Dagblaðið - 09.08.1978, Page 24
Geirfinnsmálið:
Ríkissaksóknarí
áfrýjar dómnum
hinir sakfelldu óskuðu einnig áfrýjunar
Ríkissaksóknari hefur nú áfrýjaö
dómum sakadóms í Geirfinnsmálinu.
Þeir menn fjórir, sem hlutu þyngstu
refsidómana hafa einnig óskað áfrýj-
unar.
Af hálfu rikissaksóknara er áfrýjað
til staðfestingar á dómunum yfir
Kristjáni Viðari Viðarssyni og Sælvari
Marinó Ciecielski. Þeir voru báðir
dæmdir í ævilangt fangelsi. Þá er
áfrýjað til þyngingar á dómunum yfir
Tryggva Rúnari Leifssyni, sem
dæmdur var i 16 ára fangelsi, og
Guðjóni Skarphéðinssyni, sem
dæmdur var í 12 ára fangelsi.
Loks er áfrýjað til þyngingar á
dóminum yfir Erlu Bolladóttur, sem
hlaut þriggja ára fangelsisdóm, og
Albert Klahn Skaftasyni, sem hlaut 15
mánaða fangelsisdóm. Dómar þessir
voru kveðnir upp í Sakadómi Reykja-
víkur hinn 19. desember sl.
Rétt er að geta þess, að lögum sam-
kvæmt er af hálfu rikissaksóknara
skylt að áfrýja refsidómum, sem eru
þyngri en fimm ára fangelsi. Enda þótt
áfrýjaðsé til þyngingar, er alls ekki þar
með sagt, að ríkissaksóknara þyki
dómarnir of vægir. Heldur er krafan
um þyngingu sett fram til þess að
binda ekki hendur Hæstaréttar. Hann
getur ekki þyngt refsingu, nema krafa
um það komi fram. Þá reynir og á það,
hvort Hæstaréttur dæmir vægari
refsingu en undirréttur. Sú krafa
verður eflaust gerð af hálfu hinna sak-
felldu .
Þegar geðrannsókn hefur verið
gerð, vill Hæstiréttur yfirleitt að
réttarmáladeild læknaráðs fjalli um
úrskurð gcðlæknis um geðheilsu sak-
borninga. Réttarmáladeild skipa land-
læknir, Ólafur Ólafsson, forseti
læknadeildar Háskólans, Ólafur
Bjarnason, prófessor, og yfirlæknir
Kleppsspítalans, prófessor Tómas
Helgason. Réttarmáladeild lækna-
ráðs er eins konar yfirmat á úrskurð,
sem einn læknir stóð að á fyrra
dómstigi.
Dómurinn er um 800 blaðsiður.
Hann var kvcðinn upp 19. des. sl.
Mikið verk hefur verið að vinna úr
dómsskjölum og búa dóminn til prent-
unar. Hann barst Ríkissaksóknara
þegar rétt vika var af júlímánuði sl.
Áfrýjunarstefnur hafa nú borizt
Sakadómi Reykjavikur til birtingar
dómfelldu.
BS
í
frfálst, nháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST1978.
Tómatastríðið efldi
Neytendasamtökin:
Grænmet-
issala og
landbúnað-
ur undir
smásjánni
„Það er ætlun Neytendasamtakanna
að taka upp grænmetissölumálin á
breiðari grundvelli en aðeins á sviði
tómata- og agúrkusölu”, sagði Reynir
Ármannsson form. samtakanna í símtali
við DB. „Persónulega tel ég að í sam-
bandi við grænmetissölumálin i heild séu
ýmis vanhöld á og illa aö þeim staðið á
ýmsan hátt. Um þessi mál verður fjallað
í stjórn Neytendasamtakanna. 1 þessari
viku er von á Jónasi Bjarnasyni varafor-
manni samtakanna til landsins, eftir
sumarlanga utanlandsvist. Hann býr
yfir ýmsum niðurstöðum á könnunum
sem hann hefur gert varðandi græn-
metissölumálin, bæði hér heima og
erlendis,” sagði Reynir.
Reynir sagði að ýmis fleiri mál væru á
döfinni hjá Neytendasamtökunum.
Hafa m.a. farið fram viðræður við for-
stjóra Osta- og smjörsölunnar varöandi
neytendamál. Þá hefur komið í Ijós að
fimm aðilar sjá um flutninga og dreif-
ingu landbúnaðarvara á höfuðborgar-
svæðinu og finnst Neytendasamtökun-
um ástæða til að kanna þau atriði nánar,
ef verða mætti til að draga úr dreifingar-
kostnaði. ASL
íbúarnir
ráða hvort
opnuð
verður
Á TVR-útsala
— segir Jón
Kjartansson
„Af hálfu Áfengis- og tóbaks-
verzlunar ríkisins er ekkert því til fyrir-
stöðu að opnuð verði útsala á Seltjarnar-
nesi ef meirihluti ibúa þar óskar þess. En
það er ekki nóg að tilmæli komi frá
bæjarstjórninni einni,” sagði Jón
Kjartansson, forstjóri ÁTVR, i samtali
við DB.
Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær er
meirihluti bæjarstjórnar Seltjárnarness
samþykkur þvi að gefa Áfengis- og
tóbaksverzlun ríkisins kost á áfengisút-
sölu í nýrri verzlunarmiðstöð sem er að
rísa í landi Eiðis.
„Það verður fyrst að fara fram
atkvæðagreiðsla meðal íbúanna áður en
ákvörðun verður tekin um opnun
útsölu,” sagði Jón Kjartansson.
Jón sagði, að fyrir nokkrum árum
hefðu komið fram óskir um opnun
áfengfsútsölu í Hafnarfirði, en tillaga
þess efnis hefði verið felld í atkvæða-
greiðslu. GM
Kaupið*Vx
r5 TÖLVUR. gl
IX OGTÖLVUUR_®
BANKASTRÆTI8
Hálfdán Ingólfsson fór aftur með Dagblaösbikarinn vestur á Isafjörð.
DB-mynd: Ari
Torfi Andrésson frá Tálknafirði svífandi á dreka sínum á mótinu I gær.
< t DB-mynd: Bj.Bj.
2.sumargetraun Dagblaðsins
Við höldum úfrum með sumargetrauninu I blaðinu I dag. Kúnstin er aðfinna til-
tekna fyrirsögn I blaðinu og skrifa númerið ú blaðsiðunni ú meðfylgjandi miða.
Getraunin verður l nœstu 9 blöðum, og tiu miðum alls ú að skila i lok keppninnar.
Verðlaun verða tveirfarmiðar til Grikklands I september nk.
Dvalið verður ú glœsibaðströnd við hliðina ú Onassisfiölskyldunni, og slðan
haldið I miklu sigiingu um Miðjarðarhafið í viku. Ekkisiœm sumariok fyrirþú les-
endur, sem vinna ferðina.
Þessa fyrírsögn er að finna í DB á
bls..... í dag
Unga kynslóðin
og gömlu umbótatækin
Klippið miðann út og geymið þar til
allir tiu hafa birzt.
m-----------------------►
slífið í Grikklandi er meðal þess sem ferðafólk kann hvað bezt að meta.
ísfirðingur sigraði á svifdrekamótinu í gær:
HAFÐI BIKARINN
AFTUR MEÐ
SÉR VESTUR
Á velheppnuðu íslandsmóti í svu-
drekaflugi, því öðru i röðinni, sigraði
Hálfdán Ingólfsson frá Isafirði en hann
sigraði einnig í fyrra. Vann hann því
aftur þann farandbikar, sem Dagblaðið
gaf til keppninnar í fyrra. Reyndar
sögðu sumir félaga hans að hann hafi
verið að hugsa um að taka bikarinn
ekkert með suður til keppninnar og kom
á daginn að það var óþarfi, hann mun
enn prýða hibýli hans í a.m.k. eitt ár.
Næstur varð Torfi Andrésson frá
Tálknafirði en þar i plássi er nú mikill
áhugi fyrir þessu flugi. Þriðji varð Einar
Jóhannsson, einnig frá Tálknafirði og 4.
varð Einar Eiríksson frá Reykjavík.
Keppnin er í því fólgin að kapparnir
stökkva fram af hæð, í þessu tilviki
Úlfarsfelli i Mosfellssveit. Eiga þeir að
fljúga á sem mestum hraða uns þeir
fljúga yfir tiltekinn punkt á jörðu niðri.
Þaðan eiga þeir að fljúga á sem lengstum
tíma að tilteknu marki og ienda þar.
Reynir þetta verulega á flughæfileika
þeirra og þekkingu á möguleikum drek-
anna. Allt gekk vel og slysalaust fyrir sig
enda er slíkt flug talið mjög öruggt og
notuðu kapparnir nú aðeins hin beztu
tæki.
G.S.