Dagblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 23
23 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978. <§ Útvarp D Útvarpí kvöld kl. 20.10: Tæfan HVER ER HELENE AUBIER? Tæfan nefnist útvarpsleikrit kvöldsins og er það nokkurs konar ástarsaga. Miðaldra hjón eyða sumarfríi sinu á heilsulindastað fyrir gigtveika. Á heilsulindastaðnum hitta hjónin unga konu sem einnig er sjúklingur. Maðurinn lætur sem hann sjái hana ekki, en vinskapur tekst með konunum. En málin breytast er upp kemst að eitt- hvert ástarsamband hafði verið milli mannsins og ungu konunnar. Þetta leikrit er nokkurs konar þrihyrningur, er þá átt við að þrír leikarar eru í leiknum og hefur verið ástarsamband milli þeirra allra. Leikur þessi er franskur og á að gerast um síðustu alda- mót. Með aðalhlutverk fara Guðrún Stephensen, Róbert Arnfinnsson og Briet Héðinsdóttir. Leikstjóri er Guðrún Ásmundsdottir. Útvarpkl. 17.10: Lagið mitt Minna skrifað á sumrin en veturna Helga Þ. Stephensen leikkona. „Það er nú heldur minna skrifað til okkar á sumrin en þó er alltaf eitthvað af bornum sem senda kveðju heim úr sveitinni." sagði Helga Þ. Stenhensen sem sér um Lagið mitt.þátt fvrir börn undir 12 ára aldri. „Mér finnst eins og krakkar sem búa úti á landi séu kannski duglegri að skrifa, en samt er þetta ósköp svipað. Ég hef breytt aðeins til í þættinum og nú spila ég fleiri lög en les færri kveðjur. Brunaliðið er lang vinsælast um þessar rnundir með lagið „Ég er á leiðinni.” Það er alltaf eitthvað um það að eldri krakkar skrifi. svona 13—14 ára með eldheitar ástarkveðjur og ég hef þá reynt að benda þeim á að skrifa i þáttinn lög unga fólksins. þvi hann er nú aðallega fyrir þann aldur. Það er nú sjaldan sem upp koma leiðindamál i sambandi við bréfin. en þó man ég eftir einu sem kom i þáttinn lög unga fólksins og var þá notað falskt nafn undir bréfið. og getur það komið illa við þann sem hlut á að máli." Lagið mitt er á dagskrá út- varpsinskl. 17.10 og er um það bil 40 mínútna langur. -ELA. Flutningur leikritsins tekur um 40 minútur. Höfundur: Höfundur útvarpsleikritsins er franskur og hét upprunalega Charles Messager en breytti síðan nafni sínu i Charles Vildrac. Vildrac fæddist i Paris árið 1882. Hann hefur gefið út Ijóðabækur, leikrit og barnabækur. Guðrún Ásmundsdóttir leikstýrir leikriti kvöldsins. Briet Héðinsdóttir leikur Helene Aubi- er. Fimmtudagur 6. JÚIÍ 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Á frí- >aktinni: Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.00 Miðdegissagan: „Angelina” eftir Vicki Baum. Málfriður Sigurðardóttir les 118l. 15.30 Miðdegistónleikar: Rikishljómsveitin i Dresden leikur Sinfóniu nr. 8 i h-moll ..Ófull gerðu hljómkviðuna" eftir Schubert: Wolf gangSawallischstj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Vcðurfregnir. 16.20 Tónleikar. 17.10 Lagið mitt: Helga Þ. Stephensen kynnir óskalögharna. 17.50 Víðsjá: Endurtekinn þáttur frá njorgni sama dags. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Gísli Jónsson flytur þáttinn. 19.40 íslenzkir einsóngvarar og kórar syngja. 20.10 l.eikrit: „Tæfan" eftir Charles Vildrac. Þýðandi: Áslaug Árnadóltir. l.eikstjóri: (iuð rún Ásmundsdóttir. Persónur og leikendur: (iabrielle Cottercl/Guðrún Stephensen. (ieorge Cotterel/Róbert Amfinnsson. Helene Aubier/Briet Héðinsdóttir. 20.50 Sextett fvrir klarínettu, hor og strengja kvartett eftir John Ireland. Gervase de Peyer. Neill Sanders og félagar i Melos-hljómlistar flokknum lcika. 21.20 Staldrað við á Suðurnesjum: I (iarðinum; — lokaþáttur. Jónas Jónavson ræðir við heimafólk. 22.05 Orgelleikur og sringur í Háteigskirkju: Norræn tónlist. Daniel Ström leikur og Thor björn Marthinsen syngur. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Áfangar. Urþsjóruirmenn:'Guðni Rúnar Agnarsson og Ásmundur Jónsson. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 7. júlí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. (7.20 Morgun leikfiníi). 7.55 Morgunbæn. 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurlr. For ustugr. dagbl. lútdr.l. 8.35 Af ýmsu tagi: Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: (iréta Sigfúsdótt ir lýkur lestri þýðingar sinnar á sögunni ..Kat rinu i Króki"éftirGunvorStorncs|7i. 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tón- leikar. 10.00 Fréttir 10.10 Vcðurfregnir. 10.25 Fg man það enn: Skeggi Ásbjarnarson sér um þáttinn. 11.00 Morguntónleikar: Þekktasta verk höfundar er „Le paquebot Tenacity” (1920). Vildrac tók virkan þátt í starfi frönsku and- spyrnuhreyfingarinnar í síðustu heims- styrjöld. 1 verkum sínum lýsir hann bezt lífi manna úr verkalýðs- og smáborgara- stétt. Hann trúði á framtið mannkynsins, ekki siður en Romain Rolland. -ELA. Guðrún Stephensen fer með hiutverk Gabríelle Cotterel. Róbert Arnfinnsson sem fer með hlut- verk George Cotterel. IMú er tíminn til þess að panta vararafstöð fyrir næsta vetur. Útvegum allar stærðir. Vekjum athygli á eft- irfarandi (uppgerðar með verksmiðju- ábyrgð): 100 KVA Gardner LX6 200 KVA Volvo TD120AG Leitið nánari upplýs- inga Vélasalan h/f 15401 & 16341. Rafstöðvar Höfum fyrirliggjandi LISTER rafstöðvar í stærðum: 21/2 kw einfasa 31/2 kw einfasa 7 kw einfasa 10 1/2 kw einfasa 13 kw 3-f asa heimilisrafstöðvar og flytjanlegar stöðvar fyrir verktaka Framleiðum allar gerðir af tjöldum á hag stæðu verði, m.a. - , lln ’ 5—omanna kr. 36.770.- 3 manna kr. 27.300.- Póstsendum um allt land. Seglagerðin Ægir Eyjargötu 7, örfírsey — Sími 14093. STARFSKRAFTUR ÓSKAST Opinber stofnun óskar að ráða starfskraft til afleysingar á skrifstofu. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 27. þ.m. merkt 7876. Aðalféhirðir Starf aðalféhirðis hjá Sjúkrasamlagi Reykja- víkur er laust til umsóknar. Laun skv. launa- kjörum ríkisstarfsmanna. Umsóknarfrestur er til 20. þ.m. og skal umsóknum skilað á skrif- stofu S.R., Tryggvagötu 28, þar sem veittar eru nánari upplýsingar. Sjúkrasamlag Reykjavíkur EIGNASKIPTI: Fossvogur Finbýlishús rúmlega tilbúið undir tréverk ca 210 ferm. á einni hæð. Æskileg skipti á raðhúsi á 2—3 pöllum á sama stað. Uppl. á skrif- stofu en ekki i sima. Kópavogur Einh\lishús forskallað 60x2 hæð og risi auk bilskúrs. á stórrí lóð mcð hyggingarrétti i skiptum fyrir 3ja til 4ra herb. íbúð i Reykjavík. Skipholt 3ja herb. ibúðá jarðhæðekki kjall- ari. Stór stofa og tvö svefnher- bergi. Sérhiti, þvottahús og inn- gangur í skiptum fyrir 4ra til 5 herb ibúð i austurbæ, sérhæð eða efri hæð i fjórbýlihúsi t.d. Hlíðun- um. Óskum eftir: 5 herb. ca 130 ferm. ibúð í háhýsi við Sólheima. Mjög góð útborgun. Skipti á 4ra til 5 herb. ibúð i Vesturbæ kemur til greina. Efri sérhæð austan Lönguhlíðar 4 til 6 herb. með bilskúr. Verður að vera í toppstandi. Heildarverð greiðist við samning. Einbýlishús ca 200 ferm. á einni hæð með 40 til 50 ferm. bílskúr í Arnarnesi eða annars staðar i Garðabæ. Má kosta um 45 milljónir. Hæð í Norðurmýri með bílskúr. 4ra til 5 herb. ibúði norðurbæ Hafnarfj. meðeðaán bílskúrs. Húsamiðlun Fasteignasala. Templarasundi 3. Simar 11614 og 11616. Sölustjóri: Vilhelm Ingimundarson. Heimasími 30986. Þorvaldur Lúðváksson hrl. Bárugata — Hraunbær 4ra herb. ibúð og 2ja herb. íbúð í skiptum fyrir einbýlishús mcð bil skúr. Má vera eldra hús stein- steypt á rólegum stað. Uppl. á ikrifstofu en ekki í síma Hlíðahverfi Neðri sérhæð 5 herbergi 140 ferm. í skiptum fyrir sérhæð einbýli eða raðhús að sunnanverðu i austurbæ Kópavogs. Fossvogur Skipti á 4ra herb. íbúð í Fossvogi og 4ra herb. ibúð i Lækjunum eða i Grunnunum. Hlíðahverfi Skipti á 5. herb. ibúð á annarri hæð i Hlíðunum fyrir sérhæð í Lækjum, Teigum eða svipuðum slóðunt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.