Dagblaðið - 09.08.1978, Síða 7

Dagblaðið - 09.08.1978, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1978. 7 Cyrus Vancc fór með skilaboð frá Carter Bandarfkjaforseta þar sem hann bauð Sadat og Begin til fundar við sig. Á myndinni er Moshe Dyan að taka á móti bandarfska utanrfkisráðherranum, er hann kom til tsrael. Begin og Sadat funda með Carter — fundarstaður Camp David fimmta september. Tilkynnt var í Hvíta húsinu í Washington í gærkvöldi að Jimmy Carter Bandaríkjaforseti mundi hitta Begin forsætisráðherra ísraels og Sadat forseta Egyptalands að máli í næsta mánuði. Sérstaklega var tekið fram að forsetinn gerði sér ekki vonir um að á fundi þeirra þriggja geti tekizt neinir friöarsamningar. Munu þjóðar- leiðtogarnir hittast á sumardvalarstað Bandaríkjaforseta, Camp David í Maryland. Menachem Begin, forsætisráðherra lsraels, fagnaði boði Carters og sagði það bera vott um mikið pólitískt hug- rekki. Begin tók einnig fram að stefna ísraelsmanna væri óbreytt hvað varðaði friðarsamninga við Egypta- land. Ibrahim Kamel, utanríkisráð- herra Egyptalands, sagði að Egyptar teldu Bandaríkjaforseta vilja með heimboði sínu leggja sérstaka og þunga áherzlu á að samningaviðræður haldi áfram á milli Israels og Egypta- lands. „Ef þessi fundur verður árangurs- laus,” sagði utanríkisráðherrann, „verða Bandarikin að leggja fram eig- in tillögur til lausnarí málinu.” Jeremy Thorpe, fyrrum foringi Frjálslynda flokksins brezka, má muna timana tvenna. Fyrir þrem árum var hann vinsælasti stjórnmálaforingi Breta en nú er hann ákærður fyrir morðtilraun. Hefja Frakkar aftur flugtafir? Franskir flugumferðarstjórar munu í dag ákveða hvort þeir taki aftur upp hægagangs afgreiðslu á þeim flug- vélum sem um franskt flugstjómar- svæði fara. Þeir stöðvuðu sams konar aðgerðir um miðja siðustu viku er flutningamálaráðherrann franski lofaði að hefja viðræður við forustu- menn þeirra. Helztu kröfur flugum- ferðarstjóranna beinast að betri vinnu- skilyrðum, hærri launum, meirastarfs- liði og réttindum til að fara í verk fall. Talsmaður þeirra sagði I gær að viðræðurnar við ráðherrann hefðu ekki borið neinn árangur og engin ástæða væri til bjartsýni vegna þeirra. Byrjun þeirra lofaði ekki góðu. í mót- mælaaðgerðunum sem flugumferðar- stjórarnir frönsku stóðu fyrir og lauk I siðustu viku töfðust þúsundir flugfar- þega. Flestir þeirra voru á leið að eða frá sumardvalarstöðum við Miðjarðar- haf. Enn barizt í Beirut Átök hófust aftur í Beirut, höfuðborg Líbanon, snemma í morgun þegar sýr- lenzkt herlið hóf skothríð og sprengju- kast á borgarhverfi sem hægri sinnaðir kristnir Libanir ráða. Þar með lauk tveggja sólarhringa vopnahléi milli þess- ara aðila, sem nú skiptast á skotum og gagnkvæmum ásökunum. Saka hvorir aðra um að vilja ná óeðlilegum áhrifum I Libanon. Erlendar fréttir OLAFUR GEIRSSON Friðar- og vináttu- samningur milli Kína og Japan ræddur Utanríkisráðherrar Kína og Japan, þeir Huang Hua og Sunao Sonoda hittust í morgun í Alþýðuhöllinni i Peking til að ræða nokkur atriði væntanlegs friöar- og vináttusamnings landa sinna. Japanski utanríkisráðherr- ann kom til Peking í gær og mun aðal- verkefnið vera að ræða hvemig skil- greina eigi umráðasvæði einstakra rikja í samningunum. Vilja Kínverjar hafa ákvæði um það skýr og skorinorð en Japanir aftur á móti kveða linar að orði. Vilja hinir síðamefndu ekki styggja Sovétmenn. 1X2 1X2 1X2 Getraunir hefja starfsemi sina á ný eftir sumarhlé meö leikjum ensku deildakeppninnar hinn 27. ágúst. Seðlar nr. 1 og 2 hafa veriö sendir aöilum utan Reykja- víkursvæðisins. Félög í Reykjavík og nágrenni sæki seðlana á skrifstofu Getrauna í íþróttamiðstöðinni. Getraunir Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í Hafnarfirði, Garðakaupstað og Bessastaðahreppi í ágúst og september 1978. Skoðun fer fram sem hér segir: Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miövikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miövikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur 14.8. G-5851 til G-6000 15.8 G-6001 tilG-6150 16.8. G-6151 tilG-6300 17.8. G-6301 til G-6450 18.8. G-6451 til G-6600 21.8. G-6601 til G-6750 22.8. G-6751 til G-6900 23.8. G-6901 tilG-7050 24.8. G-7051 til G-7200 25.8. G-7201 tilG-7350 28.8. G-7351 til G-7500 29.8. G-7501 tilG-7650 30.8. G-7651 til G-7800 31.8. G-7801 til G-7950 1.9. G-7951 tilG-8100 4.9. G-8101 tilG-8250 5.9. G-8251 til G-8400. 6.9. G-8401 til G-8550 7.9. G-8551 til G-8700 8.9. G-8701 til G-8850 11.9. G-8851 til G-9000 12.9. G-9001 tilG-9150 13.9. G-9151 tilG-9300 14.9. G-9301 tilG-9450 15.9. G-9451 tilG-9600 18.9. G-9601 til G-9750 19.9. G-9751 tilG-9900 20.9. G-9901 tiIG-10050 21.9. G-10051 tilG-10200 22.9. G-102001 onþaryfir Skoðun fer fram við Suðurgötu 8, Hafnarfirði frá kl. 8.15 til 12.00 og 13.00 til 16.00 alla framangreinda skoðunardaga. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðalögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Við fullnaðarskoðun bifreiða skal sýna ljósa- stillingarvottorð. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði og Garðakaupstað. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu, 8. ágúst 1978. Einar ingimundarson.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.