Dagblaðið - 27.08.1977, Qupperneq 23
DAGBLADIÐ. LAUGARDAGUR 27. AGUST 1977.
23
I
Utvarp
Sjónvarp
Sjónvarp íkvöld kl. 22.05:
Símastúlkuna
dreymir um
framtíðina
Þrír vonbiölar nefnist bíó-
myndin sem er á dagskrá sjón-
varpsins i kvöld kl. 22.05. Er
þetta bandarísk mynd frá árinu
1941 og nefnist á frummálinu
Tom, Dick and Harry. Með aðal-
hlutverkið fer Ginger Rogers
og með henni leika George
Murphy, Burgess Meredith og
Alan Marshall.
í kvikmyndahandbókinni
okkar fær þessi mynd beztu
einkunn sem þar er gefin eða
fjórar stjörnur. Þar segir
einnig að þetta sé prýðisgóð
gamanmynd.
Ekki er nú samt alveg víst að
hægt sé að treysta kvikmynda-
handbókinni, en oft hefur
komið fyrir að myndir frá þess-
um tíma falli nútímafólki vel í
Myndin fjallar um unga
símastúlku, sem lætur sig
dreyma um hve lífið gæti verið
skemmtilegt ef hún ætti sér
næga biðla.
Þýðandi myndarinnar er
Kristmann Eiðsson. Sýningar-
tími er ein klukkustund og
tuttugu og fimm minútur.
geð.
Ginger Rogers er fædd árið
1911, þannig að hún var búin að
slita barnsskónum eins og sagt
er. Hún var aðallega fræg fyrir
frábæra danshæfileika sina og
hefur hún stigið margt dans-
sporið með hinum fræga Fred
Astaire. Ekki er þó svo vel að
hún sýni danskúnstir i mynd-
inni sem okkur er boðið upp á i
kvöld. -A.Bj.
Sjönvarp annað kvöld kl. 20.55:
Rósa fær biðil
Barnahælið sem segir frá i sjðnvarpsmyndinni annað kvöld er i einni af útborgum London, er nefnist
Wandsworth.
Sjónvarp annað kvöld kl. 21.45:
FORELDRARNIR VILDU EKKI
VITA AF BÖRNUM SÍNUM
1 þættinum Húsbændum og
hjúum annað kvöld er það þjón-
ustustúlkan Rósa sem er aðal-
persónan. Hún er send með
köku til vinkonu frú Bridges. Á
leiðinni í sporvagninum dettur
eiginlega ofan á hana ókunnug-
ur maður með þeim afleiðing-
um að kakan eyðileggst.
Maðurinn býðst til þess að
kaupa handa henni aðra köku
og þau fara saman í brauðbúð.
Síðan býður hann Rósu upp á
tebolla og þau spjalla saman.
1 ljós kemur að þetta er ástr-
alskur fjárbóndi sem er
staddur i London I heimsókn.
Hann er á förum eftir fáeina
daga.
Hann biður Rósu að giftast
sér ef hún geti hugsað sér að
setjast að í Ástralíu. Allir á
Eaton-torgi leggjast gegn þess-
um ráðahag, en Rósa sjálf...
Þýðandi myndaflokksins er
Kristmann Eiðsson.
Myndin er send út I lit.
- A.Bj.
„Myndin er tekin á barna-
heimili og eru um tuttugu börn
á heimilinu. Það eru börn sem
átt hafa foreldra sem hvorki
hafa viljað heyra börnin eða
sjá,“ sagði Öskar Ingimarsson-
þýðandi myndarinnar Barna-
hælisins sem er á dagskrá sjón-
varpsins annað kvöld kl. 21.45
og nefnist Barnahælið.
„Sum barnanna eru illa
farin, taugaveikluð og alla vega
brengluð. Hælið er i Wands-
worth-hverfinu í London og
rekið á vegum bæjarfélagsins.
Þar er líka skóli fyrir sum barn-
anna sem ekki geta sótt al-
menna skóla og verða því að
læra innan hælisjns. Leggja
skólayfirvöld til kennara.
1 myndinni er aðallega sagt
frá fjórum börnum og hvernig
á því stendur að þau eru þarna
komin. Einnig segja bæði
fóstrur og fóstrar frá reynslu
sinni. Athyglisvert er að hver
hefur sína sögu að segja og
hver er með síhu móti,“ sagði
Öskar.
Myndin er frá brezka sjón-
varpinu og sýningartimi
hennar er ein klukkustund.
- A.BJ.
Sjórtvarp
Laugardagur
27. ógúst
l'J.OO Íþróttír. UmsjSnarmaður Bjarni
Felixson.
Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Augtýsingar og dagskré
20.30 Albart og Herbert (L). Sænskur
gamanmyndaflokkur. Þýðandi Dóra
Hafsteinsdóttir. (Nordvision —
Sænska sjónvarpið).
20.55 Auðnir og Óbyggöir. 1 þessum þætti
er skyggnst um í Ofenokee-fenjunum í
suðurhluta Bandaríkjanna. Þýðandi
og þulur Ingi Karl Jóhannesson.
21.25 Haatwava (L). Þáttur frá þýska
sjónvarpinu með samnefndri hljóm-
sveit.
22.05 Þrír vonbiMar. (Tom, Dick and
Harry). Bandarísk gamanmynd
frá árinu 1941. Aðalhlutverk Ginger
Rogers. Myndin er um unga stúlku,
sem á þrjá biðla, en hún getur ekki
ákveðið, hverjum þeirra hún á að ját-
ast. Þýðandi Kristmann Eiðsson.
23.30 Dagskrértok.
Sunnudagur
28. ógúst
18.00 Simon og krítarmyndimar. Breskur
myndaflokkur. Þýðandi Ingi Karl
Jóhannesson. Sögumaður Þórhallur
Sigurðsson.
18.10 Sögur dr. Sauss. Bandarísk teikni-
mynd. Hér er því lýst, hverjar afleið-
ingarnar geta orðið, ef trén í skógin-
um eru felld, án þess að nýjum hrísl-
um sé plantað f staðinn. Þýðandi
Þrándur Thoroddsen. Áður á dagskrá
á gamlársdag 1976.
18.35 BétsferA um Kanada. Sfðari hluti
myndar, sem tekin var í ferð fjögurra
ungra Svfa um Norður-Kanada.
Þýðandi og þulur Jón O. Edwald.
(Nordvision — Sænska sjónvarpið).
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Verkmenntun. Eru undirstöðu-
menntun og starfsþjálfun f þágu at-
vinnuvcganna hornrekur menntakerf-
isins? Stjórn upptöku Rúnar Gunnars-
:;on._
.20.55 Húsbœndur og hjú (L) Breskuj;
myndaflokkur. Ókunni maöurinn. Þýð-
andi Kristmann Eiðsson.
21A5 Barnahœliö. Mynd frá breska sjón-*
varpinu um börn. sem þurfa af sér-
stökum ástæðum að búa á upptöku-
heimili.
22.45 Aö kvöldi dags. Séra Sigurður II.
Guðmundsson, sóknarprestur i Vfði-
staðaprestakalli í Hafnarfirði, flytur
hugvekju.
22.55 Dagskrárlok.
Útvarp annað kvöld kl. 20.30: Dagskrárst jóri
í DAG ÞURFA ALLIR AÐ
HRISTA SIG Á SVIÐINU
— segir Haraldur Á., sem er dagskrárstjóri á morgun
Einhver snjallasti gaman-
leikari sem uppi hefur verið á
Islandi, Haraldur A. Sigurðs-
son, er dagskrárstjóri í eina
klukkustund í útvarpinu annað
kvöld kl. 20.30.
„Ég skirskota nú mest til
gamla fólksins," sagði Haraldur
i viðtali við DB.
„Leiknar verða gamlar
plötur og þar að auki lesið úr
ýmsu gömlu. M.a. verður lesin
sagan Fyrsti laxinn sem ég
veiddi eftir sjálfan mig og eri
það Knútur Magnússon sem
aðstoðar mig við upplestur í
þættinum.
Ég mun segja aðeins frá
Harry Lauder, sem var einhver
bezti gamanleikari sem Skotar
hafa átt og leiknar verða plötur
með honum, einnig plötur með
Paul Robeson. Þá syngur Guð-
mundur Jónsson vísur sem
Brynjólfur Jóhannesson söng
fyrir löngu siðan. Loks verður
leikin plata með Ernst Rolf,
sem var sænskur og einhver
K
Haraldur Á. var einn af beztu
gamanleikurum okkar og gat
fengið hvern sem var til þess að
veltast um af hlátri.
allra bezti gamanvísnasöngvan
sem uppi hefur verið í Skandi-
naviu. Hann var með eigin
revíuflokk með tiu leikurum og
kórdömu. Þá verður lesið um
leikara frá því i gamla daga og
lifið f dag borið saman við það
sem þá var, eftir Kristján
Linnet, sem samdi margar
vísur undir höfundarnafninu
Ingimundur," sagði Haraldur.
— Saknarðu ekki að vera
ekki lengur i revíunum?
„Æ-i nei, ég held ekki. t dag
þurfa allir að hrista sig á svið-
inu og vöxtur minn leyfir það
ekki. Eg er líka orðinn svo gam-
all.“
— En finnst þér ekki hálf-
aulalegt að ekki skuli vera
samdar revíur i Reykjavík i
dag?
„Það væri sjálfsagt ekki
hægt. Það yrði svo dýrt og
kostaði margar milljónir. En í
gamla daga þekktu allir alla
sem spaugað var með i reviun-
um. Svo var maður alltaf með
svo dæmalaust góðu fólki.
Höfundarnir voru alveg frá-
bærir eins og Tómas vinur
minn Guðmundsson og Emil
Thoroddsen, Indriði Waage,
Bjarni Guðmundsson og Guð-
mundur Sigurðsson, en þeir
eru hú allir látnir," sagði Har-
aldur A. Sigurðsson. . A.Bj.