir fengju að gera
það eða gætu komið því við. En
tæknihænsnabú upp á 36 þús-
und pútur má færa eggjaverðið
niður fyrir rekstursgrundvöll
án þess að nokkurt yfirvald
segi ba eða bú. Og hvað gerist
svo, ef þessu eggjastórveldi
tekst að drepa af sér keppinaut-
ana, áður en það drépst sjálft
— því ekki er endalaust hægt
að undirbjóða sjálfan sig? Jú,
þá vantar egg á markaðinn, og
þá verður ekki lengi beðið með
að hækka verðið drjúgum, og
þá upp fyrir það sem væri eðli-
legt jafnvægi milli framleiðslu
og eftirspurnar.
Þá fáum við dýr egg, en að
vísu æt, á meðan þau eru ekki
allt of dýr fyrir almenning.
Spurningin er kannski hvorar
öfgarnar eru skárri. En hvers
vegna fá hænsnabændur einir
bænda að skammta sér sjálfir
lífskjör, meðan flestum öðrum
búskap er miðstýrt — við mis-
jafnan fögnuð bændanna
sjálfra?
Er hænan bara svona ómerki-
legur fugl?
Káti maðurinn á þakinu
C
Síðari hluti
j
En það voru allir að flýta sér,
þótt aldrei nema að þeir væru
glaðir og mætu mikils dugnað
þessa aldraða bónda og stæði-
Íega manns, sem notaði nóttina
til að fegra bústað sinn í „djúp-
um dali“, en tók undir við glaða
ferðalanga: María, María.
Engunt datt i hug að tef.ja
sjálfan sig eða káta manninn á
þakinu.
Og þannig leið þessi blíða
sumarnött fvrir manninum
uppi við kaldan skorsteininn.
Einna dauflegastur var tíminn
undir morguninn og dræmust
umférðin. Þá komu bæjar-
hrafnarnir í .heimsókn. Þeir
létu sultarlega, svifu fram og
aftur i frekari seilingarhæð og
gáfu frá sér eitt og eitt krunk á
stangli. Þá fikaði maðurinn sig
með fötuna eftir mæninum allt
til suðurburstarinnar og hóf að
rnála. Það var svolítið kul í
morgunsárið, en annars virtist
mánudagurinn, sjálfur fridag-
ur verslunarmanna, ætla að
likjast fyrirrennara sínum unt
flest.
Hann var sannarlega hepp-
inn með veður. Starfinn sóttist
honunt einnig vel. Hann sat
klofvega á mæninum og teygði
sig svo langt niður á báða vegu
sem armar hans frekast leyíðu.
Um hádegisbilið tók að sækja á
hann svengd. en upp úr því fór
umferðarþunginn aftur hrað-
vaxandi. Undirtektir fólksins
sem um véginn fór voru alla tíð
með ágætum. þó kannski ívið
fjörminni núna, en daginn og
nóttina áður. því nú voru allir á
heimleið eftir mikla skemmtun
og langa helgi. Káti maðurinn á
þakinu veifaði penslinum að
hverjum bil og kallaði, en nú
var rödd hans orðin nokkuð hás
eins og krunk heimahrafnanna.
Það var mikil sól eftir hádegið
og það sótti svefn og þreyta
samfara sulti að manninum.
Hann færði sig að skorsteinin-
um og re.vndi að dotta.
Og mánudagurinn silaðist
áfram til kvölds við mikinn um-
ferðard.vn, söng og frugt. Þó er
því ekki að neita, að káti
maðurinn varð ókátari eftir því
sem á kvöldið leið og allt útlit
var fyrir að hann skyldi fá að
dúsa þar sem hann var næstu
nótt — og hver vissi hvað? En
fólkið á veginum undraðist
eljusemi þessa þó aldraða
manns. að standa uppi á þaki
um hánótt og mála eftir svona
langa og erfiða helgi.
Samt sem áður leið þéssi nótt
einhvern veginn eins og hin. —
og svo kom þriðjudagur til
þrifa. Maðurinn var búinn að fá
sára strengi í alla útlimi og
millirifjagigt af tilbreytingar-
leysi. Umferðin dofnaði alltaf
heldur en hitt. Þó tíndist alltaf
bíll og bíll út og suður, og
undirtektir voru einatt
jákvæðar gagnvart káta mann-
inum á þakinu.
Urn sjálfa verslunarntanna-
helgina er það varla fyrir
dráttarvélar og svoleiðis drasl
að’ ferðast nema að brýnni
nauðsyn um þjóðvegi. Slík tæki
urðu heldur ekki sén fyrr en
klukkan var að ganga sex á
þriðjudagsaftni. Næstnæsti ná-
'granni bóndans, Jón í Dal,
ætlaði að slá örlítinn hólma
fvrir næstnæstnæsta nágranna
sinn. og nota til þess kvöld-
stundina því helgin hafði orðið
úrdráttasöm eins og verða vill.
Þess vegna átti hann leið unt
veginn.
Dráttarvélar drattast þetta,
hvorki hratt né hægt, og stjórn-
andinn gaf sér göðan tíma til að
horfa til hægri og vinstri, — í
þessu tilfelli var meiri þörf til
vinstri þvi þar var maður uppi
á þaki eins og drepið hefur ver-
ið á hér að framan — og búinn
að vera þar nokkuð lengi um
hásláttinn.
Þessi maður á þakinu og
maðurinn á dráttarvélinni voru
næstnæstu nágrannar, eins og
þegar hefur verið tekið fram,
en slikir grannar elskast oft
heitar ef nokkuð er, en þeir
næstu.
Traktorsmaðurinn hemlaði
líka skjótt við heimreiðina. Hér
vildi hann svo gjarnan gera
stuttan stans og hafa tal af
gjannanum á þakinu, sem nú
var aftur tekinn til við verk sitt
og þurfti ekki einu sinni að
hafa fyrir því að veifa.
Og hér lýkur s.jálfkrafa sög-
unni um káta manninn á þak-
inu. sem þraukaði þar fulla
þrjátlu klukkutíma um sjálfa
verslunarmannahelgina. — Og
þó stendur húsið. hans svo að
segja um þjóðbraut þvera.
Spurning
dagsins
Ferðu oft á
Ijósmyndastofu?
Clfar Jacobsen: Nei, en ég vildi
hafa hana' hér í miðbænum, sem
næst mínum vinnustað, ef ég
þyrfti á henni aó halda.
Hlaðgerður Bjartmarsdóttir: Nei,
ég held að ég hafi einu sinni
farið til þess að láta taka af mér
passamynd.
Sigurður Jón Ólafsson: Nei, en
það væri mjög þægilegt að hafa
þær i íbúðarhverfum, t.d. bý ég
uppi í Breiðholti og þar vantar
alveg ljósmyndastofu og marga
aðra þjónustu.
Magnús Asgeirsson: Það kemur
f.vrir að maður þurfi á passamynd
að halda og þá er gott að bregða
sér á einhvern stað í miðbænum
og fá haná tekna.
Armann Guðmundsson: Nei,
maður þarf ekki svo oft á mynd að
halda en það er aftur á móti alveg
bráðnauðsynlegt að muna nafn-
númerið sitt.
Björh Br.vnjólfsson: Nei, en það.
væri þægilegt að hafa þær í þjón-
ustumiðstöðvum ef maður þ.vrfti
að láta taka af sér t.d. passamynd.