Dagblaðið - 22.09.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 22.09.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1977. 9 — tíubrunará tæpum þrjátíuárum bál af. Nokkrir erfiðleikar urðu á að kveðja út slökkviliðsmenn, þar eð sama dag var Grensás- stöð sfmans óvirk. Þann 3. nóvember 1961 var slökkviliðið enn einu sinni kvatt út að Víðishúsinu, en síðan ekki fyrr en 4. febrúar 1969, er eldur kom upp í spóna- geymslu. Loks á þjóðhátíðar árinu 1974, er áramótaeldarnir voru rétt slokknaðir slökkti slökkviliðið eld í lakkhlif í trés- miðjunni. Alls hefur slökkviliðið sem sagt verið kvatt tíu sinnum að Laugavegi 166 á 29 árum. Gunnar Sigurðsson vara- slökkviliðsstjóri var spurður álits á því hvort algengt væri að slökkviliðið þyrfti að fara jafnoft að tésmiðaverkstæðum og það hefur farið að Víði. „Mér sýnist þetta nú vera alveg I hámarki," svaraði Gunnar. „Það kemur fyrir að við erum kvaddir tvisvar til þrisvar að sama verkstæðinu með stuttu millibili, er. itftir það gæta menn sín yfirleitt vel.“ Gunnar sagði að brunavarnir að Laugavegi 166 hefðu ekki verið verri en gerist og gengur í sams konar fyrijtækjum. Hann benti jafnframt á að þó að út- köll að Vfði hefðu verið helzti mörg, hefðu sumir brunarnir verið litlir. AT. Víðishúsið að Laugavegi 166 hefur nokkrum sinnum orðið eldi að bráð og hér sjáum við nokkrar myndir frá slökkvi starfinu þegar kviknaði í þvi þann 7. júlí 1957. RAUÐIHANINN GALAÐI OFT í VÍÐISHÚSINU Á tímabilinu frá 1945—74 kviknaði alls tíu sinnum í Laugavegi 166. Mestur varð bruninn árið 1957, er efsta hæð hússins logaði öll. Slökkviliðið í Reykjavík tók saman lista yfir brunana í Víðishúsinu — Laugavegi 166. Fyrsta útkallið varð 4. febrúar 1945. Árið eftir var slökkviliðið kvatt tvisvar að húsinu, fyrst 27. október og síðan 27. nóvember. Arið eftir eða 1947 kom slökkviliðið ennþá einu sinni, 14. ágúst. Eftir þessa törn urðu brunar í Víðishúsinu nokkuð strjálli. Næst kom slökkviliðið þangað 26. september 1953 og aftur tveimur árum síðar, 15. janúar 1955. Þá liðu tvö ár til viðbótar. Þann 7. júlí 1957 kviknaði i fimmtu hæðinni og varð mikið ætluð afnot af hæðinni. Hvorugt gólfið er reiknað fyrir lager þungrar vöru, svo sem bóka.“ Lélegt bak „IVÍikill leki virðist vera á þaki. Skv. upp lýsingum húseig- anda stendur til að endur- byggja þakið, þannig að það verði fullkomlega vatnsþétt og vel einangrað. Tryggilega þyrfti að ganga frá ábyrgð hús- eiganda um þakfráganginn, t.d. að tryggt sé að útfellingar úr núverandi þakeinangrun stöðvist að fullu, að einangrun sé nægileg, k-gildi 0,5 eða minna og að rakaþétting verði ekki í einangrun eftir að þakið hefur verið endurbyggt“ Lítið um opnanlega glugga „Breyta á gluggum og setja nýtt gler í gluggana. Karmar eru sum staðar skemmdir af fúa og verður að skipta um karma, þar sem skemmdir eru. Opnanleg fög þurf þurfa að vera minnst eitt í hverjum glugga. Nú eru í húsinu mjög fáir opnanlegir gluggar." Stigahúsin „Aðalstigi hússins er þar sem álmur byggingarinnar mætast, en þó nær stigahúsið ekki að útvegg og nýtur því ekki dags- birtu nema frá þakglugga. Fyrirhugað er að setja fólks- lyftu (4ra manna) í þetta stiga- hús og lokast þá þakglugginn. Gengið er I þetta stigahús um gang miili búðarglugga á 1. hæð. Sé eldur laus í búðinni getur útgangur úr þessu stiga- húsi lokast. Frágangur á stiga- húsi er lélegur og verður vart gerður viðunandi, nenia með miklum tilkostnaði. Ætti að gera bót á stigum hússins, kæmi helzt til greina að byggja nýtt stigahús utan við bygging- una. Stigi, sem sýndur er á upp- dráttum í álmu, sem snýr að Brautarholti, er ekki til á 4. og 5. hæð. Vörulyfta er í húsinu og gengur hún upp á 5. hæð, burðargeta 2 tonn. Eins og er, er aðeins hægt að komast að lyftu þessari með því að fara í gegnum húsgagnaverzlunina á 1. hæð.“ Múrhúðun og einangrun Víðishússins „Ekki er múrhúðunarnet á veggjum. Múrhúðunin er gróf og ójöfn, kantar skakkir og skemmdir. A nokkrum stöðum er múrhúðunin dottin af. Wellit-einangrunina þarf að fjarlægja (ca 70 ferm) og einangra að nýju. Verði ekki gert við aðra útveggi, þá er engu hægt að festa á veggi. Múrhúðunin hefur mjög litið þol fyrir eldi, of þunn og án nets, og búast má við auknum sprungum, þegar ofnar koma á útveggi. Til greina kæmi, að hlaða 5-7 cm þykkum hraun- helluveggjum innan við einangrun." Gólfin heldur óslétt „Gólf vesturálmu hefur verið hallamælt og reyndist það mjög óslétt, sérstaklega í vesturenda. Mesti hæðarmismunur a hæsta og lægsta punkti reyndist um 7 cm. Mikla lagfæringu þarf við þetta gólf. Sennilega verður að slípa málningu af gólfi og leggja í að nýju, því að vart verður hægt að fá viðunandi rétt gólf. Gólf í suðurenda að Brautarholti eru 2,5 cm lægri, en gólf norðan samskeyta milli eldri og nýrri hluta. Lagfæra þarf þennan hæðarmun ef ekki er hægt að fela hæðarmismun- inn undir dyraþröskuldum. Gólf á 4. hæð eru með ílögn og virðast þau skv. hallamælingu viðunandi rétt. Hins vegar er múrhúðum sprungin og laus víða og skemmd. Hæðarmunur á eldri og nýrri byggingu i suðurenda, er sist minni, en á 5. hæð.“ Súlur og bitar „Súlur, bitar og loft eru án múrhúðunar, en fletir vfðast málaðir. Fletirnir eru mjög ósléttir með steypuhreiðrum, brotnum köntum, ójöfnum vegna misþykkra mótaborða o. s.frv. Vegna málningar á þessum hlutum verður ekki hægt að múrhúða þá. Klæða verður því loft, súlur og bita af. Sídd burðarbita er meiri en hæð bita yfir gluggum. Loft verða því ekki klædd af í einum fleti og verður að klæða burðar- bita sérstaklega af.“ Erfitt að innrétta veana súlna ,4 vestur-álmu byggingar- innar eru súlur staðsettar inn í miðju húsi. Er það um 6,5 m frá útvegg. í álmu meðfram Nóa- túni eru tvær súlnaraðir, langs eftir húsinu, ca 5 cm frá útvegg og með 5 m millibili. Af þessum sökum er erfitt að koma fyrir skemmtilegum skrifstofuher- bergjum, án þess að taka mjög mikið í ganga, eða einhverjar geymslur inni í miðju húsinu." Upphitun hússins „Álma vestan stigahúss á 4. og 5. hæð (álma við Laugaveg) er hituð upp með 2 ofnum á vestur óg austurveggjum á hvorri hæð. Þarna vantar því alveg miðstöðvarofna við glugga. Lagnir á ofnum á 5. hæð eru undir lofti á 4. hæð. Lagnirnar eru neðan við bitana á 4. hæð. Á 5. hæð eru til staðir, þar sem að rör liggja i einangrun og er ómúrhúðað yfir þau rör. Telja má fullvíst að svo til ekkert verði eftir af núverandi lögnum og ofnum, þegar búið væri að gera nauðsynlegar breytingar á hitalögnum.“ Rafkerfið „Setja þarf raflagnastokka með útveggjum fyrir tengla fyrir skrifstofutæki, síma o.fl. og leggja nýtt raflagnakerfi í loft. Rafmagnstöflur, sem nú eru á hæðunum virðast alls ónógar og með úreltan búnað. Um aðaltöflu er ekki vitað. Engir (eða svo til engir) lampar eru í húsinu sem eru nothæfir á skrifstofu. (5. hæð hafa verið settir vatnsþéttir lampar vegna þakleka.). Af framansögðu má fullyrða að núverandi raflagnir nýtast ekki, nema að sennilega má nota rör og dósir sem eru i steypu sem aðflutningsæðar og tengisdósir fyrir nýja ídráttar- víra. Nýjar töflur virðist þurfa og sennilega miklar endur- bætur á aðaltöflu." Lítið um salerni „Hreinlætisaðsstaða sú, sem nú er í húsinu er svo lítilfjör- leg, að telja má, að hreinlætis- aðstaða sé ekki fyrir hendi, nema hvað viðvíkur stofnlögn á einum stað. Fjarlægja þarf hreinlætisklefa og upphækkuð gólf þeirra, leggja þarf nýja leiðslu undir lofti 4. og 3. hæðar fyrir skolplagnir 4. og 5. hæð þyrfti að fylgja réttur til að koma fyrir 1-2 nýjum stofnlögn- um niður húsið og réttur til að samengja skolplagnir undir lofti 3. hæðar.“ BH TRÉTÖFFLUR „,ur SEHOW® Teg. 03 Litir: Svart eða blátt léður. Nr. 35-40 kr. 3.550.- Litur: Svart leður. Nr. 41-46 kr. 3.775.- Teg. 04 Litur: Svart leður Nr. 35-40 kr. 2.995.- Nr. 41-46 kr. 3.495.- Teg. 20 Litir: Svart eða blátt leður. Nr. 35-40 kr. 4.150.- Litur: Svart leður Nr. 41-46 kr. 4.350.- Teg. 21 Litir: Svart eða blátt leður Nr. 35-40 kr. 3.480.- Litur: Svart leður Nr. 41-46 kr. 3.985.- Skóverzlun pdstsendum Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll - Sími 14181

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.