Dagblaðið - 22.01.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1977.
mmM
i
\
V
Væntanlega þó ekki
bíll útgerðarmannsins?
Þarna hefur bíll smáút-
gerðarmannsins loks gefizt
upp, varð ljósmyndaranum
að orði þegar hann sá þetta
myndarefni., Líklega eiga
„útgerðarmennirnir“ á smá-
skektunum á myndinni þó
enga sök á þessari mengun
vestur í Örfirisey. Einhver
ófyrirleitinn bíleigandinn
hefur trúlega lagt þessum
grip sínum þarna, öllum til
óyndis, og borgarstarfs-
mönnum til ama, því það
fellur sennilega í þeirra
hlut að koma hræinu fyrir á
réttum stað, bílakirkju-
garðinum á Artúnshöfða. —
DB-mynd Arni Páll. —
Bók
menntir
ÖLAFUR
JÓNSSON
hann lýkur við í leiknum, og
skrýtilega kom fyrir að sjá á
höndum hans glampandi arm-
bandsúr og giftingarhring. Ljós
og myrkur í leiknum ræðst af
rafmagnssnúru sem leikendur
flækjast í og kippa úr sam-
bandi, en ekki var mikið hirt
um það, og tímahléð sem á að
vera milli atriða held ég að far-
ið hafi framhjá flestum áhorf-
endum. Þetta er kannski smá-
munir, hvað fyrir sig, en hug-
blær leiksins, skáldskaparefni
hans á vísast mikið komið undir
rækt við smámuni hans.
Hin hlutverkin í leiknum eru
miklu minni, en líka einkar
vandmeðfarin. Gísli Alfreðsson
fannst mér að ætti ögn erfitt
fram eftir leik í gervi „nýja
læknisins“ í sjúkravitjun, þar
sem mest veltur á óþvingaðri
,,raunsærri“ lýsingu hversdags-
manns í heimsókn sem hægt og
hægt ánetjast veröld meistara
og konu uns hann situr þar
fastur að lokum. En Gísli náði
hægt og hægt myndugri tökum
á lækninum, og mestum í lokin.
Margrét Guðmundsdóttir
fannst mér aftur á móti setja
frá byrjun mikinn svip á leik-
inn í hlutverki konunnar, þög-
ulu állt fram í lokin: það er
samt hún sem allt snýst um.
Ef ég man rétt sagði Oddur
Björnsson í viðtali um leikinn
(í sjónvarpinu) eitthvað í þá
átt að hann væri einskonar
gestaþraut eða gáta. Það er
nokkuð rétt lýsing. Nú eru leik-
rit og leiksvið varla til þeirra
nota ætluð að „geta gátur“. Og
ekki ætla ég í bili að stinga upp
á neinni einni „ráðningu" þessa
skrýtna leiks. En með öllum
hans ólíkindalátum, dula og tor-
kennilega líkingamáli og margs
lags skírskotunum, er í honum
eitthvert skrýtilegt skáldskap-
arefni innst inni.
Tónlist
JÓN KRISTINN
CORTES
r —— —— — —
Draumur um konu
mikla hrifningu. Það var ekki
fyrr en 1881, eftir margar
breytingar, að Forleikurinn að
Rómeó og Júlíu var til i þeirri
mynd sem hann er þekktur I'
dag.
Vladimir Ashkenazy hefur
það fram yfir marga aðra
stjórnendur, að honum tekst
oftast að laða fram góðan leik
hjá hljómsveitinni. Svo var með
leik hennar í forleiknum. Hug-
ljúfir hljómar, fallega myndað-
ar „línur“ og fágaður leikur,
sérstaklega hjá strengjunum,
einkenndu flutning verksins.
„Óspilandi óskapnaður"
Fiðluleikarinn, og fyrrum
nemandi Tsjai., Joseph Kotek,
var honum mikil hjálparhella
við samningu hins „óspilandi
óskapnaðar", fiðlukonsertsins í
D-dúr. Kotek þessum átti hann
meira að þakka, það var hann
sem vakti áhuga frú von Meck á
Tsjai., en hún varð, svo sem
vitað er, síðar fjárhagslegur og
andlegur stuðningsmaður tón-
skáldsins.
Konsertinn var saminn árið
1878, en ekki frumfluttur fyrr
en 1881, í desember. Hinn al-
menni hlustandi var svo sem
ekkert hrifinn, en gagn-
rýnendur í Vín, þar sem frum-
flutningurinn átti sér stað,
féllu hver um annan þveran i
vandlætingu sinni á verkinu.
Harðastur allra var hinn frægi
Hanslick, sem sá ekkert annað
en ljótleika og óskapnað í verk-
inu. Hann gekk meira að segja
svo langt að sjá út úr því alls
konar myndir og sýnir,
maðurinn sem staðhæfði hvað
ákafast, að tónlist væri ófær til
myndlýsinga. I dag er samt
Fiðlukonsert í D-dúr eftir
Tsjaikovsky álitið eitt fegursta
verk sinnar tegundar.
Boris Belkin, rússneski ein-
leikarinn, er á mikilli uppleið
sem fiðluleikari í hinum vest-
ræna heimi. Er það vel skiljan-
legt, hann býr yfir miklum túlk-
unarhæfileikum, og ekki síst
krafti, sem hann lika nýtti við
flutning konsertsins. Var ekki
annað hægt en að hrífast af leik
hans, er ekki fjarri lagi að um-
mæli Hanslicks séu góð og gild
enn í dag, þvi í fyrrgreindri
umsögn hans hafði hann að
orði, að „fiðlan er ekki lengur
leikin, hún er rifin og tætt og
barin sundur og saman“. Að
vísu leggum við annan skilning
í þau ummæli í dag, hvað um
það, sjaldan hef ég heyrt sterk-
arleikið.
Síðast á efnisskránni var 2.
sinfónía Rachmaninoffs, löng
og falleg sinfónía en óneitan-
lega dálítið þreytandi, samt var
hún leikin eitthvað stytt. Leik-
ur hljómsveitarinnar var lát-
laus og fágaður, stjórnandinn
hafði góð tök á verkinu og
hljómsveitina með sér.
Betri og betri
Vladimir Ashkenazy er vax-
andi stjórnandi. Hreyfingar
hans eru mun léttari og
áreynsluminni en áður, lítið
sem ekkert um óþarfa pat út í
loftið, ekki eins og þegar hann
var fyrst að stjórna, með svo
miklum ákafa og má segja
hamagangi, að stundum beið
maður með öndina í hálsinum
eftir því að hann hreinlega gæf-
ist upp af þreytu. Fréttir hafa
borist af því að hann sé farinn
að stjórna stóru hljómsveitun-
um úti í heimi og er það gleði-
efni. Auðséð er, að Sinfóníu-
hljómsveit íslands hefur gam-
an af að leika undir hans stjórn,
og er það vel, því hljómsveit
sem er ánægð með stjórnand-
ann er betur sett en ella.
ing karlsins í stólnum. En það
er óneitanlega sérkennilega
með efnið farið í hinu nýja leik-
riti Odds Björnssonar, og mað-
ur horfir á þtað með heilmiklum-
áhuga.
Hvað úr verður á sviðinu
helgast að sjálfsögðu einkum og
sér í lagi af meðferð meistarans
sjálfs. Róbert Arnfinnsson fór
hlakkandi með hlutverkið, ótót-
legur og örvasa en fullur af
þrákelknislegu óbugandi lífi.
Eigi að setja út á Róbert í hlut-
verkinu held ég að það sé þessi
lífsþróttur karlsins sem maður
setur fyrir sig: leikarinn er of
vel á sig kominn til að gera
karlinn svo örvasa sem vert
væri, þennan korpna belg þar
sem ennþá glittir í síðustu lífs-
neistana, en ekki meir.
Öneitanlega gætir ýmislegs
misræmis í hlutverkinu af þess-
um sökum, og í sýningunni er
ekki allténd mikið hirt um
ýmsa verklega og sjónræna
smámuni sem máli skipta. Til
að mynda var karlinn furðu
handstyrkur í bjástrinu við
skútuna, meistarastykkið sem
Sinfóníuhljómsveit jslands, 7. tónleikar í
Háskólabíói, 13.01. '77.
Efnisskrá:
Tsjaikovsky: Forleikur að Romoo oq Juliu
Tsjaikovsky: Fiðlukonsort í D-dúr.
Rachmaninoff: Sinfonia nr.,2 í e-moll.
Stjornandi: Vladimir Ashkenazy
Einleikari: Boris Belkin.
Fyrstu tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands á nýbyrj-
uðu ári voru ágætlega
heppnaðir. Ashkenazy dregur
alltaf að sér áheyrendur, sem
annars láta tónleika almennt
fram hjá sér fara, ungur og
stórkostlegur einleikari, og
rússnesk efnisskrá, sem er oft
gæðamerki.
Kómeó og Júlía
Það er talið að tónskáldið
Balakireff hafi átt mestan þátt
í því að Tsjaikovsky samdi.for-
leikinn að Rómeó og Júlíu. Ef
til vill hefur þaö hjálpað til, að
Tsjai. var í hjónabandshug-
leiðingum, var það söngkona
nokkur sem var orðin allfræg,
en á meðan hann var að hugsa
um hvort hún væri ekki orðin
of fræg fyrir hann, þá sneri
hún sér að öðrum, sem var
söngvari og giftist honum. Sagt
er, að vonsviknir elskendur
drekki sorgum sínum jafn oft í
víni sem Rómeó og Júlíu Shake-
speares, alla vega féllu tilmæli
Balakireffs í góðan jarðveg. og
þetta fagra verk varð til.
Tsjai. hóf samningu verksins
1869. Var mikið um bréfaskrift-
ir milli hans og Balakireffs,
sem éar óspar á að ráðleggja og
gagnrýna tónskáldið, sem var
þó ekki alltaf á því að fara að
ráðleggingum. Forleikurinn
var frumfluttur i fyrstu útgáfu
sinni 1870, án þess að vekja
Ashkenazy við æfingu hjá Sinfóníuhljómsveitinni í Háskólabíól (DB-mynd Arni Páll).
hestfær lengur og ekki einu
sinni almennilega gangfær á
klósettið. Það er nú eins og
svoleiðis karlar hafi áður sést í
sögum og leikjum, og var sú
tíðin, fyrir nokkrum árum, að
slíkir karlar voru beinlínis i
tísku í íslenskum leikritum, og
sögðu þá oftar en ekki allskon-
ar speki við aðra leikendur og
leikhúsgesti.
■ Hvað sem því líður er í lýs-
ingu karlsins í leikriti Odds ein-
hvers konar frumstæðum per-
sónulegum skáldskap fyrir að:
fara sem áhuga vekur á leikn-
um, að vísu heldur en ekki dul-
um og torkennilegum. Eins og
gefur að skilja um slíkan mann
er karlinn í og með öllu ruglinu
í sér meir en hálfur á valdi
endurminninga um sitt fyrra
líf, og þær minningar snúast í
kringum konu sem hann missti,
eða brást, eða týndi henni.
Draumur um konu og ástir þá,
rómantískur draumur en líka
blandinn hrolli eða angist af
ástinni, ást sem fjötrar og
blindar og banar — þetta er nú
kannski ekki ýkja nýstárlegt
skáldskaparefni heldur en lýs-
ÞjoftleikhusiA, litla sviAiö:
MEISTARINN.
Sjonleikur eftir Odd Bjömsson.
Leikmyndir og buningar: Birgir Engilberts.
Leikstjóri: Benedikt Árnason.
Meistarinn eftir Odd Björns-
son snýst um aflóga
sauðdrukkinn karl sem situr í
hrúgu í stól, hvorki ölfær né
Róbert Arnfinnsson og Gísli
Alfreðsson.