Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 4
20 DACBLAÐH). ÞKIÐJUDACUK 12. APKlL 1977. Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fjallar um hvort setja eigi ríkisrétt yfir Nixon. Hægra megin eru lögfræðilegir ráðunautar nefndarinnar. Læknar. Hvita hússins höfðu áhyggjur af forsetafrúnni. Þegar hún kom heim frá Suður- Ámeriku i apríl 1973 hafði hún verið afar þreytt og jafnvel léttari en venjulega. Hún dró sig sífellt meira í hlé og drakk mikið. Nokkrum sinnum kom það fyrir, aö starfsfólk Hvíta hússins kom aö henni snemma dags í búri eld- hússins. á annarri hæö, þar sem áfengið var geymt. í fáti hafði hún reynt að fela viskíglas sitt. Helen Smith, blaðafulltrúi frú Nxon, reyndi að fá forsetafrúna til að sækja fleiri veislur og mót- tökur. En alls staðar voru frétta- menn með Watergate-spurningar. „Til hvers á að tala um það?“ spurði frú Nixon hnuggin þegar fréttamenn sóttu að henni á ferðalagi eða í þau fáu skipti, sem fjölskyldan borðaði á opinberum veitingastöðum í Washington. Forsetinn vildi sjálfur ráða Helen Smith gegndi erfiðu starfi. Hún er í eðli sinu bliðlynd og örlát kona, sem hafði þótt Haldeman koma grimmdarlega fram við sig. Nú stjórnaði Ziegler henni eins og herforingi og lét sig David og Julie Eisenhower á blaðamannafundinum í garði Hvíta hússins: hann segir ekki af sér. engu varða óskir hennar eða for- setafrúarinnar.Hann lét sem hann sæi ekki minnisblöð blaðafulltrúa forsetafrúarinnar og leitaði yfir- leitt aldrei áiits hennar á opinber- um framkomum frú Nixon. For- setinn vildi jafnan sjálfur ráða matseðlum, gestalistum og sæta- röð í opinberum boðum í Hvíta húsinu. Ziegler og forsetinn létu sig einnig skipta jafnvel minnstu smáatriði í sambandi við þau fáu skipti, er forsetafrúin kom fram opinberlega. Afstaða frú Nixon til slíkra hluta var yfirleitt á einn veg: andstaða. Þegar Smith reyndi að fá hana til að koma fram í sjónvarpi eða mæta frétta- mönnum neitaði forsetafrúin yfir- leitt og sagði: „Dick hefur of mikið að gera." Trieia Nixon Cox, sem móðir hennar kallaði Dolly, þoldi heldur ekki að koma fram opinberlega og harðneitaði jafnan að veita blaðaviðtöl: Það varð þvi yngri dóttirin, Julie Nixon Eisen- hower, sem varð tengill fjölskyld- unnar við umheiminn. Fyrstu dagana eftir að útskriftirnar voru gerðar opinberar var Helen Smith umsetin fréttamönnum, sem vildu fá viðtal við einhvern fjöl- skyldumeðlim. .Julie og David féllust á aö hitta fréttamenn laug- ardaginn 11. mai. „Pabbi segir ekki af sér“ Það var mikill viðburður. Julie, í doppóttri blússu, og David, I tennisskyrtu, stóðu fyrir framan hvort sinn hljóðnemann í Austur- garðinum. Hádegissólin skein í heiöi. Spurning: „Getur annaö hvort ykkar séð fyrir ykkur að sá tími komi, að forsetinn segi af sér?“ „Alls ekki, nei,“ sagði David. „Hann er ákveðnari nú en nokkru sinni fyrr að fylgja þes'su eftir,“ bætti Julie við. .Næsta spurning kom frá Kobert Pierpoint frá CBS: „Frú Eisen- hower, ég vil lyrsi segja að ég tel mig verða að biðjast afsökunar á að þurfa að beina þessum spurningum til þín, þar sem við kennum börnum ekki um syndir feðranna í okkar þjóðfélagsskipu- lagi, og hér er ekki konungsveldi, jtar sem þú myndir erfa völd föður þíns. Ég er því alls ekki viss um hvers vegna þú ert hingað komin til að svara spurningum." Julie var greinilega æst. „Herra Pierpoint, ég mun reyna að hafa stjórn á mér á meðan ég svara spurningu þinni, því hún særir mig vissulega. Ég hef horft upp á það, sem faðir minn hefur gengið í gegnum, og ég er svo stolt af honum að ég hef aldrei verið hrædd við að koma hingað út og tala við ykkur blaðamenn um afsögn eða nokkuð annað, jafnvel þótt mér sé það þvert um geð, enda veit ég að hann vill ekki að ég sé hér, því hann vill ekki að nokkur haldi að ég sé hér til að svara spurningum fyrir hans hönd.“ Rödd hennar skalf. „Eg er ekki að reyna að svara spurningum fyrir hans hönd. Eg er aðeiris að reyna að biðja um sama kjark og hann hefur. í alvöru." Annar fréttamaður spurði hvernig móðir hennar tæki öllu saman. Charles W. Colson, fyrrum sér- legur ráðunautur forsetans, kall- aður „sláttumaður" hans: „Ég tel mig sekan, herra dómari." „Hún er fær um að taka þessu nokkuð létt,“ svaraði Julie. „Hún er hugsandi manneskja og ég reikna með að hún geti staðist þetta vegna þess að hún elskar föður minn og trúir á hann.“ Þegar leið að lokum viðtalsins sagði dóttir forsetans: „Hann er ekki bundinn af Watergate. Ef þið lítið á vinnulistann hans, ef þið fylgist með því sem hann er að gera og fólkinu, sem hann hittir að máli, þá sjáið þið að það er rétt." Skiptiborð Hvíta hússins var rauðglóandi, allir vildu hrósa Julie fyrir frammistöðuna. Síðar þann sama dag rakst Smith á for- setann í lyftunni á leiðinni upp til sín og minntist á viðbrögð fólks. Hann svaraði engu. Hann lítur ekki vel út, hugsaði Smith með sér; hann virðist hvorki sterkur né baráttuglaður. Andlit Nixons var vott af svita. Þessi maður hefur enga stjórn á þessu, hugsaði hún með sér. Þegar leiðir þeirra skildust sá hún blika á tár í augunt hans. Óréttlátt að Ellsberg gangi laus en mínir menn ekki St. Clair var mættur í héraðs- rétti fyrir hádegi mánudaginn 3. júni til að andmæla kröfum Col- sons og Ehrlichmans um að fá í sínar hendur skjöl sín úr Hvíta húsinu, sem vörðuðu innbrotið á skrifstofu sálfræðings Daniels Ellsbergs. Gerhard A. Gesell dómari var búinn að fá nóg af frestum. Hann hafði skýrt St. Clair svo frá síðast þegar þeir hittust, að ef forsetinn léti þessi gögn ekki þegar í stað af hendi, þá yrði hætt við málareksturinn gegn Colson og Ehrlichman og forsetinn yrði gerður persónulega ábyrgur fyrir niðurfellingu réttarhaldanna. „Mér er andskotans sama,“ hafði Nixon svarað lögfræðing- um sínum. Það var í fyrsta lagi ekki réttlátt, að maður eins og Ellsberg gengi laus en fyrrum samstarfsmenn hans væru fyrir rétti, sagði hann. Colson játar sekt sína Réttarsalurinn var fullur af áheyrendum og fréttamönnum. St. Clair beið óstyrkur að vita hvort Gesell stæði við hótun sína og áfelldi forseta Bandaríkjanna fyrir að sýna réttinum fyrirlitn- ingu. Colson gekk að dómaranum og hvíslaði einhverju að honum, en St. Clair gat ekki heyrt það fyrir kliðnum í áheyrendum. Fyrstu kynni St. Clair af Water- gate höfðu verið í gegnum Colson 1973, þegar Colson réði hann um tima til að annast sín eigin vand- ræði. Colson hafði síðar vakið athygli forsetans á St. Clair og fór um hann hlýjum orðum. Nú horfði St. Clair á Colson nálgast dómarann. Hann talaði við hann í hálfum hljóðum. Eitthvað var að gerast. Þögn færðist yfir réttar- salinn. Henry A. Kissinger, utanríkisráð- herra, á biaðamannafundinum, þar sem hann var sakaður um að hafa fyrirskipað símahleranirn- ar: þrútinn af reiði. „Ég tel mig sekan, herra dómari,“ sagði Colson. Fólk greip andann á lofti — St. C.lair þeirra á meðal. Þegar hann hafði náð sér fiskaði lögfræðingur forsetans smápening upp úr vestisvasa sínum og rétti aðstoðarmanni sín- um, Jack McCahill. Hann vildi að Jerry Warren, aðstoðarblaðafull- trúi, fengi að minnsta kosti nokk- urra mínúta forskot. Jaworski sannfœrist um hlutdeild Nixons Síðla þann sama dag fór St. Clair ásamt yngri lögfræðingun- um í starfsliði sínu á fund forset- ans. Þeir voru orðnir ergilegir yfir að hafa aldrei hitt skjól- stæðing sinn að máli og loks hafði forsetinn fallist á að hitta þá. Þeir söfnuðust saman við dimmbláa teppið á gólfinu og skoðuðu gyllt forsetamerkið í því. Einhver tók eftir þvi að á gólfinu var dúkur, sem var ekki annað en slæm eftir- líking af viðarklæðningu. Forset- inn reýndi að vera vingjarnlegur. Ljósmyndari Hvíta hússins tók mynd af skjólstæðingnum og lög- fræðingum hans. Eftir tíu mínútur var þeim vísað út. Leon Jaworski var nú orðinn sannfærður um að forsetinn hefði sjálfur þurrkað út megnið — ef ekki allt — af þeim átján og hálfu mínútu, sem vantaði í upptöku samtalsins frá 20. júní. En hann skorti sannanir. 6. júní var Steve Bull kallaður fyrir Watergate- kviðdóminn. Fyrir utan Rose Mary Woods var hann eini starfs- maður forsetans, sem vitað var að hafði komið nærri þessum spólum. Bull tókst ekki að hvítþvo sig, jafnvel þótt hann hefði aldrei verið undir beinum grun um að vera valdur að gloppunni. Yfirheyrslurnar stóðu sleitu- laust í fimm klukkustundir. Aðstoóarmaður Jaworskis, Ben- Veniste, gerði ekki einu sinni matarhlé. En Bull gat engu bætt við framburð sinn frá um haustið. Ben-Veniste beindi spurningum sínum að þvi er forsetinn fór yfir upptökurnar í maí. Bull afhenti honum skjala- möppu, sem innihélt skrá yfir upptökurnar og hvar einstök efnisatriði væri að finna, í þeirri röð sem forsetinn hafði hlustað á þær. Nú hafði Ben-Veniste fengið það, sem hann vildi — lista yfir þær upptökur sem forsetinn taldi mikilvægastar. Nú vissi hann hvaða upptökur Nixon hafði hlustað á áður en hann hafnaði málamiðlunarboði um að þvi yrói haldið leyndu, að hann væri meðal hinna stefndu í samsæris- málinu. Það var ekki lengur leyndarmál, að kviðdómurinn hafði tilnefnt forsetann sem einn samsærismannanna. Þennan morgun höfðu verið risastórar fyrirsagnir í Los Angeies Times og Washington Post. Fréttamaður LA Times, Ron Ostrow, hafði fengið fréttina hjá lögfræðingi eins þeirra manna, sem ákærður hafði verið. Viðbrögð St. Clairs voru hvorki til aó neita né staðfesta fréttina: „Þau gögn, sem liggja fyrir kvið- dómnum, benda ekki til þess — og benda raunar til hins gagn- stæða. Þar að auki eru gögnin, sem kviðdómurinn hefur varðandi Watergate-málið nú tii meðferðar hjá dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar. Asamt upp- lýsingum, sem foretinn hefur lagt fyrir nefndina, sanna þau að hann er saklaus.“ Böndin berast að Kissinger Bull var ekki eini starfsmaður forsetans.sem sat undir þreytandi yfirheyrslum þennan dag. Henry Kissinger hélt blaðamannafund. Hann átti von á vingjarnlegum — jafnvel fagnandi — móttökum. Þétta var fyrsti fundurinn, sem hann hafði átt með fréttamönnum síðan hann kom sigurglaður úr för sinni til Mið-Austurlanda. En fréttamennirnir höfðu meiri áhuga á símahlerunum stjórnar- innar en diplómatinum fljúgandi. A meðan þingið hafði skipun hans í embætti til meðferðar um haustið hafði Kissinger gert afar lítið úr þætti sínum i símahlerun- um starfsmanna Hvíta hússins og einstakra fréttamanna. Undir eið sagðist hann aðeins hafa látið öðrum í té nöfn þeirra samstarfs- manna sinna, sem höfðu aðgang að þeim upplýsingum er höfðu lekið til blaðanna. Hann sór, að hann hefði aldrei mælt með sima- hlerunum. Nú voru nýjar ásakanir bornar á Kissinger. Dómsmálanefnd full- trúadeildarinnar haðfi lagt fram útskrift af samstali á milli Johns Deans og forsetans, sem stang- aðist á við framburð utanrikisráð- herrans. Þeir voru að ræða upp- haf símahlerananna 28. febrúar 1973 þegar Nixon sagði: „Ég veit að hann (Kissinger) bað um þetta.“ Beinskeyttar spurningar blaða- mannanna reittu utanríkisráð- herrann til reiði. Hafði hann óskað eftir því að símar samstarfsmanna hans væru hleraðir? „Ég lagði það ekki til.“ Neðri vörin stóð ögrandi út. Hvað hafði hann þá lagt til? „Þetta er blaðamannafundur, ekki samprófun fyrir rétti,“ hvæsti Kissinger. „Ég hef reynt að þjóna þessari stjórn á heiðar- legan hátt i fimm og hálft ár. Ég gegni embætti mínu ekki sem samsæri." Hafði hann fengið sér lög- fræðing „til að undirbúa vörn hugsanlegrar ljúgvitnisákæru?“ ' Kissinger reyndi af öllum mætti að hafa stjórn á sér og neri höndunum saman fyrir aftan bak. Ekki einu sinni nánustu sam- starfsmenn hans höfðu séð hann svo reiðan. Nei, svaraði hann. „Þjóðin treystir þér“ Verstu grunsemdir Kissingers um eitrandi áhrif Watergate voru nú staðfestar. í næstu tvo daga jós hann sér yfir þá atlögu, sem gerð hafði verið að heiðri hans, heiðar- leika hans. Á laugardagsmorgni ræddi hann málið yfir morgun- verði við Mike Mansfield, leiðtoga meirihlutans I öldungadeildinni. Grimmd blaðanna gerði það ein- staklega erfitt fyrir hann að gegna skyldustörfum sínum í utanríkismálum, sagði hann við Mansfield. Ef grunsemdirnar héldu áfram að angra hann, þá væri útilokað að hann gæti axlað ábyrgð sína áfram. Hann gæti neyðzt til að segja af sér. Mans- field reyndi að hughreysta ráð- herrann, sagði honum að hugsa ekki einu sinni um það, láta það engin áhrif hafa. Morguninn eftir birti New York Times frekari upplýsingar um málið, sem stönguðust á full- yrðingar Kissingers um að hann hefði engan þátt átt í símahlerun- unum. Kissinger hringdi heim til Mansfields. Hann var svo reiður yfir þessum fréttum, að svo gæti farið að hann færi ekki með for- setanum í fyrirhugaða ferð til Mið-Austurlanda. Nærvera hans þar gæti spillt fyrir árangri ferðarinnar. Mansfield reyndi enn að róa hann. „Láttu þér ekki slíkt um munn fara. Þú ferð. Þín er þarfn- ast. Þú getur verið mjög hjálpleg- ur. Þjóðin treystir þér,“ sagði Mansfield. liOka * Útdráttur „Final Days” eftir Bob Wood- ward og Carl Bemstein Þýding: Omar Valdimarsson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.