Dagblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978. r Necrophilia Hróp þefaranna bergmála Necrophilia merkir ást á hinum dauðu. Orðið er dregið af griska orðinu „nekros”, sem merkir lík, hinir dauðu, ibúar undirheimanna. í riti sínu „the Anatomy of Human Destructiveness” notar Erich Fromm orðið í skapgerðarfræðilegri merkingu (characterological sense), og þá merkir það ástríðufullt aðdráttarafl að öllu, sem er dautt, daunillt og sjúkt; það er ástríðan til að breyta því sem lifir í eitthvað sem er líflaust, að eyðileggja fyrir sakir eyðileggingarinnar; einhliða áhugi á öllu, sem er eingöngu vélrænt. Það er ástríða til að rífa í sundur lif- andi vefi. Orðið var fyrst notað í þessari merkingu af spánska heimspekingnum Miguel de Unamuno árið 1936 í tilefni ræðu, sem þjóðemissinnaði hers- höfðinginn Milan Astray hélt i há- skólanum i Salamanca, þar sem Unamuno var rektor í upphafi spönsku borgarastyrjaldarinnar. Úppáhaldsorðtak hershöfðingjans var Viva la Muerte („Lengi lifi dauðinn”). Þegar hershöfðinginn hafði lokið ræðu sinni, reis Unamuno upp og sagði m.a.: „Ég heyri nú dauðaelskandi (necrophilous) og vitfirrt hróp: „Lengi lifi dauðinn”. Og ég, sem hefi varið lífi mínu til að setja saman þversagnir, sem hafa vakið óskiljanlega reiði annarra, ég verð að segja þér, sem ert sérfræðingur í að skipa fyrir, að þessi furðulega þversögn vekur viðbjóð minn.” Þá hrópaði hershöfðinginn, sem ekki hafði lengur stjórn á sér, „Abajo inteligencia” („Niður með vits- munina”), „Lengi lifi dauðinn”. Kenning Erichs Fromm um dauða- ástina styðst m.a. við könnun hans á frægum mönnum sögunnar eins og Hitler en einnig fékk hann hug- myndina að þessu hugtaki frá kenningu Freuds um lífs- og dauða- hvatir. Bera má kennsl á dauðaelskandi fólk með ýmsu móti, svo sem hneigð þess til að brjóta og tæta litla hluti, eins og eldspýtur eða blóm, valda sjálfum sér meiðslum, eyðileggja fallega hluti o.s.frv. Slíkt má sjá hjá læknastúdent- um, sem dragast að beinagrindum o.s.frv. Hin dauðaelskandi skapgerð hneigist til að leysa vandamál eða árekstur með valdi og ofsa. Engan Gordíonshnút skal leysa með þolin- mæði heldur höggva á hann. Einkenn- andi fyrir þann, sem er „nekrofil” er „aflið til að breyta manni í lík”. Svar hans við vandamálum lífsins er eyðilegging en aldrei viðleitni innblás- in samúð, uppbygging eða að ganga á undan með góðu fordæmi. Erich Fromm segir m.a.: „Önnur ekki eins djúptæk tjáning „nekrófilíu” er greinilegur áhugi á sjúkdómum í öllum þeirra myndum sem og á dauða.” „Enn önnur vidd „nekrófíl” viðbragða er viðhorfið til fortíðarinnar og eigna. Sá, sem er „nekrófíl” skynjar eingpngu fortiðina sem eitthvað raunverulegt, ekki nútíðina og fram- tíðina. Það sem hefur verið, það er dautt, stjórnar lífi hans: stofnanir, lög, hefð og eignir. í stuttu máli, hlutirnir stjórna manninum; að hafa stjórnar þvi að vera, hið dauða stjórnar hinu lifandi. í hugsun þess, sem er nekróftl, persónulegri, heimspekilegri og pólitískri — er hið liðna heilagt, ekkert nýtt er verðmætt, róttæk breyting er glæpur gegn hinni „náttúrulegu” skipan.” Vond lykt „Eins og við höfum séð af þeim læknisfræðilegu gögnum, sem hér að framan eru rakin, einkennist sá, sem er nekrófil, af sérstökum tengslum við vonda lykt, ódaun, fnyk — upphaflegu lyktina af rotnandi eða morknu kjöti. Þessu er vissulega svo farið um margt slíkt fólk, og það kemur fram á tvenns konar hátt: (I) Hreinskilin ánægja af vondri lykt; slíkt fólk dregst að lykt af saur, þvagi og rotnandi efni, og það fer oft á lyktandi náðhús; (2) hitt er samt algengara — bæling löngunarinnar til að njóta vondrar lyktar; þetta leiðir til gagn- verkunar — myndunar (reaction for- mation), sem lýsir sér i því að vilja losna við vonda lykt, sem í rauninni er ekki til. (Þetta er sambærilegt ofur- hreinlæti svokallaðrar anal skapgerðar). í hvorri myndinni, sem það er, er þeirri manneskju, sem er „nekrofíl”, umhugað um vonda lykt. Eins og áður er bent á, kemur hrifning þessa fólks á vondri lykt, ódaun eða fnyk, m.a. fram í því að það sýnist vera „þefari („sniffer”)”. (H. von Hentig, 1964). Ekki ósjaldan kemur þetta einkenni fram i andlitssvip. Margt nekrófil fólk sýnist stanzlaust vera að lykta af vondri lykt. Hver sem athugar myndir af Hitler, til dæmis, getur auðveldlega uppgötvað þefara- svipinn á andliti hans. Þetta einkenni er ekki alltaf til staðar hjá „nekrófil” fólki, en það er eitt áreiðanlegasta ein- kennið þessarar ástríðu.” Tungutakið Erich Fromm segir ennfremur: „Tungutak þeirra, sem eru nekrófíl, einkennist af yfirgnæfandi notkun orða, sem visa til eyðileggingar, saurs og salerna. Þótt notkun orðsins „skítur (shit)” hafi orðið mjög algeng nú á dögum, er samt sem áður ekki erfitt að greina fólk, sem hefur það orð i uppáhaldi, langt umfram það, sem er venjuleg notkun þess. Dæmi þess er 22ja ára gamall maður, sem allt var „skítugt (shitty)” fyrir lifið, fólk, hug- myndir og náttúran. Sami ungi maður- inn sagði hreykinn um sjálfan sig: „Ég er listamaður eyðileggingarinnar”. Við fundum mörg dæmi um nekrófíl málfar, þegar við könnuðum svör á spurningalista, sem var beint til þýzkra verkamanna og launþega. Svörin við einni spurningu: „Hver er skoðun þin á þvi, að konur noti varalit og húðfarða?” gefa nokkra hugmynd. Margir þeirra, sem spurningar voru lagðar fyrir, svöruðu: „Þaðer borgara- legt” eða „ónáttúrulegt” eða „ekki heilsusamlegt”. Þeir svöruðu einungis með orðum þeirra hugmyndafræði, sem var ríkjandi. En minnihluti gaf svör eins og „Það er eitrað” eða „Það gerir konur útlítandi eins og hórur”. Notkun þessara raunverulega órétt- Kjallarinn SigurðurGizurarson lætanlegu orða gaf afar mikla ábend- ingu um skaðgerð þeirra; næstum því undantekningalaust sýndu þeir, sem notuðu þessi orð, eyðileggingarhneigð í flestum öðrum svörum.” Erich Fromm segir próf þessi hafa leitt i Ijós, að um 10 til 15 prósent þeirra sem prófaðir voru, hafi verið haldnir sterkri nekróftlíu. íslenzkt þjóðfélag Islenzkt þjóðfélag hefur breytzt mikið á allra síðustu árum. Fyrst af öllu vil ég nefna, að bæði bíll og sjón- varp eru orðin almenningstæki. Þannig tengist hinn venjulegi íslendingur nú hinu vélræna á siðustu 20 árum langtum fastar en nokkru sinni. Inn á heimilin er einnig dreift í gegnum sjónvarpið áhrifum, sem eru gegnsýrð af sadisma og, nekrófiliu. Með sadisma I sálfræðilegri merkingu er hér átt við ástríðuna til að hafa tak- markalaust vald yfir annarri lifandi veru, til að særa, auðmýkja aðra manneskju. Þessi einkenni stuðla öll að því að ala upp með islenzkum almenningi sadisma og nekrófíliu, sem siðan berst frá kynslóð til kynslóðar fyrir til- verknað uppeldis foreldra á börnum. Þessar ástríður eru órökrænar („irrational”) og meira eða minna ómeðvitaðar með þeim, sem haldnir eru þeim. Allt að einu eru þær sterkt afl i athöfnum þessa fólks, og koma þá oft fram i dulbúningi, sem yfirlýstur vilji til að bæta þjóðfélagið. Sá vilji lýsir sér þó venjulega fyrst og fremst í þvi, að umbótamaðurinn hugsar ekki um annað en hneyksli, verðbólgusjúk- dóma og glæpi. Hann ímyndar sér, að hann sé hetja í baráttunni gegn öllu hinu neikvæða í þjóðfélaginu, sem öll hans hugsun snýst um. Almenningur, sem er ekki sérfróður i sálarfræði og aðferðum lýðskrumara, sér ekki alltaf við slíku framferði. Hafa ber í huga, að Hitler komst til valda i Þýzkalandi á lýðræðislegan hátt. Hann var talinn allra mestur föður- landsvinur, eins og ræður hans bera með sér. En af því að ást hans var nekrófilia, varð árangur þessarar föðurlandsástar hans, að milljónir hraustra og ungra sona Þýzkalands voru leiddar út á blóðvöllinn eins og kálfar til slátrunar og sjálft föður- landið var lagt i rúst. Á uppgangstímum Hitlers átti hann sér marga aðdáendur bæði hér á landi og annars staðar á Vestur- löndum. Haft er eftir einum af fremstu ísl. stjórnmálamönnunum á þessum tíma, að Þýzkalandi stjórnuðu menn með hreinar hugsanir. Orðið hreinleiki og hreinsun eru tvö af hinum stóru orðum i táknmáli sadisma og nekrófilíu. Gervi Umbótamannsins A síðustu misserum hafa hróp hinna íslenzku pólitísku þefara um, að alls staðar sé fnykur, sóðaskapur, glæpur og sjúkdómar bergmálað um þjóðfélagið. Það er geigvænlegt, að jafnvel almenningur er farinn að finna lyktina með þeim jafnt þar sem hún er og þar sem hún er engin. Hróp nekrófilíunnar er einnig svo dæmi sé tekið: „Er honum treyst- andi?” „Honum er ekki treystandi”. „Hann á að segja af sér”. Þannig er farið að því að gera andstæðing að pólitísku líki. Hið mikla rit Erichs Fromm, sem bæði er mikill mannvinur, heimspek- ingur og einn mesti sálfræðingur eftir daga Freuds, er skrifað til að kenna okkur að bera kennsl á þá, sem eru haldnir grimmd og eyðileggingar- hneigð. Þeir leita oft eftir völdum I gervi umbótamannsins, en af þeim hlýzt jafnan eyðilegging, sorgir og hörmungar í einni eða annarri mynd. Sigurður Gizurarson sýslumaður. Sterk stjórn verður að koma — ef nahagsvandinn krefst þess Það kom glöggt fram i bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum, að þær endurspegluðu þá óánægju sem stjórn- völd hafa skapað með ógildingu ný- gerða kjarasamninga — að ógilda með lagaboði áunnar kjarabætur verka- og launafólks. Það merkilega er þó, að þrátt fyrir þær aðgerðir stjóm- valda hefur verðlag í landinu hækkað verulega, svo að orsaka til efnahags- vandans er annars staðar að leita. Það dylst engum, sem um þuu mál hugsa eða fjalla. Það sama gerðist í nýafstöðnum al- þingiskosningum. Þá töpuðu báðir stjórnarflokkarnir verulegu fylgi. Framsóknarflokkurinn það miklu, að hann hefur helzt hug á að hætta allri pólitík og sýna ævarandi hlutleysi og láta Alþýðubandalag og Alþýðuflokk um að stjórna landi og þjóð, þótt þeir flokkar hafi ekki þinglegan meirihluta til þess. Þeir kalla það að visu að af- stýra vantrausti, ef það bæri að hönd- um. Þannig er ástandið þar. Þeir trúa sem vilja, að „SÍS-hringurinn” láti slíkt ganga til langframa. Nei, auðvitað yrði slik ríkisstjórn áhrifa- og getulaus til lausnar þeim efnahagsvanda sem hrjáir þjóðlifið í dag. Það dylst engum að það verður að moka þann flór sem fráfarandi stjórn skilur eftir sig og Framsóknar- flokkurinn stendur ekki hjá þegar þær aðgerðir hefjast, þá væri Bleik illa brugðið. Nei, minnihlutarikisstjórn er gagnslaus og leysir ekki þann vanda sem við blasir. Sterk stjórn Ef ekki verður gengin sú braut, að allir þingflokkar myndi rikisstjóm (þjóðstjóm), til lausnar þess efnahags- vanda, sem við stöndum frammi fyrir og aðkallandi er að leysa, þá verða Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur að mynda rikis- stjórn. Með þvi fengist sá vinnufriöur sem nauðsynlegur er til að lækna þær meinsemdir, sem hrjá efnahagslífið og sem bjargað gæti efnahagslegu sjálf- stæði þjóðarinnar. Það er nokkuð Ijóst, hvers vegna Framsóknarflokkurinn tekur þessa hlutleysisafstöðu. Mín skýring er sú, að Framsóknarflokkurinn stjórnaði i fráfarandi rikisstjórn þeim ráðuneyt- um sem mestum deilum ollu, það eru dómsmál, póstur og simi, landbúnað- armál, vegamál (þá meðtalin Borgar- fjarðarbrúin) svo og viðskiptamál og verðlagsmál. Krafla er aftur mál allra kerfisflokkanna. öll þessi mál hafa valdið geysilegum deilum og þau urðu ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæð- isflokks að falli. Vissulega dylst það engum, að efna- hagsvandinn er geysilega mikill. Það kom sannarlega fram á öllum fundum stjómmálaflokkanna fyrir síðustu al- þingiskosningar og allir trúðu og vissu raunar fyrir, að efnahagsvandinn var mikill. Fráfarandi stjórnarflokkar ætl- uðu röngum aðilum að leysa þann vanda. Því fór sem fór. Það er ekki langur tími siðan þessum fundum lauk, en þó leyfir leiðarahöfundur Morgunblaðsins sér 2. júli sl að við- hafa eftirfarandi orðrétt, „Stærsta verkefni í landsmálum er vafalaust lagning varanlegra vega. Á örfáum Kjallarinn GarðarViborg áratugum hefur verið byggt upp við- tækt vegakerfi og segja má, að flestar byggðir séu nú i sæmilegu vegasam- bandi, enda þótt sum byggðarlög og jafnvel heilir landshlutar eins og t.d. Vestfirðir búi enn við slæmar sam- göngur að vetri til”. Og síðar segir: „Nú er röðin komin að þjóðvegakerf- inu. Fyrir kosningar lagði Sjálfstæðis- flokkurinn fram áætlun um lagningu varanlegs slitlags á vegi landsmanna á 15 árum. Hafi einhver haldið að hér væri um kosningabrellu að ræða, er það áreiðanlega á misskilningi byggt. Ekki verður dregið í efa, að verði Sjálfstæðisflokkurinn aðili að nýrri rikisstjórn muni flokkurinn leggja áherzlu á, að þessi vegaáætlun verði tekin upp i málefnasamningi nýrrar rikisstjórnar”. Hér virðist helzta , vandamálið vera gleymt, sjálfur efna- hagsvandinn og skuldasöfnun þjóðar- innar erlendis. Fólkið vill heldur lausn efnahagsvandans og láta slitlag vega biða um sinn, svo mæla kosningaúr- slitin. Hugmyndir Geirs R. Andersen 1 Dagblaðinu 1. júl) skrifar Geir R. Andersen greinarþátt no. II. í þeim þætti tekur hann að sér að mynda nýja rikisstjóm og skipta verkefnum niður á flokkana. Það fór illa að hann skyldi falla I prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, — en nú ræður hann engu um stjórn- armyndun. En grein hans er á þann veg skrifuð, að til endema má telja. Það yrði of langt mál að telja upp og vitna i allar þær fjarstæður sem hann telur fram í greininni. Ég vil þó gera athugasemdir við það sem hann kallar í grein sinni „lausafylgi” flokka, sem ávallt rokkar til og frá, eftir því hvern- ig landið liggur hverju sinni, og er fólk, sem ávallt er óánægt með stjórnar- stefnuna, hverjir sem stjórna. Geir segir meira um þetta „lausafylgi” orð- rétt: „Þetta fólk var óánægt með stjórnarstefnu vinstri flokkanna — og það var einnig óánægt með stjórnar- stefnu síðustu stjórnar. Þetta er fólk úr hinum svokölluðu þrýstihópum er ávallt breytir samkvæmt þvi er það heldur að þvi sjálfu sé fyrir beztu hagsmunalega séð og væntir þess aö næstu stjórnvöld taki fyrir þeirra mál.” Ég mótmæli þessum sleggju- dómum G.R.A. Hér eru að verki allt önnur öfl en þau sem hann skil- greinir undir hugtakinu þrýstihópar. Þeirra völd eru allt annars staðar. í þessum kosningum reð afstaða verka- og launafólks i öllum stjórn- málaflokkunum. Það sýnir atkvæða- tap Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Launafólk sem fylgdi áður þessum flokkum, kaus heldur hina flokkana, Alþýðuflokk og Alþýðubandalag, og getur vel orðið að föstu fylgi, ef rétt er að málum staðið. Þetta fólk var óánægt með stefnu þeirrar ríkisstjórn- ar sem Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokkur stóðu að. Þá fyrst og fremst í efnahagsmálum og launamálum. Hér kom fram vilji verka- og launafólks til raunhæfra aðgerða í efnahagsmál- um og vilji þess til að allir stæðu að sínum hluta að úrræðum sem að gagni mættu koma og þjóðin kæmist úr þeirri efnahagskreppu sem hún vissu- lega er í. Sú kreppa hefur komið einna harðast niður á verka- og launafólkið. Geir — ég vil segja þér það i fullri alvöru og um leið biöja þig að hugsa rökrétt áður en þú skrifar. Það voru ekki þrýstihóparnir sem felldu fyrrver- andi og núverandi rikisstjórn. Ég fullyrði, að það sem felldi stjórn- ina, voru lögin sem hún setti fram á Alþingi í febrúar sl. Og úrslit alþingiskosninganna er staðfesting á þvi, að verka- og launa- fólk lætur ekki bjóða sér hvað sem er og sizt þegar með lagaboöi er gengið á samning þess. Og þetta mun alltaf ger- ast ef stjórnvöld ganga á rétt fólksins, hver svo sem fer með völdin í landinu, — alla vega vona ég það. Sterka stjórn verður að mynda og hún verður að færa til betri vegar efnahagsmál þjóðarinnar og færa verka- og launafólki lifvænlegri laun. Alþingi hefur endurnýjazt verulega og margir ungir menn setzt þar á bekki, menn sem vilja berja niður sam- tryggingarkerfið sem þjakar allt þjóð- lifið. Sumir eru þangað komnir til að fá báknið burt, eins og það var orðað í orrahriðinni. Ég vona að allt þetta gerist — komi sterk stjórn, samtryggingin hverfi, að flokkarnir verði „menn” og báknið á burt. Garðar Vlborg fulltrúi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.