Dagblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 2
2
r
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978.
Hringið í
síma
27022
millikl. 13
ogl5
eða skrifið
Afnemum gjaldeyrishöftin
^fnemum
[jaldeyrishöl
„Spánarfari” hafði samband við L»B:
Á þriðjudaginn birtist i Morgun-
blaðinu forystugrein sem hét „Afnem-
um. gjaldeyrishöftin". Ég er að miklu
leyti sammála þeim skoðunum sem
þar eru settar fram, en það kemur
manni undarlega fyrir sjónir að tillaga
Mbl. skuli ekki koma fram fyrr en rik-
• •
Okukennsla
Kennslubifreiðin er
Toyota Cresida ’78
(>}• annaó ekki.
Geir P. Þormar
ökukennari.
Símar 19896 og 21772 (simsvari).
\ Þakkirfyrir
neytendaþætti
DB ogVikunnar
Áskrifandi að DB hringdi:
Ég vil koma á framfæri þakklæti til
Vikunnar og Dagblaðsins fyrir neyt-
endaþætti blaðanna. Þetta er lofsvért
Iranuak og á án vafa eftir að verða til
mikilla bóta fyrir islenzka neytendur.
Ég er alveg sérstaklega ánægður með
plakatið sem fylgdi Vikunni í síðustu
viku og hver veit nema maður gerist
áskrifandi eftir þetta.
isstjórn sem Sjálfstæöisflokkurinn á
aðild áð hefur sagt af sér. Var ekki
nægur tími til að afnema gjaldeyris-
höftin á árunum 1974—78? Hvers
vegna var það ekki gert?
Svo vil ég taka undir það sem
„ferðalangur i fyrsta sinn” skrifaði í
DB um daginn. Gjaldeyrisskammt til
ferðamanna á tafarlaust að hækka
verulega og þeir sem ekki hafa fengið
gjaldeyri árum saman ættu að fá hærri
skammtenaðrir.
Forystugrein Mbl. þriðjudaginn 4. júlí,
sl. ■m--.---- -------
Hyrir nokkrum vikum var
_ frá því skýrt, að dagpen-
Ingar opinberra starfsmanna
ferðum erlendis hefðu vérið
gera er að ergja fólk og nj
það til þess að brjój
eyrislög með.
gjald^
Myndin cr tekin þegar Reynir Leósson sýndi krafta sína meö því að draga þungan vörubíl eftir Keflavikurvegi fyrir fáum
árum.
Hver er sterkasti maður
Ir IiaÍihÍ ReynirÖrnLeóssongerirathugasemdviðblaðaskrif
lltSIIIII um sirkus Gerry Cottle
Raddir
lesenda
Reynir Örn Leósson hafði samband
við DB vcgna þess að sirkus Gerry
Cottles sem þessa dagana skemmtir i
Laugardalshöll hefur auglýst að þar
komi fram sterkasti maður i heimi. Til
sanninda hafa blöð birt myndir af
honum i reiptogi við tólf manns.
Reynir sagði að þessi maður gæti
ekki kallað sig sterkasta mann heims
meðan hann hefði ekki hnekkt heims-
metum, hvorki sinu eigin sem skráð er
i metabók Guinnes né bandariskra og
rússneskra kraftamanna.
Reynir sagði að reiptog við tólf
manns þætti sér barnaleikur og minnti
á fyrri afrek sin. m.a. þegar hann tog-
aðist á viö 7 manns meðeinum fingri.
Reynir Örn Leósson býr nú i Kálfa-
gerði i Saurbæjarhreppi í Eyjafirði.
Hann fékk blóðtappa á sínum tima og
varð þess vegna að hætta þrekraunum
sinum. En hann sagðist vera reiðubú-
inn að koma frani á ný þrátt fyrir sjúk
dóminn og leika listir á við sirkus-
manninn i Laugardalshöllinni.
Skiptar skoðanir um sjónvarpsleikrit:
„Skrípaleikur” Gísla J.
heppnaðist vel
Kristján hringdi:
Ég er ekki sammála þvi sem „sjón-
varpsáhorfandi” skrifaði á lesendasíðu
DB sl. þriðjudag um leikrit Gisla J.
Ástþórssonar Mér fannst „Skripaleik
ur” gott stykki og vil hrósa sjónvarp-
inu fyrir að taka það til sýningar.
Þaðer vitleysa hjá „sjónvarpsáhorf-
anda” að persónusköpun hafi mistek-
izt. þvert á móti tókst hún vel. Ég
bendi á bilstjórann. bankastjórann og
vaktmanninn á hótelinu sem dæmi.
Og endirinn var sannarlega ekki
snubbóttur. Þaö færist mjög i vöxt að
höfundar gefi imyndunarafli áhorf-
enda lausan tauminn með tviræðum
endi og þótti mér vel takast til aö þessu
sinni.
KRAFLA VANN
KOSNINGASIGUR
„Gamall kommi” hafði simsamband:
„Ég gat nú ekki annaöen látið i mér
heyra eftir að hafa heyrt eftirfarandi
sögu sem ég vil gjaman að birtist i
Dagblaðinu. Sagan er svona:
Alþýðuflokksmaður. sem hefur haft
Kröflu á heilanum. hitli Gunnar
Thoroddsen á dögunum og var að
vonum drjúgmontinn yfir sigri
Alþýðuflokksins.
Gunnarsagði: „Vei/.tu þaðekki vin-
ur. að ótviræður sigurvegari kosning
anna er Krafla? Þið sögðust siðast i
leiðara á kjördegi að nú yrði kosið um
Alþýðuflokkinn annars vegar og
Kröfluflokkana hins vegar. Útkom-
anm varð sú að þið fenguð 22% at-
kvæða en Kröfluflokkarnir 72%.
Krafla hefur því unnið yfirburðasig-
ur.”
Kratinn varð heldur lúpulegur en
GunnarThór brosti i kampinn".