Dagblaðið - 09.08.1978, Side 9

Dagblaðið - 09.08.1978, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1978. 9 Fyrsta vélhjóla- keppnin haldin um aðra helgi — Dagblaðið gefur veglegan verðlaunabikar Fyrsta keppnin í akstri á mótorhjólum verður haldin hér á landi þann 20. ágúst. Fyrir þá sem sáu „car-crossing”-keppn- ina um daginn er óhætt að segja að keppnin verður með mjög svipuðu sniði. Fyrir þá sem ekki voru viðstaddir er bezt að útskýra málið nánar. Við Sandfell við Þrengslaveginn verður komið upp braut sem verður 900 til 1000 metra löng. Brautin er mjög mis- hæðótt og erfið aksturs. 8—15 mótor- hjól verða ræst í einu og sá sigrar i hverjum riðli sem kemst fyrstur i mark. En vegna ástands brautarinnar er há- markshraði þar ekki mikið meiri en 50 km á klukkustund. Vélhjólaklúbburinn gengst fyrir keppninni. 1 honum eru nær eingöngu félagar úr Reykjavík og næsta nágrenni. Er gert ráð fyrir 20—40 hjólum í keppn- ina. Dagblaðið gefur sigurvegaranum Slys eru að sögn Friðriks mjög fátlð í „mótor-kross”-keppni. Fólkáekkiað vera á sjúkrahúsi bara til að spítal- inn fái daggjöld Hæsta daggjald er nú 43.900 krdnur en hið lægsta 5.700 krónur „Það nær engri átt að láta fólk vera i sjúkrahúsi aðeins til þess að sjúkra- húsið fái daggjöldin vegna viðkomandi sjúklinga. Það ætti þvert á móti að geta verið hagkvæmt fyrir rekstur sjúkrahúsa að rúm séu ekki fullnýtt um allar helgar og stórhátíðir og spara þannig ýmis stór og mikil útgjöld.” Þessi orð mælti Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri og formaður dag- gjaldanefndar er við ræddum við hann um þá staðreynd að fólk sem verið hefur á biðlista til sjúkrahúsvistar er kallað inn á spítalana á föstudags- kvöldum eða jafnvel t.d. kvöldið fyrir skírdag er páskahelgi fer í hönd og síöan er ekkert á.það litið fyrr en næst- um viku síðar að aftur er virkur dagur og fríhelgi lækna lokið. Ástæðan til innköllunar sjúklinganna er sú ein að tryggt verði að viðkomandi sjúkrahús njóti daggjalda á hvert rúm sem til er í sjúkrahúsinu. Daggjöldin eru mjög misjöfn eftir sjúkrahúsum og er við ákvörðun þeirra tekið mið af rekstrarkostnaði hinna mörgu og ólíku sjúkrahúsa á landinu. Nýverið tók ríkisstjórnin ákvörðun um daggjöld sem gilda frá 1. júlí sl. Við ákvörðun þeirra fór fram allsherj- ar endurskoðun á daggjöldum sjúkra- húsanna sem gerð er á 3—4 ára fresti, síðast um áramótin 1974—75. Inn í þá ákvörðun spilar halli siðustu ára og fl. Hæsta daggjald á sjúkrahúsi er frá 1. júlí sl. í Borgarspitalanum í Reykja- vík 43.900 krónur. Það skiptist í rekstrardaggjald 38.200, halladaggjald 4.000 og jöfnunardaggjald 1.700 krónur. Lægstu daggjöldin eru á hjúkrunar- heimilunum t.d. á hjúkrunardeild Grundar 5.700 krónur. Á Reykja- lundi, svo dæmi sé tekið milli hins hæsta og lægsta gjalds, er daggjald nú 14.100 krónur, þar af teljast 12.400 vera rekstrardaggjald. Ríkisspítalarnir eru fyrir ári síðan komnir út úr daggjaldakerfinu. Hefur hver þeirra fasta fjárveitingu og verður eftir það að haga sér eftir þeirri fjárveitingu og spila úr henni sem bezt hann getur. „Ef sjúkrahús i Reykjavík, Akur- eyri, Akranesi og Landakotsspitali yrðu flutt út af daggjaldakerfinu og fengju fastar árlegar fjárveitingar sem Alþingi ákvæði, eins og nú tíðkast með ríkisspítalana, myndu fastar fjár- veitingar ná til 75% hluta heildar- kostnaðar sjúkrahúsa í landinu,” sagði Páll Sigurðsson. Ef svo væri gæti það orðið hagkvæmt fyrir spítalana að hafa rúm ekki alltaf fullskipuð allar helgar og alla daga, t.d. þegar ekki er verið að skoða sjúklinga vegna lækna- fría. Páll sagði að í athugun væri nú hvort nýting á ríkisspítölunum hefði orðið lakari 1977 en þá fóru þeir á fast- ar fjárveitingar i stað daggjalda. Væri í skoðun hvernig skurðstofur og rönt- gendeildir t.d. hefðu nýtzt. Benti ekk- ert til að samdráttur hefði orðið 1977 hjá spitölunum við rekstrarbreyting- una sem gerð var. . „Það er eðlilegra að Alþingi ákveði hverjum spítala sérstaka fjárveitingu á fjárlögum. En þá þurfa menn líka að horfast í augu við staðreyndir þegar fjárhagsáætlun er gerð. Á því hefur orðið misbrestur,” sagði Páll. —ASt. Akstursskilyrði i brautinni verða mjög erfið þannig að hraðinn verður ekki mikill. En loforð er fyrir þvi að keppnin verði samt æsispennandi. veglegan bikar að launum, svo til mikils erað vinna. Að sögn Friðriks Gunnarssonar lög- regluþjóns sem leiðbeint hefur Vélhjóla- klúbbnum um keppnina eru til í landinu að minnsta kosti 15 mótorhjól sem smíð- uð eru sérstaklega fyrir keppni af þessu tagi. Eru þau ljóslaus og hljóðkútslaus og því ekki leyfðá vegum eða götum. Siðan er til nokkuð af torfærumótorhjól- um sem nota má i keppnina með því að taka af ljós og hljóðkúta. Erlendis eru keppnir af þessu tagi algengar. Er þá stundum keppt í flokki venjulegra götu- hjóla og jafnvel í flokki lítilla hjóla. Friðrik sagði þann hluta keppninnar alltaf vera einna skemmtilegastan. En hér á sem sagt að byrja eingöngu á tor- færuhjólunum. Slys eru að sögn Friðriks mjög fátíð í „mótor-kross”-keppni. Enda eru ökuþór- arnir sérstaklega útbúnir. Þeir hafa sér- er hún að sögn Friðriks ekki nema fyrir staka hlífðarpúða á öxlum og hnjám og unga og fríska menn. Hún er hins vegar grímur fyrir andliti. Keppni af þessu tagi fyrir bæði kyn og allan aldur að horfa á. er feikileg áreynsla fyrir keppendur og DS. C 02 - Kolsýrusuðu vír Höfum fyrirliggjandi allar helztu gerðir af C02 — kolsýrusuðuvír (06,mm — 0,8 mm — 1.0 og 1.2 cm) á 5. kg. og 15 kg. keflum. Einnig væntanlegur alúmín, kopar og ryðfrír vír. Umboðs- og heildverzlun Grensásvegi 22 — Sími 34060. urnýjun Endumýjun Láttu ekki óendurnýjaóan mióa þinn glata vinnings- möguleikum þínum. Þaö hefur hent of marga. Endurnýjaöu strax í dag. 18 18 324 675 8.973 10.008 36 227.745.000,- 75.000,- 2.700.000,- 1.000.000.- 500.000,- 100.000,- 50.000,- 15.000,- 18.000.000,- 9.000.000.- 32.400.000,- 33.750.000,- 134.595.000,- Viö drögum 10 ágúst 10.044 230.445.000,- HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Hæsta vinningshlutfaU í heimi!

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.