Dagblaðið - 12.11.1977, Síða 11

Dagblaðið - 12.11.1977, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. NÖVEMBER 1977. 11 Zambíu studdu það að keppnis- staðurinn yrði fluttur en að sjálfsögðu mótmæltu fulltrúar Sómalíu. Fulltrúar Uganda komu ekki á aukafundinn sem haldinn var í Dar-es-Salam í Tanzaníu en siðar mótmæltu þeir meirihlutaákvörðuninni. Knattspyrnuforusta Úganda krafðist þess að Ugandamenn fengju að verja meistaratitil sinn í Mogadishu eins og ráð- gert hafði verið. „Þess vegna ætlumst við til þess að knattspyrnulið frá öðrum ríkjum fylgi í fótspor okkar til Mogadishu, sögðu Úgandamenn. Styrjöld milli Sómalíu og Eþíópíu er mál Samtaka Afríkuríkjanna en kemur ekki knattspyrnu við, segja þeir. Horfurnar voru því þær um stund að Úganda og Sómalía yrðu einu ríkin sem sendu lið til Mogadishu. Nokkrum dögum siðar sýndi stjórn knattspyrnusamtakanna nokkur veikleikamerki og lýsti áhyggjum sínum yfir ástandi og horfum varðandi keppnina. í fyrradag kom einnig í ljós að Kenya hafði látið undan og tilkynnti að knattspyrnulands- lið þaðan mundi koma til keppninnar í Mogadishu þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar og sam- þykktir. Sögðu fulltrúar lands- ins að þeir teldu ekki, þegar nánar væri að gáð, nægilegar forsendur fyrir því að flytja keppnina frá Mogadishu til 'Malawi. Forseti knattspyrnusam- bands Kenya lét hafa eftir sér að hann teldi að það væri aðeins í samræmi við íþrótta- mannslega framkomu að mæta til leiks í Mogadishu. „Einu kröfur okkar eru þær að öryggi keppenda okkar sé nægilega tryggt. Stærsta dagblaðið í Kenya, Daily Nation, sagði frá því í fyrradag að Tanzanía væri einnig að hugleiða að skipta um skoðun og senda lið sitt til Mogadishu. Fulltrúar meirihlutans, sem samþykkti að skipta um keppnisstað, eru heldur ekki á því að láta sig. Eftir einum þeirra er haft að þessi ákvörðun sé tekin af meirihluta meðlimalandanna og henni verði ekki breytt. Afstaða Eþíópíu í þessu máli er einnig mjög athyglisverð. Knattspyrnusamtök þess lands höfðu reyndar sagt sig úr Austur- og Mið-Afríku knatt- spyrnusamtökunum en tóku þó þátt i keppninni um meistara- titilinn í þessum heimshluta. Sögðust þau mundu taka til at- hugunar afstöðu sína til þátt- töku í samtökunum ef Sómalía yrði rekin á brott. Eþíópa hefur einnig ákveðið að taka ekki þátt í Afríku- keppninni sem fara á fram í Egyptalandi á næsta ári. Margt er því sem veldur vanda í íþróttasamskiptum Afríkuríkj- anna. Einnig má geta þess að samskipti Tanzaníu og Uganda hafa verið mjög stirð síðan 1974. Forustumaður íþróttasam- taka Austur-Afríku, Mukora að nafni, hefur fordæmt hin beinu tengsl stjórnmála og íþrótta. Hann sagði að stjórnmál væru langt fyrir utan áhrifasvið íþróttaforustunnar en þess vegna gæti hún ekki leyst úr vandamálum sem af þeim hlytist. Mukura sagði einnig að sem íþróttamenn ættu og ætluðu félagar í íþróttasamtökum Austur-Afríku ekki að skipta sér af stjórnmáladeilum milli rikja innan Austur-Afríku íþróttasambandsins. Ein lög verða að gilda í landinu Ekki sama hver í hlut á I hvert sinn, sem upp koma raddir um að taka beri upp nýja hætti í samskiptum okkar við varnarliðið, flæða yfir sfður Morgunblaðsins langlokur um það hversu óþjóðlegt sé að láta 'sér detta i hug að valda vernd- urunum fjárútlátum. En eigi að nýta móana eða hraunid hér í þágu almennings kveður hins vegar við annan tón í sama blaði. Þá stendur ekki á rök- stuðningi fyrir helgi „eignar- réttarins" allt niður til myrkra- höfðingjans. 1949— 1977 Þótt deila megi um, hvort við ættum að leigja landið, þá ætti ekki að þurfa að deila um, að ein lög eiga að gilda fyrir alla, sem í landinu búa. A.m.k. ættu þeir innfluttu ekki að hafa nein forréttindi heldur kæmi það gagnstæða til greina. Þegar varnarsamningurinn var gerður, var miðað við að hér yrðu fyrst og fremst stríðstíma- hermenn, sem höguðu sínu lífi sem slíkir. Margt er breytt síðan 1949, sem vart er von að gert hafi verið ráð fyrir í varnarsamningnum. Nú 1977 er löngu svo komið að varnarliðsmenn eru nánast fólk sem gengur að sinni vinnu og lifir sínu heimilislífi eins og venjulegt fólk, að sjálfsögðu með sínu lagi þó. Nábýlið við þetta forréttindafólk hefur haft margvísleg áhrif og fjölbreytt spilling verið þvl samfara, en lítt verið fengizt um, nema af pólitískum öfgaöflum og þá á alröngum forsendum. „Gróði af vörnum“ Vissulega hafa margir haft góða atvinnu á Velliiium, bæði fyrr og nú, en yfirleitt.eru þeir betur launuðu búsettir á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Banda- ríkjamönnum er vorkunnar- laust að greiða þessi laun, enda munu þau smámunir miðað við það sem þeir greiða sínum mönnum (á þau mætti því leggja sérstakt gjald). Miðað við þann mannafla sem bund- inn er á Vellinum efa ég að miklast þurfi yfir að þaðan komi 3% þjóðartekna. Beint og óbeint hefur þessi samkeppni um vinnuaflið orðið atvinnulífi á Suðurnesjum fjötur um fót og kostað mikið í krónum talið. Halda má þvl fram með fullum rökum, að at- vinnufyrirtæki á Suðurnesjum hafi orðið að gjalda „varnir landsins" dýru verði, án minnsta skilnings stjórnvalda. Ekki hafa sveitarfélögin á Suðurnesjum farið varhluta af „varnarkostnaðinum“, þó flest- ir virðist halda annað. Að vísu hafa sum þeirra haft nokkrar beinar tekjur af Vellinum, en flest þeirra engar. öll þessi ár hafa 15—20% af íbúðarhús- næði í Keflavík verið upptekin af varnarliðsmönnum, að vísu njóta þeir ekki allrar þjónustu sem sveitarfélag lætur í té, en í sumum tilfellum ríflega. Framan af áttu þeir t.d. meiri- hlutann af bílum sem í bænum voru. Sorp þeirra er tvöfalt miðað við það, er kemur frá innfæddum og þannig mætti halda áfram. Það eina, sem þeir hafa greitt, er húsaleiga og hún hefur skilað sér illa í sveitar- sjóði, að ekki sé meira sagt. Við eðlilegar aðstæður hefði allt þetta húsnæði verið setið venjulegum skattborgurum. Varnarkostnaður Keflvikinga hefur því verið allt að 20% út- svaranna öll þessi ár. Skransala og F.F.F. I stað hreinna viðskipta við varnarliðið hefur ríkisvaldið verið að vasast í sölu á hergóssi og hvers konar drasli, auk þess gerzt meðeigandi í félagsskap Kjallarinn Ólafur Bjömsson sem hefur einkaleyfi á fram- kvæmdum fyrir herinn. 1 öðrum löndum þykja slík viðskipti' heldur kámug og nánast hneyksli ef vitnast um að sómakær fyrirtæki komi nálægt slíku. Skransalan og braskfélagið byggja siðan hallir i Reykjavík og leigja jafnvel ríkinu, sem hefur engin efni á að byggja yfir sig og sínar stofnanir. (Kannski eiga þeir eftir að leigja Fjölbrautaskóla Suðurnesja húsnæði eða fóget- anum fangageymslu.) Hneyksli ó hneyksli ofan Einn dag i viku er sérstakt hlið opið á Vellinum til að aka í gegn vistum fyrir varnar- liðsmenn, er búa utan Vallar, það er opið fyrir það sem kall- ast smygl ef landinn á í hlut. Sumt er reyndar vara sem bannað er með lögum að flytja til landsins. Allt toll- og sölu- skattsfritt. Við upphaf verndarinnar var notaður á Vellinum sérstakur gjaldeyrir, „skrips“, en ekki venjulegir dollarar. Nú getur hver dáti selt dollara eftir þörf- um hverjum sem hafa vill, gengur svo inn í næstu verzlun og kaupir fyrst og fremst þær vörur sem greiddar hafa verið niður um allt að helmingi með fé íslenzkra skattborgara. Hefur þjóð, sem verið hefur á snöpum eftir framlögum frá alþjóðlegum hjálparstofnun- um, ætluðum sveltandi þjóðum, efni á svona viðskiptaháttum. Burt með hrœsnina, verum í NATO Fullvíst er að meirihluti landsmanna er enn hlynntur veru okkar í NATO, ásamt þeirri kvöð að hér sé lágmarks varnarlið. En þeim fjölgar ört sem gera sér það ljóst, að veru okkar í þessum samtökum get- um við ekki keypt þvi verði, sem lýsir sér í framangreindum sambúðarháttum. Stjórnvöld ættu að átta sig á þvi, að timarnir eru breyttir og viðhorf manna að sjálfsögðu einnig. Við getum með fullum sóma gert þær kröfur til banda- manna okkar, að lið þess hér sitji við sama borð og inn- fæddir. Einnig væri meiri reisn yfir því að óska eftir fram- kvæmdum, sem með rökum má segjaað báðum komi að gagni í stað þess að stjórnvöld standi I að snapa uppgjafaskran hersins til þess að pranga inn á lands- menn. Ólafur Björnsson útgerðarmaður Keflavík. Þrjár Kröflur á ári Eftirfarandi hugleiðingar voru settar á blað fimmtu- daginn 3. nóvember sl„ dag- inn sem Dagblaðið kom út með einum af þessum maka- lausu leiðurum ritstjórans. Það er engu líkara en Jónas ritstjóri sé að gera tilraun til að kenna Iesendum blaðs- ins ákveðið hlutverk i leik- riti, því svo oft hefur þessi sama forystugrein verið endurtekin í blaðinu. Það var ekki siður presta hér áður fyrr að láta fermingar- börn sín halda áfram að Iesa kverið, eftir að þau kunnu það utanbókar. Ég hefi þvi breytt örlitið frá þessum hefðbundna texta, setninga- skipun er sú sama og orðin jafnmörg, en vonandi flokk- ast þetta ekki undir ritstuld. Ekki munum við Jónas leysa mörg vandamál, þótt við bregðum á leik, en einhvern tíma kemur ef til vill að því. Það verður þó varla fyrr en Jónas nær hæfni frænda síns, Sölva heitins Helga- sonar. Niðurgreiðslur og styrkir Bcinir styrkir til heilbrigðis- þjónustunnar eiga að nema svipaðri upphæð og allur tekju- skattur og öll gjöld af innflutn- ingi á næsta ári. Þetta kemur fram I fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar. Þar er gert ráð fyrir 40782 milljón kr. styrkj- um til heilbrigðisþjónustunnar og tekjur rikissjóðs af tekju-, skatti og innflutningsgjöldum eru áætlaðar 40418 millj. króna. Tveir stærstu styrkjaliðirnir eru styrkur til Tryggingastofn- unar ríkisins sem gerir 30106 milljón krónur og framlag til lækna og hjúkrunarliðs til að byggja yfir sig og sína starf- semi 1489 milljón krónur. Aðrir beinir styrkir til heilbrigðis- þjónustunnar nema 9187 milljón krónum. Síðasta talan skiptist þannig: 1147 milljónir fara í Kleppsspítalann, 458 milljón krónur í Fæðingar- deildina, 506 milljón krónur í Kópavogshælið, 75 milljón krónur í Vistheimilið í Gunnarsholti og 7001 milljón krónur fara í framlög af ýmsu tagi. Af þeim styrkjum munar einna minnst um styrk til auk- innar bindindissemi í landinu, en i því skyni er varið 18 millj. krónum. Atvinnuleysistrygg- ingasjóður er þyngri á fóðrum en fram kemur hér að ofan. Því i styrkjaliðnum eru faldar 463 milljón krónur, sem atvinnu- rekendur taka með álagi á laun- þega. Það er nefnilega verið að reyna að blekkja almenning, styrkurinn er ekki 1309 milljón krónur, heldur er hann 2334 millj. krónur. Samtenging á at- vinnuleysisbótum og Fæðingar- deildinni er staðfesting á, að framlagið sé beinn styrkur til lækna, þótt um sé að ræða jafn- framt lítils háttar styrk til ljós- mæðra. Þær mætti styrkja auð- veldlega með öðrum hætti, t.d. gætu þær fengið ókeypis inn á gömlu dansana. Heilbrigðisþjónustan er niðurgreidd til að leyna því, hvað læknar hafa hátt kaup og Kjallarinn Agnar Guðnason hversu gifurlega dýr þessi þjónusta er, til að koma út þess- ari þjónustu, sem enginn venju- legur borgari hefði annars efni á að notfæra sér. Þetta er gert I og með til að leyna þessari offram- leiðslu á læknum og öðru sjúkraliði. Þessvegna eru laun þessara stétta niðurgreidd og þessar niðurgreiðslur eru fyrst og fremst styrkir til heilbrigðis- stéttarinnar, en sjúklingarnir njóta alls ekki góðs af þeim. Styrkirnir gegna ákveðnu hlut- verki i sjónhverfingum stjórn- valda í verðlagsmálum. Til viðbótar 40782 milljón króna styrkjum til heilbrigðis- þjónustunnar hyggst rikið verja 1233 milljón krónum til styrktar kennurum við Háskól- ann. Auk þess ætlar mennta- málaráðuneytið að styrkja kennara við fjölbrautaskólana um hvorki meira né minna en 474 milljón króna. Ömældar eru svo þær þús- undir milljóna króna sem fara til að styrkja heilbrigðisþjón- ustuna og allt kennaraliðið í þéttbýlinu. Þar á meðal fram- lög til tækjakaupa, risnu og svo margt annað sem of langt yrði upp að telja. Heilbrigðisstétt- irnar og fræðsluliðið allt kostar því skattgreiðendur mun meira en þær 40782 milljón krónur, sem fara i beina styrki. Sú fyrirgreiðsla, sem þessar stéttir njóta utan beinna styrkja, er mun meiri en aðrir atvinnu- vegir njóta. Gagnrýni á ríkjandi stefnu í heilbrigðismálum hlýtur að beinast þó að beinu styrkjun- um, sem eru 33% af fjárlögum ríkisins; sem nema rúmlega þrem heilum Kröfluvirkjunum á ári og sem nema öllum tekju- skatti og innflutningsgjöldum á ári hverju. Agnar Guðnason blaðafulltrúi bændasaintakanna.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.