Dagblaðið - 22.09.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 22.09.1977, Blaðsíða 7
7 DAtiBLAÐIÐ. F'IMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1977. Erlendar fréttir REUTER Kóleran breiðist út Kólerutilfellum heldur áfram að fjölga í Miðaustur- löndum. Tilkynnt hefur verið um 50 ný tilfelli. í Bangladesh hafa um 260 manns látizt úr kóleru á nokkrum dögum. I Amman, Sýrlandi og í Libanon breiðist veikin út, en f Sýrlandi hefur veikin orðið útbreiddust. Alls hafa um 70 manns látizt úr veikinni, síðustu fjóra daga, en talið er að enginn hafi látizt á Sýrlandi, þrátt fyrir að veikin sé þar útbreiddust. Bandaríkin: LANCE FJÁRMÁLA- STJÓRISAGÐI AF SÉR EMBÆTTI — hann er heiðarlegur og gdður maður, sagði vinur hans, Carter Carter forseti Bandarfkjanna tók í gær við afsagnarbeiðni Bert Lance fjármálastjóra Hvíta hússins. Þegar forsetinn tók við afsögn vinar síns Lance, sagði hann að hann væri „góður og heiðarlegur rnaður". Forset- inn og Lance eru miklir vinir, en hann er frá Georgíu, sama rfki og Carter. Afsögnin mun væntanlega verða til þess að forsetinn mun ekki þurfa að svara fyrir þetta mál meira, en hann hefur marg- sinnis lýst stuðningi sínum við Lance vin sinn og sagzt vera „mjög stoltur af honum“. Mál Lance hefur verið rann- sakað undanfarnar vikur og þar hafa komið við sögu ýmsar nefndir í fulltrúadeildinni. Hann hefur verið sakaður um fjármálaspillingu á meðan hann var bankastjóri í Georgiu. Einnig er hann sagður hafa notað flugvélar bankans í sína þágu og vina sinna, t.d. notaði hann hana til að fljúga með Carter á kosningaferðalögum hans. Carter forseti sagðist taka við afsögninni með sorg og sökn- uði. Hann tók það einnig fram í sjónvarpi „að Bert væri góður maður“. Forsetinn sagði að hann og Lance hefðu tekið þessa ákvörðun i sameiningu, vegna þess að það væri ógerningur fyrir f jármálastjóra að starfa þegar andrúmsloftið væri eins og það hefði verið undanfarið í hans garð. Lance var fyrsti maðurinn sem Carter tók með sér til Washington. Hann sagðist ekkert vita hver tæki við af Carter forseti Bandaríkjanna með vini sínum, fyrrverandi fjár- málastjóra Hvita hússins, Bert Lance. Þegar Carter tók við afsögn Lance tók hann það fram „að hann væri mjög heiðarlegur og góður maður". Lance sem fjármálastjóri, en sem fjármálastjórinn leggur það er mjög mikilvæg staða, þar drögin að fjárlagafrumvarpinu. Líbanirfávopn frá Banda- ríkjunum — þeir fá andviröi sem svarar um eitt hundrað milljónum dala lánað Akveðið hefur verið í Banda- ríkjunum að lána Libanon, sem svarar 25 milljón dollurum til vopnakaupa. Vopnin eru fengin frá Bandaríkjunum og verða aðallega af minni gerðum. Samkomulag vegna vopnakaup- anna var undirritað í Pentagon af hershöfðingja frá Líbanon, Victor Khouri, og Bandarískum embætt- ismönnum. Talsmaður stjórnar- innar sagði að Bandaríkjamenn ætluðu að láta Líbanon í té riffla, bíla og létt vopn. Utanríkisráðherrann Cyrus Vance sagði í ferð sinni um löndin fyrir botni Miðjarðarhafsins að Bandaríkin myndu lána Líbönum svo mikið fé að þeir gætu byggt upp her sinn að nýju. Aætlað er að Bandaríkjamenn muni lána Líbanon vopn sem svarar til um eitt hundrað milljón dollurum. Alþjóðagjald- eyrissjóður- inn blankur — það vantar um 10 billjónir Bandaríkjadala ísjóðinn til að hann þjóni tilgangi sínum Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn þarf aldeilis búbót ef takast á að halda einhverju jafnvægi í efnahagsmálum. Talsmenn sjóðsins segja að sjóðurinn þurfi um 10 billjónir Banda- ríkjadollara til að geta þjónað tilgangi sinum. Richad Cooper aðstoðarvið- skiptaráðherra og annar ráð- herra sem hefur með gjald- eyrismál að gera, sögðu þegar þeir v.oru að gefa skýrslu í Full- trúadeild bandaríska þingsins um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, að nauðsynlegt væri að fá þessa upphæð. Ef til kæmi að á þyrfti að halda, yrðu þessir peningar að vera til í sjóðnum. Cooper sagði að sum lönd hefðu átt í erfiðleikum með að afla sér viðunandi lána úr smærri lánasjóðum og til þess getur því komið á næstunni, eða á næstu árum að ýmis lönd fari að leita til sjóðsins í ríkara mæli, en þau hefðu gert. 1 skýrslunni sem gefin var fyrir Fulltrúadeildinni, kom það fram að ef þessar 10 billjónir dala myndu fást, þá myndi það stórauka traust það sem sjóðurinn hefði aflað sér. í dag kl. 15:00 á 20 ára afmæli Árbæjarsafnsins opnar sérstök iðnminjasýning í sýningarsal Árbæjarsafns- ins. Á sýningunni verða sýnd gömul iðnverkstæði, hlutir úr iðnminjasafni Þjóðminjasafnsins, o.fl. Sýningin verður opin daglega frá kl. 16:00 — 22:00, og kl. 14:00 — 22:00 um helgar. Aðgangur er ókeypis. Sérstök fólksflutningabifreið, yfirbyggð af Agli Vil- hjálmssyni í Reykjavík fyrir 30 árum, flytur gesti iðn- kynningar frá Laugardalshöll til Árbæjarsafns. IÐNKYNNING í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.