Dagblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 9
9 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. AGUST 1978. Fokið í flest skjól hjá sparifjáreigendum: Nú er deilt um það, hvort heimilt sé að skattleggja verðbætur af spariskir- teinum ríkissjóðs eftir sömu reglum og gilda um skattlagningu á sparifé, enda eru þau ekki framtalsskyld nema eins og sparifé. Frá því 1964 hafa verið gefnir út 25 flokkar slikra bréfa. Hinn síðasti nú 1978. Nafnverð þessarra 25 flokka er kr. 8.363.000.000.00 þ.e. rúmir átta milljarðar króna. Kröfur, sem eigendur bréfanna eiga á Seðlabanka íslands með vöxtum og visitöluverðbótum miðað við 1. júlí sl. nema 29 milljörðu.n ogl36 milljónum króna. Þess ber að geta, að tveir fyrstu flokkar bréfanna hafa verið innleystir og margir flokkar eru að gjaldfalla framyfiraldamót. Sparifé forðað undan verðbólgubálinu — Verðbæturnar skattlagðar Hvernig, sem á er litið, nema skattar af verðbótum mjög verulegum fjárhæðum, enda þótt með hana sé farið eftir reglum um skattlagningu sparifjár. Samkvæmt þeim er það hlut- fall milli eigna og skulda sem ræður þvi, hvort verðbætur eru skattskyldar ásama hátt ogsparifé. Skattstjórinn I Reykjavik hefur úrskurðað að heimilt sé að skattleggja verðbæturnar með þeim hætti, sem að framan greinir. Slík skattlagning hefur Spariskírteinin gerð skattskyld? hins vegar ekki verið kærð fyrr en nýlega. Embætti rikisskattstjóra hefur nú til umfjöllunar tvö slík mál. Er annað þeirra mjög umfangsmikið. Ríkisskattanefnd hefur ekki úrskurðað Aðeins eitt slíkt mál hefur borið undir rikisskattanefnd. Þá voru ástæður þær. vegna ófullnægjandi upplýsinga, að naumast er hægt að lita á úrskurð, sem i málinu gekk, sem niðurstöðu um algilda meginreglu. Hefur ríkisskattanefnd þvi ekki ennþá úrskurðað um almenna heimild til skattlagningar. Fyrsti flokkurs spariskirteina var gefinn út 1964. Söluverð hans var 75 milljónir króna. Þau voru innlausnar- skyld i janúar 1975. Ef engin þeirra bréfa hefði verið innleyst fyrr en þá, hefði nafnverð að viðbættum vöxtum og verðbótum numið kr. 992.040,000.00 eða sem næst einum milljarði króna. þ.e. sem hæst þrettán- földu upphaflegu nafnverði. Þegar þessi bréf voru gefin út var grunnvisitala byggingarkostnaðar 220 en við innlausn 1455 stig, sem var útreiknuð visitala hinn l.okt. 1974og gilti enn i janúar 1975. Verðmæti bréfanna sundurliðast þannig miðað við 10 þús. kr. bréf: Nafnverðkr. 10. þús. + lOþús. ivexti + 112.272.00 kr. t verðbætur. Vísitala er reiknuð ofan á vaxtafjárhæð hverju sinni. Ríkið gefur og ríkið tekur Rikissjóður hefur gefið þessi bréf út en Seðlabanki íslands hefur annast meðferð þeirra, bæði sölu þeirra, innlausn og allt annað I sambandi við þau. Þar sem bréfin skipta stöðugt um eigendur. má líta á þau sem skuld eins borgara við annan. Þar sem velflestir eigendur bréfanna hafa með kaupunt á þeini ætlað að varðveita sparifé sitt fyrir verðbólgubálinu. er það vitanlega stórmál. ef nálægt 20 milljarðar króna sparifjár verða skattlagðar. Sú niður- staða sýnir auðvitað aðeins fræðilegan möguleika. Eigi að siður er hér stór- mál á ferðinni. þótt skattlagning nái til mun lægri fjárhæðar. BS. DAGBLAÐIÐ kynnir nýju þingmennina: Eiður Guðnason var kjörinn á þing í Alþingiskosningunum 25. júní sl. fyrir Vesturlandskjördæmi. Eiður var i fram- boði á vegum Alþýðuflokksins. Hann er fæddur 7. nóvember 1939. Að loknu menntaskólanámi stundaði Eiður nám í stjómmálafræðum i Bandarikjunum i eitt ár, en hóf síðan nám við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA prófi í ensku og landafræði. Með háskólanámi starfaði hann sem blaðamaður og rit- stjórnarfulltrúi við Alþýðublaðið. 1967 hóf Eiður störf sem yfirþýðandi hjá Sjónvarpinu, þar sem hann hefur starfað siðan sem fréttamaður og fulltrúi dag- skrárstjóra. Hugsaði sig um 1 verkfallinu — Nú ert þú borinn og barnfæddur Reykvíkingur og hefur alla tið átt heima þar. Hvernig stendur á því, að þú fórst i framboðí Vesturlandskjördæmi? — Ég hafði engin sérstök persónuleg tengsl við þetta kjördæmi, en jjegar ýmsir forsvarsmenn Alþýðuflokksins fyrir vestan fóru jjess á leit við mig, að ég tæki þátt í prófkjörinu, það var vist í október I fyrra, um það leyti sem verk- fall opinberra starfsmanna var að hefjast, þá hafði ég aldrei þessu vant nægan tima til að hugleiða min mál. Eftir töluverða umhugsun tók ég þá ákvörðun að láta slag standa og verða með. Ég var þá búinn að vera við frétta- mennsku linnulaust að heita mátti í sextán ár. Fréttamennska er krefjandi, kannski ennþá meira en pólitik. og alltaf hætta á að maður staðni. Það er hverjum manni hollt að breyta til, og takst á við ný verkefni. Ég geri ráð fyrir að hætta hjá Sjónvarpinu með haustinu, en starfið þar hefur sannarlega verið ánægjulegur timi meðgóðu fólki. — Þú ert fjölskyldumaður? — Já, konan mín heitir Eygló Heiga Haraldsdóttir, píanókennari. Við eigum þrjú börn, dreng og tvær telpur, 6, 9 og 14ára. — Hvað gerirðu i tómstundum? — Það er nú svona sitt af hverju. Les mikið bæði bækur og tímarit. Má heita alæta á prentað mál. Á vetrum stunda ég svolítið skíðagöngu til heilsubótar og andlegrar upplyftingar. Svo kann ég lika ágætlega við mig í eldhúsinu. Ég hef nefnilega lúmskt gaman af þvi að búa til mat. Samgöngumál — Aðstöðujöfnun — Hver eru helztu áhugamál þin, svona á opinberum vettvangi? Eiður Guðnason, Vesturlandskjördæmi (A): „Menn mega ekki einangrast niður við Austurvöll” er afstaða þin til bjórsins margumtalaða? — Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti bjórnum og sé ekkert þvi til fyrirstöðu að hann sé seldur I áfengisverzlunum, sem sclja núna bæði létt vín og sterk: Eins ogcrgetur hver sem nennir fram- leitt sinn eigin bjór átölulaust. Það verður hver og einn að hafa vit fyrir sér sjálfur í þessum efnum. Áfengislöggjöfin hér ber allt of mikinn keim af hræsni og yfirdrepsskap. Nýsköpun hefði verið æskilegust — Hvað "m kjördæmamálið? — Það er rétt að þar rikir atkvæða misvægi. Um ýmsar leiðir er að velja, og það er Ijóst að til einhverra breytinga mun koma. Þær verða ekki auðveldar og til þeirra verður að vanda. — Nú eru stjórnarmyndunarvið- ræður hafnar. Hver yrði bezta stjórnin að þínumdómi. — Allir eru einhuga um að nú þurfi sterka stjórn. Ég tel hiklaust að svonefnd nýsköpunarstjórn hefði verið æskilegust, en Alþýðubandalagið léði ekki einu sinni máls á að ræða þann möguleika. Sú neitun mælist held ég ákaflega illa fyrir meðal almennings. Næsti valkostur er að reyna svokallaða vinstri stjóm, sem yrði töluvert veikari, — því miður. Fylgishrun Framsóknar hefur gert þahn flokk að litlum kaup- félagsflokki, sem er með öllu áhrifalaus í verkalýðshreyfingunni. — Eitthvað að lokum? — Ég hlakka sannarlega til að takast á við málin á nýjum vettvangi. Það er höfuðnauðsyn hverjum þingmanni að hafa sem bezt samband við umbjóð- endur sina. Hverjum alþingismanni er það rik nauðsyn að fylgjast með því hvernig fólk hugsar og mótar afstöðu sina til þjóðmála, sem sagt vera i sem nánustum tengslum við þjóðlifið. Þeirri mikilsverðu staðreynd mega menn ekki gleyma. Menn mega ekki einangrast niður við Austurvöll. JÁ. Dagblað án ríkisstyrks — Þar er nú af nógu að taka, ekki sizt, þegar vandamálin eru jafnmörg og raun ber nú vitni. í Vesturlandskjördæmi hafa samgöngumálin með nokkrum hætti orðið útundan, þrátt fyrir byggingu ágætrar Borgarfjarðarbrúar. Hún er góð. en mátti ekki verða á kostnað allra annarra vegaframkvæmda í kjördæminu. Simamál eru samgöngu- mál. Þar hefur Vesturlandskjördæmi líka dregizt aftur úr. Það er til dæmis yfirleitt fljótlegra að hringja til Kaup- mannahafnar eða London heldur en að hringja vesturáSand. — Önnuráhugamál? — Það er þá helzt, að við þurfum að jafna stöðu þegnanna i landinu án tillits til búsetu. Þetta er stórt mál, sem vinna verður að í áföngum, en þar verður að fara að stíga stærri skref en gert hefur verið. Nú, einnig gæti ég nefnt mál eins og atvinnulýðræði, sem Alþýðuflokkur- inn hefur beitt sér fyrir. Aðild starfsfólks að stjórn fyrirtækja. Þar á að byrja á rikisfyrirtækjum, til dæmis ríkisverk- smiðjunum nú og auðvitað líka fyrir- tækjum eins og útvarpi og sjónvarpi. — Fyrst þú minnist á útvarpið, þá minnist ég þess að hafa heyrt að þú fengist við að þýða útvarpsleikrit? — Ég hef alltaf haft heldur gaman af að spréyta mig á þýðingum. Ég hef þýtt nokkur leikrit fyrir útvarpið sitt af hverju fyrir sjónvarpið, eina bók endur fyrir löngu og svona eitt og annað. Aðal- lega hef ég þýtt úr ensku, en einnig úr Norðurlandamálum. Núna er útvarpið að flytja framhaldsleikritið Leyndardóm leiguvagnsins, gamaldags og töluvert spennandi morðgátu. „Hef í sjálfu sér ekkert á móti bjórnum" —Eiður svo við víkjum að öðru. Hver LITII1ÁTÍÐ aö Úlfljótsvatní um verslunarmannahelgí Forsala aðgöngumiöa er haf in á ef tirtöldum stöðum: REYKJA VÍK: í ARO-jeppabrfreið í Austurstræti. — Þar eru einnig seidir Rauðhettubolir og hattar. KEFLA VÍK OG SUOURNES: Hjá Steindóri og SBK. EGILSSTÖÐUM, AKUREYRI, ÍSAFIRÐi OG VESTMANNAEYJUM: í afgr. Flugfélagsins og veitir það einnig mótsgestum 15% afslátt á flugferðum ti/ogfrá Reykjavík. VERD AÐGÖNGUMIDA AÐEINS KR. 8000.-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.