Dagblaðið - 02.03.1977, Page 23

Dagblaðið - 02.03.1977, Page 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977. <s lltvarp 23 Sjónvarp i) Sjónvarp íkvöld kl. 21,10: BRUGDID ÚT AF VENJU — BÍÓMYND í KVÖLD í kvöld bregður sjónvarpið út af fastri miðvikudagsvenju því í staðinn fyrir framhaldsmynda- flokk er bíómynd á dagskránni. Er það bandarísk mynd í léttum dúr frá árinu 1954 og nefnist á frummálinu Beat the Devil, Lyga- 'laupar í ísl. þýðingu Öskars Ingimarssonar. Leikstjóri er John Huston. Afbragðsleikarar eru í þessari kvikmynd en með aðalhlutverkin fara Humphrey Bogart, Jennifer Jones, Gina Lollobrigida, Robert Morley og Peter Lorre. 1 kvikmyndahandbókinni okkar fær þessi mynd þrjár og hálfa stjörnu. Segir þar að myndin sé um alþjóðlegan bófa- flokk þar sem hver situr á svikráðum við næsta mann í sam- bandi við peningarán. Fylgir einnig með að þegar unnið var að gerð þessarar myndar hafi leik- ararnir sífellt verið að gera að gamni sínu og hafi haft mjög gaman af öllu saman. Þegar öllu er á botninn hvolft lítur þetta út fyrir að vera góð kvöldskemmtun — þó ekki væri nema vegna hinna stórgóðu leikara sem þarna koma við sögu. Sýningartími myndarinnar er ein klukkustund og þrjátíu mínútur, sýningin hefst kl. 21.10. Ekki mun þetta eiga að verða viðtekin venja í framtíðinni, að bíómynd verði á miðvikudags- kvöldum. Eftir áreiðanlegum heimildum hafa þær fréttir borizt að fjögurra þátta sakamálamynd með Lord Peter Wimsey hefjist næsta miðvikudag, en að henni lokinni kemur myndaflokkur með Onedin skipstjóra, sem hlaut gífurlegar vinsældir hér á landi. -A.Bj. Robert Morley, Peter Lorre og Humphrey Bogart ásamt með- leikara, sem við berum ekki kennsi á, úr bíómynd kvöldsins. Utvarp á kvöldvökunni íkvöld: Lesið úr æviminning um merkrar konu I kvöld er kvöldvakan á dag- skrá útvarpsins og hefst hún að vanda klukkan 20.00. Meðal efnis eru sex atriði og eitt af þeim er upplestur úr æsku- minningum Önnu L. Thorodd- sen og er það Axel Thor- steinson rithöfundur sem les fyrri hluta frásagnarinnar. „Anna var komin á átt- ræðisaldur þegar hún skrifaði þessar æviminningar sínar en þær voru birtar í tímaritinu Landnám Ingólfs árið 1936. Gömul bernskuvinkona mín lét á sínum tíma ljósrita greinina og kom aö máli við mig og bað mig að koma henni á framfæri. Þetta eru í raun og veru ákaf- lega merkilegar æviminningar því Anna heldur sér vel við efnið og lýsir bernskuárum sín- um. Hún lýsir á mjög trúverðugan hátt hinni miklu baráttu fólksins á hennar bernskudögum. Hún lýsir bæöi Reykjavík og fleiri stöðum á landinu. Anna var fædd árið 1858. Faðir hennar var Pétur Guðjónsson dómorganisti en hann svo að segja endurreisti allt tónlistarlíf í landinu og hef- ur jafnan verið kallaður frum- herji sönglistar. Anna var þrettánda barn af fimmtán barna hópi og má nærri geta að lífsbaráttan hef- ur verið erfið. Sú af dætrunum sem þótti efnilegust var send til mennta og varð hún síðan að gera sér að góðu að verða heimiliskennari og kenna syst- kinum sínum. Anna giftist árið 1883 Þórði Thoroddsen lækni sem var merkur borgari hér í bæ og læknir um langt árabil, af hinni nafntoguðu Thoroddsensætt. Þegar ég var barn og bjó í miðbænum í Reykjavík,“ sagði Axel, „var það svo að við leik- bræðurnir gengum í húsin hver til annars. Þannig kynntumst við mörgu fólki og mörgum heimilum og meðal þess, sem lengi var mér ákaflega minnis- stætt, voru þrjár konur, mjög merkar og miklar virðingar- konur. Það voru systurnar Anna, Kristjana, sem var móðir Péturs Halldórssonar síðar borgarstjóra, og Marta, kona Indriða Einarssonar, sem m.a. var höfundur Nýársnæturinn- ar.“ Öll þessi ætt var ákaflega listfeng í mörgu tilliti og meðai barna Önnu og Þórðar var Emil Thoroddsen. Síðari hluti æviminninganna verður lesinn á kvöldvökunni eftir viku. -A.Bj. r ,■> b Utvarp Miðvikudagur 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Vedurfregnir og fréttir. Til- kynmngar. Vió vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: ,,Móðir og sonur" eftir Heinz G. Konsalik. Bergur Björns- son þýddi. Steinunn Bjarman les (11). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veóurfregnir). 16.20 Popphorn. Halldór Gunnarsson kynnir. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Benni” eftir Einar Loga Einarsson. Höfundurinn les (4). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veóurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilk.vnningar. 19.35 Gerð segulkorts af íslandi. Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor flytur niunda vrindi flokksins um rannsóknir i verk- fræói- og raunvisindadeild háskólans 20.00 Kvöldvaka. 21.30 Útvarpssagan: „Blúndubörn" eftir Kirsten Thorup. Nína Björk Árnadóttir les þýóingu sina (8). 22.00 Fréttir. 22.15 Veóurfregnir. Lestur Passiusálma (21). 22.25 Kvöldsagan: „Sögukaflar af sjálfum mér" eftir Matthías Jochumsson. Gils Guðmundsson les úr sjálfsævisögu hans og bréfum (2). 22.45 Djassþáttur í umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.30. Fréttir. Einvigi Horts og Spasskys: Jón Þ. Þór lýsir lokum 2. skákar. Dagskrárlok um kl. 23.45. i ^ Sjónvarp i Miðvikudagur 18.00 Hvíti höfrungurinn. P'ranskur teiknimyndaflokkur. Lokaþáttur. Þýðandi Kagna Hagnars 18.15 Bornin a Heirnuc , iJiillsk heimilda- mynd geró i samvinnu vió sænska sjónvarpið Börn í Vestmannaeyjum eru sýnd aó leik og starfi, við fisk- vinnu eða hréinsun Heimaeyjar. Þýðandi Guðmundur Sveinbjörnsson. Þulur Jón O. Edwald (Nordvision — Danska sjónvarpið). 18.50 Börn um víða veröld. Börnin í Perú. Vorið 1970 urðu miklir jarðskjálftar í Andesfjöllum og í kjölfar þeirra urðu gífurleg skriðuföll. Þessi mynd var tekin í fjallahéruðunum árið 1972 og Iýsir uppbyggingarstarfi þar á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. 'Þýðandi og þulur Stefán Jökulsson. Hló. 20.00 Fróttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Skákeinvígið. 20.45 Nýjasta tækni og vísindi. Umsjónar- maður örnólfur Thorlacius. 21.10 Lygalaupar (Beat The Devil) Bresk bíómynd í léttum dúr frá árinuJ954. Leikstjóri John Huston. Aðalhlut- yerk Humphrey Bogart. Jennifer Jones. Gina Lollobrigida og Robert Morley. Mvndin greinir frá leiðangri bófaflokks nokkurs, sem leggur af, staó frá Ítalíu til Afriku í því sk.vni að eignast landspildu. þar sem úraníum á að vera fólgið i jörðu. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 22.40 Dagskrárlok. Suðurnesjamenn Nýkomið mikið úrval af: Járnum — saumaðir strammar, klukku- strengir og rokkokkóstólar. Einnig mikið úrval af grófum púðum og klukkustrengjum. — Smyrnamottum og púðum o. m. fi. Hannyrðaverzlimin Rósin Hafnargötu 35 — Sími 2553 FráHOFI Tíminn er peninga virði.Komið í Hof. Þar er bezta úrvalið af garni og hann- yrðavörum. 20% afsláttur af smyrnateppum. Hof Ingólfsstræti 1 (á móti Gamla bíói) KAU PMAN N ASAMTÖK ISIANDS Kaupmannasamtök íslands minna aðalfundarfuiltrúa, fulltrúaráðsmenn og stjórnir kaupmannafélaganna á aðalfund samtakanna sem haldinn verður á Hótel Sögu á morgun og hefst kl. 10.00. Framkvœmdastjóri.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.