Dagblaðið - 09.08.1978, Page 2
LLéCdSkÖLÍ BÚPU
Bréfritari vill, að Sigurlaug Bjarnadóttir verði forsætisráðherra í utanþingsstjórn.'Gy
herra og Jónas Haralz verði fjármálaráðherra.
__________ utanríkisráð-
Utanþingsstjórn
Lesendur Dagblaðsins ekki í vandræðum með stjómarmyndun
Böðvar Bjarnason frá Böðvarshoiti
skrifar:
Ég tel að á íslandi í dag sé algjör
stjórnarkreppa, og eigi þvi forseti
íslands ekki að láta pólitísku flokkana
leika sér lengur að því að þykjast vilja
leysa efnahagsvanda þjóðarinnar, því
hjá þeim flestum er engin alvara á bak
við að gera það mögulegt að mynda
ríkisstjórn. Ég tel því nauðsynlegt að
nú þegar verði skipuð utanþingsstjórn
til 4 ára, sett bráðabirgðalög, sem
banni Alþingi að flytja vantraust á
hana svo áhrif þeirra ráðstafana, sem
hún gerir, verði farin að koma i Ijós að
þeim tíma liðnum.
Nú kunna einhverjir að segja: Þetta
er ólöglegt samkvæmt stjórnar-
skránni. Ég svara því til: Það er oft
farið i kringum stjórnarskrána og hún
brotin í ónauðsynlegri tilfellum en nú
er, þegar stjórnarflokkarnir hreinlega
leika sér að þvi að hafa landið raun-
verulega stjórnlaust svo dýrtið og
vandamá! hlaðast upp.
Ég ætla mér að ganga hreint að
verki og benda á menn í utanþings-
stjórn:
1. Sigurlaug Bjarnadóttir forsætisráð-
herra og leiðandi hina nýju stjórn.
Hún sýndi það síðasta kjörtímabil,
að hún er þar fyllilega frambærileg.
2. Gylfi Þ. Gíslason utanríkisráð-
herra, vel þekktur í vestrænni og
norrænni samvinnu.
3. Jónas Haralz fjármálaráðherra. Ég
tel hann heiðarlegan og þarf ekki að
lýsa honum frekar.
4. Gunnar Guðbjartsson landbún-
aðarráðherra. Ég tel hann manna
fróðastan um öll landbúnaðarmál,
tel engan hafa kynnt sér þau mál
beturen hann.
5. Kristján Ragnarsson, formaður
íslenzkra útvegsmanna, sjávarút-
vegsráðherra.
6. Kristján Thorlacius atvinnu- og
tryggingamálaráðherra. Báðir
þessir nafnar eru kunnugir vanda-
málum á þessu sviði og mundu
reynast góðir, væru þeir gerðir
ábyrgir.
7. Ármann Snævarr hæstaréttardóm-
ari dómsmálaráðherra og þá
menntamálaráðherra i leiðinni.
8. Davíð Scheving Thorsteinsson iðn-
aðar- og orkumálaráðherra.
Að sjálfsögðu má og verður að
skipta ráðuneytum undir þessa ráð-
herra á ýmsa vegu, og geta þeir gert
það í sameiningu eftir að þeim hefur
verið falið að mynda stjórn.
Ég tel ekki rétt að ráðherrar verði
nema 8, sitji ekki þirig heldur aðeins í
ráðherrastólum.
Ég verð nú að segja það að eftir að
hafa heyrt forseta íslands fela Geir
Hallgrímssyni að mynda stjórn eftir þá
kosningaútreið sém hann fékk eftir 4
ára stjórnarsamvinnu með Fram-
sóknarflokknum og þeim sterkasta
þingmeirihluta, sem ríkisstjórn íslands
hefur haft um ára bil, svo og það að
annar stærsti stjómmálaflokkurinn
hefur neitað að ræða við Sjálfstæðis-
flokkinn um stjórnarmyndun, eins og
allir vita, að Lúðvík Jósepsson gerði
fyrir hönd Alþýðubandalagsins, tel ég
vonlaust og fyllstu lítilsvirðingu að
reyna slíkt.
Vinstristjórnarhugmynd virðist al-
gjörlega sprungin. Ekkert er tekið al-
varlega, heldur er alltaf verið að gera
grín að dómgreind íslenzku þjóðarinn-
ar.
Ég spyr því: Hvar eru úrræðin?
Nema að skipa utanþingsstjórn. Og ég
held að þeir aðilar sem ég hef nefnt i
utanþingsstjórn mundu reynast
ábyrgir.
Eigum við ekki að hætta að gera
lítið úr dómgreind íslenzku þjóðarinn-
ar. Það kann nú að vera að einhver
segi um mig að ég sé orðinn elliær eins
og Vísir sagði um Gunnar Thorodd-
sen, en við erum á svipuðum aldri.
Og að síðustu vona ég að stjóm-
málaflokkarnir og alþingismennirnir,
sem voru kosnir, sýni þann manndóm
að leysa vandann og stjórnmálakrepp-
una.
LtíÐVÍK OG STEINGRÍMUR
Snjall hagyrðingur hér í borg hefur
ort allmargar visur fyrir og eftir
siðustu alþingiskosningar, og fjallar
hann þar um málin á gamansaman
hátt.
Er j ljós kom, að alþýðubandalags-
menn móðguðust við Kristján
Eldjárn forseta, þegar hann fól
Benedikt Gröndal stjórnarmyndun,
kom þessi vísa en seinni partur hennar
Úömur
athugið!
LÍKAMSRÆKT
JSB
Byrjum aftur eftír sumarfrí 14. ágúst.
• Llkamsrœkt og megrun fyrir dömur á öllum aldri.
• Morgun-, dag- og kvöldtlmar.
• Tlmar tvisvar eða fjörum sinnum I viku.
• Sérstakur matarkúr fyrir þœr sem eru I megrun.
• Vaktavinnufólk athugið „lausu ” tlmana hjá okkur.
• Sturtur — sauna — tœki — Ijðs.
• Munið okkar vinsœta Solarium.
• Hjá okkurskln sólin allan daginn alla daga.
I r,plýsingar og innritun í síma 83730 frð kl. 9 til
jazztjqLLetöskóLi Báru
mun lúta að „fáfræði” Lúðviks
Jósepssonar um Moskvuréttarhöldin:
Ula likar Lúðviki,
langar hann i forsæti.
Boó fékk hann frá Bresnevi
að bregða sér i sauðs-reyG.
Er Steingrímur Hermannsson kom
til sögunnar sem oddviti framsóknar-
manna í vinstri stjórnar viöræðunum,
vék áðurnefndur hagyrðingur nokkuð
að föður hans, Hermanni Jónassyni,
sem eitt sinn var glímukóngur, og sagt
er, að hafi einhverju sinni gefið
formanni Kommúnistaflokks íslands
„á’ann”:
Stendur ógn af Steingrími,
sterkt er mannsins faðcrni.
Kannske á von á kjaftshöggi
komma-goðinn austGrski.
Ökukennsla
Kennslubifireiðin er
Toyota Cressida ’78
ogíennaðekki W
Geir P. Þormar
ökukatmari
Sknar 19896 og 21772 (simsvarO.
DAGBLADID. MIDVIKUDAGUR 9. AGUST 1978
„STJÓRNMÁLA-
FLOKKARNIR
BREGÐAST
VONUM
Sverrir Runólfsson skrifar:
í Vísi sl. föstudag birtist viðtal við
„reiðan kjósanda” með fyrirsögninni
„Alþýðuflokkur hefur brugðist vonum
okkar”. Þessi reiði kjósandi er líklega
ungur að aldri því að hann er
óánægður með svikin loforð stjórn-
málaflokks. Sem sagt ekki orðinn
samdauna stjórnmálakerfinu hér á
landi. Hann segir að svarið sé að
styðja Sjálfstæðisflokkinn og efla
hann svo að hann fái meirihluta næst.
Síðan ég kom heim frá langri dvöl
erlendis hef ég fylgst vel með loforðum
stjórnmálaflokka hér á landi og má ég
til með að segja, að annað eins
lýðskrum hef ég aldrei séð í þau yfir
tuttugu ár sem ég dvaldist i
Kaliforníu. Þar er nefnilega hægt að
víkja hverjum sem er frá hvenær sem
er. Stjómmálaflokkar hér á landi lofa
öllu fögru fyrir kosningar en það
er eins og það sé tekið sjálfsagt að
svikja flest fögru loforðin og kjósendur
eru i vandræðum hvaða lista þeir eiga
að kjósa næst. Nei, svarið liggur ekki i
því að styðja Sjálfstæðisflokkinn.
Heldur vinna ötullega innan flokks
síns að því að við hættum að kjósa
hrossakaupahagsmunahópa (lista)
með því að taka upp einstaklings-
bundnar kosningar. Það er auðvelt að
krossa ekki við einstakling i stórum
flokki ef hann hefur ekki staðið sig
eins vel og hann lofaði í kosningabar-
áttunni eftir að við fáum valfrelsi um
frambjóðendur. En það er illmögulegt
OKKAR”
að losna við heilan stóran flokk, þó að
hann standi ekki við gefin loforð. Ég
skora því á kjósendur að verða virkari
innan síns flokks og þrýsta svo á að í
næstu kosningum veljum við
einstaklinga en ekki hrossakaupahags-
munahópa. t nýafstöðnum kosningum
studdi ég Alþýðuflokkinn einungis
vegna þess að hann er eini flokkurinn
sem hefur baráttumál „Valfrelsis,”
þ.e. persónubundnar kosningar og
almennar þjóðaratkvæðagreiðslur um
mikilvæg málefni virkilega á sinni
stefnuskrá. Ég bið Dagblaðið að birta
þessar fáu linur þvi mín reynsla af
sumum dagblaðanna er sú að þau
birta aðeins það sem þeim líkar og það
sem er á þeirra „línu”, þó að þessi
sömu blöð fái styrk úr rikiskassanum,
sem einnig er minn vasi. Og kalla ég
það misnotkun á almannafé.
Raddir
lesenda
EIGA BÖRNIN OF
MIKIÐ AF
LEIKFÖNGUM?
Einar Ingvi Magnússon skrifar:
Kæri lesendadálkur.
Mig langar til að koma á framfæri
örlítilli athugasemd en þaö er þetta
með fjölbreytileikann t eigum barna
núádögum.
Ég minnist oft sagnanna um börnin
í sveitinni hér áður fyrr er þau léku sér
með leggi sina og kindakjálka þegar ég
virði fyrir mér leikföng barna í dag.
Bréf þetta væri ég ekki að skrifa
nema af þvi að allt þetta dótaflóð, sem
eitt barn getur átt, hefur mjög skaðleg
áhrif á þroska barnsins I að einbeita
sér. Fæstir foreldrar virðast gera sér
grein fyrir þessu.
Ég vonast til að fólk taki almennt
mark á þessum linum og fari eftir þeim
vegna þess að með öllu þessu dótaflóði
á barnið mjög erfitt með að einbeita
sér, að festa hugann við það sem það
er að gera.
Að eiga of mikið af leikföngum
getur því leitt til þess að bamið verði
aldrei við leik sinn eða vinnu sem
skyldi, byrjaði t.d. á einhverju og hlypi
svo strax í annað þegar mesta gamanið
væri búið, þar sem alltaf eitthvað nýtt
og nýtt tæki athyglina og hugann frá
þvi.
Það gæti byrjað á einhverju en hætt
við það i miðju kafi.
Þar sem erfitt er að kenna gömlum
hundi að sitja ætti fólk að íhuga þetta
mál strax á meðan barnið er ungt og
muna að tilgángurinn með leikföngum
er m.a. sá að fá barnið til að einbeita
sér við verk sitt og hugsun. Það gerir
það bezt með því að skorða leik sinn
við sem fæsta hluti. Foreldrar ættu
einnig að muna, að fá leikföng kenna
nægjusemi svo eitthvað sé nefnt og
veita mesta ánægju.
Gætum þess einnig að val leikfanga
er vandaverk því með þeim búum við
börnin undir lifið og innrætum þeim
raunveruleikann, að miklu leyti.