Dagblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. NOVEMBER 1977. Loftleiðir GESTIR GETA HLUSTAÐ Á CAL- Bahamaeyjar YPSOTÓNUST í GÓÐU TÓMI —og jaf nvel unnið ferð til eyjanna „Við erum búnir að reyna að fá lands um aillangt skeið, en það þessa skemmtikrafta hingað til hefur ekki tekizt fyrr en nú,“ Styrkir til Noregsfarar Stjórn sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna Noregs- ferða 1978. Samkvæmt skipuiagsskrá er tilgangur sjóðsins „að auð- velda tslendingum að ferðast til Noregs. í þessu skyni skal veita viðurkenndum félögum, samtökum og skipu- lögðum hópum ferðastyrki til Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna t.d. með þátttöku í mótum, ráðstefn- um eða kynnisferðum, sem efnt er til á tvíhiiða grund- velli. Ekki skal úthlutað ferðastyrkjum til einstaklinga eða þeirra sem eru styrkhæfir af öðrum aðilum.“ i skipulagsskránni segir einnig, að áherzia skuli lögð á að veita styrki, sem renna til beins fcrðakostnaðar, en umsækjendur sjálfir beri dvalarkostað í Noregi. Hér með er auglýst eftir umsóknum frá þeim aðilum, sem uppfylla framangreind skilyrði. í umsókn skal getið um hvenær ferð verður farin, fjölda þátttakenda og tilgang fararinnar. Auk þess skal tilgreina þá upphæð, sem farið er fram á. Umsóknir óskast sendar til stjórnar sjóðsins, forsætis- ráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu, Reykjavík, fyrir 15. janúar nk. Norski stjómmálafræömgurínn WILLYÖSTRENG heldur fyríríestur laugardaginn 12. nóv. kl. 16.00: „Norges politiske situasjon eftervalget” Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ Úrsmiðir— Viðgerðarþjónusta ÓskR eftir að komast í samband við úrsmið sem getur tekið að sér við- gerðarþjónustu. Hér er um þekkt merki. að ræða. Einnig kæmi til greina að setja á stofn verzlun. Tilboð merkt: „Úr og klukkur“ sendist til DB fyrir næstkomandi fimmtudag. ANANDA MARGA Jóginn Ac. DHARIVIATALA Brc. heldur fyririestra þriðjudaginn 15. nóvember, miðvikud. 16. nóvcmber og fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20 í Iðnskólanum, 4. hæð, stofu 401. Á þriðjudaginn verður kynning á jóga og hugleiðslu. A miðvikudag : Siðferði í mannlegu lífi. Fimmtudag : Þjóðfélagsleg og andleg heimspeki. Athugið! Hugleiðsla og jógaæfingar (ASANAS) verður kennd öll kvöldin. Ókeypis kennsla. ANANDA MARGA sagði Emil Guðmundsson að- stoðarhótelstjóri á Hótel Loftleið- um. Þar er nú nýhafin kynning á Bahamaeyjum og í terigslum við hana hefur verið fenginn hingað Count Bernadino og hljómsveit hans. alt hljóðfæri — varð til upp úr síðari heimsstyrjöldinni. Tón- listarmenn í Karabíska hafinu tóku þá til handargagns olíutunn- ur, sem Bandaríkjamenn skildu eftir, og bjuggu sér til trommur úr þeim. Stáltromman var því upphaflega olíutunnubotn en er nú í dag orðin hin áheyrilegasta. Emil Guðmundsson sagði í sam- tali við Dagblaðið að væntanlega yrðu svipaðar kynningavikur og sú, sem nú stendur yfir, á dagskrá Hótel Loftleiða í framtíðinni. í lok janúar eða byrjun febrúar verður Kenya til dæmis kynnt í Víkingasalnum. - AT- Skipulagshugmyndir fyrir Mosf ellssveit Gert ráð fyrir flugbraut —og sportbátahöf n í Leirvogi Hljómsveit þessi hefur komið fram á svipuðum kynningum fyrir Flugleiðir í sumar vfða um heim. Vegna annríkis getur hún ekki staðið við hér lengur en fimm daga, eða til 16. nóvember. Auk hljómsveitar Count Berna- dinos leikur tríó Björns R. Einars- sonar fyrir dansi á Bahamaeyja- kvöldunum. Borinn er meðal ann- ars fram „conch fritters“, sem er innmatur skeljar þeirrar sem frægust er á Bahamaeyjum. A bar Víkingasalarins verða framreidd- ir drykkir eftir uppskriftum frá eyjunum. Matarmiðar á skemmt- anirnar gilda sem happdrættis- miðar. Vinningur er ferð fyrir tvo til Bahamaeyja. Dagblaðinu gafst í gær kostur á að hlusta á hljómsveit Count Bernadinos. Víkingasalurinn hafði verið skreyttur pálma- blöðum og fleira skrauti og Bernadino sjálfur lék þar á als oddi. Hann kvaðst hafa hljóðritað sjö hljómplötur og ferðazt víða um heim, þar á meðal um Banda- ríkin, Kanada og Evrópu. Tónlist- in sem hljómsveitin flytur er dæmigerð fyrir ríkin I Karabíska hafinu. Þar gefur á að hlýða calypso-tónlist, reggae og í raun og veru alls konar tónlist sem hefur yfir sér þann sérstæða blæ sem einkennir tónlist þessa heimshluta. Count Bernadino leikur sjálfur á stáltrommu auk ýmiss konar ásláttarhljóðfæra. Stáltromman er ekki ýkja gam- Upp ur aramótunum verður efnt til verðlaunasamkeppni um heildarskipulag fyrir Mosfells- sveit. Verðlaun verða það há að forráðamenn sveitarfélagsins gera sér vonir um góða þátttöku arkitekta og skipulagsfræðinga. Þessar upplýsingar komu fram á fundi sem Junior Chambers í Mosfellssveit efndi til en þar hafði Jón Guðmundsson oddviti hreppsnefndar framsögu um hreppsmálin. Fram kom að íbúar I Mosfells- sveit munu nú vera 2200 til 2300 og hefur fjölgað nokkuð ört. Skipulagssamkeppnin sem boðin verður út á næsta ári mun taka til allmikils flæmis lands. Land Mos- fellshrepps er um 25 þúsund hektarar að stærð eða u.þ.b. þrisvar sinnum stærra en land Reykjavíkur. Mikill hluti lands Mosfellssveitar er heiðalönd. Byggð í Mosfellssveit hefur mjög þanizt út á undanförnum árum. Mest hefur verið byggt af einbýlishúsum og blokkir fyrir- finnast þar vart eða ekki. Meðal þess sem Mosfellingar hafa áhuga á að tillit verði tekið til í skipulagstillögunum er nýt- ing Leirvogsins fyrir strandsvæði og einnig til sköpunar aðstöðu fyrir sportbáta. Þá verður væntanlega óskað eftir þvi að í skipulaginu verði gert ráð fyrir flugbraut. Margir áhugamenn um flug búa í Mosfellssveit og hafa leitað fast eftir að flugbraut verði í byggðarlaginu. Aðrir hafa horn í síðu flugs nálægt byggð þar og finnst oft ógætilega flogið og glannalega nálægt byggð I litlum flugvélum. - ASt. FÆRÐIVANGEFNUM SUMAR- BÚSTAÐ SINN AÐ GIÖF Sveinbjörg Klemenzaottir, fyrrum kaupkona I Reykjavík, hefur fært Styrktarfélagi vangef- inna að gjöf sumarbústað sinn, Rjóður í Varmadalslandi á Kjalar- nesi ásamt einum hektara leigu- lands. Sveinbjörg afhenti gjöf þessa á þriðjudaginn var til minningar Söngleikurinn Loftur var frum- sýndur á Akureyri 4. nóvember sl. Sýningin gekk mjög vel og var sneisafullt hús og mikil stemmn- ing á sýningunni. Auglýstar höfðu verið sýningar um síðustu helgi en þeim varð að aflýsa vegna veikinda eins leikarans. Nú eru sýningar hafnar aftur, var sýning í gærkvöldi og aftur á sunnudag. Aðgöngumiðar sem seldir höfðu verið á sýningarnar sem aflýsa varð giltu í gærkvöldi og á sunnudag. um eiginmann sinn, Guðmund Magnússon kaupmann. Sveinbjörg var einn af stofn- endum Styrktarfélags vangefinna fyrir tæpum 20 árum og hefur alla tíð unnið gott starf fyrir félagið svo og fyrir Kópavogs- hælið. Sveinbjörg keypti Rjóður fyrir Hafnar eru æfingar á næsta við- fangsefni Leikfélags Akureyrar, sem verður nýtt leikrit eftir Baldur Georgs. Sagði Erlingur Gíslason aðstoðarleikhússtjóri að það væri leikrft bæði fyrir börn og fullorðna og í því væri mikið um galdra og skemmtilegheit, eins og nærri má geta. Eftir 18. hefjast æfingar á barnaleikritinu Snædrottningunni. Þórunn Sigurðardóttir er leikstjóri. - A.Bj. tveimur arum í þeim tilgangi að skapa sumardvalaraðstöðu fyrir vangefna. Hefur vistfólk á Kópa- vogshæli og Skálatúni notið þess framtaks Sveinbjargar sl. tvö ár. Stjórnendur Styrktarfélags van- gefinna fluttu Sveinbjörgu hug- heilar þakkir fyrir gjöfina og hennar starf fyrir samtökin. ASt. <C Sveinbjörg afhendir Magnúsi Kristinssyni form. Styrktarfélags vangefinna gjafabréfið. Gunnar Þormar form. Þroskahjálpar er viðstaddur. — DB-mynd Hörður. Vantar þig vettiinga fyrir veturinn? Ef þig vantar 'goða vettlinga, trefil eða annað prjónakyns ættirðu að líta inn á Hrafnistu á sunnu- daginn eftir klukkan 2. Þá opnar sala á ýmsum munum sem gamla fólkið, er að Hrafnistu dvelst, hefur unnið í handavinnu. Þarna kennir margra grasa en þyngstur á vogar- skálunum er prjóna- fatnaðurinn. Þarna verður hægt að fá ýmsa góða hand- unna hluti fyrir rýmilegt verð um leið og gamla fólkið fær svolítinn aukaskilding fyrir handavinnu sína. ASt. Akureyrar: Sýningar á Lofti aftur ífullum gangi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.