Dagblaðið - 06.03.1978, Síða 1

Dagblaðið - 06.03.1978, Síða 1
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. MARZ 1978. 13 . íþróttir Íþróttir íþróttir íþróttir Víkingur missti niður 5 marka forustu gegn FH! Víkingur bókstaflega kastaði frá sér sigri gegn FH í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik á laugardag — hafði örugga forustu lengst af leiknum en bar- átta FH setti Víkinga út af laginu á iokakafla leiksins. FH sigraði 22-21. Þórarinn Ragnarsson skor- aði sigurmark FH aðeins 13 sekúndum fyrir leikslok úr víta- kasti og FH vann sinn fyrsta sigur í fjórum leikjum, hefur nú skotizt upp fyrir Víking með 11 stig að loknum 8 leikjum, Vík- ingur hefur hlotið 10 stig úr 7 leikjum. Víkingar geta engum nema sjálfum sér um kennt hvernig fór á laugardag gegn FH. Víkingar höfðu undirtökin lengst af í leikn- um — höfðu yfir þar til sex mín- útur voru til loka leiksins. Á 10. mínútu síðari hálfleiks hafði Vík- ingur fjögurra marka forskot, 17- 13 og virtist stefna í öruggan sigur Víkings — á 14. mínútu hafði Víkingur enn fjögur mörk yfir 18-14. En aðeins á fimm mínútum breyttu leikmenn FH stöðunni úr 18-14 í 18-17 — þrjú mörk FH í röð. Þorbergur kom Víking í 19-17 — en FH hafði allan meðbyr með sér, og náði forustu 20-19 með mörkum Guð- mundar Magnússonar og Geirs Hallsteinssonar. Skyndilega allt á suðupunkti. Björgvin Björgvins- son jafnaði 20-20 með laglegu marki úr horninu en þegar hálf þriðja mínúta var eftir skoraði Guðmundur Árni Stefánsson — 21-20. Páll Björgvinsson jafnaði enn fyrir Víking, 21-21 og ein og hálf mínúta eftir. FH með knöttinn — en þeir misstu hann klaufalega. Víkingar fengu því sókn — og Viggó Sigurðsson fór inn úr horninu og skoraði, en lína var dæmd á hann. Það var mikill darraðardans stig- inn lokasekúndurnar, í stað þess að spila upp á jafntefli reyndu Víkingar að ná knettinum — tveir leikmanna Vikinga hlupu sam- tímis úr vörninni og skildu Arna Guðjónsson einan eftir á línunni — hann fékk knöttinn og brotið var á honum, víti dæmt. Þórarinn Ragnarsson skoraði af öryggi og aðeins 13 sekúndur voru eftir. Víkingar gerðu örvæntingarfullar tilraunir til að jafna, Þorbergur fékk knöttinn á línu — en dæmt var á brot áður. Víkingar fengu aukakast eftir venjulegan leik- tima — en vörn FH varði, leik- menn FH fögnuðu mjög. Víkingar að sama skapi niðurlútir. beirra — og FH sigraði 22-21 — Sigurmarkið skorað úr vítakasti rétt fyrir leikslok fyrsti ósigur í vetur í 1. deild. Þeir geta engum nema sjálfum sér um kennt hvernig fór — slökuðu á þegar leikurinn virtist unninn. Víkingur hafði yfirleitt 2-3 mörk yfir i fyrri hálfleik og fjögur í leikhléi, 13-9. Það reyndist ekki nóg. Víkingur leikur nú alls ekki sannfærandi ef mið er tekið af leikjum liðsins fyrir áramót, þá var liðið yfirburðalið í 1. deild. En Víkingur hefur misst tvo leik- menn, lykilleikmenn, þá Ölaf Einarsson og Kristján Sigmunds- son. Eggert Guðmundsson varði vel í fyrri hálfleik en markvarzla hans datt alveg niður í síðari hálf- leik, þá var nánast nóg fyrir FH að hitta markið, jafnvel úr lók- uðum færum, og í netinu hafnaði knötturinn. Leikmenn FH gáfust ekki upp þó á móti blési lengst af — og góður endasprettur þeirra færði þeim dýrmæt stig. Mörk FH skor- uðu Þórarinn Ragnarsson, 7-4 víti. Geir Hallsteinsson 6, Guðmundur Magnússon 3, Guðmundur Arni Stefánsson 2 og þeir Tómas Hans- son og Arni Guðjónsson 1 mark hvor. Hjá Víking var Páll Björgvinsson atkvæðamestur með 7 mörk, 3 víti. Viggó Sigurðsson skoraði 6, Þorbergur Aðalsteins- son 4 og þeir Árni Indriðason, Magnús Guðmundsson, Ólafur Jónsson og Björgvin Björgvinsson skoruðu 1 mark hver. Þeir Kristján örn og Kjartan Steinbach dæmdu leikinn og höfðu þann leiða ávana, eins og raunar fleiri dómarar, að dæma of fljótt — þannig að iðuiega hagnaðist brotlega liðið. H.Halls. Efstu lið kvenna töpuðu Forustulið 1. deildar fslands- mótsins í handknattleik kvenna — FH og Valur töpuðu bæði leikjum sinum i deildinni um helgina. Valur tapaði í gærkvöld fyrir KR, 10-9 og FH.tapaði á laugardag gegn neðsta liðinu í 1. deild, Þór, 21-19. Þór hafði yfir í leikhléi, 10-8 — og FH-ingum gekk illa að ráða við Önnu Grétu Halldórsdóttur en hún skoraði 10 mörk fyrir Þór. Liðin mættust síðan aftur í gær í Bikarnum — og þá komu FH-stúlkurnar ákveðnar til leiks og sigruðu 17- 12 eftir að hafa haft yfir i leikhléi 8-5. Þrjú lið hafa nú tapað 6 stigum í 1. deild — íslandsmeistarar Fram, Valur og FH. Björgvin Björgvinsson kominn í skotfæri — Janus Guðlaugsson náði ekki að stöðva hann en Magnús Ólafsson varði skot Björgvins. Þeir Skarphéðinn Óskarsson og Þorbergur Aðalsteinsson fvlgjast með. DB-mynd Bjarnleifur. VALSMENN NALGAST NU F0R- USTUUÐIN í 1. DEILDINNI Valur nálgast nú efstu lið 1. deildar — sigruðu KR 25-24 i 1. deild fslandsmótsins í Laugar- dalshöli í gærkvöld. Raunar var sigur Valsmanna meira sannfær- andi en tölurnar gefa til kynna — þegar rúmar tvær minútur voru til leiksloka höfðu Valsmenn yfir 25-22 en tvö mörk Símonar Unndórssonar í lokin, hið síðara 10 sekúndum fyrir leikslok, minnkuðu muninn í aðeins eitt mark. Valur hefur nú náð sér upp úr þeirri lægð er liðið var í fyrri hluta mótsins — þrír sigrar i röð og íslandsmeistarar Vals eru farnir að blanda sér í toppbarátt- una. KR-ingar brugðu á það ráð að leika vörnina mjög framarlega — og tóku um tíma tvo leikmenn Vals úr umferð. Við þetta losnaði um Steindór Gunnarsson og hann nýtti það mjög vel — skoraði 7 mörk af línunni — átti sinn bezta leik í vetur. Það var fyrst og fremst mjög góð byrjun er skóp sigur Vals- manna — þeir komust í 10-4 og virtust stefna í öruggan sigur. En leikmenn KR neituðu að gefast upp og komu forustu Vals niður í fjögur mörk, 10-6 en staðan í leik- hléi var 14-9. Val í vil. Þegar aðeins 6 mínútur voru af síðari hálfleik skildu tvö mörk, 15-13 — en í kjölfarið fylgdi góður sprett- ur Valsmanna — komust í 20-15. KR-ingar neituðu að gefast upp gegn hinum sterku og stæðilegu Valsmönnum — og þegar 10 mínútur voru til leiksloka skildu aftur tvö mörk, 21-19, KR-ingar ,keyrðu mjög út á móti Valsmönn- um og Steindór skoraði þrjú mörk af línu fyrir Val en Símon svaraði tvívegis fyrir KR. Þegar þrjár mínútur voru til loka skildu enn tvö mörk, 24-22 — en Jón Pétur Jónsson innsiglaði sigur Vals með góðu marki og þrátt fyrir tvö mörk Símonar Unndórssonar á lokakaflanum dugði það KR ekki — sigur Vals, 25-24. Maður leiksins var Steindór Gunnarsson — nýting hans af línu var mjög góð og 7 sinnum sendi hann knöttinn í netið. Þor- björn Guðmundsson skoraði 6 mörk. Jón Pétur, 4, Gísli Blöndal og Jón Karlsson 3 og Björn Björnsson 2. Valsliðið leikur nú sem ein heild — og sér i lagi er varnarleikurinn traustur. Simon Unndórsson skoraði 8 af mörkum KR, Haukur Ottesen 4, Þorvarður Höskuldsson 3, ásamt nafna sínum Guðmundssyni. Friðrik Þorbjörnsson skoraði 2 ásamt Sigurði Óskarssyni. Þeir Kristinn Ingason og Björn Péturs- son skoruðu 1 mark hvor. Leikinn dæmdu þeir Jón Friðsteinsson og Geir Thorsteins- son. H.Halls. mmmt CENTURY-ÚRIN ERU MEÐ FUÓT- ANDi LJÓSABORÐI SEM SÝNIR: 1. Stundir — mín. — sek. 2. Mánuð — mánaðardag. 3. Rafhlaða endist í 12 mán. 4. Nákvæmni er ++2 mín. á ári. 5. Sjálfvirkt dagatal i 4 ár. 6. Ljósahnapp fyrir álestur í myrkri. 7. Rvðfrítt stál — hert gler. 8. Vatnsvarið — höggvarið 9. Með skeiðklukku nr. 1 og 4. 10. 1 árs ábyrgð. Faglærðir menn. FULLKOMIN VIDGERÐARÞJÓNUSTA KAUPIÐ ÚRIN HJÁ ÚRSMIÐ. Höfum einnig glæsilegt úrval af TÖLVU-ÚRUM FRÁ: Pierpont, Delma og Favre-Leuba. CENTURY VERÐ 28.395.- með skeiðklukku 1/100 úr sek. VERÐ 24.890.- með sek.teljara. Skífa svört. GEYMIÐ AUGLYSINGUNA Utsölustaður á Húsavík RAFTÆKJAVINNUSTOFA GEIRS OG ÁRNA. S. 41600 VERÐ 29.270 Gylltur kassi Skífa brún. VERÐ 23.140.- Skífa blá. VERÐ 28.395.- Með skeiðklukku 1/100 úr sek. VERÐ 29.000 Skífa brún + blá. Dömu. Skífa svört. Póstsendum Ur og skartgripir - Jón og Oskar - Laugavegi 70 - Sími 24910

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.