Dagblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. APRlL 1977. Prentarar reyna stöðugt að stöðva útgáfu Beríings t fjórða skiptið í nótt urðu danskir lög- regluþjðnar að sundra mannfjölda, sem safn- aðist saman fyrir utan byggingu danska dag- blaðsins Berlingske Tidende. Um það bil eitt þúsund manns, atvinnulausir prentarar og stuðningsmenn þeirra, söfnuðust saman við innganga Berlingske hus. Ekki kom til átaka. Berlingske Tidende kom út á mánudag- inn í fyrsta skipti eftir þriggja mánaða verk- fall. Prentarar sjá þó ekki um tæknivinnu blaðsins, heldur verkstjórar. Blaðið er nú sextán blaðsíður að stærð. Bréfberar í Kaupmannahöfn hafa margir hverjir neitað að bera út póst í eigu Berlingska útgáfufyrirtækisins. Með því vilja' þeir lýsa yfir stuðningi við baráttu prentara gegn útgáfufyrirtækinu. Alls eru það um eitt þúsund prentarar, sem var sagt upp störfum á Berlingi eftir að þeir neituðu í þrígang að hlíta úrskurði vinnumáladómstóls Dan- merkur um að verkfall þeirra væri ólöglegt. Anker Jörgensen forsætisráðherra Dan- merkur, sagði i fyrrakvöld, að hann tryði því ekki, að bað vx-ru prentarar, sem stæðu fyrir ólátumog s'ieiiímdaverkastarfsemi fyrir utan Berlingske hiis á nóttunni. ,,Það eru atvinnu- menn í ofbeldisaðgerðum og ekkert annað,“ sagði Anker og var reiður. bréfberar styðja þá íbaráttu sinni 1» Forsætisráðherra Danmerkur kveður ólátaseggina ekki vera prentara heldur at- vinnumenn í að efna til óiáta. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Sími 15105 $e///ð Vikuna, þaöborgarsig Hringiö ísíma35320 og fáiö föst söluhverfi VIKAN Oft fylgir böggull skammrifi... Erfðu miHjarða, — fá ekki að nota þá næstu 11 árin Þýzki ríkisbubbinn Ernst- Wilhelm Saehs, sem lézt um páskana, hefur arfleitt þrjár dætur sínar á aldrinum 14—18 ára að öllum fjármunum sínum — um það bil 250 milljón mörkum, sem nemur rúmum tuttugu milljörðum islenzkra króna. Sá böggull fylgir þó skammrifi, að þær fá féð ekki afhent fyrr en árið 1988. Það var bróðir milljóna- mæringsins, Gunther Sachs glaumgosi, sem tilkynnti um arfinn. Hann kvað fjárhalds- mann mundu fara með pening- ana næstu ellefu árin. Þangað til hefðu stúikurnar þrjár ekkert yfir peningunum að segja og gætu engin áhrif haft á, hvernig þeim væri ráðstafað. Bandarísku forsetahjónin.Myndin var tekin kvöldið, sem Jimmy tók við embætti forseta. Frú Carter gekkst undir skuröaðgerö Rosalynn, eiginkona Carters Bandaríkjaforseta, gekkst undir skurðaðgerð á brjósti í nótt. Við venjulega læknisrann- sókn í gær, kom í ljós, að æxli hafði myndazt í brjósti hennar og var það þegar í stað numið burtu. Það reyndist vera góðkynjað. Forsetafrúnni var leyft að. fara heim, þegar að aðgerð lokinni. Blaðafulltrúi hennar segir, að þetta atvik hafi engim áhrif á dagleg störf frúarinnar. I þessu sambandi má geta þess að annað brjóstið var tekið af Betty Ford, fyrrverandi for- setafrú, á meðan hún bjó í Hvíta húsinu. Fyrrverandi varaforsetafrú Bandaríkjanna, Happy Rockefeller, hefur þurft að láta taka af sér bæði ui jóstin eftir að uppgötvaðist að i;ún var með krabbamein. Suður-Afríka: Nakti apinn bannaður Yfirvöld í Suður-Afríku hafa bannað að bókin Nakti apinn eftir Desmond Morris verði höfð til sölu I landinu. Ástæðan er sögð sú, að ritskoðarar telji bókina „óæskilega". Á forsíðu bókarinnar er mynd af nöktum manni, konu og barni, sem snúa baki við lesandanum. Þessi mynd er meðal annars talin ærin ástæða fyrir banninu. — Nakti apinn hefur fengið mjög góðar viðtökur um víða veröld. Lissabon: Lögreglan handtók 29 dópista Lögreglan í Lissabon í Portúgal tilkynnti í gær- kvöld, að hún hefði hand- tekið 29 eiturlyfjaneytendur í borginni kvöldið áður og lagt hald á mikið magn af marijuana og öðrunt eitur- lyfjum. Meðal hinna hand- teknu voru tólf konur. Hinir voru ýmist stúdentar eða flóttamenn, srm nýlega höfðu komið til Portú^al frá gömlu nýlendunum, Angola og Mosambik. Að sögn lögreglunnar var þessi handtaka liður i hert- um aðgerðum gegn vaxandi eiturlyfjaneyzlu og -sölu í Lissabon. REUTER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.