Dagblaðið - 09.08.1978, Qupperneq 1
RITSTJÖRN SÍÐÍJMÚLA 12. AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. — ÁÐALSÍMI27022.
Þorír enginn í stjóm?
„Allir flokkar eru tregir til að fara í
stjórn,” sagði maður úr forystuliði eins
flokksins í morgun. Hann taldi, að
tregðan vasri nú óvenjulega mikil.
Stjórnarflokkarnir vildu helzt ekki
hafa áfram forystu vegna taps i kosn-
ingunum. Alþýðubandalagið teldi hag-
stæðast að vera utan stjórnar. Alþýðu-
flokkurinn vildi helzt ekki verða ein-
hver viðauki við núverandi stjórn.
DB skýrði frá þvi fyrir um viku, að
þingmenn töldu „engar líkur fyrir
þjóðstjórn”. Nú mun þeim tilraunum
hætt og farið að athuga möguleika á
stjóm Sjálfstæðis-, Alþýðu- og Fram-
sóknarflokks. Mikil tregða er í slíkri
stjórnarmyndun. Alþýðuflokksmenn
eru klofnir í afstöðu til hennar.
„A síðasta fundi miðstjórnar og
þingflokks var okkur Geir Hallgrims-
syni veitt viðtækt umboð. Það var ekki
takmarkað,” sagði Gunnar Thorodd-
sen í viðtali við DB í morgun.
Hann kvað nú hafa verið kannað,
hvort grundvöllur væri fyrir þjóð-
stjórn. „Mér virðist ekki vera grund -
völlur fyrir henni. Það er ekki að
kenna neinum einstökum flokki,”
sagði Gunnar Thoroddsen.
Nú er gert ráð fyrir að næsta skref
verði að kanna mögu|eika á stjórnar-
myndun Sjálfstæðisflokks, Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks.
„Á þingflokksfundinum, sem
ákveðið var fyrir viku að halda i dag,
skýrum við Geir frá gangi viðræðn-
anna. Að öðru leyti er, eins og nú
háttar, ekki annað um þetta mál að
segja,” sagði Gunnar Thoroddsen.
„Ég er ekkert hissa á því, þótt aflýst
verði tilraun til stjórnarmyndunar
allra flokka,” sagði Steingrímur Her-
mannsson. „Alþýðubandalagsmenn
hafa sagt það mikið,” bætti hann við,
er fréttamaður átti tal við hann í
morgun.
Að öðru leyti kvað hann
Framsóknarflokkinn nú biða átekta.
Umboð fulltrúa Framsóknarflokksins
i viðræðum um stjórnarmyndun var
bundið við meirihlutastjórn.
HH/BS
Súper-
markaður
haldinn
í höfninni
„Við höfum óþarflega mikið af mat-
vælum um borð og viljum gjarnan létta
á skútunni,” sagði eini enskumælandi
skipverjinn á frönsku skútunni „Le
Steph” er tíðindamenn Dagblaðsins
spurðu hvers vegna þeir væru að selja
hluta af matarbirgðum sínum.
Útsala þessi átti sér stað á einni
bryggjunni á Grandagarðinum. Útsölu-
stjórarnir voru fjórir franskir sjómenn
frá Lyon sem hér eru staddir á leið sinni
til Nýfundnalands. Þarna gerði margur
Reykvíkingurinn góð kaup og má nefna
sem dæmi að dósin af hakkabuffi fór á
200 krónur. Frakkarnir halda frá
Reykjavik og mun útsölunni nú lokið.
- GAJ
Á útsölu Frakkanna I Reykjavíkurhöfn
kenndi margra grasa.
DB-rnynd Bjarnleifur
Kærði rán í
Hollywood
Um klukkan ellefu í gærkvöldi
kærði einn af gestum í Hollywood
árás á sig og þjófnað á veski sínu. I
þvi segir hann að hafi verið
45 þúsund krónur í peningum og
ávísanahefti á Búnaðarbankann.
Ekki náðust árásarmennirnir og
þjófarnir. Allmikið „fjör” var i og
við Hollywood í gær.
Skömmu áður hafði kona
gengið berserksgang skammt frá
eða við Ármúla nr. 1 og 3. Var
hún handtekin eftir að hafa brotið
rúðu i fyrrnefnda húsinu með
tréskósinum.
ASt.
V
✓
„Meira fyrir mánaðarlaunin"
Hver fær mánaðarúttekt?
Nú eru áskrifendur DB farnir að
senda okkur inn útfyllta seðla með
kostnaðinum við heimilishald sitt. —
Þessa dagana er innheimtufólk DB að
innheimta áskriftargjald blaðsins og
eiga að taka við útfylltum miðum frá
áskrifendum.
Við viljum minna þá, sem ætla að
taka þátt i að fá „Meira fyrir mánaðar-
launin”, með okkur, að fylla seðlana
út samvizkusamlega og afhenda inn
heimtufólkinu — eða koma þeim á
skrifstofu eða ritstjórn DB.
Það er ekki einungis að við spörum
stórfé með þvi að halda búreikninga,
heldur er þarna tækifæri til þess að
vinna sér inn mánaðarúttekt.
Munið að það er aldrei of seint að
byrja.
Finansbankinn danski snýr sér að vestur-
þýzkum fjáreigendum þegar íslenzkir,
sænskir og norskir bregðasf.
— sjá erl. fréttir bls. 6 og 7
Han ráddade Allsvenskan
— segja Svíar um Teit Þórðarson en hann skoraði sigurmark
Öster gegn meisturum Maimö og héit þar með spennunni í
Allsvenskan
sjá íþróttir bls. 12, 13 og 15
Hér vantar
40 konur!
Aö ganga um frystihúsin á Suöurnesjum i gær
var einna likast þvi sem maöur getur imyndaö sér
aö hafi veriö aö fara um bandarisku gullgrafar-
bæina eftir að ævintýrið var úti og allir flúnir.
Vinnslusalirnir bergmáluðu af tómlæti og maður
heyrði til sjálfs sin þótt um miöjan vinnudag væri.
Hundruö starfsfólks úr þessum húsum sitja nú iðju-
laus heima hjá sér á atvinnuleysisskrá og stjórn-
endur húsanna sjá sér ekki fært að hefja aftur
rekstur fyrr en stjórnvöld hafa tryggt rekstrar-
grundvöll — en þaö eru bara engin stjórnvöld til að
taka á vandanum þessa stundina — sjá viötöl viö
fólk á Suöumesjum • GS/DB-mynd Ari
Sjá bls. 8