Dagblaðið - 10.11.1977, Síða 1

Dagblaðið - 10.11.1977, Síða 1
HALLARMtJLI • < ~i ~-d •; ******* Svona var umhorfs í Armúlanum 1952 Til hægri á myndinni sjást byggingar i Laugarásnum. en þær voru ekki margar komnar þar á þeim tíma. Braggar viku smátt og smátt fyrir öðrum byggingum sem nú hverfa hver af annarri og fáein hús eru nú eftir, eins og þau sem sjást á myndinni. Aður en farið var að byggja steinsteypt hús við Síðumúla og Armúla átti huldufólk þar hallir sfnar. Þar hafði það lifað i þúsundir ára, án mikillar trufl- unar. Það er vart talin truflun, þegar krakkar koma í heimsókn, þó úr mannheimum séu. Krakkar sem áttu heima við Suðurlandsbrautina, Grensásveg- inn og Sogaveginn komu oft í holtið, þar sem Múlahverfi er nú, til að leika sér. Þar voru óþrjót- andi verkefni fyrir áhugasöm börn, sem höfðu hugmyndaflugið í lagi. Einstaka sá huldufólkið, þegar það þurfti að skreppa bæjarleið milli steinanna, sem það bjó í. Það voru heldur ekki nein smáhús. Þetta voru risa- stórar hallir og ekki úr lélegu byggingarefni. Þrátt fyrir það tekst manninum að eyðileggja steinhallir huldufólksins. Rústir einnar hallarinnar sjást enn, þrátt fyrir að maðurinn hafi geng- ið hraustlega til verks við eyði- legginguna. Þar sem Ármúli 32 stendur nú var eitt sinn stór huldumanna- steinn. Hann var miklu stærri en allir aðrir steinar þarna í holtinu. Þetta var sérkennilegur steinn. Hann var klofinn í miðjunni og undan honum kom dálítil upp- sprettulind. Ekki vitum við hvaða bygging þetta var í hulduheim- um, en eitt er víst að hún var þeim mjög mikilvæg, vegna mjög svo dularfullra atburða, sem gerðust þegar hrófla átti við stein- inum. Ef farið er bak við húsið Armúla 32 má sjá huldumanna- steininn. Hann hefur að vísu verið sprengdur í sundur en það sést greinilega hversu stór hann hefur verið, áður en nokkuð var hróflað við honum. Eftir að herinn steig hér á land, 10. maí 1940, fór holtið að breytast. Grjótinu var rutt burtu. 1 stað huldufólksins komu her- menn sem bjuggu undir báru- járnsplötum sem beygðust að jörðinni. í umdæmi Reykjavíkur voru rúmlega 4000 braggar, og nokkur hluti þeirra var i Múlanum. Alls voru um sjö þúsund braggar á landinu öllu. Af þeim voru rúmlega 5.700 enskir. Járnið í þeim var ekki galvaniserað og ryðgaði því mjög fljótt. I stríðslok voru þeir mjög ryðbrunnir, enda ekki gert ráð fyrir að þeir entust meira en í tvö til þrjú ár, þótt annað hefði þó orðið. Braggarnir voru yfirleitt fimm sinnum tólf metrar, en nokkrir þeirra voru þó enn stærri og voru þeir notaðir sem birgðaskemmur og sjúkra- hús. Rúmlega fjórtán hundruð braggar voru af amerískri gerð. en þeir voru aðeins frábrugðnir þeim brezku að því leyti að þ<eir voru úr galvanfseruðu járni og ending þeirra var talin allt að tíu ár. Eftir stríð voru íverubragg- arnir metnir á eitt þúsund krónur hver. Hinir stærri voru metnir á nítján hundruð kr. Af verðinu má ráða, að ekki voru hermanna- braggarnir taldir vera vistarverur til frambúðar, þó að sumir þeirra standi enn. KP

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.