Dagblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. NOVEMBER 1977. Messur á morqun Neskirkja: Kristniboðsaagurinn. Barnasam- koma kl. 10.30 f.h. Guðsþjónusta kl. 11 f.h. Jónas Þórisson kristniboði predikar. Séra Frank M. Halldórsson. Bænaguðsþjónusta kl. 5 sd. Séra Guðmundur óskar ölafsson. Fella- og Hólasókn: Barnasamkoma í Fella- skóla kl. 11 f.h. Guðsþjónusta í skólanum kl. 2 e.h. Séra Hreinn Hjartarson. Kársnesprestakall: Barnaguðsþjónusta f Kópa- vogskirkju kl. 11 f.h. Foreldrar barnanna og . aðrir fullorðnir eru hvattir til að koma með þeim til kirkjunnar. Séra Árni Pálsson. Árbæjarprestakall: Kristniboðsdagurinn. Barnasamkoma í Arbæjarskóla kl. 10.30 f.h. Guðsþjónusta í skólanum kl. 2 e.h. Benedikt Arnkelsson guðfræðingur talar. (Tekið verður á móti gjöfum til kristniboðsstarfs- ins). Æskulýðsfélagsfundur f Arbæjarskóla kl. 20.30. Séra Þorvaldur Karl Helgason æskulýðsfulltrúi kemur á fundinn. Séra Guð- mundur Þorsteinsson. Hallgrímskirkja: Kristniboðsdagurinn. Messa kl. 11 f.h. Ingunn Gísladóttir predikar. Les- messa nk. þriðjudag kl. 10.30 f.h., beðið fyrir sjúkum. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Landspítalinn: Messa kl. 10 f.h. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Keflavíkurkirkja: Kristniboðsdagurinn. Sunnudagaskóli kl. 11 f.h. Guðsþjónusta kl. 2 e. h. Sóknarprestur. Bænastaðurinn Fólkagötu 10: Samkoma sunnudag kl. 4 e.h. Digranosprestakall: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11 f. h. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2 e.h. Séra Þorbergur Kristjánsson. Kirkja Óháöa safnaflarins: Messa kl. 2 e.h. Séra Emil Björnson. Langholtsprestakall: Sunnudagur: BarnasanF koma kl. 10.30. Séra Árelíus Níelsson. Guðs- þjónusta kl. 2: I stól: Séra Kári Valsson, sóknarprestur í Hrísey. Við orgelið: Jón Stefánsson. Einsöngur: Sigríður Ella Magnúsdóttir. Kórinn flytur meðal annars nýtt verk eftir þá Sverre Berg og Dillan Thomas. Sóknarnefndin. Kirkjustarf ^ Minningarkvöld í Dómkirkjunni Næstkomandi sunnudagskvöld, 13. nóv. kl. 20,30, verður minningarkvöld í Dómkirkj- unni um tvo fyrrverandi organleikara Dóm- kirkjunnar, Pótur Gufljohnsen og Sigfús Einarsson. Á þessu ári eru liðin 100 ár frá andláti Péturs Guðjohnsens og 100 ár frá fæðingu Sigfúsar Einarssonar og þykir hlýða að minnast þessara mætu manna í Dómkirkj- unni, sem þeir helguðu svo mjög starfskrafta sfna. Pétur Guðjohnsen var hvatamaður að því að orgei var keypt til Dómkirkjunnar árið> 1840 og gerðist hann þá organisti kirkjunnar og gegndi því starfi til dauðadags 1877. Sigfús Einarsson varð organisti við Dóm- kirkjuna árið 1913 og gegndi því starfi til dauðadags árið 1939. • Á minningarkvöldinu mun Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri flytja erindi um Pétur Guðjohnsen og Sigrún Gísladóttir mun flytja erindi um Sigfús Einarsson, en hún hefur skrifað bók um ævi Sigfúsar. Dómkórinn mun flytja nokkur verka Sigfúsar Einarssonar undir stjórn Ragnars Björnssonar dómorganista. M. a. má þar nefna verk, sem Sigfús samdi fyrir einsöng, kór og orgel til minningar um Pétur Guðjohnsen við Ijóð Guðmundar Guðmunds- sonar, og var það frumflutt á aldarafmæli Péturs 29. nóv. 1912. Einsöngvari með Dóm- kórnum verður Elín Sigurvinsdóttir. Einnig verður fluttur Lofsöngur fyrir kór og orgel eftir Sigfús Einarsson, svo og nokkur sálma- laga hans, sem er að finna f messusöngsbók Þjóðkirkjunnar. Þá leikur Rut Ingólfsdóttir á fiðlu við undirleik Ragnars Björnssonar tvö lög eftir Sigfús Einarsson. Flest eru þetta tónverk, sem sjaldan heyrast flutt opinber- lega. Einnig verða flutt nokkur sálmalög úr sálmasöngsbók þeirri, sem Pétur Guðjohnsen gaf út fyrir þrjár raddir árið 1878, svo og hið tignarlega sálmalag hans Lofið Guð. Sem fyrr segir verður minningarkvöldið nk. sunnudag 13. nóv. og hefst kl. 20,30 og eru aliir hjartanlega velkomnir. Hjalti Guðmundsson. Kvikmyndir Listasafn Íslands Kvikmyndasýning verður í dag kl. 15.00. Sýndar verða 3 kvikmyndir um bandaríska myndlist. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Árshátíðlr Alþýðubandalagið Fljótsdalshéraði Árshátfð Alþýðubandalagsins á Fljótsdals- héraði verður haldin laugardaginn 12. nóv. kl. 20.30 á Iðavöllum. Dagskrá er sem hér segir: 1. Avörp: Hjörleifur Guttormsson og Helgi Seljan. 2. Leikflokkur frá Egilsstöðum sýnir leikþátt- inn Sá sautjándi, eftir Bjarna Benediktsson frá Hofteigi. 3. Jónas Arnason flytur frumsamið efni. 4. Seyðfirðingarnir Helgi Seljan, Þórir Gísla- .json og Ingólfur Benediktsson fara með gamanmál. 5. Dansleikur. Tónleikar Háskólatónleikar Aðrir Háskólatónleikar vetrarins verða f Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut laugardaginn 12. nóvember og hefjast þeir að þessu sinni kl. 16. Fram koma fjórir einsöngvarar og tveir píanóleikarar. Sigurður Björnsson syngur lög eftir Emil Thoroddsen við undirleik ‘Guðrúnar Á. Kristinsdóttur, Halldór Vil- helmsson syngur lög úr Söngbók Garðars Hólm eftir Gunnar Reyni Sveinsson við undirleik ólafs Vignis Albertssonar, Sieg- linde Kahmann syngur lög eftir Hugo Wolf við undirleik Guðrúnar og Rut Magnússon syngur ensk sönglög við undirleik Ólafs Vignis. Að lokum syngja allir söngvararnir Astar- ljóðavalsa op. 52 eftir Brahms og Guðrún og ólafur leika undir fjórhent á pfanó. Astarljóðavalsar Brahms hafa sjaldan heyrzt hér, en þessir listamenn sungu þá á Akureyri í vor, og nú gefst íbúum höfuð- borgarsvæðisins tækifæri til þess að heyra þá. Aðgangur er öllum heimill. Mióar fást við innganginn og kosta 600 kr. Skemmtistaðr ____________ SkommtistaAir borgarínnar eru opnir til kl. 2 e.m. í kvöld, laugardag, og til kl. 1 e.m. sunnu- dagskvöld. Glæsibær: Illjómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur bæði kvöldin. Hótel Borg: Sóló leikur bæði kvöldin. Hótel Saga: Laugardag: Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. Sunnudag: Sunnu- skemmtikvöld. Hljómsveit Ragnars Bjarna- sonar leikur fyrir dansi. Ingólfscafé: Gömlu dansarnir. Klúbburínn: Laugardag: Kasion, Carnival og diskótek. Sunnudagur: Kaktus og diskótek. Leikhúskjallarinn: Skuggar leika bæði kvöldin. Lindarbær: Gömlu dansarnir. Óðal: Diskótek. Sosar: Diskótek. Sigtún: Laugardag: Haukar. Sunnudag: Alfa Beta leikur gömlu og nýju dansana. Skiphóll: Dóminik leikur f kvöld. Tónabær: Diskótek. Aldurstakmark fædd 1962. Aðgangseyrir 500 kr. MUNIÐ NAFNSKÍRTEININ. Þórscafó: Galdrakarlar og diskótek. Ferðalög Útivistarferðir Sunnud. 13. nóv. 1. kl. 11 Vesturbrúnir Esju. Fararstj. Þorleifur Guðmundsson. Verð: 1200 kr. 2. kl. 13 Fjöruganga á Kjalamesi. Komið að Saurbæ og vfðar. Fararstj: Gfsli Sigurðsson og Sólveig Kristjánsdóttir. Létt ganga. Frítt f. börn m. fullorðnum. Verð: 1000 kr. Farið frá BSl, að vestanverðu. Ath. Ferðirnar eru samkvæmt prentaðri áætlun tltivistar f. árið 1977. Ferðafélag íslands Sunnudagur 13. nóv. 1. Kl. 10.30 Hengill (803 m): Ferðafélagið og Göngudeild Vfkings efna til sameiginlegrar gönguferðar á Hengil. Farið frá Umferðar- miðstöðinni kl. 10.30 og frá Skfðaskála Víkings kl. 11.00. Verð kr. 1000 gr. v/bílinn. Fararstjórar: Kristinn Zophoníasson og Vil-' helm Anderssen. 2. Kl. 13.00 Blikdalur og Fjöruganga á Kjalar- nesi. Fararstjórar: Sigurður Kristinsson og Þorgeir Jóelsson. Verð kr. 1000 gr. v/bílinn. Farið frá Umferðarmiðstöðinni að austan- verðu. Stuðningsmenn Jóhönnu Sigurðardóttur í prófkjöri Alþýðuflokksins vegna næstkomandi al- þingiskosninga, sem fer fram í dag og á morgun, hafa opnað skrifstofu prófkjörsdagana að Kleppsvegi 33, 4. hœð (Skrifstofa Kassagerðar Reykjavíkur) þar sem allar upplýsingar og aðstoð er veitt varðandi prófkjörið. Sími er 38383 Stuðningsmenn. Rýmingarsala á húsgögnum hljómborð undir plötuspilara, vegg- hillur og samax skrifborð o.fl. eftir kl. 4 á daginn, laugardag til 4. Húsgagnavinnustofa Óla Þorbergssonar Auðbrekku 3, Kópavogi. Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördœmi verður haldinn f Munaðarnesi um næstu helgi, 11.-12. nóvember. Rétt til fundarsetu eiga 50-60 fulltrúar sveitarstjórna á Vestur- landi auk gesta. Á dagskrá fundarins eru skýrslur stjórnarformanns. Húnboga Þor- steinssonar og framkvæmdastjóra Guðjóns Ingva Stefánssonar. Einnig verða fluttar skýrslur frá Fræðsluráði Vesturlands, sam- göngunefnd samtakanna og Byggðadeild Framkvæmdastofnunar ríkisins. Aðalmál fundarins að þessu sinni verður framhalds- nám á Vesturlandi og flytja Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og ólafur Asgeirsson skólameistari fjölbrautaskólans á Akranesi framsöguerindi. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki um miðjan dag á laugar- dag. /Eðarrœktarfélag íslands Fundarboð Aðalfundur Æðarræktarfélags íslands 1977 verður haldinn að Hótel Esju, Suðurlands- braut 2, Reykjavík, laugardaginn 12. nóvember nk. kl. 14. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins. 2. Skýrsla ráðunauts. 3. Erindi fulltrúa félagsdeilda. 4. Dún- hreinsun og söluhorfur. — Agnar Tryggva- son framkvæmdastjóri. 5. Árangur aðgerða við fækkun vargfugls. Sveinn Einarssonveiði- stjóri. 6. Tillögur um lagabreytingar. 7. Kosningar. 8. önnur mál. Stjómin. Fyrsta barnaleikritíð í vetur Leikfélag Kópavogs frumsýnir barnaleikritið Snædrottninguna eftir Evgeníj Schwartz á morgun, sunnudag. Leikritið er byggt áævin- týri eftir H.C. Andersen. Er þetta fyrsta barnaleikritið sem sýnt er á Reykjavíkur- svæðinu f vetur, en sýningarnar fara fram I Kónavogsbíói. Leikstjóri er Þórunn Sigurðar- IjUUI uiauamamii. au sjau .nciui hún fyrst kynnzt leiklist, þegar hún horfði á Snædrottninguna á sviði Þjóðleikhússins 1952. Aðalhlutverkin f. Kópavogi fara þau Viðar Eggertsson, Sólveig Halldórsdóttir, Leifur Ivarsson og Helga Harðardóttir með. Leikmynd gerði Þórunn Sigrfður Þorgrfms- dóttir. Leikhljóð sér Gunnar Reynir Sveins- son um, en framkvæmdastjóri sýningarinnar er Hólmfrfður Þórarinsdóttir. Myndin er af kóngnum, Arna Kárasyni, og Helgu Sólveigu Halldórsdóttur. Sjálfstœðisflokkurinn Aðalfundur sjálfstœðisfélaganna í Dalasýslu verður haldinn f Dalabúð, Búðardal sunnudaginn 13. nóv. nk. kl. 15.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Frambjóðendum til prófkjörs er sérstakleg* boðió að koma. Ný verzlun í Kópavogi Aðalfundur Reykianeskjördœmi Aðaífunaur stjórnar kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna í Reykjaneskjör- dæmi verður haldinn að Glaðheimum, Vog- um, laugardaginn 12. nóv. 1977 kl. 14.00. Dagskrá: 1. Fundarsetning. Kjör fundarstjóra og fundarritara. Ávarp Jóns Magnússonar, for- manns SUS. 2. Flutt skýrsla stjórnar, gerð reikningsskil, umræður afgreiðsla. 3. Lögð fram drög að lögum fyrir kjördæmis- samtök ungra sjálfstæðismanna í Reykjanes- kjördæmi. Umræður. Afgreiðsla. 4. Kosningar, stjórn og endurskoðendur reikninga. 5. Kaffihlé. 6. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi. 7. önnur mál. 8. Fundarslit. Fulltrúar félaganna, formenn FUS, félagar og fulltrúar kjördæmisins í SUS stjórn eru hvattir til að mæta kl. 14.00 að Glaðheimúm Vogum, 12. nóv. Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík heldur fræðslufund um slysavarnamál mánudaginn 14. nóv. kl. 20 f Slysavarna- félagshúsinu við Grandagarð. A fundinn koma þe'r Hannes Hafstein og óskar Þór Karlsson og kynna starfið. Félagskonur og aðrar þær konur, sem áhuga hafa á slysavörn- um eru hjartanlega velkomnar. börn og bíll Kvikmynd með þessu nafni verður frumsýnd fleirum um sama fólk hefur verið þýdd á íslenzku og Leikfélag Kópavogs sýndi fyrir nokkuð mörgum árum leikrit um það. Iþróttir Íiróttir um helgina augardagur. íslandsmótið í blaki 1. deiid karla. Hagaskóti. Þróttur—UMSE kl. 14. íslandsmótið í biaki 1. deild, kvenna. Hagaskóli. Víkingur—ÍS kl. 15.30. -JBK—ÍMA kl. 17. tslandsmótið í blaki 2. deild karla. Sunnudagur. Hagaskóli. UBK—Vikingur kl. 20.30. Varmárskóli. Afturelding-—MfMIR kl. 14 Reykjavíkurmótið í handknatt- leik. Laugardalshöll. Víkingur—KR 2. fl. kvenna kl. 14. Ármann—ÍR 2. fl. kvenna kl. 14.35. ÍR—Fylkir 1. fl. karla kl. 15.10. Ármann—Víkingur 1. fl. karla kl. 15.45 KR—Fram 1. fl. karla kl. 16.20. Valur—Þróttur 1. fl. karla kl. 16.55. Víkingur — ÍR m.fl. karla kl. 20.15. Fram—Fylkir m. fl. karla kl. 21.30. íslandsmótið i körfuknattleik. ÉðMt - A* ■ ■ ■ Fundir _____________ Alþýðubandalagið Alþýðubandalagsfélagar Reykjaneskjördœmi Kjördæmisráð boðar til almenns fundar al- þýðubandalagsmanna um efnahags- og atvinnustefnu flokksins sunnudaginn 13. nóv. kl. 14 í Góðtemplarahúsinu f Hafnar- firði. Fjallað verður um efnisramma ályktana landsfundar um efnahags- og atvinnumál. Frummælendur: ólafur Ragnar Grfmsson og Þröstur ólafsson. Landsfundarfulltrúar eru .sérstaklega hvattir til að mæta. Lelklist Leikbrúðuland Meistari Jakob í næstsíðasta sinn. Nú fara að verða síðustu forvöð að sjá Meistara Jakob og skyldulið hans f Leik- brúðulandi þar eð hann víkur innan skamms fyrir jólasveinunum sem mæta til leiks sunnudaginn 27. nóv. Þá verða 3 sýningar á jólaleikriti Leikbrúðulands „Jólasveinar 1 og 8“, sunnudaginn 27. nóv., 4. des. og 11. des. Þættirnir sem sýndir hafa verið í haust verða nú aðeins sýndir tvisvar sinnum enn, sunnudaginn 13. og 20. nóv. Bæði skipin kl. 3. Miðasala verður opin frá kl. 1—3 og svarað í síma Æskulýðsráðs frá kl. 1—2.30. Bazarar Húsmœðrafélag Reykjavíkur Basarinn verður að Hallveigarstöðum, sunnudaginn 13. nóv. kl. 2 e.h. Glæsilegar jólavörur, úrval af prjónavörum og lukku- pokar. Hinn 4. nóvember $1. var opnuð ný verzlun að Neðstutröð 8 í Kópavogi. Eigendur eru hjónin Anna M. Kristjáns og Torfi Guðbjörnsson og fjöiskyldur þeirra. Verzlunin nefnist Tröð og er barnafataverzlun — en einnig eru þar seidar ýmsar gjafavörui og leikföng. Auk þess öl, tóbak og sælgæti. Verzlunin Tröð er opin alla daga frá kl. 9—18 nema föstudaga til kl. 22.00 og til hádegis á laugardögum. Myndin að ofan er tekin í hinni nýju verzlun. Við afgreiðsluborðið eru tengda- dætur Önnu og Torfa, Bára Benediktsdóttir og Inga Teits- dóttir, sem annast þar afgreiðslu- störf. Njarfivfk. IBK—KFF 3. deildkl. 13. IBK—UMFN 4. fl karla kl. 14.30. IBK—UMFN 3. fl. karla kl. 15. Hagaskólil. KR—|R 1. deild kl. 14. Armann—IS 1. deild kl. 15.30. Fram—fR m. fl. kvenna kl. 17. Kennaraháskóli íslands. Valur—UMFN 1. deild kl. 15. fS—Þór m. ft. kvenna kl. 16.30. |R—KR 2. fl. kvenna kl. 18. GENGISSKRANING Nr. 215 — 10. nóvember 1977. Eining Kl. 13.00 Kaup Sala 1 Bandaríkjadollar 211,10 211,70* 1 Steriingspund 381,65 382.75* 1 Kanadadollar 190,70 191,20* 100 Danskar krónur 3454,60 3464.40* 100 Norskar krónur 3^48,80 3859,80 100 Snnskar krónur 4397,55 4410,05* 100 Finnsk mörk 5067,20 5081,60* 100 Franskir frankar 4333,80 4346,10’ 100 Belg. frankar 595,50 597,20* 100 Svissn. frankar 9501,95 9528,95’ 100 Gyllini 8650,75' 8675,35* 100 V-þýzk mörk 9350,60 9377,20* 100 Lírur 24,01 24.08* 100 Austurr. Sch. 1313,00 1316,70 100 Escudos 518,70 520,20 100 Pesetar 254,00 254.7o 100 Yen 85,48 85.73 ' Breyting frá síflustu skráningu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.