Dagblaðið - 12.11.1977, Side 14

Dagblaðið - 12.11.1977, Side 14
14 TlAfiBT.AÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. NÖVEMBER 1977. ASGEIR TÓMASSON DEILDARBUNGUBRÆÐUR ERU ENN A JÖRÐINNI Guðmundur Ben. genginn íHaukana Guðmundur Benediktsson píanóleikari er genginn til liðs við hljómsveitina Hauka. Hann lék fyrst með hljómsveitinni á dansleik f Hellubíói siðastlið- inn laugardag. Fyrri píanóleik- ari Haukanna, Valgeir Skag- fjörð, er nú farinn úr landi um stundarsakir. Nýja hljómplata Haukanna, „...svo á réttunni“ kom í búðir fyrr í vikunni. Á henni leika þeir tíu íslenzk lög, flest eftir Valgeir Skagfjörð. Um sönginn sjá þeir Engilbert Jensen og Gunnlaugur Melsted, sem jafn- framt hefur samið eitt lag á plötunni, um hana Valgerði frá Vogi. Aðrir í hljómsveitinni eru nú Svein Arve Hovland gítar- leikari og Ingólfur Sigurðsson trommari. — Hljómplötuútgáf- an Haukur hf. annast útgáfu plötunnar. Haukarnir verða í fullu fjöri í vetur. Að sögn Gunnlaugs Melsted verða þeir hálfgerð húshljómsveit í veitingahúsinu Sigtúni í vetur, en bregða undir sig betri fætinum eitt og eitt kvöld og skemmta aðdáendum úti á landsbyggðinni. - AT- „Enn á jörðinni“ nefnist ný hljómplata, sem væntanleg er á jólamarkaðinn eftir svo sem hálfan mánuð. Að þessari plötu stendur hljómsveitin Deildar- bungubræður. Þar sem lítið hefur verið skrifað um þá hljómsveit hér á poppsíðunni, þótti viðeigandi að forvitnast lítillega um plötuna og aðstand- endur hennar. Fyrst var spurt um nafn plötunnar. „Æt-li það þýði ekki að við stöndum í báða fætur, en erum, ekki uppi í skýjunum með hug- ann,“ sagði Axel Einarsson gítarleikari og stofnandi Deildarbungubræðra. Hann sagði að Enn á jörðinni hefði verið tekin upp í rólegheitum í júlí- og ágústmánuði síðastliðn- um. Lögin á plötunni eru öll eftir Axel og Árna Sigurðsson söngvara hljómsveitarinnar. Utgefandi er hljómplötuútgáf- an Icecross — og er þetta f jórða platan, sem útgáfan sendir frá sér. Að Icecrossútgáfunni standa þeir Axel Einarsson og Jón Erlingsson. Jón samdi jafn- framt nokkra texta á plötunni. Deildarbungubræður sendu frá sér plötuna „Saga til næsta bæjar“ fyrir um það bil ári. Sú plata hlaut góðar viðtökur og eitt lag af henni, María drauma- dís, varð mjög vinsælt í óska- íagaþáttum. Hljómsveitin tók síðan að spila opinberlega með vorinu og skipuðu hana þá þeir Axel Einarsson, Arni Sigurðs- son, Olafur Garðarsson trottimuleikari og bassistinn Kristinn Sigurjónsson. Síðan þá hafa þær breytingar orðið, að Ólafur Garðarsson er hættur en nafni hans, Ölafur Kolbeins er kominn í staðinn. - AT - KAFFITlMI — Deildarbungubræður fá sér dreitil í eldhúsi veitingahússins Klúbbsins. Frá vinstri eru Kristinn Siguriónsson.Axel Éinarsson, Óiafur Kolbeins og Arni Sigurðsson. Hljómplata þeirra, Enn á jörðinni, er væntanleg innan skamms. DB-mynd Arni Fáli. Framieiðum eftirtaldar gerðir: Hringstiga, teppa- stiga, tréþrep, rifla- jórn, útistiga úr úli og pallstiga. Margar gerðir af inni- og útihand- riðúm. VÉLSMIÐJAN JÁRNVERK ARMULA 32 — SlMI 8- 48-06. Kynniðyður okkar hagstæöa verð swm SKimm STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendur af stuðlum, hillum og skðpum, allt eftir þörfum á hverjum stað. SVERRIR HALLGRÍMSSON SmlOaatota.Trönuhraunl S.Siml: 51745. VWrzlunin ÆSA auglýsir: Setjum gulleyrnaloKKa i eyru með nýrri tæKni. Notum dauðhreinsaðar gulikúlur. Vinsamlega pantið í síma 23622. Munið að úrvalið af tfzkuskart- gripun um er i ÆSU. Skemmtilegar krossgátur NVJAH KA05S« CrÁTVft Nýjar krossgátur nr. 11 komnarút. Fæst iöllum helztu söluturnum og kvöldsölustöðum iReykjavik og út um landið. • Einnig iöllum meiriháttar bókaverzlunum um landió allt Austurlenzk undraveröld opin á Grettisgötu 64 dkiSJJJtV. SÍMI 11625 MOTOROLA Alternatorar í hila og báta, 6/12724/32 volla. I'latinulausar Iransislorkveikjur i flesta bíla. HAUKUR & ÓLAFUR HF. Vrmúia 32. simi 377110, K s 1 u SAKAMALA- SÖGUR Ógn næturinnar Týnda konan Ástkona satans Féll á sjálfs síns bragði Síðasta verk lögreglustjórans Gleðikonan fagra FÁST Í BÓKA- 0G BLAÐSÖLUSTÖBUM Skrifstofu SKRIFBORD Vönduð sterk skrifetofu ikrif- borð i þrem stærðum. Á.GUÐMUNDSS0N Húsgagnaverksmiðja, Auðbrekku 57, Kópavogi, Simi 43144 Þungavinnuvélar Allar gerðir og stærðir vinnuvéla og vörubila á sölusKr* Útvegum úrvals vinnuvélar ogbfla eriendig frá. '.MaFkaðstorgið, Einholti 8, simi íoaúO og 74575 kvöldsiniL

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.