Dagblaðið - 09.08.1978, Side 8

Dagblaðið - 09.08.1978, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1978. Formaiur verkalýðsfélagsins um atvinnuástandið á Suðumesjum: ATVINNULAUSIR LEITA A VOLLINN UM LEIÐ OG ATVINNULAUSIR ÞAÐAN LEITA í DAUÐA FISKVINNU „Þótt fólk sæki yfirleitt i frí á þessum tíma held ég að atvinnuleysisskráningar nú séu fleiri en áður enda hefur stöðvun frystihúsanna um þetta leyti áður frem- ur markazt af sumarleyfum en brostnum rekstrargrundvelli. Nú er hins vegar ekki nema svarta þoka framundan,” sagði Karl Steinar Guðnason formaður verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur í við- tali við DB í gær. Karl Steinan Ofan á atvinnuleysið i kjöl- far lokunar frystihúsanna bætast fjölda- uppsagnir starfsmanna á Keflavíkurflug- velli. DB-mynd Ari. Heimsókn í ,Stóru milljón’: Salurinn má muna sinn fífil fegri — Einn karlmaður Í40 kvenna sal Er DB menn heimsóttu „Stóru millj ón” eða Hraðfrystihús Keflavíkur hf. var þar dauflegt um að litast. 1 vinnslu- salnum, sem venjulega iðar af lífi og at- hafnasemi, heyrðist ekkert nema renn- andi vatn einhvers staðar. Loks fundum við lifandi mann þar, Magnús Guðnason, sem þar hafði enn vinnu við eftirlitsstörf. Var hann að vonum harla óhress með þetta ástand og sagði er hann leit yfir auðan vinnslusal- inn: „Hann má muna sinn fifil fegri með a.m.k. 40 lifandi konum þegar allt er eins og það á að vera.” —G.S. Svona var umhorfs i „Stóru milljón” Hraðfrystihúsi Keflavíkur hf um miðjan daginn í .gær, þar sem annars hefðu a.m.k. 40 konur verið önnum kafnar. DB-mynd Ari. Starfsmaður hjá Miðnesi hf: „Við karlmennirnir höfum vinnu áfram” Ekki fisktitt að sjá í fiakimóttöku Miðness hf. í Sandgerði. Vinnslusalirnir voru ámóta eyðilegir, likt og fólk hafi lagt á skyndilegan flótta. DB-mynd Ari. „Við karlmennirnir höfum flestir vinnu áfram við lagfæringar, breytingar og viðhald eftir að konunum var sagt upp,” sagði Ríkharður Hinriksson starfs- maður Miðness hf. er DB menn hittu hann á vinnustað i gær. Þar var lítilsháttar vinna við pökkun : tórlúðu auk þess sem unnið var að breytingum og viðhaldi. Ríkharður er nýfluttur til landsins og þvi litt kunnur ástandinu hér. Að ástandinu nú slepptu taldi hann hinsvegar eðlilegt að hvert frystihús legði niður vinnu einn mánuð á ári til þess að gefa starfsfólki sínu sumarleyfi. —G.S. „Þá veldur það okkur áhyggjum að um leið og hluti þessa fólks leitar eftir vinnu á Keflavíkurflugvelli standa yfir verulegar uppsagnir hjá verktökum þar svo atvinnulaust fólk úr fiskiðnaðinum hefur ekki í nein hús að venda og öfugt,” sagði hann ennfremur. Án þess að vera að gerast forsvars- maður frystihúsaeigenda á svæðinu sagði Karl að tal fólks um „Grátkór Suð- urnesja” sem frystihúsaeigendur væru gjarnan kallaðir, stafaði fyrst og fremst af vanþekkingu. Uppistaða afla á Suður- nesjum væri karfi og ufsi, óhagkvæmar tegundir miðað við þorsk, auk þess sem sá þorskur sem þar fengist væri yfirleitt stórþorskur, 20% dýrari fyrir húsin en milliþorskurinn annars staðar án þess að meira fengist fyrir afurðir hans. Þá færi afli vetrarvertíðar hríðminnkandi. Einnig væri lánapólitikin gagnvart húsum á SV-landi jafn óhagstæð og gagnvart bátakaupum á þessu sviði, sem leitt hafi af sér að hvergi á landinu væri meðalaldur báta jafnhár og á Suðurnesj- um. Án nokkurrar feimni sagði Karl að verkalýðshreyfingin á Suðurnesjum gerði sér grein fyrir að beina yrði fé til endurbóta og tryggingar rekstrar frysti- húsa á því svæði i þágu verkalýðsins og þjóðarheildarinnar. —G.S. atvinnuöryggið á Keflavfkurflugvelli. DB-mynd Ari. Formaður verkakvennafélags Keflavíkurog Njarðvíkur: Völlurinn virkar nú sem segull á konurnar — eru orðnar þreyttar á öryggisleysi fiskvinnslunnar „Undanfafin 2 til 3 ár hefur verið áberandi hvað konur hafa leitað hingað með fyrirspurnir um vinnu á Keflavikur- flugvelli vegna hins ótrygga atvinnu- ástands í fiskvinnunni enda er kvenfólk- inu gjarnan sagt upp fyrst án tillits til þess hvort það er fyrirvinna síns heimilis eða ekki,” sagði Guðrún Ólafsdóttir for- maður Verkakvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur í viðtali við DB í gær. Sagðist hún ekki annað sjá en að með þessu áframhaldi misstu Suðurnesja- menn allt sitt bezta kvenfólk á völlinn vegna öryggisleysis í atvinnulífinu ann- ars staðar. Um stöðvun frystihúsanna nú sagði hún að fiskvinnslufólk tæki sumarleyfi sin gjarnan um þetta leyti og þá í sam- ráði við vinnuveitendur og gjarnan með hliðsjón af samdrætti í rekstri um tíma. Fyrirtækin hafi hins vegar ekkert get- að sagt um framtíð sina í vor og því hafi allmargar konur verið búnar að taka sumarleyfi sín og snúið svo aftur heim, — beint i atvinnuleysi. G.S. Fiskurinn drepinn fyrir norðanáðurenhann kemst hingað — þar gengur smáfiskur úr togurum fyrir góðfiski úrtrillum „Á meðan við gátum ekki losnað við stórþorsk, sem var um 70% afla okk- ar, gat heimatogarinn landað afla sem við hefðum vart þorað að bera að landi,” sagði Ólafur Daviðsson trillueigandi í Sandgerði. Hafði hann nýlega keypt trillu frá Hofsósi og hugðist gera út það- an en losnaði ekki við ágætan afla sinn vegna togaraaflans. „Ég held að sumir þessara ungu tog- araskipstjóra viti ekki hvernig góður þorskur lítur út,” sagði hann. Hyggst hann nú hefja skak frá Sandgerði og ótt- ast ekki að losna ekki við aflann. Vildi hann ekki trúa að það gæti orðið erfitt þótt hann gerði sér grein fyrir erfiðari aðstöðu frystiiðnaðarins á Suðurnesjum miðað við aðra landshluta. Var hann að vonast til að þetta stopp nú væri fremur fyrirsláttur en alvara þar sem þetta væri bezti timinn fyrir húsin til lagfæringa og bezti tíminn fyrir stærri báta að fara í slipp. Þó fannst honum verri blikur á lofti nú en oft áður. —G.S. Ólafur Daviðsson: Verri blikur á lofti en áður. DB-mynd Ari. Ásta Grétarsdóttir og Guðrún Brynja Jóhannesdóttir skrá sig atvinnulausar hjá Svölu Björgvinsdóttur, starfsmanni á bæjarskrifstofunni í Keflavik. DB-mynd Ari. Meðal atvinnuleysingja í Keflavík: Skömmumst okkar fyrir atvinnuleysi Hundruðir manna á Suðurnesjum eru nú atvinnulausir vegna stöðvunar frysti- húsanna, einkum kvenmenn. DB mönn- um gekk erfiðlega að ná tali af þessu fólki undir nafni enda hálfskammaðist það sín fyrir að vera atvinnulaust þótt það gæti engu um það breytt á skákborði peningavaldsins í landinu. í gær var fólk að skrá sig á atvinnu- leysisskrá á bæjarskrifstofunum og ann- að var þangað komið til að fá daglegan stimpil í skírteini sin um atvinnuleysi til að fá styrk sinn greiddan á föstudaginn kemur. Var það fremur hnípinn hópur og margir hörfuðu undan ljósmyndavélinni er til stóð að taka myndir. Ekki var að merkja fjandskap út í fyrirtækin sem slík, fólk virtist skilja að þau væru ekki aðlokaaðgamnisinu. — G.S.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.