Dagblaðið - 12.11.1977, Side 4

Dagblaðið - 12.11.1977, Side 4
DAGBLAÐIÐ. LAUG W tl tJXtiU tf MEBMl aþ'. I a) M Raddir lesenda eru á bls. 3 og 4 MISVITRIR MENN — MARKLAUSIR PENNAR Sverrir Kjartansson skrifar: Mikið hefur verið rætt og rit- að um hin opnu prófkjör Al- þýðuflokksins. Það er í sjálfu sér eðlilegt þar sem I fyrsta skipti er nú viðhöfð aðferð við val fulltrúa stjórnmálasamtaka sem samrýmist lýðræðislegum stjórnarháttum. Vmsir hafa dregið 1 efa áreiðanleik þessa fyrirkomulags og jafnvel talið „að menn úr öðrum stjórnmála- flokkum gætu fjölmennt til prófkjörsins og ráðið úrslitum þess“. Forystusveit Alþýðu- flokksins taldi ekki ástæðu til ótta og vildi treysta dómgreind og góðu siðgæði hins óbreytta borgara. Ekki eru þó allir sem telja óhætt að treysta fólki á þennan hátt. Indriði G. Þorseinsson virðist vera í þeirra hópi. 7. október birtist í Vísi grein eftir Indriða sem hann nefnir: „Þessi fimmti flokkur hefur gerst æði umsvifamikíll". Strax i skýringartexta, sem settur er f ramma undir myndina af höf- undinum, er greinilegt hvers kyns vopnum hann beitir. Þar segir svo: „Indriði G. Þorsteins- son skrifar um þau öfl, sem tókust á í borgarstjórnarpróf- kjöri Alþýðuflokksins og þátt hagsmunahóps manna í fleiri stjórnmálaflokkum, er vill hafa nokkra spillingu í gangi.“ öll er greinin spunnin af þessum toga og raunar furðu- legt að tiltölulega vel virtur rit- höfundur skuli beita penna sín- um á þennan hátt. Reyndar er Indriði ekki fyrstur til að nota órökstuddar dylgjur til að ófrægja menn, það hafa aðrir gert á undan honum. Ekki er það þó næg afsökun fyrir Ind- riða, einhvern veginn hafði maður ekki reiknað með því að hann væri í þessum „klassa". Ég geri ráð fyrir því að við séum báðir óánægðir með „kerfið", Indriði og ég. Væntanlega erum við ekki einir um það en þess þó heldur hlýtur það að teljast sóun á kröftum tiltölulega góðs skrif- ara að henda vondum orðum i heiðarlega menn þegar hann ætti að hafa nóg að gera við að leiðbeina landsfeðrunum. Indriða verður tfðrætt um þann stuðning sem Björgvin Guðmundsson kann að hafa fengið frá þeim mönnum sem hann hefur haft skipti við vegna starfa sinna í gjaldeyris- nefnd. Indriði nefnir þessa menn „fimmta flokk“ og telur móðurskip þeirra vera „Grjót- jötunsmenn" í Framsóknar- flokknum. Hér skrifar Indriði væntanlega gegn betri vitund f tilraunum sínum til þess að gera Björgvin tortryggilegan f augum lesandans. Sannleikur- inn er sá að hið mikla fylgi, sem Björgvin hlaut i prófkjörinu, er fyrst og fremst að þakka því að sá hópur manna stækkar ört sem sér f honum vammlausan og heiðarlegan mann sem vinnur af einurð en drengskap að framgangi stefnumála jafnaðarmanna. Þremur vikum eftir skrif Indriða birtist f Dagblaðinu undarlegur samsetningur sem Jón H. Guðmundsson, forstöðu- maður barnaskóla f Kópavogi, skrifar undir. Það er greinilegt að Jón f Kópavogi misskilur hlutverk sitt í Alþýðuflokknum ef hann telur sig þess umkom- inn að ráðast með slfkri heift og rakalausum rógi að þeim manni sem yfirgnæfandi meirihluti m Er það ekki undarleg tilviljun að þelr sem stjórna landinu og hafa aukið fjárframiög til vegagerðar nú, þegar neyðarástand vofir yfir þjóðinni, eru einmitt sömu mennirnir og selja okkur bflana? spyi bréfritari. jafnaðarmanna f Reykjavfk hefur valið sem fulltrúa sinn 1 borgarstjórn. Augljóst er að Jón fer annarra erinda en sinna eigin og skyldleikasvipur er með greinum beggja. Jóns og Indriða. Það læðist grunur að einföldum lesanda hvort ekki muni bæði skrifin „fimmta flokks". Ritsmíð sfna endar Jón á þeirri viskulegu niðurstöðu að það sé afskaplega óheilnæmt fyrir Alþýðuflokkinn að svo margir Reykvfkingar skuli vilia hafa Bjorgvin í borgarstjórn og þvf beri honum að segja af sér á stundinni?? Lesandi góður, nóg um þessi skrif. Það er augjóst að áhrifa- miklir fjölmiðlar og liprir pennar eru óspart notaðir til þess að sannfæra væntanlega kjósendur um það hverjir séu hinir einu og réttu bjargvættir þessa lands. Þið, sem hugsan- lega ætlið að styðja jafnaðar- menn til aukinna áhrifa, látið ekki blekkjast af lævísum mál- flutningi falsspámanna þótt gáfaðir séu og vel ættaðir — sumir hverjir. Lög og reglur eru mannaverk og menn eru misvitrir. Flestum Islendingum er ljóst að það er eitthvað að stjórn þessa lands og hefur lengi verið. Fæstir skilja þó hvað veldur. Sem betur fer munum við ekki alltaf eftir því að við erum lftil þjóð sem býr f stóru, harðbýlu landi. íslend- ingum hefur stundum verið lfkt við meðalstórt fyrirtæki 1 út- löndum. það er nokkuð trúverð- Hríngiðísíma 27022 millikl.l3ogl5 ug samlíking. Hjá pessum stór- fyrirtækjum gerist það æ al- gengara að starfsfólkið taki þátt í stjórnuninni og hljóti arð þegar vel gengur. Hér hefur það gerst alltof lengi að við höfum valið þá einu til að stjórna sem hlotið hafa landið og peningana f vöggugjöf. Afleiðingarnar eru augljósar hvenær sem við gefum okkur tíma til að glugga f meðferð stjórnvalda á fjármunu.., launamannsins. I splunkunýju frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1978, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, er vegna yfirvofandi neyðar- ástands gerð tilraun til’ að draga úr eyðslu. Þó er þar ein mjög áberandi undantekning: Fjárframlög til vegagerðar eru stóraukin. Margir fagna þessari undantékningu að sjálfsögðu þar sem við viljum öll geta ekið nokkurn veginn klakklaust hvert á land sem er. En er það ekki undarleg tilviljun að þeir, sem stjórna landinu núna eru einmitt sömu mennirnir og selja okkur bflana? Opið bréf til stjórnmáfaflokka á íslandi: FLEIRIKONUR í PÓLITÍKINA! Kvenréttindafélag Islands vekur athygli landsmanna á eftir- farandi: a) Konur eru 3,7% af kjörnum fulltrúum f sveitarstjórnum hér á landi. b) Konur eru 5% af kjörnum fulltrúum á Alþingi. c) í Vestur-Evrópu er hlutur íslenzkra kvenna f sveitarstjórn- um og á þjóðþingum — að frá- töldum grfskum og tyrkneskum — LAKASTUR. d) Forysta á þeim vettvangi hefur Noregur — á Stórþinginu eru konur 23,9% e) Framtak fslenzkra kvenna 24. október 1975 — kvennafrí- dagurinn — vakti heimsathygli. Þann dag stóðu íslenzkar konur saman. Samstaðan varpaði Ijósi á misræmið milli atvinnuþátttöku þeirra og aðstöðu til ákvarðana- töku á vettvangi þjóðmáia. Kvenréttindafélag Islands telur það skyldu stjórnmála- flokka á Islandi að konur skipi framboðslista við kosningar til Alþingis og sveitarstjórna til jafns við karla. Reykjavík, 8. nóv. 1977, stjórn Kvenréttindafélags Islands. Raddir lesenda Lftil reisn yfir íslenzkum stjórnmálamönnum: LOKSINS ER KOMIÐ í LJÓS GOTT LEIÐTOGAEFNI Kjósandi skrifar: kjaliaragrein eftir Friðrik Það er mikil raun að hugsa til Sophusson. Friðrik er ein af þess hversu lítil reisn er yfir „stjörnunum" í hópi unga islenzkum stjórnmálamönnum fólksins, þekktur fyrir drengi- legar og sjálfstæðar skoðanir og Hannes Gissurarson segir f hispurslausa framsetningu. nýlegri grein að stjórnmála- Mfn trú er sú að þarna séum við menn hugsi f kjörtímabilum en "íoksins að fá leiðtogaefni, mann stjórnmálaforingjar f kynslóða- sem á eftir að iáta gott af sér bilum. Gott hjá Hannesi. Sl. leiða, mann sem okkur vantar fimmtudag birtist í Dagblaðinu svo sárlega.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.