Dagblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. NÖVEMBER 1977. Háaloftið Kveufóttáð metið tíl fjár —eða: þegar Mammon verður Amorí yfirsterkarí íkvennamálum Fyrir fáum árum var í blöðum sögð saga af manni, sem ferðast hafði til einhvers arabalands með konu sinni. Vafalaust er konan fögur; svo mikið er víst^að einn araba- höfðinginn að minnsta kosti gerði höfðinglegt boð I konuna. Ég man ekki hvað hann vildi gefa eiginmanninum marga úlfalda fyrij- hana, en það skipti tugum ef ekki hundruðum. Maðurinn vildi ekki selja og kom með konu sina aftur út til íslands, þar sem sagan var sögð og hlegið að, því hér þykir sjálf- sagt að konusala eða konukaup fari ekki fram, að minnsta kosti ekki í þessum skilningi. Hvernig arabahöfðinginn út- lagði söguna heima fyrir, fylgir ekki með. En á hans slóðum að minnsta kosti þykir þetta ekki tiltökumál og virðist vera viður- kennd aðferð i kvennamálum. En konukaup eru ekki sú fjarstæða^ hér heima sem margur kynni að halda. Oftast er þó farið öðru vísi að þegar menn eru að kaupa sér konur og oft vita manngreyin ekki af því; þeir biðja sér konu af ást og fá hennar af ást — en ekki á þeim, heldur því jarðneska ríki- dæmi sem þeir hafa úr að moða. Og jafnréttið gildir að sjálf- sögðu í þessum efnum sem öðrum, þær konur sem eru nógu loðnar um lófana hafa alveg sama séns að þessu leyti og karlarnir, til þess að kaupa sér karl í góðri trú eða vondri eftir atvikum. Allir þekkja líka dæmin un. skyldusparnaðarhjónaböndin, þegar tvö ungmenni sem ríkis- valdið hefur fryst fé fyrir í svokölluðum skyldusparnaði koma sér saman um að ganga í hjónaband til þess að ná út sparimerkjunum sínum. í mörgum tilfellum kveðjast þessi hjón með virktum strax fyrir utan dyrnar hjá fógeta ef þau gefa sér ekki tíma til að skreppa eftir skyldusparnaðin- um fyrst til að geta farið með rauðvínsflösku og kannski blómavönd með sér heim. Já, þótt Amor sé slunginn og beiti boga sínum af mikilli list — þótt stundum geri hann feilskot — er Mammon gamli kannski ekki síður máttugur, þegar allt kemur til alls. Og á hann trua margir, líklega fleiri en trúa á Amor og Eros þótt þeir leggi saman. Og Mammoni er ekkert ómáttugt að dómi þeirra sem á hann trúa. Sönnun þess var meðal annars aug- lýsing í DB nú í vikunni. Þar var auglýst eftir kven- manni, sem mátti kosta allt að 38 milljónir, að því best var séð. Vissulega hlýtur svo dýr kona að vera hinn mesti kjörgripur, eða hve mikið kostar hver úlfaldi? í þessari auglýsingu auglýsti sjómaður eftir ein- hleypri koru á aldrinum 63-65 ára. „Hún má vera fátæk,“ sagði í auglýsingunni, „því ég er 1 góðum efnum, 8 millj. í reiðufé í banka og einbýlishús á 30 milljónir....Sú sem vill þetta tilboð getur eignast margt fyrir jólin, ég læt hana eignast allt sem hana langar að eignast, góð kona á allt gott skilið.“ (Áhugasömum umsækjendum má benda á, að framboðsfrestur er enn ekki runninn út). Að lesinni þessari auglýsingu hvarflar það að manni aö það sé ekki svo magurt djobb þegar allt kemur til alls að sækja sjóinn. En hér er sem sagt tæki- færi fyrir einhleypa konu 63-65 ára að aldri að fá dágóðan prís fyrir sig og ætla má að kaupandinn tilvonandi hafi hlaupið svo af sér hornin að harin verði nú hinn rólegasti heimilisfaðir, ef hann hefur ekki alla tíð verið það. En það er vissara fyrir hana að búa svo um hnútana að henni verði ekki skilað með kröfu um endurgreiðslu ef hún reynist ekki eins og best verður á kosið — brennir til dæmis jólasteik- ina í ógáti eða eitthvað svoleiðis. Hins vegar getur hún líka verið fljót að tileinka sér milljónirnar og þarf ekki að heimta til þess ýkja marga hluti; hún fer til dæmis langt með reiðufjéð ef hana langar að eignast villiminkapels eins og þann sem stolið var á dögun- um í bandaríska sendiráðinu og metinn er á sex milljónir. En sex milljóna pels er áreiðan- lega ekki of inikið fyrir góða konu, og ef hún skildi enn vilja meira er ekki frágangssök að skipta einbýlishúsinu fyrir góða kommóðusskúffu (blokkaríbúð). Það skotsilfur, sem þar f^ngist í milligjöf — og SIGURÐUR HREIÐAR HREIÐARSSON kannski mætti kalla kvensilfur í þessu tilfelli — gæti hún notað til að eignast farmiða til Kanarí eða Mæorka og dvöl þar í nokkra mánuði, dálítinn slatta af skartgripum, húsgögnum og guð má vita hverju. En vonandi er sjóarinn enn á sjó að draga björg í bú svo ekki verði þrot alveg á stundinni, því það sem byggt er á Mammoni þarf sitt viðhald. Hingað til höfum við ekki átt nema eina hjónabandsmiðlun svo mér sé kunnugt, því síður höfum við átt makasölu. En kennski væri það ekki svoi vitlaust að stofna þannig fyrir- tæki, sem hefði yfir að ráða rúmgóðum upphituðum' sýningarsölum þar sem varan væri til sýnis og sölu með álímdum miða með upplýsingum um árgerð, notkun, viðhald og verð ásamt greiðsluskilmálum. Er ekki alltaf til bóta að losna við pukrið? HRINGASPONG VAR ÁÐUR UNG Vísur og vísnaspjall Jön Gunnar Jónsson Samferðamennirnir týna tölunni eftir því sem á ævina líður. Sumir þeirra verða manni svo leiðir, að ekki er annað ráð vænna en að loka augunum og láta þá hverfa sér sýnum, þótt þeir séu enn á lífdögum. ... En flesta missir maður þó á þann hátt, að dauðinn tekur þá. Þeir, sem eftir lifa og áfram halda, breiða svo mold og gleymsku yfir bein þeirra. Þetta er upphaf ritgerðar eftir Arna Pálsson prófessor, sem prentuð var framan við bók, sem út kom 1940. Hana hafði saman tekið Andrés Björnss, nú útvarpsstjóri. Hún bar nafnið Ljóð og laust mál og var eftir Andrés Björnsson bróður þess fyrrnefnda, einnig þjóð- kunnan gáfumann, sem þá hafði legið áratugi í gröf sinni. Enn skulum við gefa Árna Pálssyni orðið: Andrés Björnsson kom til Kaup- mannahafnar haustið 1905. Hafðihann skrifast út tír skóla þá um vorið með hárri einkuhn, 103 stigum, enda var hann efstur þeirra, er þá tóku próf. Hann va/ þátæplega 22 ára, fæddur 15. desembpr 1883... Fundum okkar Andrésar bar bráðlega saman, eftir að hann var kominn. Ég hafði þegar í stað hina mestu ánægju af að kynnast hon- um. Hann var fróður um margt, einkum um vel kveðnar lausavisur, sem þá voru nýjar af nálinni og ég hafði ekki áður heyrt. Við og við' skaut hann og fra(m stökum eftir sjálfan sig og var allur sá’ kveðskapur gerður af mikilli vand- virkni, oftast smellinn og stundum ágætur.... Hann kunni urmul af sögum úr héraði sínu... Tveir karlskröggar átt- ust illt við 1 réttum, og höfðu báðir viðurnefni. Var annar nefndur Rógur, en hinn Stóri-Sannleikur. Um viðureign þeirra var þetta kveðið: Það var bölvað þrælatak, þvert á móti kærleikanum, sveðjuna þegar Rógur rak f rassgatið á Sannleikanum ....Þá er Andrés sat að drykk, var umræðuefnið venjulega íslenskar bók- menntir og íslenskt mál. Lét hann þá oft f júka í kviðlingum, og við eitt slikt tæki- færi kenndi hann mér vísu, sem hann hafði þá ort nýlega og landsfræg er orðin fyrir löngu: Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur, en verður seinna í höndum hans hvöss sem byssustingur. Hér eru birtar stuttar klausur úr rit- gerð Arna. Ég vísa til hennar í riti hans A víð og dreif, sem út kom 1947. En hér koma þó enn nokkrar llnur til viðbótar. Arni segir: Fráfall Andrésar bar að höndum á hörmulegan hátt. Hinn 15. mars 1916 fór hann að morgni dags á skipi til Hafnarfjarðar, og ætlaði sér að ganga heim til Reykjavíkur samdæg- urs... Andrés hefur að likindum farið villur vegar um hraunið, en staðnæmst I hraunbrúninni sunnan við Arnarnesvík. Þar hefur hann ætlað að hvfla sig, en sofnað og ekki vaknað aftur. Sat hann upp'við stein, er hann fannst, og var örendur. Bjart veður og gott hafði verið um daginn, en lítilsháttar frost um kvöldið og nóttina. Andrés Björnsson lauk ekki námi í Kaupmannahöfn. Hann kom heim, starf- aði hjá Leikfélagi Reykjavikur og var þingritari á Alþingi. Einn af þingskör- ungum á þessum árum var Pétur Jóns- son á Gautlöndum. Honum hætti til að nota of oft orðið prinsip. Andrés orti: Allt var gott sem gerði Drottinn forðum. Prinsip þetta þó hann braut, þegar hann bjó tii Pétur Gaut. Eftir hann er líka þessi alkunna þing- vfsa: Þegar fer í þennan dans — það er gamall siður — ætti að skera andskotans {umræðurnar niður. Þingmaður bar fram frumvarp um eyrnamörk. Það var tilefni þessarar stöku: Eyrnamörk eru óþörf hér í salnum, þekkist allur þingsins fans á þessum parti líkamans. Og þessi: Efri deild er dreyraþyrst, drepur eins og kettir, leikur sér með frumvarp fyrst, fellir þau svo á eftir. Ekki kann ég að segja frá tilefni þess- arar vísu, en þess ætti heldur ekki að þurfa við, hún gæti verið frá hvaða tíma sem verkast vildi: Flokkurinn þakkar fögrum orðum fyrir það að gera... þetta, sem hann þakkaði forðum, að þá var látið vera. Svo kemur að lokum þessi fræga Hafn- arvisa. Fingraiöng og fituþung fær nú engan kella. Hringaspöng var áður ung útigöngumella. J.G.J. — S. 41046.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.