Dagblaðið - 09.08.1978, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1978. n
tilheyra Búlgariu en ekki Júgóslavíu.
Þetta er kjarni málsins.
En það er misskilningur ef menn
halda að Búlgarir hafi þegar blásið i
herlúðra. Heimsvaldapólitíkin er
leikin öðruvísi nú á dögum en þegar
Alexander hinn mikli Makedóníu-
konungur var uppi.
Todor Zhivkov, leiðtogi Búlgara,
lýsti því yfir í júlí síðastliðnum að
hann væri reiðubúinn að fara tafar-
laust til Belgrad og gefa þar út yfir-
lýsingu með félaga Tító um að ríkin
tvö virtu landamæri hvors annars.
Júgóslavar tóku þessu boði fálega.
Að þeirra dómi skiptir það höfuðmáli
að Búlgarar fáist til að viðurkenna
Makedóna sem sérstakt þjóðarbrot
bæði innan Júgóslaviu og Búlgaríu.
Það er skoðun fréttaskýrenda að
Júgóslavar óttist að Rússar standi á
bak við Búlgara. „Rússar eru stóri
bróðir Búlgara og ef þeim líkaði ekki
hegðun Zhivkovs þá mundu þeir láta
hann vita af því og hann tæki tillit til
þess,” er sagt í Júglósavíu.
Ótti Júgóslava er ekki sizt sprottinn
af óvissu þeirra um hvað við tekur
þegar þjóðarleiðtoginn, hinn 86 ára
gamli Tító forseti, fellur frá. Fráfall
hans verður án efa mesta prófraun
Júgóslaviu sem sambandsrikis. Haft er
fyrir satt að ekki líði sá dagur að ekki
heyrist óánægjurödd frá einhverjum
landshlutanum. Aðeins eru liðin sjö
ár frá því Tító varð að taka á öllu sínu
til að halda þjóðernishreyfingu meðal
Króata í skefjum.
Kannski að raunsæi bjargi
Júgóslaviu frá klofningi. „Samband’
lýðveldanna er eins og flest hjóna-
bönd”, er haft eftir einum samstarfs-
manna Títós. „Það er ekki ást sem
heldur þeim saman, heldur sú
tilfinning að ekki sé hægt að lifa
öðruvisi.”
Við þessar aðstæður geta afskipti
útlendinga haft alvarlegar afleiðingar.
Og það útskýrir kannski hina miklu
viðkvæmni Júgóslava gagnvart
Makedóníu.
Ef Makedónar eru raunverulega
Búlgarar, eins og fullyrt er í Búlgariu,
gæti þá ekki verið að einhvern daginn
eftir að Tító er allur muni þeir gera
kröfur til Makedóníu. Gætu svo
Rússar ekki notfært sér ástandið
óbeint til að þrýsta á Júgóslava?
Makedónar,
ung þjóð
á gömlum grunni
Makedónar voru ein af síðustu
þjóðum Evrópu til að rækta með sér
þjóðerniskennd. Það var ekki fyrr en
eftir síðari heimsstyrjöldina að ritmál
Makedóna varð til og fyrsta mál-
fræðin var tekin saman. Á þeim tíma
höfðu margir Makedónar þegar flutt
úr landi. Á eftir höfuðborg
Makedóníu, Skopje, er Toronto á
ttaliu fjölmennasta borg Makedóna i
heiminum. {sjálfri Makedóníu bjuggu
árið 1971 um 1200 þúsund
Makedónar.
Makedónar eru grisk-kaþólskir og
kirkjur þeirrar trúarstefnu hafa barizt
fyrir sjálfstæði landins. En kirkjan i
Makedóníu, sem stofnuð var eftir stríð
og er undir áhrifum kommúnista,
heldur þvi fram að hún sé algerlega
óháð og stjórni sér sjálf. Það
viðurkenna ekki aörar grisk-kaþólskar
kirkjur.
Búlgarar gera sér auðvitað mat úr
þessu. Þeir segja að tunga Makedóna
sé aðeins búlgörsk mállýzka og þjóðar-
saga Makedóna sé ekkert frekar til en
sérkirkja þeirra.
Gallinn er bara sá að fyrir rúmum
tuttugu árum viðurkenndu Búlgarar
Makedóna sem sérstaka þjóð. 1
manntali þeirra frá 1956 eru 187.789
Makedónar skáðir i Búlgaríu sem
þjóðarbrot.
t nýjasta manntali Búlgara er hvergi
á Makedóna minnzt. Svo virðist sem
þeir hafi gufað upp á tuttugu árum!
Júgóslavar telja að Sovétríkin eigi
þarna hlut að máli. Það er alkunna að
rígur hefur verið á milli Sovétríkjanna
og Júgóslavíu um árabil eftir að
Júgóslavar lýstu því yfir að þeir væru
óháðir Kremlarvaldi. Fjandskapur
landanna hefur orðið til að glæða
vonir Búlgara um stærri Búlgaríu en
þá sem stofnuð var eftir hrun
tyrkneska heimsvaldsins á Balkan-
skaga seint á siðustu öld.
Hvað sem tortryggni Júgóslava
liður sýnist afstaða Rússa ákaflega
tvíræð. t deilum af þessu tagi er mál-
fræði eins mikilvæg og bein vopna-
skipti. Tungumál er prófsteinn á þjóð-
erni. t þvi sambandi er mikilvægt að
hafa í huga að Rússar hafa nýlega
gefið út rússnesk-makedónska'
orðabók. Makedónskir fræðimenn
hafa og farið reglulega til Sovétrikj-
anna og flutt þar fyrirlestra um tungu
Makedóna.
Spyrja má hvort rússneskir fræði-
menn aðhyllist ekki mjög svipaðar
skoðanir á tungu Makedóna og margir
fræðimenn á Vesturlöndum. Að
vegna mállegra og félagslegra
aðstæðna hafi tunga Makedóna verið
lengi að taka á sig sérstakt form en
hafi þó verið til frá lokum síðari
heimsstyrjaldar.
Það má vel vera. En það þarf meira
en fræðikenningar til að sannfæra
Júgóslava um að vandamál
Makedóniu verði ekki einhvern
daginn notuð til að tefla öryggi
Júgóslaviu í hættu og skaða valdajafn-
vægið í Evrópu.
230 ÞÚSUND KRÓNUR
A KLUKKUSTUND
töldu sérfræðingar að nægilegrar
reynslu hefði verið aflað til þess að
frekari boranir gætu skilað árangri.
Hola nr. 9, en það er sú sem mesta
gufu gefur nú, hefur reynst vel eftir að
svokallað efra kerfi var fóðrað af.
Jafnframt telja þeir sem til borana
þekkja, að ekkert háhitasvæði i
heiminum sé þannig frá hendi náttúr-
unnar, að þar sé hægt að benda á
einhvern tiltekinn stað þar sem bora
megi með fulkomnum árangri.
Tilraunaboranir sé eina þekkta
aðferðin til þess að kanna orkugjöf
slíkra svæða. Það er verið að
fjargviðrast út af kostnaði við bor-
holur, en þær munu kosta 250—300
milljónir hver um sig fullfrágengin.
Talið er að ekki þurfi að bora meira en
8—11 holur við Kröflu til þess að
hægt sé að framleiða þau megawött til
viðbótar sem annar hverfillinn
afkastar. Og þeir pólitkíkusar sem
stjórna þessum framkvæmdum, hafa
fengið hland fyrir hjartað, ætla senni-
lega að hlaupa frá öllu saman vegna
þess að búið er að ljúga svo miklu i
almenning að atkvæði þeirra eru i
hættu.ef þau eru þá ekki þegar rokin
út í veður og vind. Þetta er ábyrgðar-
leysi gagnvart skattgreiðendum. Með
þessu hiki er búið að sóa tveimur árum
til einskis annars en pólitískra
hártogana og loddarabragða, ekkert
hefur verið borað við Kröflu, en
þannig er hún dauðadæmd.
Tvömál
— bæði brýn
Virkjanir á borð við Kröflu eru til
,viðar en á íslandi. í nágrenni San
Fransisco eru 10 slíkar virkjanir i
fullum gangi, á einhverju mesta
hættusvæði vestan hafs með tilliti til
jarðskjálfta. Kröfluvirkjun er, tækni-
lega séð, fullfær um að framleiða
raforku inn á sameiginlegt dreifikerfi.
Þessarar orku er þörf, þrátt fyrir
fullyrðingar um hið gagnstæða. Þau 6
megawött sem nú eru framleidd hafa
þegar gert það að verkum að ekki
hefur þurft að skammta rafmagn á
Norðurlandi. Á Vestfjörðum hefur
verið orkuskortur fram að þessu, en
rafmagn framleitt á heimsins dýrasta
hátt með disilstöðvum þar vestra.
Nýja Vesturlinan, sem á aðráðabótá
þessu mikilvæga hagsmunamáli vest-
firðinga, verður tæplega starfrækt
með viðunandi árangri nema með
hjálp raforku frá Kröflu, þótt ekki sé
hún nema 6 megawött eins og sakir
standa.
Það þarf að vinda bráðan bug að því
að fullgera orkuverið við Kröflu. Til
þess þarf boranir, ekki pólitískar
boranir heldur framkvæmdir í þágu al-
mennings á íslandi, sem þarna á
mestra og ótvíðræða hagsmuna að
gæta. Það er rætt um að Krafla sé dýr
og vissulega má það til sanns vegar
færa. Þetta er djörf tilraun til þess að
nýta þá gífurlegu orku sem felst í
Kjallarinn
LeóM.Jónsson
jörðu hérlendis og það er ekki rétt að
bera kostnað við virkjun á borð við
Kröflu saman við kostnað við þær
vatnsaflsvirkjanir sem eru taldar með
þeim hagkvæmustu í heimi — Búrfell,
Sigöldu og Hauneyjarfossvirkjun. Það
felst áhætta í öllum framkvæmdum og
hún mismikil. Ef frekari tafir verða á
framkvæmdum við Kröflu verður tap
þjóðarbúsins gífurlegt, en 2—3
milljarðar til viðbótar geta skipt
sköpum.
Ný ríkisstjórn mun þurfa að taka af
skarið í þessu máli. Það fyrsta sem
þarf að gera er að hreinsa burt þann
pólitkíska ódaun sem hefur fylgt
Kröflu frá upphafi og nauðsynlegt er
að einhverjum hlutlausum aðila verði
falið að fræða þjóðina um læknilega
stöðu þessarar stórframkvæmdar,
hvernig henni er ætlað að afla þeirra
tekna sem tryggt gætu skattgreið-
endum einhverja endurgreiðslu og hve
miklu fjármagni muni þurfa að veita
itil þess að því markmiði megi ná.
Ný ríkisstjórn. ef samtryggingin
ríður ekki röftum. ætti að skipa sér-
staka nefnd á borð við rannsóknar-
nefndir bandarisku öldungardeildar-
innar, til þess að rannsaka þá pólitjsku
stjórn sem að baki Kröflu hefur staðið
— til þess að rannsaka rekstur
þessarar framkvæmdar fram á þennan
dag og skýra afdráttarlaust frá þvi opin-
berlega hvort sú gagnrýni á við rök að
styðjast, sem fram hefur komið lát-
laust á Kröflunefnd, formann hennar
og Alþingi. Það er búið að mata þjóðina
það lengi með tvíræðum upplýsingum,
dylgjum. pólitískum loddaraskap,
undanbrögðum og lygi í sambandi við
Kröfluvirkjun, að hún þarf nauðsyn-
lega að fá upplýsingar sem hún getur
treyst. Án þeirra er hætt við að það
sem þegar hefur verið lagt í þetta
merkilega mannvirki sé á glæ kastað,
nógerilltsamt.
LeóM. Jónsson
tæknifræðingur
Ofbeit — offramleiðsla
nákvæmar upplýsingar um dreifingu
beitarfénaðar en það kemur þó glögg-
lega I ljós að verulegur hluti sauðfjár I
landinu gengur I heimalöndum allt
sumaríð. Þetta er þó mjög breytilegt
eftir sveitum. Þegar á heildina er litið
virðist um eða innan við helmingur alls
sauðfjár landsmanna ganga I afréttum.
Raunar virðist það heldur hafa færst i
vöxt á seinni árum að fé sé haft í
heimalöndum sumarlangt, t.d. á
Suðurlandi, en áætlað er að í Árnes-
og Rangárvallasýslum gangi aðeins
um 20% af fénu í afréttum á sumrin.
Um hrossin er það að segja að þeim
er flestum beitt I heimalönd. Víðast
hvar er upprekstur hrossa í afrétti ann-
að hvort bannaður eða takmarkaður
verulega og segja má að yfirleitt sé
hrossabeit i afréttum litil sem engin
nema i Skagafjarðar- og Húnavatns-
sýslum.
Hvað heimalönd varðar hefur það
komið glögglega í Ijós í könnun minni
að vetrarbeit fyrir sauðfé heyrir nú að
mestu fortíðinni til I flestum sveitum
landsins. Með auknum kröfum til af-
urðasemi hefur vetrarfóðrun batnað,
fé er tekið fyrr á gjöf á haustin og er
yfirleitt ekki sleppt eins snemma á
vorin og áður tíðkaðist viðast hvar.
Auk þess er beitt töluvert mikið á
ræktað land, bæði vor og haust.
Almennt er viðurkennt að þessar
breytingar i búskaparháttum verki
mjög jákvætt á gróðurfar úthaga, ekki
síst þar sem um kjarr eða skóglendi er
að ræða. Víða á láglendi er gróður
ekki mikið bitinn, t.d. á mýrlendi, og í
flestum tilvikum virðast heimahagar
hóflega nýttir. Samt sem áður er full
ástæða til að vera vel á verði, einkum
þar sem land er viðkvæmt fyrir
miklum ágangi, og mætti í því sam-
bandi nefna sumar hrossagirðingarnar
sem eru oft mjög mikið beittar.
Stjórn á beitinni
„En hvað hefur þá verið gert til að
hafa stjórn á afréttarbeitinni?” kunna
sumiraðspyrja.
Áður var þess getið að í flestum
sveitarfélögum væri farið að takmarka
verulega eða banna upprekstur hrossa
í þeim tilgangi að draga úr beitarálagi í
þeim afréttum sem taldir eru fullnýtt-
ir. Þeim sveitarfélögum hefur og farið
fjölgandi sem setja reglur um upp-
rekstur eða flutning sauðfjár í afrétti
sína. Algengast er að banna upp-
rekstur fyrr en seint I júni eða byrjun
júlí, fylgst er með fjárfjölda við af-
réttagirðingar síðla sumars, og rekið til
byggða ef þurfa þykir í lok ágúst eða
byrjun september og í mörgum
sveitarfélögum hefur göngum og
réttum verið flýtt. í heild hafa slíkar
ráðstafanir orðið til þess að stytta
beitartima á afrétti frá því sem áður
ar, þannig að dregið hefur úr beitar-
álagi. Einnig ber að minnast þess að í
mörgum sveitum nýtir aðeins hluti
fjárins afréttabeit svo sem áður var
getið um. Skipulegri ítölu hefur þó
lítið verið beitt til þessa.
Með Landgræðslu ríkisins og fjöl-
mörgum sveitarfélögum í landinu er
ágæt samvinna um markvissar gróður-
verndar- og uppgræðsluaðgerðir af
ýmsu tagi. Má í því sambandi nefna
áburðardreifingu, einkum á mörkum
áfrétta og heimalanda, t.d. á Suður-
landi, sem hefur borði góðan árangur.
Með því að græða upp gróðursnauð
svæði fæst betri dreifing á fénað,
beitarálag verður jafnara og minni
hætta er á að fé safnist saman við af-
réttargirðingar síðla sumars. Gott
dæmi um þetta er að finna í neðan-
verðum Biskupstungnaafrétti, ofan
Sandár. Við slíkar aðgerðir setur
Landgræðsla ríkisins það skilyrði að
hross gangi ekki á landinu og í samráði
viö viðkomandi sveitarfélög eru settar
reglur um afréttamýtingu sauðfjárins
eftir þvi sem þurfa þykir í hverju til-
viki. Á mörgum stöðum hefur þurft að
alfriða land með girðingum og hefur
landgræðslan viða unnið stórvirki við
heftingu uppblásturs og sandfoks. Um
það þarf ekki að fjölyrða.
Þótt ég hafi aðeins verið stuttan
tima í þessu starfi hefi ég nú þegar
mætt góðum skilningi bænda viða um
land á nauðsyn þess að varðveita og
bæta sumarbeitilönd, hvort sem er í
heimahögum eða afréttum. Gróður-
verndarnefndir eru starfandi í öllum
sýslum landsins og geta þær gegnt
veigamiklu hlutverki með því að fylgj-
ast stöðugt með ástandi gróðurlenda í
samvinnu við Landgræðsluna, Land-
vernd og Búnaðarfélag íslands.
Raunar hlýtur skipuleg og hófleg nýt-
ing úthaga að byggjast á góðu sam-
starfi og gagnkvæmu trausti hinna
ýmsu aðila sem um málin fjalla.
Sanngirni
Um árabil hefur verið unnið merkt
brautryðjendastarf við ýmis konar
rannsóknir á beitilöndum og gerð
gróðurkorta á vegum Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins og fleiri
aðila. Enn skortir þó ýmsar veiga-
miklar visindalegar upplýsingar á þess-
um sviðum, gróðurkort vantar af
stórum hlutum landsins og þörf er á
endurnýjun eldri gróðurkorta. Mikils
er vænst af hinum umfangsmiklu
beitartilraunum sem nú er unnið að
bæði á hálendi og láglendi og hafa þær
nú þegar gefið mjög gagnlegar vis-
bendingar um ýmis atriði. Þess ber að
geta að vaknað hafa efasemdir hjá
ýmsum aðilum um nákvæmni útreikn-
inga á beitarþoli landsins með hliðsjón
af þeim breytingum sem orðið hafa á
nýtingu úthaga siðustu árin og drepið
var á hér að framan. Virðist fyllilega
tímabært að endurskoðun fari fram á
öllum forsendum beitarþolsútreikn-
inga, þannig að renna megi styrkari
stoðum undir skipulega og hóflega
nýtingu beitilanda.
Þeirri skoðun er stundum haldið á
lofti að heilar sýslur, jafnvel heilir
landshlutar, séu ofbeitarsvæði. Að
minum dómi er þetta mjög ýkjum
blandið og hygg að nær sanni sé að
ræða um einstaka hreppa eða afmörk-
um svæði í þessu sambandi. Það sést
best þegar farið er um landið. Þótt
gróðureyðing og uppblástur eigi sér
stað á ákveðnum svæðum gefur að líta
önnur svæði, þar sem gróðurfars-
ástand virðist fara batnandi, og mikið
af landi hefur verið grætt upp með
sáningu og áburðardreifingu. Enginn
vafi er á þvi að árferði hefur mikil
áhrif á gróðurinn. Þannig hafa síðustu
árin verið gróðri hagstæð og spretta
mikil en i vor greri seint og spretta var
með minna móti fram eftir sumri
vegna kulda og jafnvel þurrka í
sumum landshlutum. t umræðum um
beitarmálefni, sem og aðra þætti land-
búnaðarmála, verður að beita sann-
girni og benda ekki aðeins á það sem
miður fer, heldur einnig það sem vel er
og horfir til framfara. Ljóst er að í
framtíðinni þarf að miða val á bú-
greinum og uppbyggingu á jörðum
meira við stærð og gæði heimalanda
og afrétta heldur en gert hefur veirð til
þessa. Til dæmis geta margar landlitlar
jarðir með góð ræktunarskilyrði
hentaö vel til mjólkurframleiðslu og
jafnvel kjötframleiðslu af naut-
gripum, en ekki til verulegs sauðfjár-
búskapar. Slík sjónarmið hljóta að
verða ofarlega á baugi á komandi
árum, enda nátengd skynsamlegri nýt-
ingu beitilanda.
Ólafur R. Dýrmundsson
landnýtingarráðunautur.