Dagblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1978. „Nýársdagur í höfuðborginni var fagur vetrardagur, snjóteppi yfir ölíu, tolldi enn á greinum og sindraoi í dálitlu sólskini um hádegisbilið," sagði Páll Berg- þórsson veðurfræðingur er DB reyndi að fá hann til þess að gerast spámaður um veðrið í vetur. „Ég veit ekki mikið,“ sagði Páll, „en þær bendingar sem til eru og eru svo sem ósköp óráðnar, benda til að þetta verði ekki neinn sérstakur hörkuvetur. Hins vegar eru heldur ekki miklar likur á sérlega mildum vetri. öll einkenni eru á því núna þessi árin að við séum með dálftið kaldara loftslag en um miðja öldina en þó ekki eins kalt og var fyrir 1920. Og heldur ekki eins kalt og á kalárunum. Það hefur heldur rétt við. Og á meðan ekki eru teikn um veruleg frávik frá þessu geta menn bara gert sér vonir. Menn mega hvorki leggjast i svartsýni né fórna höndum i bjartsýni," sagði Páll. — Hvað með hafísinn? „Hafísinn er tengdur þessu útliti. Mér finnst ekki sérstakar líkur á ísári,“ sagði Páll Bergþórs- son veðurfræðingur. A.Bj. „Hvað boðar nýárs blessuð sól,“ spurðu menn gjarnan þegar þeir litu út á fyrsta degi ársins. Það var fagur dagur svo með fádæmum var. Trúlega hafa alltof margir næturhrafnar sofið þann dag frá sér. — DB- . mynd R.Th.Sig. Mi i iii ............ ' Happdrætti Sjálfsbjargar 24. desember!977 Aðalvinningur: FORD FAIRMONT nr. 37692 99 vinningar (vöruúttekt) kr. 10.000.- hver. 241 13359 26562 1622 14328 26909 1628 14378 27283 1675 14818 28198 1702 15362 29348 2072 15407 29367 2080 15434 29772 2157 15856 31951 3085 15948 32035 4103 16341 32324 4776 16369 34282 4918 16711 36564 5098 17204 36623 5561 17206 36885 5865 17670 36941 5924 17799 37093 6219 18337 37560 6907 19763 37692 bíllinn 6974 19924 38190 7330 20010 38841 7777 20911 41004 8127 21174 41245 9066 21193 41414 9218 21226 41547 9269 21852 41717 10743 22334 41873 10909 22618 43134 11309 22811 44030 12313 22819 44169 12379 23174 44386 12594 24395 44598 12844 25123 44845 12983 25255 13296 25785 . Enda þótt kirkjan sé rekin fyrir ríkisfé: STÓRGJAFIR EINSTAKLINGA Enda þótt íslenzka kirkjan sé að mestu rekin af ríkisfé er starf sjálfboðaliða og áhuga- samra einstaklinga gifurlega mikils virði fyrir kirkjustarfið. Þannig er kirkjunum gefið stórfé á ári hverju, að ekki sé talað um stórgjafir hvers konar. Skömmu fyrir jólin fékk Arbæjarsöfnuður góða gjöf á kirkjudegi sínum. Við þetta. tækifæri var vígður forkunnar- fagur messuhökull, sem frú Katrin Agústsdóttir batiklista- kona hafði unnið. Færði hún og eiginmaður hennar, Stefán Halldórsson söfnuðinum hökul- inn að gjöf. Þá voru nýir söng- kyrtlar vígðir á kirkjudaginn. Eru þeir unnir af Katrínu, en kórfélagarnir hafa gefið söfnuði sínum kyrtlana. Þá barst málverkagjöf frá Jóhannesi Geir listmálara og peningagjafir. Myndin er af séra Guðmundi Þorsteinssyni sóknarpresti Arbæjarsöfnuðar I hinum nýja messuhökli.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.