Dagblaðið - 12.11.1977, Síða 15

Dagblaðið - 12.11.1977, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1977. 15 ÁRBLIK er ekki dauð úr öllum æðum VILJUM REYNA FYR- IR OKKUR í KANADA —hljómsveitin er óðum að rétta úr kútnum eftir fjárhagsvandræði Fremur hljótt hefur verið um hljómsveitina Arblik und- anfarnar vikur og mánuði. Reyndar birtist mergjað viðtal við meðlimi hennar í tímaritinu Konfekti fyrr í sumar en síðan varla söguna meir. „Ha, jú, við störfum ennþá,“ sagði Sigurður Gröndal gítar- leikari hljómsveitarinnar er Dagblaðið ræddi við hann. „Við höfum aðallega leikið á skóla- böllum og tónlistarkvöldum að undanförnu. Við lentum I all- slæmum peningavandræðum fyrr í sumar en erum nú óðum að rétta úr kútnum aftur.“ Sigurður kvað fyrsta verk- efnið verða það, þegar fjárhag- urinn leyfði, að kaupa nokkra tíma í stúdíói og hljóðrita ein- hver af frumsömdum lögum hljómsveitarinnar. „Þessar upptökur ætlum við síðan að senda enskum umboðs- manni, Steven Larelly, sem hefur boðizt til að útvega okkur vinnu í Kanada eftir að vera búinn að heyra hvað við get- um,“ sagði Sigurður. Þessi orð krefjast nánari skýringa og Sigurður var um- svifalaust beðinn um þær. Hugðust hitta bassaleikara Yes „Þannig var,“ sagði hann, „að við Gunnar Jökull Hákonarson vorum staddir úti í London i sumar og ákváðum þá að fara og hitta Chris Squire bassaleikara hljómsveitarinnar Yes. Hann og Gunnar spiluðu saman í hljómsveitinni Syn hér forðum daga. Chris Squire var á hljóm- leikaferð svo að við Gunnar heilsuðum í staðinn upp á Steven Larelly sem var söngv- ari Syn á sínum tíma en hefur nú snúið sér að umboðs- mennsku. Hann sagði okkur að tiltölulega auðvelt væri fyrir hljómsveitir að fá atvinnu í Kanada. Gæðastandardinn þar er víst ekki ýkja hár svo að fleiri en topphljómveitirnar eiga að geta komizt ágætlega af þar. Ef Larelly lízt vel á upp- tökurnar okkar er aldrei að vita hvað gerist." Fólk hótaði þeim barsmíðum Fáar blaðagreinar hafa orðið jafnumdeildar að undanförnu og viðtalið við Arblik sem birt- ist f Konfekti á sínum tíma. Fyrirsögn viðtalsins var „Maður verður óhjákvæmilega var við kynvillu I þessari grúppu“. Sigurður Gröndal var að þvi spúrður hvort hljóm- sveitin hefði orðið fyrir ein- hverjum óþægindum vegna við- talsins. „Já, blessaður vertu,“ svaraði hann. „Fólk hótaði að berja okkur og einn gekk meira að segja svo langt að hóta að fá okkur rekna úr Félagi fslenzkra hljómlistarmanna. Viðbrögð fólks voru vægast sagt undarleg og ofbeldiskennd. Þú spyrð hvort við höfum misst atvinnuna á einhverjum skemmtistöðum. Jú, vfst er um það, að hún minnkaði eitthvað í ákveðnum húsum sem við höfðum haft mikið að gera f áður.“ Sigurður sagði að átakanleg- ast við viðtalið sjálft hefði verið að enginn hefði nokkru sinni fullyrt neitt um kynvillu meðal Árbliksmanna, sem vitaskuld væri ekki fyrir hendi. Sömu- leiðis hefði fyrrnefnd fyrirsögn aldrei átt að vera á viðtalinu. „Við töluðum strax við strák- ana sem tóku viðtalið. Þeir voru alveg jafnundrandi á þessu og . við. Þeir höfðu sett allt aðra fyrirsögn á viðtalið sjálfir. Það var ritstjóri blaðsins sem setti nýja,“ sagði Sigurður. - AT- FÆKKAÐ í TÍVOLÍ —Jens Atlason erhættur Fækkað hefur verið um einn í hljómsveitinni Tfvolf. Jens P. Atlason gítarleikari er ekki lengur með í hópnum. Dag- blaðið forvitnaðist um ástæður þess hjá Ölafi Helgasyni hljóm- sveitarstjóra. „Ja, það reis ágreiningur um Jens innan hljómsveitarinnar og niðurstaðan varð sú að hann hætti,“ sagði Ólafur. Hann bætti því við að enginn myndi taka við sæti Jens í hljóm- sveitinni. „Við verðum fimm í Tfvoli þar til f janúar á næsta ári. Þá kemur Ellen Kristjánsdóttir utan frá Bandaríkjunum og mun sjá um sönginn ásamt Sigurði Sigurðssyni," sagði Ölafur. Tfvolf hefur haft talsvert mikið að gera sfðan Sigurður og nýi píanóleikarinn, Eyþór Gunnarsson, urðu fullæfðir. Sem dæmi um þessa „helgi“ má nefna að hljómsveitin lék í Klúbbnum á fimmtudag, í Sesari f gærkvöld og í kvöld treður hún upp f Festi. Að sögn Ólafs Helgasonar verður einnig nóg um að vera næstu vikur. AT- BRIAN FERRY — söngvari Roxý Music. Myndina tok Kagnar m. Sigurðsson á hljómleikum f Gautaborg f fyrra. ROD STEWART VÍKUR FYRIRABBA Viðdvöl Rod Stewart á toppi enska vinsældalistans varð stutt. Hljómsveitin ABBA er nú búin að ná þessu eftirsótta marki með lagi sfnu Name Of The Game. Lag Rods Stewart, Your’re In My Heart, er f öðru sætinu að þessu sinni. Name Of The Game, er hið dæmigerða ABBA-lag. Það væri reyndar anzi fróðlegt að heyra hljómsveitina flytja eitthvað sem ekki væri dæmigert fyrir hana. Textinn er einfaldur eins og fyrri textar og lagið sjálft hugljúft og rólegt. Samkvæmt þessari lýsingu ætti það að vera kærkomið hverjum ABBA- aðdáanda en enn ein kúlu- tryggjóþvælan þeim sem þola hljómsveitina ekki. Vinsældalistar Englands og Bandaríkjanna eru sannast sagna fremur lftt spennandi þessa vikuna. Einna helzta athýgli vekur lagið Virginia Plain sem er f tfunda sæti f Englandi. Flytjendur þess eru hljómsveitin Roxy Music, hljómsveit sem varð einmitt fræg með þessu sama lagi árið 1972. Margt þekktra manna lék þá með Roxy Music og má þar helzt nefna söngvarann Brian Ferry, Phil Manzanera gítar- leikar og hljómborðasnilling- inn Brian Eno. Ro'xy Music berst nú harðri baráttu til að endurheimta fyrri frægð og er útgáfa Virginia Plain einn liðurinn í þeirri baráttu. -ÁT- ENGLAND — Melody Maker 1. (3) NAME0FTHEGAME ..............................ABBA 2. ( 1 ) YOU’RE IN MY HEART.................ROD STEWART 3. (8) 2-A-6-8 MOTORWAY. ...................TOM ROBINSON 4. (4) ROCKIN' ALLOVERTHE WORLD...............STATUS QUO 5. (6) WE ARE THE CHAMPIONS ....................QUEEN 6. ( 2 ) YES SIR, I CAN BOOGIE ................ BACCARA 7. ( 7 ) HOLIDAYS IN THE SUN ............... SEZPISTOLS 8. ( 4 ) BLACK IS BLACK...................I * BELLE EPOQUE 9. (14) CALLING OCCUPANTS OF INTERPLANETARY .CARPENTERS 10. (13) VIRGINIA PLAIN ......................RQXY MUSIC BANDARÍKIN — Cash Box 1. (1) YOU LIGHTUP MY LIFE...................DEBBY BOONE 2. ( 2 ) NOBODY DOES IT BETTER...............CARLY SIMON 3. ( 3 ) BOOGIE NIGHTS ........................HEATWAVE 4. ( 5 ) IFEELLOVE ........................DONNA SUMMER 5. ( 7 ) DON’T MAKE MY BROWN EYES BLUE.....CRYSTAL GAYLE 6. (4) STAR WARS THEME.............................MECO 7. (6) BRICKHOUSE ...........................COMMODORES 8. (12) IT’S ECSTASY WHEN YOU LAY DOWN NEXT TO ME.BARRY WHITE 9. (10) HEAVEN ON THE SEVENTH FLOOR .......PAUL NICHOLAS 10. (11) JUST REMEMBER LOVE YOU..................FIREFALL ARBLIK SVALAR METÖRÐAGIRNDiíNNl — Meðlimir hljómsveitarinnar eru ákjósanlegt myndefni fyrir ljós- myndara, sem vilja fá líf í myndir sínar. Það þurfti því ekki miklar fortölur til að fá þá kumpána til að bregða á leik, og leikfangið sem notað var er fyrrverandi plötuspilari trommu- leikarans, Sigurðar Hannessonar. Auk hans leika í hljóm- sveitinni þeir Sigurður Gröndal gítarleikari, Ingólfur Guðjónsson hljómborðaleikari, Reynir Sigurðsson söngvari og Jón Guðjónsson, sem leikur á bassa. — DB-myndir: Arni Páll.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.