Dagblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977. 7 Stormsveit ruddi skipið Rúmlega þrjátíu brezkir sjó- menn frá Grimsby, öskrandi og veifandi lurkum og járnstöng- um, réöust um borð í brezka tankskipið Globtik Venus í höfninni í Le Havre í Frakk- landi í morgun. Bundu þeir enda á hálfsmánaðar-langa her- töku skipshafnar frá Filipps- eyjum. Utgerðarfyrirtæki skipsins réð brezku sjómennina sérstak- lega til veiksins og komu þeir flugleiðis frá Englandi á mánu- dagskvöldið. Filippseyingar höfðu neitað að láta skipið af hendi fyrr en útgerðarfyrir- tækið hefði lagt fram tryggingu fyrir greiðslu launa þeirra. Laust eftir miðnætti í nótt gekk einn Bretanna um borð í skipið með labb-rabb tæki upp á vasann. Nokkrum mínút- um síðar bi£tist hann aftur og gaf sarhstarfsmönnum sínúm skipun um að láta til skarar skríða. Filippseyingarnir stóðu hreyfingarlausir þegar Bret- arnir — með öryggishjálma — ruddust upp landganginn, hrópandi og veifandi lurkun- um.Einn hrópaði „Við viljum engin vandræði!“ að blaða- mönnum sem fylgdust með úr fjarlægð, og annar rétti upp báðar hendur í uppgjafarskyni. Samningaviðræður við Filippseyingana höfðu farið út um þúfur. Að minnsta kosti einn þeirra var laminn þegar brezka sjómannastormsveitin tók völdin um borð í skipinu, en síðan var þeim safnað saman, þeir reknir niður undir þiljur og „gefið kaffi og te“, eins og einn Bretanna orðaði það. Frönskum hafnarverka- mönnum, sem urðu vitni að skipstökunni, þóttu aðfarir Bretanna ljótar. Þessi aðgerð fór fram með vitund og vilja franskra stjórnvalda. Eigandi Globtik Venus er milljónarinn Ravi Tikkoo. Sovézkir andófsmenn hafa verift atkvœftamiklir aft undanfömu og fylgir það i kjölfar aukins harftræftis, sem yfirvöld í Austur-Evrópu hafa beitt andófsmenn. Á myndinni er verið aft flytja Andrei Amalrik ó brott frá forsetahöllinni í París, þar sem hann fastafti í einn dag i mótmælaskyni vift synjun Frakklandsforseta um fund þeirra. Carter og Bukovsky ræddust við Carter Bandaríkjaforseti átti í gær tíu mínútna langan fund með sovézka andófsmanninum Vladimir Bukovsky, sem nú er í útlegð. Bandaríkjaforseti sagði honum að stuðnirigur Banda- rikjast.jórnar við mannréttinda- baráttuna væri ákveðinn og varanlegur. ,,Hæ, ég er Jimmy Carter,“ segði forsetinn þegar þeir hitt- ust. Hann fullvissaði Bukovsky síðan um að ekki hvarflaði að sér að tala tæpitungu um af- stöðu sína til mannréttinda- rnála hvar sem er í heiminum. Bukovsky fór frá Sovétríkj- unum í desember sl. í skiptum fyrir chileanska kommúnista- leiðtogann Luis Corvalan, sem var í fangelsi í heimalandi sínu. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti — Framfarafélag Breiðholts III boða til almenns kynningarfundar um Fjölbrautaskólann í Breiðholti í húsakynnum skólans við Austurberg, fimmtudaginn 3. mars kl. 20.30. Kennarar gera grein fyrir bóknáms- og verknámsbrautum skólans, en nemendur lýsa fjórum námssviðum stofnunarinnar. Fyrirspurnum verður svarað og fundarmörinum sýndur húsakostur og tækjabúnaður skólans, þar á meðal hin nýj-a skólasmiðja. Allir velkomnir á fundinn en sérstaklega skorað á Breiöholtsbúa að mæta og kynnast framhaldsskóla hverfanna. Framfarafélag Breiðholts III Fjölbrautaskólinn Breiðholti. wm WWÉSyPÍll

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.