Dagblaðið - 20.05.1978, Síða 20

Dagblaðið - 20.05.1978, Síða 20
20 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978. tekur við heiðursskjali frá núverandi for- manni félagsins, Ólafi Ragnarssyni. Jón Kjartansson, sem gegnt hefur for- mennsku í Siglfirðingafélaginu í 15 ár, Sigtfirðingar á höfuðborgarsvæðinu: Minnast60 ára kaupstaðar- afmælis á fjölskyldudegi ugustu og fjölmennustu át,thagafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Jón Kjartansson, forstjóri ÁTVR, hefur nú látið af for- mennsku í félaginu að eigin ósk og var hann nýlega kosinn fyrsti heiðursfélagi þess. Núverandi formaður Siglfirðinga- félagsins, Ólafur Ragnarsson, ritstjóri Visis, afhenti Jóni skrautskrifað heiðurs- skjal af þessu tilefni og þakkaði honum mikil og giftudrjúg störf í þágu Siglu- fjarðar og Siglfirðinga. Jón hafði gegnt formennsku í Siglfirðingafélaginu í 15 ár, en hann var í niu ár bæjarstjóri á Siglufirði. Samkoma Siglfirðinga á Loftleiða-1 hótelinu stendur frá klukkan 15 til 18 á j laugardag, 20. maí. Bifvélavirkjar eða menn vanir viðgerðum óskast strax. Afgreiðslumaður á lager plús sendill,þurfa að hafa bílpróf. Upplýsingar í síma 85235. Siglfirðingar á höfuðborgarsvæðinu munu á laugardaginn minnast þess að 60 ár eru liðin frá því Siglufjörður hlaut kaupstaðarréttindi og 160 ár frá því að staðurinn var löggiltur verzlunarstaður. Afmælisdagurinn er 20. maí, en þann dag er árlegur fjölskyldudagur Sigl- firðingafélagsins i Reykjavík og ná- grenni. Þá munu Siglfirðingar hittast i Kristalssal Hótels Loftleiða þar sem sigl- firzkar konur munu selja kaffi og kökur og stutt ávörp verða flutt. Þá mun verða kvikmyndasýning fyrir börnin í kvik- myndasal hótelsins. Siglfirðingafélagið í Reykjavík og ná- grenni hefur um árabil verið meðal öfl- FLIPPER í fyrstu siglingakeppni sumarsins voru í fyrstu sæt unum hinir geysivinsælu FLIPPER-bátar. A því sést að yfirburðir hinna léttbyggðu FLIPPER- seglbáta eru miklir. Kynnið ykkur verð og gæði og tryggið ykkur einn fyrir sumarið. Upplýsingar hjá: Heildverzlun PREBEN SKOVSTED Breiðagerði 15. Simi 85989. 108 Reykjavik. island Einkaumboð ó islandi Árhæjarprestakall: Guðsþjónusta i safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11. Séra Guðmundur Þorsteinsson. Ásprestakall: Messa fellur niður vegna heimsóknar til Hveragerðiskirkju. Guðsþjónusta þar kl. 2 e.h. Sérr GrímurGrimsson. Breiðholtsprestakall: Messa i Breiðholtsskóla kl. 2 e.h. Aðalsafnaðarfundur Breiðholtssóknar verður að lokinni messu. Séra Lárus Halldórsson. Bústaðakirkja: Messa kl. 2 e.h. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Séra Ólafur Skúlason. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Sóknamefndin. Fella- og Hólaprestakall. Guðsþjónusta í safnaðar- heimilinu að Keilufelli 1 kl. 11. Séra Hreinn Hjartar- son. Grensáskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Séra Halldór S. Gröndal. Hallgrimskirkja: Messa kl. 11. Lesmessa næst- lcomandi þriðjudag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. LandspítaUnn: Guðsþjónusta kl. 10. Séra Karl Sigur- bjömsson. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Séra Amgrímur Jónsson. Kópavogskirkja: Guðsjónusta kl. 11. Séra Þorbergur Kristjánsson. Langholtsprestakall: Guðsþjónusta kl. 2 e.h. Séra Árelíus Níelsson. í lok guðsþjónustunnar flytur Helgi Eliasson fulltrúi ávarp frá Gideon-félaginu. Sóknar- nefndin. Laugameskirkja: Messa kl. 11. Sóknarprestur. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 2 e.h. Aðalsafnaðar- fundur Nessóknar verður haldinn strax að lokinni guðsþjónustunni i félagsheimili kirkjunnar. Séra Frank M. Halldórsson. Fíladelfía Safnaðarguðsþjónusta verður á sunnudaginn kl. 14.00 og almenn guðsþjónusta kl. 20.00. Ræðumenn Hinrik Þorsteinsson og Hafliði Kristinsson. Fjölbreyttur söngur. Iþróttir LAUGARDAGUR Stjörnuhlaup FH verður háð í Kaplakrika í dag. íslandsmótið i knattspyrnu, 1. deild. KAPLAKRIKAVÖLLUR FH — KAkl. 14. AKRANESVÖLLUR KA-UBKkl. 15. KEFLAVÍKURVÖLLUR ÍBK— ÍBVkl. 15. ísiandsmótið i knattspyrnu 2. dcild. LAUGARDALSVÖLLUR Ármann—þrótturkl. 16. AKUREYRARVÖLLUR Þór— Fylkirkl. 16. HVALEYRARHOLTSVÖLLUR. Haukar— ÍBÍkl. 16. SANDGERÐISVÖLLUR Reynir — Austri kl. 17. SUNNUDAGUR LAUGARDALSVÖLLUR íslandsmótið i knattspyrnu 1. dcild. Vikingur— Valurkl. 20. íslandsmótið i knattspyrnu 2. deild. KR— VöLsungur kl. 14. LAUGARDAGUR. Glæsibær: Gaukar. Hollywood: Diskótek Ásgeir Tómasson Hótel Borg: Hljómsveit Gissurar Geirssonar frá Selfossi. Hótel Saga: Súlnasalur: Hljómsveit Ragnars Bjama-' sonar ásamt söngkonunni Þuríði Sigurðardóttur. Grillið opið fyrir matargesti. Ingólfscafé: Gömlu dansamir. Leikhúskjallarinn: Skuggar. evtnrudf: öðrum fremri Klúbburinn: Póker, Kasion og diskótek Vilhjálmur Ástráðsson. Lindarbær: Gömlu dansamir. Ódab Diskótek John Róberts. Sigtún: Bingó kl. 3. Brímkló og diskótek. Þórscafé: Þórsmenn og diskótek öm Petersen. SUNNUDAGUR Glæsibær: Gaukar. Holiywood: Diskótek Ásgeir Tómasson T Hótel Borg: Hljómsveit Gissurar Geirssonar frá Selfossi. Hótel Saga: Súlnasalun Einkasamkvæmi. Grillið opið fyrir matargesti. Mimisbar Gunnar Axelsson leikur á pianó. Klúbburinn: Póker ogdiskótek Hinrik Hjörleifsson. Óðal: Diskótek John Róberts. Sigtún: Ungir sjálfstæðismenn. Þórscafé: Þórsmenn ogdiskótek öm Ptersen. Linilrli«t . . ... ___________... . - ....... .. ^0 FÖSTUDAGUR Þjóðleikhúsió: Káta ekkjan kl. 20. Iðnó: Valmúinn springur út á nóttunni kl. 20.30. Upp- selt. LAUGARDAGUR Þjóóleikhúsið: Laugardagur, sunnudagur, mánudagur kl. 20. Idnó: Valmúinn springur út á nóttunni kl. 20.30. Upp- selt. Blessað bamalán miðnætursýning kl. 20.30 i Austurbæjarbiói. SUNNUDAGUR Þjóðleikhúsið: Káta ekkjan kl. 20. Litla svið Þjóðleikhússins: Mæður ogsynir kl. 20.30. Iðnó:Skáld-Rósakl. 20.30. Á sama tíma að ári sýnt á Akureyri og Austurlandi Bandaríski gamanleikurínn Á sama tíma að ári hefur nú verið sýndur 50 sinnum víða um land og var 50. sýningin i Skjólbrekku á miðvikudagskvöldið. Að loknum sýningum á Raufarhöfn, Þórshöfn og Vopna- firði fer leikflokkurinn til Akureyrar og verður fyrsta sýningin þar 17. maí en ráðgert er að sýna þar nokkur kvöld. Frá Akureyri verður svo farið til Austurlands og fer hér á eftir skrá yfir sýningardaga: 17. mai: Akureyri (og næstu daga). 27. mai: Seyðisfjörður 28. mai: Egilsstaðir 29. maí: Neskaupstaður. 30. mai: Neskaupstaður 31. mai: Eskifjörður. 1. júni: Reyðarfjörður. ' 2. júni: Fáskrúðsfjöröur. 4. júni eða 5. júni: Höfn i Homafirði. Að loknum þessum áfanga kemur leikflokkurinn til Reykjavikur og lýkur svo sýningarferðinni á Vest- fjörðumijúni. Leikstjóri sýningarinnar er Gísli Alfreðsson en með hlutverkin, sem aðeins eru tvö, fara Bessi Bjamason og Margrét Guðmundsdóttir. Flugurnar í gluggan- um og Friður sé með yður Leikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms frá Borgar- nesi mun sýna um helgina i félagsheimili Seltjamar- ness tvo einþáttunga: Flugumar i glugganum eftir Hrafn Gunnlaugsson og Friður sé með yður eftir Þorstein Marelsson. Fjórar persónur koma fram i ein-. þáttungi Hrafns, þrír karlar og ein kona. Um verkið segir höfundúr sjálfur að það sé „grár gamanleikur. Gerist hann á biðstofunni hjá lækninum, i skólanum, hjá bankastjóranum eða alls staðar þar sem lítil- magninn i þjóðfélaginu þarf að beygja sig fyrir stóra bróður.” Þá koma sex persónur fram i leikriti Þorsteins, tveir karlar og fjórar konur. Það fjallar um hjón sem vilja fá að vera i friði. Þau búa i sambyggðu steinhúsi og hafa reist háan múrvegg í kringum það. Leikurinn hefst er þau hafa verið i algjörri einangrun i fimm mánuði. Bæði verkin eru hér frumflutt á sviði. Friður sé með yður er samið úr samnefndu útvarpsleikriti en Flugumar i glugganum birtist i Eimreiðinni 1975. Þáttungamir verða sýndir i Félagsheimili Seltjamarness á laugardagskvöld kl. 21. Tónieikar L..... '______ Kór Langholtskirkju Um helgina heldur Kór Langholtskirkju tvenna tón- leika í Reykjavík. Efnisskráin verður fjölbreytt og meðal verka verður mótettan Jesu meine Freunde” eftir Johann Sebastian Bach. Þá mun kórinn frum- flytja verk sem tónskáldin Þorkell Sigurbjömsson og Jón Ásgeirsson sömdu sérstaklega fyrir hann i vetur. Þau verða meðal verka sem hann flytur á Norræna kirkjutónlistarmótinu i Helsinki í sumar en þar verður kórinn í annað sinn fulltrúi íslands á slíku móti. Tón- leikamir um helgina verða lokatónleikar kórsins á þessu starfsári en í vetur hélt hann þrenna tónleika auk þess að taka þátt í hátiðarhljómleikum Landssam- bands blandaðra kóra. Fyrri tónleikamir voru. í Lang- holtskirkju föstudagskvöldið 19. maí klukkan. 21.00 og siðari tónleikarnir verða i Háteigskirkju Íaugar- daginn 20. mai klukkan 17.00. Miðar verða seldir við innganginn, en styrktarfélagar fá að venju ókeypis að- gang. Stjórnandi Kórs Langholtskú kju er Jón Stefánsson. Kór Söngskólans f Reykjavík ásamt Sinfóníuhljómsveitinni í Reykjavík flytur Páku- messuna (Missa in tempori belli) eftir Haydn i Háteigs-, kirkju sunnudaginn 21. mai kl. 17.00. Einsöngvarar eru að þessu sinni úr röðum kennara Söngskólans í Reykjavik, þau Ólöf K. Harðardóttir, Guðrún Á. Simonar, Magnús Jónsson og Kristinn Hallsson. Stjórnandi er Garðar Cortes. Átthagafélag Sandara verður með kaffisölu að Seljabraut 54 Breiðholti (húsi Kjöts og fisks). Sandarar eldri en 67 ára eru í boði félagsins sunnudaginn 21. mai kl. 3 e.h. Aðalfundur félagsins verður á sama stað kl. 2 e.h. Stjórn öryrkjabandalags íslands hefur ákveðið í samráði við aðstandendur Guð- mundar Löve framkvæmdastjóra að heiðra minningu hans með því að stofna sjóö til lokaátaks bygginga- framkvæmdanna að Hátúni 10. Um þessar mundir er unnið að teikningu einnar hæðar þjónustubyggingar sem tengja mun háhýsin þrjú. Það var ætlun Guð- mundar og ósk að sem fyrst mætti byrja á og Ijúka því verki. Vinum og velunnurum er þvi bent á að framlög- um til lokaátaksins er veitt móttaka á skrifstofu öryrkjabandalags íslands Hátúni 10, sími 26700, á skrifstofu SÍBS Suðurgötu 10, sími 22150, og á Reykjalundi, sími 66200. Kvenfélag Langholtssóknar efnir til skemmtiferðar um Snæfellsnes 10. og 11. júni. Allt safnaðarfólk velkomið. Þátttaka tilkynnist fyrir 29. maí. Upplýsingar veita Gunnþóra, sími 32228, og Sigrún.simi 35913. Þjónusturegla Guðspekifélagsins gengst fyrir kaffisölu með hlaðborði í Templarahöll- inni að Eiriksgötu 5 sunnudaginn 21. mai kl. 3 e.h. Sigvaldi Hjálmarsson flytur ávarp, Ragnheiður Guðmundsdóttir syngur einsöng, undirleikari verður- ólafur Vignir Albertsson, Karl Guðmundsson og Gunnar Valdimarsson lesa upp. Geir Ágústsson sýnir litskyggriur frá Indlandsferð. Komið og hressið ykkur í „höllinni” á sunnudaginn. Aðaifuncfir Reykjavíkurdeild Norræna félagsins Aðalfundur félagsins verður haldinn í Norræna húsinu þriðjudaginn 23. mai kl. 20.30. Venjuleg aðal- fundarstörf. Bolvíkingar í Reykjavík og nágrenni Aðalfundur verður haldinn á Hallveigarstöðum laugardaginn 20. mai kl. 3 e.h. Sveinafélag pípulagningamanna Aðalfundur félagsins verður haldinn að Hótel Loftleiðum (Leifsbúð) laugardaginn 20. mai kl. 2 e.h. Venjuleg aðalfundarstörf. Aðalfundur Óháða safnaðarins verður haldinn i safnaðarheimilinu Kirkjubæ laugar- daginn 20. mai kl. 3 e.h. Venjuleg aðalfundarstörf. ... Sýningu Ketils lýkur annað kvöld Málverkasýningu Ketils Larsen í húsi Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur að Fríkirkjuvegi 11 lýkur annað kvöld kl. 22.00. Sýningin verður opin i dag og á morg- unkl. 14—22. Sýning Ketils ber yfirskriftina „Skip frá öðrum heimi” og er sjötta einkasýning hans. Hann hefur auk þess tekið þátt i samsýningu i Kaupmannahöfn. Gallerí Suðurgötu 7 Aðstandendur Gallerí Suöurgötu 7 munu sýna verk sin 3. júni og er þessi sýning jafnframt rúmlega eins árs afmælissýning. Minningarsýning um Jón Engilberts verður opnuð i sýningarsal Norræna hússins i kvökl og mun hún standa til 30. þessa mánaðar. Hinn 23. maí hefði lisamaðurinn orðið sjötugur en aðstand- endur sýningarinnar eru ekkja Engilberts, Tove, og félagsskapur islenzkra grafiklistamanna. Sýningin i Norræna húsinu verður opin daglega frá kl. 2—lOum helgar. Snorri D. Halldórsson heldur málverkasýningu að Hamragörðum, Hávalla- götu 24, Reykjavik. Sýningin verður opin fram til sunnudagskvölds og er þvi opin frá kl. 16—22 bæði laugardag og sunnudag. Sýning Sýning á verkum Mary Bruce Sharon (1878—1961) verður í Menningarstofnun Bandarikjanna að Nes- haga 16 i Reykjavik frá laugardeginum 20. mai — 9. júni. Sýningin verður opin alla virka daga milli kl. 13— 19 og um helgar milli kl. 13— 18. NR.87 — 18. mai 1978 Eining KL 12.00 Kaup Sala 1 BandaríkjadoUar 259,10 259,70 1 Steríingspund 468,80 470,10* 1 Kanadadollar 233,20 233,70* 100 Danskar krónur 4610,60 4521,00* 100 Norskar krónur 4737,40 4748,40* 100 Sœnskar krónur 5550,90 5563,80* 100 Finnskmörk 6052,30 6066,30 100 Franskir frankar 5547,30 5560,10* 100 Belg.frankar 781,60 783,40* 100 Svissn. frankar 13049,60 13079,80 100 GyUini 11394,00 11420,40* 100 V.-Þýzk mörk 12196,70 122243* 100 Llrur 29.72 29,79* 100 Austurr. Sch. 16963 1700,30* 100 Escudos 566,30 576,60 100 Pasetar 318,40 319,10* 100 Yen 113,44 113,70 •Breyting frá sUJustu skréningu.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.