Dagblaðið


Dagblaðið - 10.11.1977, Qupperneq 10

Dagblaðið - 10.11.1977, Qupperneq 10
24 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. NÖVEMBER 1977. sem skrifstofur, einstaklingar og stofnanir þurfa á að halda, Núáeinum stað. Hallarmúla 2 — fyrir hornið á Hótel Esju aö fá efni í byggingar. Einn íbúinn í þessum húsum sagði, að þegar hann hefði verið að koma yfir sig þaki hefði ekki einu sinni fengizt skólprör. Hann þurfti að höggva grjót og búa þannig til frárennslisrörin frá húsinu. Fallega máluð hús með blómagörðum í kring Smátt og smátt varð þarna smá byggðakjarni. Þarna stóðu vel máluð hús með fallegum blóma- görðum í kring. Húsin voru ekki stór, eða nokkuð á við það sem húsin eru þarna núna, en þau voru snyrtileg og manneskjuleg, ef til vill höfðu þau það fram yfir þau sem standa þarna i dag. Það voru ekki öll þessi hús sem byggð voru þarna sett niður eftir nákvæmlega gerðu skipulagi. Sumir byrjuðu bara að byggja þarna, aðrir fengu leyfi hjá við- komandi yfirvöldum. Teikningar af húsunum voru ekki fyrir hendi; þau voru byggð mest eftir hendinni, það réð mest um hvaða efni var til í bygginguna. Aðeins austur stóðu bragg- arnir. Það var einnig búið í þeim í mörg ár. Þeir voru málaðir. og gert við þá eins og hægt var til að gera þá vistlegri. Hins vegar voru þeir ekki byggðir með það í huga að standa áratug, svo að ekki hafa þeir verið skemmtilegar vistar- verur þegar árin liðu fram. Braggarnir sjást ekki lengur, þeir hafa vikið, en samt má sjá einn bragga enn, sem stendur fyrir neðan Ármúlann, rétt fyrir austan Vegmúlann. Þetta eru leifar sem minna okkur á að hér bjó fólk einu sinni svo þúsundum skipti í þessum vistarverum, sem ætlaðar voru fyrir hermenn, og varla var tjaldað nema til einnar nætur. Nú er talað um að það þurfi að fá bragga upp í Arbæ sem eigi að standa þar með öðrum gömlum húsum sem minna á gamla tímann. Ekki er hann kominn á safnið enn, en hver veit. Það getur eins verið að við sjáum þar- Nissenhús áður en langt um líður. KP tlr Armúlanum um 1960. Siöumúla15 simi 3 30 70 LANDSBANKINN Múlaútibú Lágmúla 9, Reykjavík Afgreiðslutímar 930-1530og 17-1830

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.