Dagblaðið - 20.05.1978, Side 2

Dagblaðið - 20.05.1978, Side 2
 2 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978. , ' ................................................ LANGÞRAÐ „GAT LOKSINS KOMIÐ Lengi erum við Norðfirðingar búnir að biða eftir gatinu gegnum Odds- skarð og loksins þegar það er vígt er- um við varla látnir vita, hvað þá að það sé hóað í okkur til að vera við- stödd. Halldór Sig., Vilhjálmur, Lúð- vik og nokkrir aörir eru einir kvaddir á vettvang eins og hér sé um eitthvert feimnismál að ræða. Það er klippt á silkiborða, hefðbundin myndataka af brosandi fyrirmönnum í þetta sinn með hvíta plasthjálma á höfði, fer fram, fáeinum Ballantine flöskum er veifað niðri á gömlu bæjarbryggju og þáerallt búið. Það er eins og hinn eineygði þurs ríkisvaldsins skilji ekki að hér er eng- inn smáatburður á ferð fyrir okkur Norðfirðinga, með opnun Oddsskarðs- ganga var lífæð opnuð fyrir byggðar- lagið, lífæð sem getur hleypt nýju Oddsskarðsgöngin eru hið mesta mannvirki. Myndin er tekin mcðan á gerð ganganna stöð. DB-mynd Skúli Hjaltason. Örstutt athugasemd við „opnunarhátíð" Oddsskarðsganga Raddir lesenda Hríngidísíma 27022 millikL13tillS eðaskrifíð blóði í þennan annars oft einangraða stað. Sannast sagna efast maður stundum um að hinn eineygði þurs sé með nokkurt auga í hausnum, þar sé aðeins svört og sviðin hola eins og í sögunni af Odysseifi eftir að sá ágæti maöur hafði rekið glóandi drumb í auga kýklópsins. Þessi blindi þurs, er á nútímamáli nefnist ríkisvald, virðist halda að hann sé að gera persónulegt góðverk með þvi að bora gegnum Oddsskarð og því beri honum aðeins að gleðja sinn eigin maga með góðgæti að loknu vel unnu verki. Hann hefur misst sjónar á sínu eiginlega ætlunar- verki sem er að vinna það verk sem hann í umboði skattborgaranna tekur að sér, hans hlutverk er að vera þjónn skattborgaranna. Hvað yrði sagt í veizlu þar sem þjónar hefðu verið fengnir til starfa ef þeir færu allt i einu að éta af fötunum, drekka úr staupunum og reka gestina út? Við, hinn almenni Norðfirðingur, erum gestimir í þeirri veizlu sem form- leg opnun Oddsskarðsganganna sann- arlega er, en þar sem við erum lýðræö- issinnað fólk eru engir þjónar i veizl- um vorum, þar veitir hveröðrum. Það hefði verið mikil ánægja að veita Hall- dóri Sig. og Villa á Brekku í raunveru- legri hátiðarveizlu I tilefni ganganna, þeir áttu það skilið i þetta skiptið. En því miður fór sem fór, bændurnir tveir orðnir ráðherrar og því formleg opnun Oddsskarðsganganna einkahátíð rik- isvaldsins. Virðingarfyllst, Ólafúr M. Jóhannesson. Nú er hlátur nývakinn I ágústhefti Útvarpstiðinda 1947 er sagt frá Guðmundi Magnússyni bónda og kunnum hag- yrðingi í Stóru-Skógum i Stafholtstungum i Mýrasýslu og birtar eftir hann þessar visur: Faxa reistum reið ég geyst, reyndum hreysti dugi, grjótið þeyst af leiðum leyst, Ijómar í neistafiugi. Hér sé guð á glugganum, Gvendur úti bíður, skýldur næturskugganum, Skjóðu sinni ríður. nývakinn segir Sigurður: Hana hef ég alla ævi heyrt eignaða Jóni Ásgeirssyni á Þingeyrum og þá með henni fleiri vísur samstæðar, sem eiga við og eru þar svör og svarasvör. Skulum við nú hugsa okkur Jón Ásgeirsson koma úr kaup- stað kenndan og kleimaðan á nefi. Hann mætir nafna sinum og skáldbróður, Jóni Þorvaldssyni á Húnsstöðum... og kastar fram visunni. — Jón: Nokkuð hrasað hefur sá, hér um fjas þitt lini. En nú er lasið nefið á nafna glasavini. Vísur og vísnaspjall féu Jön Gunnar Jönsson kært sig um að leiðrétta, jafnvel ekki alltaf vissir í sinni sök, vegna áhrifa vínsins. ★ Á stríðsárunum voru þeir á ferð saman dag- langt austur um sveitir þeir Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri og Bjarni Ásgeirsson alþingis- maður. Á heimleiðinni, eftir því sem nær dró Reykjavík, fannst þeim bílstjórinn auka hrað- ann. Bjarni kvað: Nú skal halda á holan sjá, hækka fald, þótt svipti rá, beita valdi brimin há, boðaskvaldri sneiða hjá. Oft eg sótti ofan i haf i ægis tóttir jötna skraf, vænst mér þótti vifum af versins dóttir hvftt með traf. Guðmundur var mjög vinhneigður og varð úti á heimatúni sínu 1859, fimmtugur að aldri, liklega að koma heim úr kaupstað. Guðmundi eru þama eignaöar tvær alkunnar visur: Mesta gull i myrkri og ám, mjúkt á lullar grundum, einatt sullast eg á Glám, og hálffullur stundum. Ennfremur: Nú er hlátur nývakinn, nú er grátur tregur. Nú er ég kátur, nafhi minn, nú er ég mátulegur. Þessa feðrun telur visnamaður Dagblaðsins ekki trúlega, enda kom athugasemd fljótlega i sama riti. Sigurður Jónsson rithöfundur, kenn- ari og hestamaður frá Brún sendi pistil. Hann fullyrðir að visan um Glám sé eftir Skarphéðin Einarsson bónda á Hvoli i Vestur-Hópi og hefur það eftir syni hans og fleirum. Um Nú er hlátur Þá svarar Jón Ásgeirsson: Á skáldafundum framhleypinn, fær sér stundum pínu, þrátt hjá sprundum þaulsætinn, Þorvaldskundur nafni minn. Lokavísa þessarar viðureignar kom frá Jóni Þorvaldssyni og varsvona: Fegurð sjótin muna má meiri á spjótahlyni, nú er Ijóta nefið á nafna snótavini. Frásögn Sigurðar á Brún er hér stytt. En hann mun fara nærri þvi sem flestir hafa fyrir satt um visur þessar. Dálitið er nú samt skritið hve vísur Jóns Þorvaldssonar eru hvor annarri líkar, eins og hér sé um sömu visu að ræða i tveimur gerðum. — En þetta er gott dæmi um það, hvernig deilur koma upp um visnahöfunda. Þarf ekki annað að vera en að hagmæltir menn fari drukknir með visur eftir aðra, og eru svo álitnir höfundar þeirra. Sumir hafa kannski ekki Þórhall togar cflaust i einhver leyniþráður, og þvi hamast hann á ný, og hálfu meir en áður. Jónas bætti við: Er sá kemur inn á torg ökumaðurinn strangi, fáum verður fært um borg fyrir pilsagangi. ★ Prentvillur eru alls staðar hvimleiðar, hvergi verri en í vísum og Ijóðum, nema ef vera skyldi í guðsorði. I síðasta þætti urðum við fyrir þessu í einni af vísum Theodoru Thoroddsen. Svona á húnaðvera: Gegnum brim og báru her, beiti eg lifsins nökkva, og ef eg hleypi á huiið sker hlægir mig að sökkva. Hafið var frú Theodoru hugleikið yrkisefni. Hér eru þrjár vísur ortar í orðastað gamals sjó- sóknara: Min er spá og mesta þrá, að megi eg fá að hvíla hjá unni blá á opnum sjá, ævistjái skilinn frá. Hér vitna ég enn i rit frú Theodoru: Gömul kona sagði mér á æskuárum mínum ákvæðavísu, sem maður átti að hafa kveöið við vin, sinn, sem honum þótti bregðast sér í raun. visanersvona: Brigslinþungusjái sá, sem að flestu hyggur, hefti tungu þína þá, þegar mest á liggur. Seinna komst þessi maður, sem kveðið var um, undir manna hendur og lenti i mesta basli. Gömul norðlensk vísa: Vindursvalursuðri frá svífur um kalinn völlinn, þó skal smala þokugrá Þjófadalafjöllin. J.GJ. — S. 41046 V .................-.. ........ —

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.