Dagblaðið - 22.09.1977, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 22.09.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1977. HN" 23 H Utvarp Sjónvarp Snæfellið er 1833 metrar á hæð og því með hæstu fjöllum landsins. Myndin er tekin af Pálma Hannessyni og fengin að láni úr bókinni ísland í myndum, sem gefin var út af ísafoldarprentsmiðju árið 1953. Útvarp íkvöld kl. 19,40: Fjöllin okkar Snæfellið gnæfir eins og drottning yfir nágrenni sitt heiðabyggðirnar og sérstaklega um héraðið austanvert. Ég ræði um hinar fornu sóknir sem nú eru löngu eyddar, sóknir tii Möðrudalskirkju og til Bakka- staðakirkju, sem var á Brúar- dölum austan ár. En Brú er innsti bær á hinum eiginlega Jökuldal en samkvæmt gömlum munnmælum var Brú í miðri sveit. Rústir hér og þar fyrir innan Brú vitna um býli sem þarna voru. í Eyðibýlaskrá Halldórs Stefánssonar koma fram örnefni og sagnir og heimildir sem vitna um tilvist upp undir 58 eyðibýla og heiðarbýla tilheyrandi Jökul- dal og 51 sem tilheyrðu Vopna- fjarðarhreppi,“ sagði Sigurður. — Ert þú kunnugur þarna eystra? „Já, ég var í göngum í Fljóts- dalsheiði þegar ég var strákur. Ég er fæddur í Vallarnési og ólst síðar upp á Refsmýri sem hét Rifsmýri til forna.“ Sigurður Kristinsson er fimmtíu og tveggja ára gamall. Hann flutti til Reykjavíkur árið 1955. Fyrstu árin eftir að hann kom til Reykjavíkur kenndi hann í Laugarnes- og Lauga- lækjarskóla en hefur verið kennari við Fellaskola í Breiðholti nú í nokkur ár. -A.Bj. „Snæfellið er svo sannarlega að baki fjalla og heiða og eins og fram kemur í erindinu drottnar það í 600 metra hæð yfir nágrennið," sagði Sigurður Kristinsson kennari í samtali við DB. Sigurður flytur erindi í þættinum Fjöllin okkar sem er á dagskránni í kvöld kl. 19.40 og ræðir um Snæfell. „Ég ræði ekki aðeins um Snæfell heldur einnig um Sigurður Kristinsson er kennari við Feliaskóla. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. Útvarp íkvöld kl. 20,20: Leikrit vikunnar Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef ur í leikriti kvöldsins segir frá samskiptum sonar við fársjúk- an föður. Sonurinn er hálft í hvoru að hugsa um að fara til útlanda með vini sínum, en vill áður vita hvernig föður hans reiðir af. Sonurinn hefur ekki áður gert sér grein fyrir hvers virði faðir hans var honum en augu hans eru að opnast fyrir þvi. Þetta leikrit heitir Of seint að iðrast og er eftir Walter K. Daly. Þýðinguna gerði Eiður Guðnason og leikstjóri er Helgi Skúlason. Höfundurinn, Walter K. Daly, er brezkur og hefur eink- um fengizt við að skrifa út- varpsleikrit. Þetta er fyrsta verk hans sem flutt er hér á landi. Með aðalhlutverkin fara Hákon Waage, Jón Sigurbjörns- son, Margrét Guðmundsdóttir, Randver Þorláksson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Arni Tryggvason. Flutningstími leikritsins er ein klukkustund og fimm mínútur. -A.Bj. Útvarp Fimmtudagur 22. september 12.00 Dagskráin Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Á frívaktinni. Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjó- manna. 14.30 Miðdegissagan: „Úlfhildur'* aftir Hugrúnu. Höfundur les (17). 15.00 Miðdagistónlaikar. Sinfóníuhljóm- sveitin i Vlnarborg ieikur Svltu í sex þáttum fyrir strengjasveit etnr Leos Janácek; Henry Swoboda stjórnar. Régine Crespin syngur með frönsku útvarpshljómsveitinni „Wesendonk- söngva“, lagaflokk eftir Richard Wagner; Georges Prétre stjórnar. Fíl- harmoníusveit Lundúna leikur „Mazeppa“, sinfóniskt ljóð nr. 6 eftir Franz Liszt; Bernard Haitink sljórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tönleikar. 17.30 Lagið mitt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglagt mál. Gísli Jðnsson flytur þáttinn. 19.40 Fjöllin okkar. Sigurður Kristinsson kcnnari talar um Snæfell. 20.05 Einlaikur í útvarpssal: Símon ívarsson leikur ó gítar tónverk eftir John Dowland, Girolamo Frescobaldi og Johann Sebastian Bach. 20.25 Leikrit: „Of seint aö iörast" eftir Walter K. Daly. Þýðandi: Eiður Guðnason. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Persónur og leikendur: Norman ........Randver Þorláksson Kevin...............Hákon Waage Mamma....................Guðbjörg Þorbjarnardóttir Billy..........Jón Sigurbjörnsson Kata.......Margrét Guðmundsdóttir Hjúkrunarkoua............Jóhanna Norðfjörð Læknir .............Ævar R. Kvaran Dyravörður .........Flosi Ólafsson Jói frændi .........Arni Tryggvason Aðrir leikendur: Kristin Jónsdóttir, Skúli Helgason, Kjartan Bjargmunds- son, Erla Skúladóttir og Guðrún Jóns- dóttir. 21.30 Tónlist eftir Jón Þórsrínsson. Atli Ilcimir Sveinsson flytur fonnálsorð. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Dœgradvöl" eftir Benedikt Gröndal. Flosi ólafsson leikari les (19). 22.40 Kvöldtónleikar. a. „Þjófótti skjórinn", forleikur eftir Rossini. Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur; Pierino Gamba stjórnar. b. Sinfónia nr. 6 I F-dúr „Sveitalifshljómkviðan" eftir Beethoven. Cleveland hljóm- sveitin leikur; Georgc Szell stj. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 23. september 7.00 Morgunútvaip. Veðurffegnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbœn kl. 7.50. Morgunstund bamanna kl. 8.00: Ágústa Björnsdóttir les framhald „Fuglanna minna“, sögu eftir Halldór Pétursson (2). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallaö viö bœndur kl. 10.05. Morgun- popp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Tónlist eftir Beethoven: Hljóm- sveitin Fílharmonía leikur „Leonóru*4 forleik nr. 2 op. 72a / Arthur Grumiaux og Nýja fílharmoníusveitin leika Fiðlukonsert í D-dúr op. 61; Alceo Galliera stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Útfhlldur" eftir Hugrúnu. Höfundur les (18). 15.00 Miödegistónleikar. Arnold van Mill syngur aríur úr óperum eftir Lortzing. Robert Wagner stjómar kór og hljómsveit. Leonard Rose og Sin- fóniuhljómsveitin i Filadelfiu leika Tilbrigði um Rokkokóstef fyrir selló og hljómsveit op. 33 eftir Tsjaíkovský; Eugene Ormandy stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá neestu viku. 16.00 Fréttir. * Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 Meö jódyn í eyrum. Björn Axfjörð segir frá. Erlingur Daviðsson skráði minningarnar og les (3). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Úr atvinnulifinu. Magnús Magnús- son og Vilhjálmur Egilsson sjá um þáttinn. 20.00 Tónverk eftir Weber. Volkmann, Reger og Bruch. Hljómsveitin RIAS- sinfónietta leikur. Stjórnandi: Jiri Starek. (Frá útvarpinu í Berlin). SÍMI í MÍMI ER 10004 Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám. Ódýrt — Ódýrt Morgunkjólar veröfrákr.3000 Kvenkjólar verðfrákr.4500 ELÍZUBÚÐIN SKIPH0LTI5

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.