Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.05.1978, Qupperneq 12

Dagblaðið - 20.05.1978, Qupperneq 12
12 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978. Silvía — vinur þúsunda barna. Hér færir litil stúlka henni blómvönd. „EIGUM VIO AÐ VERA PENNAVINIR?” Silvía Svíadrottning virðist vera al- veg sérstaklega vinsæl meðal barna á aldrinum 8—12 ára. Ekki alls fyrir löngu brá hún sér i smáfrí og þegar hún kom aftur heim lágu fyrir 20.000 bréf sem hún hafði fengið frá börnum, aðallega frá Danmörku, Þýzkalandi og Englandi. Öll vilja börnin gerast pennavinir drottningarinnar. En ef hún ætti að sinna þeim öllum gæfist henni líklega litill tími til þess að sinna litlu prinsessunni, Viktoríu. Nafna drottningarinnar, sem er 12 ára og býr í Vestur-Þyzkalandi, skrif- aði henni að hún væri drottning drottninganna og segist hún kaupa öll blöð sem eitthvað hafi um Silvíu að segja eða birti mynd af henni. Hún segir að móðir sín sé fokill vegna þessa nýja áhugamáls. Sharon, sem er 11 ára og býr i Lond- on, skrifar: „Þú ert mikið sætari en okkar drottning. Viltu ekki koma hingaðogstjóma í Englandi?” Birte-Tove, sem er 10 ára og býr í Aarhus, skrifar: „Ég kem strax og ég hef tíma til. Ég ætla að taka dúkkuna mína með mér og leika við Viktoriu. Þú þarft ekkert að vera að baka. Eigðu bara einhvern gosdrykk þegar ég kem.” Og þó Viktoria sé aðeins nokkurra mánaða gömul hefur hún nú þegar fengið eitt bónorð. 10 ára drengur skrifaði Silvíu eftirfarandi bréf: „Mig langar til að giftast Viktoriu ef mamma leyfir mér það. Ég er ekki af konunglegum ættum. En það ert þú ekki heldur.” Þessi (ef til vill) tilvonandi tengda- sonur Silvíu heitir Brian og segist eiga heima rétt hjá dýragarðinum. Einhverra hluta vegna berast fá bréf frá norskum börnum. Þó hefur ein ell- efu ára stúlka, Áslaug, skrifað drottn- ingunni. í bréfi sinu segir hún Silvíu búa í reglulega „snotrun kofa” og að drottningin sé nokkuð aðlaðandi og þegar Áslaug hefur lært að prjóna of- urlitið betur ætlar hún að prjóna Drottningin getur átt von á Birte-Tove meó dúkkuna sina í heimsókn hvenær sem er. Silvía þarf aðeins að eiga gos- drykk þegar hún kemur. peysu handa drottningunni. Bitten Pedersen, sem er 9 ára, er ekkert óánægður með mömmu sína en skrifar samt: „Ég vildi óska að þú vær- ir mamma mín.” Einnig skrifar hann: „Ég skil ekki hvað þú segir í viðtölun- um í sjónvarpinu en ég skil brosið þitt.” Það er því augljóst að Silvia er orðin drottning barnanna. í Þýzkalandi hafa meira að segja verið stofnaðir klúbbar barna sem nærri því dýrka hina þýzk- ættuðu drottningu Svíþjóðar. Bréfin koma aðallega frá stúlkum og í aðeins fáum þeirra er Viktoria nefnd á nafn. Það er drottningin sjálf sem er ímynd fallegu og góðu mömmunnar. JACQUEUNE ONASSIS TIL TEL AVIV Fcrðaklædd yfirgaf Jacqueline Onassis Heathrow fiugvöll í London og hélt til Tel Aviv. Hún harðneitaði að tala við blaðamenn um erindi sitt þangaðog fylgdar- maður hennar, sem enginn virðist vita dcili á, sagði: „Hvers vcgna í ósköpunum getið þið ekki látið hana í friði?” Koma til að læra aðrir til að losrc og sumir til að fc Hið vinsæla söngtrió með undirleikaranum sínum. Frá vinstri Kristin Sigurbjörnsdóttir, núverandi formaður samstarfs- nefndarinnar, Sigriður Ragnarsdóttir, Hallfriður Skúladóttir og Flosi Kristjánsson. „Það skapast ákveðin samheldni meðal fólksins og klúbbarnir eru stofn- aðir fyrir þá sem hafa verið á námskeið- inu. Fólk kemur á námskeiðin til þess að eiga betra með að tjá sig, losa sig við feimni. Sumir koma meira að segja til þess að læra að þegja. Fyrsta reglan er: Vertu góður hlustandi.” Þetta sagði Helgi Laxdal, en hann var að segja okkur frá starfsemi samvinnu- nefndar Dale Carnegie námskeiðanna, en um þessar mundir er 95. námskeiðið sem haldið er á Islandi i gangi. Helgi er fráfarandi formaður samvinnunefndar- innar. Núverandi formaður er Kristin Sigurbjörnsdóttir. t vetur hafa nokkrir úr klúbbunum heimsótt gamla fólkið á Ási í Hveragerði, DAS í Reykjavik og einnig nýlega DAS í Hafnarfirði. „Okkur fannst vera nóg af þeim sem vilja safna aurum til góðgerðarstarfsemi I þjóðfélaginu og þvi völdum við að halda kvöldvökur fyrir foskið fólk i þjóð- r V Þrjátíu örugg ráð til að drepa nýjar hugmyndir 1. Við höfum nú reynt þetta áður. 2. Þetta er of dýrt. 3. Þetta er utan míns verkahrings. 4. Hér er ekki tímitil að sýsla við svona hluti. 5. Þetta er alltof róttæk breyting. 6. Fyrirtækið er svo lítið. 7. Verkalýðsfélögin snúast áreiðanlega öndverð gegn þessu. 8. Þetta stangast á við starfshætti fyrirtækisins. 9. Við höfum ekki vald til svona framkvæmda. 10. Viðskulum nú haldaokkur viðjörðina. 11. Því aðbreyta.þettagengurjú einsogþaðer. — Hve lengi? 12. Þú ert augsýnilega tveim árum á undan timanum. 13. Við höfum hvorki nægilegtfjármagn, húsnæði né fólk. 14. Þetta er nú ekki á fjárhagsáætluninni. 15. Þaðererfittaðkennagömlum hundiaðsitja. 16. Ekki svo slæm hugmynd, en óframkvæmanleg. 17. Stjórn fyrirtækisins samþykkir þetta aldrei. 18. Er ekki rétt að taka saman skýrslu um þetta. 19. Það verður hlegið að okkur. 20. Farðu nú ekki að tala um þetta aftur. 21. Er ekki rétt aðsetja nefnd i málið. 22. Hefur þetta verið reynt annars staðar. 23. Viðskiptavinunum fellur þetta áreiðanlega ekki. 24. Þetta getur kannski gengið í þinni deild, en ekki minni. 25. Eigum við ekki að kanna þetta nánar áður en lengra er haldið? 26. Hvernig er þessu háttað hjá samkeppnisaðilum okkar? 27. Þetta blessast aldrei. 28. Svona*breytingar eru alltof þungar í vöfum. 29. Þettamunaldreiborgasig. 30. Við höfum alltaf gert þetta svona. félaginu,” sagði Helgi. „Þeir sem vilja vera með í fjársöfnun geta einfaldleg gengið i þá klúbba sem fyrir slíku gang- ast.” „Það kemur svo ótrúlega margt hæfi- leikafólk í námskeiðin,” sagði Kristín. „Fólk hefur svo komið fram og skemmt á haust- og vorböllunum okkar og einnig á árshátíðum. En einhvern veginn fannst okkur að þarna vantaði eitthvað upp á. Þvi var það að við fórum út í þessa skemmtanastarfsemi. Gamla fólkið hefur gaman af að dansa og þeir sem yngri eru koma gjarnan með og fá sér snúning.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.