Dagblaðið - 12.11.1977, Page 5

Dagblaðið - 12.11.1977, Page 5
1» \CiBLAÐIÐ LAUCARDAfíUR 12. NÓVEMBER 1977. 5 Um líf og dauða Þjóðleikhúsiö: FROKEN MARGRÉT eftir Roberto Athayde Þyðandi: Úlfur Hjörvar Leikmynd: Birgir Engilberts Leikstjóri: Benedikt Amason Ekki veit ég hvernig á því fitendur. En af því aö horfa á leikritið um fröken Margréti finnst mér ég þekkja kennslu- konu þessa og vita vel hvernig hún lítur út. Hún er hávaxin og holdug, svarthærð (með litað hárið), og hún svitnar mikið á meðan hún kennir. Ef hún dettur í gólfið kemur dynkur og þegar hún stappar niður fæti verða allir hræddir. Hvernig sem á þessum hugar- burði stendur, þá er ég hræddur um að hann hafi spillt fyrir mér sýningunni eins og hún var í Leik- húskjallaranum. Herdís Þorvalds- dóttir er augljóslega allt önnur kona en þessi — sem ég þó sífellt sá fyrir mér í leiknum. Þar fyrir fór Herdís auðvitað létt og fim- lega með hlutverkið, ágætlega eins og sagt er, sumpart aðdáan- lega vel, svo sem ræðu frk. Margrétar undir lokin um atviks- orð og sagnir. Þá er að því komið að hrollur fari um hæstvirtan áhorfandann. Leikurinn um fröken Margréti fer fram í tveimur kennslu- stundum, frímínútur í milli, og er kannski ætlandi að hann feli í sér hrollsæla endurminningu höfundarins um sína eigin skóla- daga. Áreiðanlega spillir engu þótt áhorfandinn minnist í leið- inni fornra tíða og þá um leið kannski kennslukvenna sem hann hefur sjálfur reynt. Það er litið um öxl til bernskunnar þegar heimurinn ennþá stóð kyrr og stöðugur. Og sko til, það sýnir sig að þessi gamli heimur geymir tóma endileysu, angist og ráða- leysi. Frk. Margrét talar við nemendur sína um allt nema „staðreyndir lífsins:“ getnað og dauða sem hvort tveggja vekur henni viðbjóð og hatur og eru þó einustu staðreyndir, föstu punktar í tilverunni, sem ræða hennar sífellt snýst um og hverfur aftur til. Leikurinn er fullur með kostuleg uppátæki og smellnar setningar. En hljómbotn fyndninnar er sársaukafull uppmálun angistar og einmana- leika á leiðinni frá getnaði til grafar. ~ Hitt er ég hræddur um að hugboð mitt á sýningunni hafi verið rétt, að þrátt fyrir alla sína leikni og fimi i hlutverkinu hafi Herdís Þorvaldsdóttir ekki verið þarna á réttum stað. Auðvitað var gaman að hlutverkinu og leikn- um. En þarf hún ekki á öðru fólki að halda, samleik á sviðinu í því Leiklist: stóra hlutvérki sem bæði hún og áhorfendur eiga tilkall til? Fröken Margrét, aftur á móti, er alein, heill heimur í rúst og rugli. Var Herdís ekki á réttum stað? — Mynd Hörður. Þátttakendur íprófkjöri Alþýðuflokksins athugið Kjósa skal f rambjóðanda íhvert sæti TIL ÞESS AÐ ATKVÆÐIÐ TELJIST GILT 1. sæti 2. sæti 3. sæti □ Benedikt Gröndal □ Bragi Jósepsson □ Bragi Jósepsson □ Eggert G. Þorsteinsson □ Eggert G. Þorsteinsson □ Jóhanna Sigurðardóttir □ Sigurður E. Guðmundsson □ Sigurður E. Guðmundsson □ Sigurður E. Guðmundsson □ Vilmundur Gylfason □ Vilmundur Gylfason Nánar í Alþýðublaðinu Yfirkjörstjórn REYKVÍKINGAR! ÞAÐ ER UM HELGINA ALÞYÐUFLOKKSINS FYRSTA SÆTI WJ eggert g. ÞORSTEINSSON STUÐNINGSFOLK

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.