Dagblaðið - 09.08.1978, Page 6
6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1978.
eftir að íslendingar, Svíar og Norðmenn hættu viðskiptum
Brask Thomsen bankastjóri Finans-
bankans danska hefur nú vakið
athygli fyrir óvenjulega auglýsinga-
mennsku bæði í Bandaríkjunum og
Vestur-Þýzkalandi. Að sögn vestur-
þýzka tímaritsins Der Spiegel þá hafa
vestur-þýzk yfirvöld gert nokkrar
athugasemdir við auglýsingaaðferðir
Finansbankans.
Til þessa ráðs munu stjórnendur
bankans hafa gripið er nær algjörlega
tók fyrir viðskipti hans við sparifjár-
eigendur í Noregi, Svíþjóð og íslandi
vegna óvæntra afskipta skatta og
gjaldeyrisyfirvalda viðkomandi landa
af málinu.
Vestur-þýzk yfirvöld hafa meðal
annars bannað Finansbankanum að
auglýsa þar í landi að inneignir I
bankanum væru 100% öruggar.
Nokkrar fyrirspurnir hafa borizt til
opinberra aðila um áreiðanleik
bankans og hvort inneignir væru þar
öruggar. Hefur kveðið svo rammt að
slíkum fyrirspurnum að útbúið hefur
verið fjölritað svar. í þvi segir í kulda-
legum kanselístíl að Finansbankinn sé
háður dönskum lögum og eftirliti. Það
merki aftur á móti á engan hátt það
sama og að ríkisábyrgð sé fyrir inn-
eignum viðskiptamanna bankans.
Ekki þykja auglýsingaaðferðir
Finansbankans á erlendri grundu
beint í hinum hefðbundna virðulega
bankaanda. Forsvarsmenn bankans
láta sér það í léttu rúmi liggja enda
hefur stjórnandi utanríkisviðskipt-
anna látið svo ummælt að þeir reki sín
viðskipti eins og hvert annað þvotta-
efnafyrirtæki.
Samkvæmt útreiknifigum Der
Spiegel hafa vestur-þýzkir sparifjár-
eigendur sem lagt hafa fé sitt inn I
Finansbankann ekki borið mikið úr
býtum og sumir jafnvel tapað.
Ástæðan fyrir þeirri niðurstöðu er
óhagstáeð staða dönsku krónunnar
gagnvart vestur-þýzka markinu. Til
dæniis er tekið að þeir lágmarksvextir,
sem bankinn tryggi hafi ekki dugað til
að vega upp á móti falli dönsku krón-
unnar milli 1977 og 1978. Lágmarks-
vextir í Finansbankanum eru 10% en
danska krónan seig um 10,8% á árinu.
Erlend viðskipti Finansbankans
munu hafa gengið vel að undanförnu
og samkvæmt dönskum heimildum er
Mikið er um dýrðir enda tilefnið ærið. Finansbankinn er að opna nýtt útibú. Líklegast mundi heyrast hljóð úr horni ef þessir
siðir yrðu teknir upp hér á landi.
Danmörk:
talið að inneignir Bandaríkjamanna og
Vestur-Þjóðverja í bankanum nemi
mörg hundruð milljónum króna.
Gangandi auglýsing frá Finansbank-
anum danska í Vestur-Þýzkalandi. Við
höfuð mannsins sér i skiltið á skrif-
stofu bankans.
Finansbankinn snýr sér til
bandarískra og v-þýzkra
sparifjáreigenda
ítalía:
Kista Páls páfa flutt til Rómar
Kista Páls páfa sjötta verður flutt i
dag frá sveitasetri hans til Rómar en þar
Frakkland:
Eldur á
sólarströnd
Hundruð manna flýðu heimili sín og
sumardvalarstaði við frönsku
Miðjarðarhafsströndina, sem nefnd er
Cote D’azur, er skógareldur lagðist yfir
veginn sem liggur þaðan til Saint
Tropez. Vindur var óhagstæður á
þessum slóðum. Barizt var við eldinn
bæði á jörðu niðri og með aðstoð flug-
véla. Á timabili var óttazt að um það bil
fimmtiu íbúðarhús á ströndinni væru 1
hættu. Mjög margir sumargestir eru á
þessu strandsvæði eins og annars staðar
á suðurströnd Frakklands um þetta
leyti árs.
verður hann lagður til hinztu hvíldar í
Péturskirkjunni á laugardag. Þúsundir
manna höfðu safnazt saman meðfram
hinni þrjátíu kilómetra leiðsem kistunni
verður ekið, til að votta hinum látna
trúarleiðtoga virðingu sína.
Margir þjóðarleiðtogar munu verða
viðstaddir útför Páls páfa. Rosalynn,«
eiginkona Carters Bandaríkjaforseta,
verður fulltrúi manns sins við athöfnina.
Fyrsti fundurinn til undirbúnings kjöri
nýs páfa var haldinn í gær. Mikil óvissa
ríkir um hvaða kardináli verður kjörinn
en þeir eru eitt hundrað og fimmtán sem
kosningarétt og kjörgengi hafa. Páll páfi
hefði að þvi er talið er ekki látið eftir
neinar óskir um eftirmann. Slikt mun
Jóhannes páfi tuttugasti og þriðji, for-
veri Páls, hafa gert. Tók páfakjör þá þvi
óvenju stuttan tíma, eða þrjátiu og sex
klukktistundir.
I
REUTER
i
Smurbrauðstofan
BJORNINN
NjóUgötu 49 - Simi 15105
London:
Viltu veðja um
rigningu í London?
Nú gefst Bretum kostur á að veðja
um veðrið. Einn helzti veðmangari þar
í landi hefur boðið hverjum sem vill að
segja til um veðrið í London næstu tvo
sólarhringana eftir að veðurstofan þar
í borg tilkynnir þurrk. Ekki hefur rignt
meira að sumarlagi síðastliðinn áratug
i London heldur en í sumar. Þeim sem
vill reyna sig við að geta til um veður-
farið og veðja við veðmangarann
gefst kostur á likunum fimm á móti
einum. Þannig að ekki hefur hann
ýkja mikla trú á að uppstytti.
Að sögn sérfræðinga hafa ekki liðið
tveir sólarhringar án þess að regn hafi
vætt götur Lundúnaborgar síðast-
liðnar tvær vikur. Rétt er að taka fram
að veðmál eru lögleg í Bretlandi innan
vissra marka. Fyrir þá sem kynnu að
hafa hug á að taka tilboði hins brezka
veðmangara skal upplýst að síðustu
veðurspár gera ráð fyrir mikilli
rigningu í London.
Kristina Onassis gekk að eiga Sovétmanninn Sergei Kauzov í Moskvu á dögunum. Myndin er frá þeirri athöfn er þau hjóna-
kornin gengu i borgaralegt hjónaband samkvæmt venjum þar eystra.