Dagblaðið - 22.01.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1977.
að koma að mér. Einhver spurði
hvaða númer væri verið að af-
greiða og kom í ljós að það var
númer átján. S.iö eftir.
Hvernig skyldi nú banka-
stjórinn taka málaleitan minni?
Hvers vegna er ég svona hrædd
við bankastjóra? Ég sem er öld-
ungis óhrædd við lækna og lög-
regluþjóna. Þetta nær ekki
nokkurri átt. Bankastjórar eru
bara venjulegt fólk, rétt eins og
hver annar.
Nú var ég búin að sleikja
allan litinn af vörunum en ekki
var viðeigandi að fara að taka
upp varalit og spegil á biðstof-
unni.
Hvað skyldu þá hinir halda?
Þessi að gera sig alla til áður en
hún fer inn til bankastjórans.
Kannski er bankastjórinn kona
— nei, líkiega ekki. Konur þora
ekki að sækja um slíkar
virðingarstöður enda myndi lík-
legj engum detta í hug að veita
þeim slíka stöðu.
Það mætti vel hugsa sér að
bæta fyrirkomulagið á svona
biðstofu. Fyrir utan að hafa
einhverja uppbyggilega lesn-
ingu á boðstólum væri vel hægt
að hugsa sér að hafa uppi á
vegg skilti þar sem segir hvaða
númer sé nú verið að afgreiða.
Það eru svoleiðis skilti í sumum
kjörbúðum. Það er þó miklu
meira virði að vita hvenær
maður kemst að hjá bankastjór-
anum.
Ætli ég verði ekki búin
að missa röddina? Er
ekki vön að þegja svona
lengi
Hvernig skyldi þetta fara?
Ætli ég verði ekki búin að
missa röddina þegar allt kemur
til alls? Ég var búin að þegja
síðan ég fór að heiman — ég er
ekki vön að þegja svona lengi.
— Bankastjóri fer ekki að lána
rámri eða mállausri manneskju
peninga.
Ekki myndi ég gera það. Guð
minn góður, hvað á ég að gera?
Nú kallaði vörðurinn upp nafn-
ið mitt. Jú, mér tókst að standa
á fætur. Þá var enn eftir smá-
bið á ganginum fyrir framan
það allra helgasta. Nú fékk ég
tækifæri til þess að prófa radd-
böndin og reyndi að koma af
stað samræðum við vörðinn.
Þetta var allt í fínu lagi.
Röddin hafði ekki tekið sér frí.
Þarna var önnur kona, hún var
næst á eftir mér í röðinni. Ég
gaf mig á tal við hana og lét í
ljósi það álit mitt að þetta væri
eins og verið væri að leiða fólk
til aftöku.
„Ekki finnst mér það,“ sagði
hún. „Hingað kemur fólk af
öllum stéttum. Það þurfa allir á
peningum að halda,“ sagði hún
og virtist alvön að bíða á bið-
stofum hjá bankastjórum.
Loksins opnuðust dyrnar og
mér var vísað inn. Svona lítur
bankastjóri út, hugsaði ég með
mér um leið og ég tók í fram-
rétta hönd hans. Það var eitt af
því sem ég. var búin að
spekúlera í; á maður að taka í
höndina á bankastjóranum eða
bara segja borginmannlega
góðan daginn! Eg vissi bara að
maður heilsar ekki bankastjóra
með kossi — ja, nema þá ef
hann væri eiginmaðurinn.
Þessi vandi leystist því af
sjálfu sér. Aumingja banka-
stjórarnir. Að hugsa sér að
þurfa að taka í yfir Sextíu mis-
munandi rakar hendur frá
kukkan tíu til tólf!
Það þarf ekki að orðlengja að
auðvitað tók bankastjórinn mér
vel. Það var alveg óþarfi að
vera lafhræddur við hann.
Bankastjórar eru bara venju-
legt fólk rétt eins og hver ann-
ar.
Þessi, sem ég lenti hjá, var
meira að segja mjög almenni-
legur. Hann fyllti út fyrir mig
eyðublaðið —hefur líklega lit-
izt svo á mig að ég myndi klúðra
því öllu saman.
Hann tók aftur í hönd mína
þegar ég fór og þótt konan sem
var næst á eftir mér hefði sagt
að fólk bæri það ekki utan á sér
þegar það kæmi út hvaða úr-
lausn það hefði fengið er ég
alveg viss um að allir hinir
þrjátíu og eitthvað, sem enn
biðu, sáu það á mér að ég hafði
fengið það sem ég bað um.
A.Bj.
Forsetafrú Bandaríkjanna:
HORDIHORN AÐTAKA
„Þessi kona verður styrkur-
inn á bak við krúnuna í
Washington," sagði einn þing-
maður demókrata um Rosalynn
Smith Carter, kvöldið þegar
ljóst var að maður hennar,
Jimmy Carter, hafði hlotið
kosningu sem forseti Banda-
ríkjanna.
A daginn kom að þessi full-
yrðing var alröng. Rosalynn
Smith Carter ætlar ekki að
standa að baki manns síns
heldur við hlið hans er hann
tekur við embætti.
Nýtt tímabil rennur nú upp í
sögu Hvíta hússins. Er það
tímabil samvinnunnar. Nú eru
ákvarðanir í þessu valdamesta
og erfiðasta starfi heims teknar
í sameiningu.
Jimmy Carter kemur ekki til
með að þrýsta á hnappa án þess
að ráðfæra sig við konu sína
fyrst. Þegar til kemur að taka
afdrifaríkar ákvarðanir þarf
enginn að efast um að hún sé
jafnhörð í horn að taka og
maður hennar.
Ekki þarf að efa að áhrif
hennar á mann sinn skipta
heiminn miklu. Minnumst þess
’ að hann sem forseti Bandaríkj-
anna hefur vald til að sprengja
kjarnorkusprengju án þess að
þurfa samþykki nokkurs
manns. Svo það er góð tilhugs-
un að Carter gerir ekkert — og
mun ekkert gera — án þess að
ráðfæra sig við konu sína.
„Þau eru mjög samrýnd,"
segir vinur þeirra um þau.
„Jafnvel sem forseti mun hann
ekki taka ákvarðanir án þess að
ræða málin við Rosalynn. Sem
forseti þarfnast hann einhvers
náins til að ræða við.“
Minnast má þess er John
Kennedy skipaði bróður sinn til
að starfa við hlið sér. Þegar
Kúbudeilan stóð yfir og heim-
urinn komst næst því að lenda í
kjarnorkustyrjöld sátu
bræðurnir hlið við hlið og
reyndu að minnka spennuna i
deilunni.
Orð þau er Rosalynn lét falla
í kosningabaráttunni létu oft
ekki vel í eyrum ráðgjafa
Carters en þeir hlustuðu. Svo
gerði hann einnig.
Ekki er ástæða að ætla að
breyting verði á þvi þegar í
Hvíta húsið verður komið.
Forsetafrú Bandaríkjanna
verður afl sem tillit verður tek-
ið til. Síðan Eleanor Roosevelt
leið hefur engin forsetafrú
Bandaríkjanna haft jafnmikil
áhrif og völd innan embættis-
ins.
Frú Carter hefur oft á áhrifa-
mikinn hátt skýrt frá þeirri
skoðun manns síns að konur
eigi að láta meira til sín taka i
stjórn landsins.
Rosalynn Carter á heimli sínu í Plains, Georgia: Hún er afl sem taka verður tillit til.
Hún er þekkt undir nafninu
„The Steel Magnolia”,
(Magnolíutréð úr stáli). Þessi,
kona er móðir fjögurra barna
og á eitt barnabarn. Hún er 48
ára gömul, en lítur ú» fyrir að
vera 10 árum yngri.
Brezkur stjórnarerindreki
sagði eitt sinn:
„Margaret Thatcher og henni
myndi koma vel saman, hún er
þess háttar kona. Þær eru að
mörgu leyti ekki ósvipaðar."
Vissulega eru þær ekki
ólíkar. Rosalynn Carter er
komin af fátæku foreldri og
hún byrjaði að vinna er hún var
14 ára gömul. Hún hefur aldrei
lagzt í leti. Lengst hefur hún
starfað fyrir mann sinn en þau
gengu í hjónaband er hún var
18 ára gömul.
„Við höfum alltaf verið
félagar," segir hún, „þannig
höfum við komizt áfram.“
Þegar hún giftist' Carter var
hann í litlum efnum. En í dag
má segja að hann sé tiltölulega
ríkur maður. Þau hafa aflað
þess fjár í sameiningu. Allt sem
þau hafa áorkað hafa þau gert í
sameiningu, allt frá viðskiptum
til stjórnmála. Þau eru raun-
verulegir félagar og hjónaband
þeirra er mjög gott.
„Carter er einnar konu
maður og Rosalynn er eins
manns kona svo það er óhugs-
andi að þau hafi verið í nánum
kynnum við aðila af andstæðu
kyni,“ segir vinur þeirra.
Grundvöllur hjónabands þeirra
byggist á ást og vináttu ásamt
sameiginlegri metnaðargirni og
sameiginlegum áhugamálum.
Því gat Carter látið sér um
munn fara við tímaritið Play-
boy að hann játaði að hafa á
s'tundum girnzt aðrar konur í
hjarta sínu.
„Hann sagði einungis það
sem aðrir menn í stöðu hans
gera en hafa ekki hugrekki til
að viðurkenna.“ „Vissulega
hafa mér fundizt aðrar stúlkur
mjög aðlaðandi — en ég hef
aldrei gert neitt í þvf vegna
þess að ég elska Rosalynn mjög
heitt og ég myndi aldrei gera
neitt sem særði hana,“ hefur
vinur þeirra eftir Carter.
Þetta er skýringin á því
hvers vegna Rosalynn gat
brosað að viðtali við mann sinn
sem birtist 1 Playboy. Hún fór
aldrei úr jafnvægi þrátt fyrir
að viðtalið í Playboy gengi
nærri henni.
Er Carter-hjónin hafa setzt
að í forsetabústaðnum ætlar
frú Carter að takast á hendur
margvísleg verkefni. Hún
hefur kynnt- sér sérstaklega
heilsu- og velferðaráætlanir til
að geta sem bezt beitt áhrifum
sínum á þvl sviði.
Hún ætlar'að láta setja á stofn
nefndir sem eiga að kanna
ástandið og koma á betrum-
bótum í amerískum geðsjúkra-
húsum og hefja baráttu fyrir
bættri aðstöðu eldri þjóðfélags-
þegna.
Hún vill fjölga barnaheimil-
um í Ameríku svo útivinnandi
mæður eigi auðveldara með að
koma börnum sínum í gæzlu.
Einnig ætlar hún að læra
spönsku.
„Ég hef hugsað mér að gera
mitt bezta er ég kem til
Washington," segir hún. Það
þýðir að hún ætlar að vera dug-
leg að koma skoðunum sfnum
á framfæri.
„Stundum deilum við þegar
við erum ekki á sömu skoðun f
einhverju máli,“ segir hún. „Ég
hef ekki alltaf betur f þeim
deilum en vissulega deili ég
hart og ég get ^tundum orðið
svo reið við hann að ég öskri.
Hann verður reiður líka —
en hlustar."
Epli íbar-
áttunni
við
Karíus
og
Baktus
Allsherjar herferð gegn Kariusi
og Baktusi stendur yfir þessa dag-
ana i mörgum bæjum og þorpum
i Sviss. Skólabörnunum er nú
gefið epli í fríminútunum þvi
talið er að ef tennurnar eru ekki
burstaðar eftir máltíð geti það
gert næstum því sama gagn að
borða epli.