Dagblaðið - 02.03.1977, Side 13

Dagblaðið - 02.03.1977, Side 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977. 13 Iþróttir íþróttir íþróttir ITEFNIR ÍSLAND AÐ SÆTI í KEPPNINNI gn Spáni í gær 21-17 í Linz. íslenzka liðið byrjaði mjög vel og skoraði fjögur kin. Hef ur nú mikla möguleika að leika um 3ja sætið við Svía eða Tékka. Iþróttir ^1357 nP Bezti leikur íslands — sagði Janusz Czerwinski íslenzka liðsins. Það var byrjað með krafti — enda hljóðaði dagskipunin upp á það. Geir skoraði fyrsta markið — siðan Jón Karlsson úr vítakasti, þá Geir og Axel og staðan var 4-0 eftir sex minútur. Öskabyrjun. Geir var maðurinn bakvið fléttur íslenzka liðsins og frábært hvernig hann lék Axel upp. Axel skrifarfráLinz lét ekki sinn hlut eftir liggja — skoraði tvö næstu mörk íslands og staðan var 6-2 eftir 11 mínútur. Sóknarleikurinn var vel út- færður, en það, sem kannski meira var um vert. Varnar- leikurinn var mjög góður og aðalvopn Spánverja — hraða- upphlaupin — gert að mestu óvirkt strax í byrjun. Það skipti sköpum — og þegar vörnin stóð fyrir sínu komst Óli Ben. í mikinn ham í markinu. Varði snilldar- lega. Þeir Axel og Geir voru mjög ógnandi í sóknarleiknum og nýttu færin. Axel átti 12 skot í leiknum. ábært að eð þeim einsson eftir leikinn snöggur fram og út úr markinu í þeim stöðum. Þá varði hann einu sinni í hraðaupphlaupi og eitt langskot. Skoraði sjö mörk. Atti þrjú stang- arskot. Þá átti hann fimm línu- sendingar á Ólaf H. Jónsson, sem gáfu mörk — óg Ólafur, sem lék sinn 100, landsleik f.vrir ísland var stórhættulegur á línunni. Skoraði sex mörk í leiknum í átta skottilraunum — og var aðal- maður varnarinnar. Geir stjórn- aði spilinu af mikilli festu — og ekki má gle.vma hlut Viðars Símonarsonar, sem átti ákaflega ljúfan leik. Hins vegar átti Geir í tals- verðum erfiðleikum ásamt Ágústi Svavarssyni í varnarleiknum. Fékk erfiðan hornamann við að glima — og þegar hornamaðurinn hafði skorað eða fengið víti, gert íslandi skráveifu upp á fimm mörk, var sú breyting gerð á varnarleiknum, að Björgvin Björgvinsson kom sem bakvörður í stað Ágústs. Þá þéttist vörnin mjög vinstra megin — og spánski Frá Halli Hallssyni, Linz. Þeir Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson geta ekki leikið síðasta leik íslands í B-keppninni hér í Austurríki. Þeir verða að fara til Vestur-Þýzkalands á föstudag, þar sem Dankersen á leik í Bundeslígunni á laugardag. Axel og Ölafur hafa skyldur gagn- várt hinu þýzka liði , sem þeir ieika með. Þegar þeir fengu leyfi forráðamanna Dankersen til að leika með tslandi í B-keppninni var það skilyrði sett, að þeir kæmu til Minden aftur 4. marz. hornamaðurinn lét miklu minna að sér kveða en áður. íslenzka liðið hafði yfirleitt vei yfir, 2-4 mörk lengi í fyrri hálf- leiknum, þar til slæmur kafli kom og Spánverjum tókst að jafna í 9-9. Þá voru þrjár mínútur eftir af hálfleiknum — en Ólafur H. Jóns- son. sem hafði skorað níunda mark íslands á 23ju mínútu, sneri blaðinu við íslandi í hag. Hann skoraði 10. markið eftir frábæra línusendingu Axels — Spánverj- ar misnotuðu víti, og íslenzka liðið náði knettinum aftur. Ölafur skoraði á ný eftir frábæra sam- vinnu við Áxel — en samvinna þeirra var oft stórkostleg í leikn- um. 11-9 í hálfleik. 1 síðari hálfleiknum átti íslenzka liðið svar við öllu sem Spánverjar reyndu — og allar tennur voru dregnar úr þeim spönsku. Það svo, að - mikil örvænting hljóp í leik Spánverja. Axel og Ölafur leika því gegn Hollandi á fimmtudag hér í Linz — en ekki leikinn, sem allir reikna með að verði um þriðja sætið í B-keppninni, á laugardag. Ef ísland sigrar Hoiland leikur íslenzka liðið annað hvort við Tékka eða Svía um 3ja sætið. Leikurinn við Spánverja var mjög erfiður og það gerði gæfu- muninn hve íslenzka liðið byrjaði vel, sagði Sigurður Jónsson, for- maður HSI, eftir leikinn. Spánska Þeir sáu, að þetta var leikur, sem þeir gátu ekki unnið. Eftir 12. mín. var munurinn orðinn fjögur mörk — um og miðjan háifleikinn fimm mörk, 17-12. Þá var sigurinn i höfn og munurinn sveiflaðist milli fjögurra eða fimm marka lokakafla leiksins. Lokatölur 21- 17 og mikill söngur á áhorfenda- pölium. Hverjir eru beztir? — ísland, Island, ísland. Mörk Islands skoruðu Axel 7, Ölafur H. 6, Geir 3 úr 5 skot- tilraunum og hann fiskaði eitt víti Viðar 2 — eitt víti — reyndi þrisvar. Og þeir Jón Karlsson, viti, Ólafur Einarsson og Björgvin eitt mark hver. Fyrir Spán skoruðu Rochel 3, Alpon 3, Lopez 3, Novoa 3, Taure 3, Uria 2 og Hernandez 1. Þeir Rodil og Olhson frá Danmörku dæmdu leikinn mjög vel. -h. hails. liðið náði sér ekki á strik eftir það. Við í HSÍ stefnum ákveðið að því, að fá Janusz Czerwinski til að vera áfram með íslenzka landslið- ið og við höfum góða von um að það takist. Maðurinn er hreint einstakur í sinni röð. — Þá segi ég beint frá hjart- anu, að ég var ákaflega ánægður með leik þeirra Axel og Ólafs H. gegn Spánverjum. Þeir léku snilldarlega báðir tveir — voru hreint frábærir, og þessi frammi- staða þeirra gladdi mig ákaflega mikið. Olafur og Axel leika ekki lokaleik íslands Ölafur H. Jónsson iék giæsilega í sínum 100. landsleik fyrir ísland. Skoraði sex mörk í átta tilraunum Frá Halli Hallssyni, Linz. — Þetta er bezti leikur, sem ísienzka landsliðið hefur ieikið undir minni stjór'n, sagði Janusz Czerwinski, pólski landsliðs- þjálfarinn, eftir leik Ísiands og Spánar í gær. Eg stefni nú að því að verða áfram þjálfari ís- ienzka liðsins. Vona að ég geti verið með það í HM í Danmörku næsta ár — en allt bendir til að íslenzka liðið vinni sér rétt í þá keppni, sagði Janusz ennfremur. Já, það er ekki vafi á því, að þetta er bezti leikúrinn — sá taktískt bezti hjá íslandi undir minni stjórn. Strákarnir léku eins og lagt hafði verið fyrir þá að gera — og spánska liðið brotnaði. Sam- vinna leikmanna okkar var í fyrirrúmi — allir léku fyrir heild- ina. Óli Ben. var mjög góður í marki, sagði Janusz, en ekki vildi hann gera upp á milli annarra leikmanna. Við eigum að vinna Holland, bætti hann við, en ég" vara þó við of mikilli bjartsýni. Það getur oft verið erfitt að ieika gegn liðum eins og því hollenzka, sem leikur mjög frumstæðan handknattleik, sagði Janusz að lokum. Nú mistókst

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.